Vísir - 25.06.1981, Qupperneq 9

Vísir - 25.06.1981, Qupperneq 9
s 9 ' Finimtudágur 25. júni 1981 Að undanförnu hefur getið að lita i dagbiöð- um all sérstæðar fréttir af mjög svo skrýtinni uppgötvun: Sveinn Einarsson, þjóðleik- hússtjóri hefur sumsé orðið uppvís að þvi að hafa i fórum sinum álika apparat og fyrir- finnst á hverjum meðalkontór i landinu: segulbandstæki og hljóðnema. Og i tækinu var spóla, en enn grun- samlegra var vist, að þegar hún var spiluð, reyndist ekkert á henni. Siðferði fjölmiðlanna Þessi óvænta uppgötvun virð- ist hafa verið til allmikils góðs fyrir blöðin og aðra fréttamiðla iagúrkutið, enda hefur ótöluleg- um fjölda dálksentimetra verið varið til að brjóta málið til mergjar. Svo er bara eftir að sjá, hvort blöðin og fréttamiðl- arnir láti hér staðar numið, eða hvort ætlunin sé sú, að kanna með sama hætti grunsamlegheit allra segulbandstækja á öllum kontórum forsvarsmanna opin- berra stofnana. Miðað við þá meðferð sem segulbandstæki Sveins Einarssonar og hann sjálfur hefur orðið fyrir, mætti segja mér, að ýmislegt reyndist þá býsna rotið i Islands riki. En gamanlaust: það fer ekki hjá þvi að ýmsar spurningar geri vart við sig á áleitinn hátt. Hér á ég ekki við það, sem snýr að siðferði blaðanna: það virðist núorðið vera nóg að hringja i ákveðin dagblöð til þess að þau hlaupi upp með látum og bægslagangi og breyti á svip- stundu mýflugu i úlfalda. Og samkvæmt þvi sem sagt er frá i fréttum þessara blaða, hirða þau ekki um að komast að þvi hverjir þessir huldumenn eru, meðan von er til þess að verða á undan öðrum með fréttirnar. En nóg um það: i sjálfu sér er bað mál blaðanna sjálfra, hversu siðferði þeirra er sterkt, þótt auðvitað hafi það ósjálfrátt áhrif á lesandann, hvernig frétt er slegið upp. Staðreyndum rangsnúið En aðrar spurningar géra einnig vart við sig: Hver er það, til dæmis að taka, sem sér hag sinn i þvi að koma upplýsingum um málefni Þjóðleikhússins i fjölmiðla? Og hverjum er það til gagns, að rangsnúa staðreynd- um málsins á þá lund sem gert hefur verið? Sjálfur man ég ekki betur en að leiðslur þær, sem fullyrt hef- ur verið að komið hafi i ljós und- an gólfteppinu fræga, hafi legið ofaná teppinu fyrir allra aug- um. Ég hef leitaö staöfestingar á þessu atriði, og fengiö hana frá fleirum en einum aðila. Leikárið i æsifréttum Siðastliðinn vetur hefur Þjóð- leikhúsið verið óvenju mikið milii tanna jafnt leikra sem lærðra, en öll hefur umræðan verið þvi sem næst á eina lund- ina: hrakfallasaga þessa leik- árs eins og hún hefur birst al- menningi gegnum fjölmiðla, hefur verið blásin út i æsifrétta- stil, án þess að aðilum málsins hafi verið gefinn kostur á að tjá sig um það undir eðlilegum kringumstæðum. Þannig gat að lita i einu dagblaðanna þegar i fyrrahaust flennifyrirsögn á forsiðu: Stöðvar þjóðleikhús'- stjóri frama Hóberts? Hér var, eins og mönnum mun i fersku minni, átt við frama Róberts Arnfinnssonar, þess ágæta leik- Jakob S. Jóns- skrifar. ara. Hann átti þess kost að leika ikvikmyndum leit aðeldi.Oall- inn var sá, að kvikmyndatökur að skipulagi Þjóðleikhússins var breytt á undraskömmum tima og Róbert fékk að leika i kvikmynd sem ekkert varð svo úr. En skaðinn var skeður, og allt siðastliðiö leikár hefur starfsemi Þjóðleikhússins verið að súpa seyðið af þessari al- ræmdu skipulagsbreytingu. Þessa staðreynd málsins hef- ur hinn undarlegi huldumaður, vinur fjölmiölanna, vandlega þagað um. Hvers vegna? A meðan hefur starfsfólk leik- hússinslegið undir ámæli um að vera listrænar liðleskjur, og þar hefur Sveinn Einarsson verið settur i hóp hinna ákærðu. (*: ■ mHK&i v [l 11 k.1 i * 1. Fréttirnar af segulbandsfund- inum á þjóðleikhússtjórakont- órnum koma svo i lok leikárs- ins, eins og til að staðfesta það endanlega að Sveinn sé ekki að- eins illskufól hið versta sem sitji um sálir manna i listrænum skilningi, heldur leggist hann lika svo lágt að hlera tveggja manna tal með illa földum tækjaútbúnaði. Vinsamlegast: Berjið höfðinu svo hátt og skýrt heyrist við vegginn! ! Meira að segja formaður Þjóðleikhúsráðs, Haraldur Ólafsson sem þekktur er aö flestu öðru en gifuryrðum, tekur uppi sig i blaðaviðtölum og krefst itarlegra skýrslna, áður en honum er málið að fullu kunnugt. Þjóðleikhúsráð lýkur svo málinu fyrir sitt leyti með loðinni yfirlýsingu. Þórhallur kveður Og ekki er fyrr búið að semja þá yfirlýsingu, en Þórhallur Sigurðsson, leikari og ráðsmeð- limur segir sig úr þjóðleikhús- ráði. Forsenduna segir hann vera óánægju með stjórnunar- fyrirkomulag Þjóðleikhúss, eins og kveðið er á um hana i lögum frá 1978. Nú er það auðvitað al- veg rétt, að þau lög eru mein- gölluð, og vissulega hefði hinu háa Alþingi verið andskotans nær að fara a.m.k. að einhverju leyti eftir hugmyndum starfs- fólks leikhússins. Hins vegar má alveg benda Þórhalli á það, að frá þvi þessi lög voru sett, hefur aldrei verið veitt fjár- magn til að íara eftir þeim, þannig að hæpið er, að nokkuö hafi reynt á þau i raun, a.m.k. hvað það snertir sem ergir Þór- hall mest: stjórnunarfyrir- komulagið. Og gaman væri að fá nánari skýringar á þeirri full- yrðingu Þórhalls, að ráðið sé ófært um að vera sjálfstæöur eftirlitsaðili með starfsemi leik- hússins vegna yfirburðarþekk- ingar leikhússtjórans. Og illa verður það séð, að úr- sögn Þórhalls úr ráðinu bæti ástandið, enda hugsa ég, að fáir séu betur til þess fallnir en hann að vinna að úrbótum á þvi sem miður fer i starfsemi leikhúss- ins. Úrsögn hans kemur þvi eins og skrattinn úr sauðarleggnum, nánast eins og hluti af þvi mold- viðri, sem þyrlað hefur verið upp kringum Þjóðleikhúsið og Svein Einarsson. Hverjum til gagns? Nú er það auðvitað vita von- laust mál að ætla sér að komast til botns i þvi á þessu stigi máls- ins hvað þessar uppákomur eiga i raun að merkja. Ýmislegt bendir þó til þess að einhverjum sé svona ósköp illa við Svein Einarsson i þjóðleikhússtjóra- embættinu — en það fæst nátt- úrlega ekki á hreint, meðan sum mikilvæg atriði málsins fást ekki fram i dagsljósið. Eftir stendur þvi spurningin: hverjum er það til gagns, að blásið sé upp moldviðri kringum þau mál sem augljóslega eru innanhússmál Þjóöleikhússins og einungis er á færi starfs- manna þess að leysa? Það er auðvitað óþolandi, fyr- ir hvern þann sem vill Þjóðleik- húsinu vel, að hafa grun um að innan þess eigi sér stað væring- ar, jafnvel svo miklar að bitni á starfsemi og starfsfólki leik- hússins. —jsj. þeirrar myndar stönguðust á við skipulag Þjóðleikhússins, en þaö hafði verið unnið þá um vor- ið, áður en Róbert fékk umrætt kvikmyndatilboð. En mergurinn málsins er sá, að Róbert hafði ekki náð tali af Sveini Einarssyni áður en dag- blöð komust i málið og Róbert fór að gefa yfirlýsingar. Skaðleg skipu- lagsbreyting Eðlilega birtist Sveinn Ein- arsson okkur blaðalesendum sem vondur gæi, sem vildi ekki að Róbert fengi að leika i kvik- mynd. Lyktir málsins urðu þær,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.