Vísir - 25.06.1981, Qupperneq 12

Vísir - 25.06.1981, Qupperneq 12
Fimmtudagur 25. júni 1981' 12 VtSIR Fyrir nokkru gerðum við að umtalsefni hér á siðunni sumarbústaðalönd. Tókum nokkur dæmi um hvar væri möguleiki að fá leigð eða kevpt lönd þegar draumurinn um að eignast land og litið hús upp i sveit væri um það bil að rætast. i framhaldi af þeim ábendingum höfum við nú kannað hjá þremur innlendum aðilum hvað sumarbústaður kostar á hinum ýmsu byggingar- stigum. Margir innflutningsaðilar flytja inn sumarhús og veröur nánar greint frá innfluttu húsunum síðar. —ÞG. í JW4T\ T\ 1H u jj rn JJ Heilsárshús frá Stolpa seld á hremur Dyggingarstigum Hjá Stólpa h.f. á Selfossi fást sumarhús i sex stærðum og raunar mcira en sumarhús þvi gert er ráð fyrir að hægt sé að dvelja i þeim allt árið um kring. Húsin eru með tvöföldu gleri og einangruð með tilliti til vetrar- veðra. Stærðirhúsanna eru frá 25 til 55 fermetrum og ef dæmi er tekið af verði fullbúins húss, þá kostar 31 fermetra hús 125.350.- (12.535 millj. gkr.) og er þá ekkert undanskiliö nema reisingarkosn- aður. Árni Páll Tómasson hjá Stólpa h.f. sagði i samtali við Visi að það tæki fjóra menn þrjá til fjóra daga að reisa húsiö en ekki væri nauðsynlegt að hafa nema einn fagmann við verkið. Kaupandi hefur mikla mögu- leika á að ráða sjálfur niðurröðun innan stærðarramma og getur þannig haft útlit hússins að veru- legu leyti eftir eigin höfði. Auk þess er ekki nauðsynlegt að kaupa þessi hús fullbúin. Stólpi h.f. býður upp á kaup á þremur byggingarstigum og ef haldið er áfram með dæmið sem tekið var áðan af verði 31 fermetra húss þá kostar slikt hús á 1. byggingar- stigi 77.850,- og á öðru stigi 116.700.-. Hús á 1. byggingarstigi er fok- helt, einingar fullbúnar að utan, tvöfalt gler, útihurðir, opnanleg fög og þak frágengið að utan. A öðru byggingarstigi eru útveggir einangraðir, þak einangrað og gólf klætt með vatnsheldum spónaplötum og einangrað. Hús á 2. byggingarstigi er fullbúið, inn- veggir klæddir og uppsettir og léttar innréttingar. —ÞG 9Í .oiJ Þessi tegund af Kft— sumarhúsi er T-laga og hafa þau veriö mjög vinsæl. KR-sumarhús: »» Seljum húsln á mlsmun andl byggingarsllðl” \ . -vC / i'.j&i fcL._ Jb. 'L. tP’itt. sagðl Krlsllnn Ragnarsson ,,KK-Sumarhús seljum við bæði fokheld og fullfrágengin að innan sem utan” sagði Kristinn Kagnarsson húsasmiður i viötali við blaðamann Visis. „Viðsmiðum22fm,44fm 53fm hús og svo einnig T-laga 42 fm sem hafa verið einkar vinsæl. Og ef við vindum okkur i kostnaöinn getum við tekið 44 fm húsið, sem er stofa, eldhúskrókur, þrjú svefnherbergi með rúmstæði fyrir átta manns og baðher- bergi með sturtu, kostar það fullfrágengið 190 þúsund krón- ur (19 milljónir gkr.). Stærstu húsin (53 fm) kosta um 160 þús- und krónur (26 millj.). Svo, eins og ég nefndi áöur, eru húsin seld á mismunandi bygg- ingastigi og mætti þá nefna T-laga bústaðinn fokheldan, kostar hann 126 þúsund krónur (12.6 millj. gkr.). 1 sumum tilfell- um höfum við afhent bústaðina komna á sinn bás, þ.e. höfum lika fengið land fyrir bústaðinn og siðan afhent eiganda lykilinn að sumarhúsinu” sagði Kristinn Ragnarsson sem i mörg ár hefur sérhæft sig i smiðum sumarhúsa og tekið mið af vatni og vindum eða með öðrum orðum islenskri veðráttu. —ÞG Húsasmiðjan: „Vinsælla að kaupa húsin fokheld en fullfrágengin” sagði Slgurður Sigurðsson Lesendum Visis ætti að vera i fersku minni hinn glæsilegi sumarbústaöur frá Húsasmiðj- unni sem nýlcga var dreginn út i afmælisgetraun Visis. Var and- virði þess bústaöar um 200 þús- und krónur (20 milljónir gkr.). Sá bústaöur 43 fm aö utanmáli auk verandar sem er ca. 10 fm. Visis- bústaðurinn var fullbúinn öllum tækjuin og innréttingar hinar vönduöustu. Viöhöföuin samband við Sigurö Sigurösson hjá Húsasmiöjunni til aö kanna fleiri stæröir sumar- húsa sem Húsasmiöjan framleið- „Viö smiðum m.a. 37 fm, 43 fm og 49 fm sumarhús, og kostnaðar- verð fer að sjálfsögöu eftir þvi á hvaða byggingarstigi við af- hendum húsin,” sagði Siguröur. „Seljum við fleiri hús ófullfrá- gengin heldur en alveg tilbúin hús með innréttingum og öllu tilheyr- ándi. Ef við byrjum á 37 fm húsi, frágengnu að utan, klæðning á veggjum og gólfi, hólfað niður að innan og með innihurðum kostar það i dag 100.500 krónur trúmar 10 millj. gkr.) 43 fm húsin á sama byggingastigi eru á 109.800.- krónur og 49 lm sumarhúsin eru um 116 þúsund krónur. Ef við tökum svo eitt hús t.d. 37 fm að stærð og skilum þvi fpk- heldu, þá er það óklætt og ó- einangrað, en með fullbúið loft, kostar það 72.900 krónur.” —ÞG

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.