Vísir - 25.06.1981, Qupperneq 16
Frábær
þjónusta
Einn ánægður hringdi:
„Þessi blessaða lesendasiða er
yfirleitt uppfull af neikvæðu hjali
finnst mér og eflaust fleirum. Mig
langar þessvegna að breyta til og
koma að tveimur jákvæðum at-
riðum, sem ég tel að eigi fullt er-
indi á þessa siðu.
Við hjónin höfum að undan-
förnufarið út og fengið okkur bita
annað slagið, ekki á dýru staðina
að sjálfsögðu heldur þá sem
gjarnan eru kallaðir „milli—
dýrir” staðir. Eitt sinnið fórum
við inn á Kirnuna á Laugaveg-
inum sem býður upp á kinverska
rétti, og kom það okkur mjög á
óvart, enda óvörn sterkum mat.
Við spjölluðum við kokkinn og
hann var svo rausnarlegur að
bjóða okkur að skila réttunum
aftur ef okkur likaði þeir ekki. Og
svo fór lika að þeir voru allt of
sterkir fyrir okkar smekk og
kokkurinn stóð við sin orð: við
fengum annan rétt án þess að
þurfa að borga aukalega.
1 annað skipti fórum við á
Kránna við Hlemm og ætluðum
einungis að fá okkur hamborgara
en þeir smökkuðust fremur illa.
Við gerðum athugasemdir við
matinn og þá býður kokkurinn
okkur að fá hvað sem við vildum i
staðinn.
Þetta kalla ég frábæra þjónstu
hjá báöum stöðunum og tel rétt að
koma þessu á framfæri”.
Kráin og Kirnan.
Egglaræningjarnlr sluppu alit
„Hrein móðgun vló
Ættjarðarvinur hringdi
„Enn einu sinni hafa óvandaðir
útlendingar gert sér ferð hingað
til að ganga i skrokk á fuglsstofn-
um landsins. Nú ætluðu þeir að
visu ekki að ræna fálka- eða
andarungum heldur andareggj-
um. Astæða þess að ég hringi i
ykkur eru þau fáranlegu viðurlög,
sem virðast vera i gildi og varða
slik brot. Gera ráðamenn sér ekki
grein fyrir að hér er verið að
brjóta gegn þjóðinni, landinu i
heild, fósturjörðinni? Mér finnst
Húsnæöísokrið
tll vansa fyrir
bjóðfélagið
K.Þ. skrifar:
„Þann fyrsta mai s.l., á al-
þjóðlegum baráttudegi verka-
manna, leyfði rikiss tjórnin
hækkun á hiisaleigu. Prösentu-
ol vel:
Island
að slik brot ættu að flokkast undir
landráð og að refsing við sliku at-
hæfi ætti að vera mjög þung. Löng
fangelsisvist og háar sektar-
greiðslur. Að sleppa ræningj-
unum af landinu við svo búið og
sekta þá um 100 krónur er hrein
móðgun við Island”.
hækkunin sem leyfð var var
hvorki meira né minna en 44%
(þ.e. hafi leiga ekkert hækkað á
tímabilinu 1. október tQ 1. mai
s.l.) Þessa hækkun leyfir hiin
um Ieið og ástandið á leigu-
markaðinum er vægast sagt
hrikalegt. Fjöldi fólks er á bið-
lista eftir hdsnæði og margar
fjölskyldur eru hreinlega á göt-
unni. Til að mynda höfum við,
hjón með eittbarn, verið meira
og minna á götunni i meira en
ár, höfum reyndar verið það
heppin að fá inni hjá ættingjum
eða afnot af ibiiðum ættingja og
vina skamman tima I senn.
Leiguokrið er til vansa fyrir
húseigendur þeir eru jafnvel að
gera kröfu um tveggja og
þriggja ára fyrirframgreiðslu.
Við erum bæN i námi og eigum
fyrir barni að sjá og getum þvi'
engan veginn staðið undir slik-
um greiðslum. Það er vitað mál
að stærstu hóparnir meðal leigj-
enda eru námsmenn og tekju-
lágt fólk, þessir hópar ráða alls
ekki við svo miklar fyrirfram-
greiðslur ne geta þeir aðlagað
sig að þeim gifurlegu hækkun-
um sem orðið hafa á leigu-
markaðinum og eru langt um-
fram verðbólgu.
Það er hlálegt til þess að vita,
aö ríkisstjórn sem Alþýöu-
bandalagið á aðild að skuli
standa fyrir slikum árásum á
kjör þessara hópa.
Að lokum skora ég á alla, sem
telja húsnæðisþörfina vera eina
af frumþörfum mannsins, að
taka höndum saman um að gera
mönnum kleyft aðleigjasér þak
yfirhöfuðið, án þess að þurfa að
fórna til þess meira en sem
nemur hálfúm mánaðarlaunum
venjulegs fólks, eins og raunin
er á i dag.”
Athugasemú frá
hlaöamdnnum Vísis,
sem fjalla um máleíni
hestamanna: ,
Gustur skrifaði um daginn í
lesendadálk VIsis og kvartaði
undan of miklu dekri við hesta-
menn á siðum blaðsins og
HeiIIa-Blesi svaraði honum
nokkru slðar. Af þvi tilefni vilj-
um við undirritaðir starfsmenn
blaðsins, sem önnumst málefni
hestamanna i blaðinu, senda frá
okkur svolitla athugasemd.
Um langt árabil hafa öll dag-
blöð borgarinnar ásamt rikis-
fjölmiðlunum haft á sinum
snærum fastráðna fréttamenn,
sem annast um fréttaflutning af
iþróttum.Suma daga hafa blöð-
in allt að átta blaösiður fylltar
meö iþróttafréttum. Það hefur
veriö gengiö Ut frá þvi sem visu,
að skrif um Iþróttir séu mjög
seljanleg. *
Af nokkuö annarlegum ástæð-
um, sem ekki er ástæða til að
fara nánar út I hér, hafasamtök
iþróttamanna ekki talið sér fært
að viðurkenna hestamennsku
sem Iþrótt, i verki, með þvl aö
veita hestamönnum aðild að
tSt, enda þótt engum dyljist aö
reiölist er iþrótt. Hestamennska
er medra að segja talin meðal
fremstu iþrótta viða um heim,
iþróttallra frá vöggu til grafar,
og hér á landi er hún Iþrótta
élst.
Vegna afstööu Iþróttaforust-
unnar hafa Iþróttafréttaritarar
ekki talið sér skylt að annast um
hestafréttirí sinu starfi. Þess er
þó að geta að iþróttafréttamenn
sjónvarps, eru þar undantekn-
ing. Af þeim sökum hafa hesta-
menn verið afskiptir i blöðun-
um, lengst af. Fyrir utan
„Visir hefur forystu um birt-
ingu efnis um hestamennsku”
, JusturogHeín---------
mannamótum og neiri mál skyld hestamennsku.
|Á að fletta upp
markaskránni?
Gustur skrifar:
Ósköp ei^þaft nú hlálegt aft
bjófta mér uppá kennslu i aft sitja
hest og dyljast bak vift dulnefndi.
_Slikt hoftfékk ég á lesendasiftunni
um vift lesendurnir aft vita þaft aft
Háfeti og Ljúfur hefftu keppt I
Hveragerfti.
Ég vil leyfa mér aft mótmæla
þvf aft hesturinn sé notaftur sem
leikfang, þvi hross eru fallegar
>6123 betra skilift. Aft
Sérfræöingar VIsis I málefnum hestamanna láta nd f sér heyra
vegna skrifa Gusts og Heillablesa.
iþróttamenn eiga margir
áhugamannahópar sina föstu
þættii'blöðum og er ekki amast
viö. Þar má nefna skákmenn,
bridgemenn, laxveiðimenn, fri-
merkjasfnara, bflasportmenn,
poppara o.fl. Óliklegt verður þó
að telja að nokkrir þessara hópa
séu f jölmennari en áhugamenn
um hesta.
Óhætt er að fullyröa aö engir
iþróttaleikir laða að sér fleiri
áhorfendur Ut um allt land, en
hestamannamót. Þvi til sönnun-
ar má nefna að aldrei hefur
knattspyrnumönnum i knatt-
spyrnubænum Akranesi tekist
að fá eins marga áhorfendur á
iþróttavöllinn þar i bæ, og
hestamönnum.
í könnun, sem gerð var á tóm-
stundaiðju unglinga i Reykja-
vik.kom fljós aö um 20% þeirra
eru beinir þátttakendur i hesta-
mennsku, og talið er að um 10
þúsund Reykvikingar hafi bein
afskipti af þeirri iþrött. Hlut-
fallið er miklu hærra I öðrum
landshlutum, I sumum sýslum
er talið aö 60-70% allra ibúa
skreppi á hestbak öðru hverju.
Hver getur þá haldið fram I
fullri alvöru að þaö sé betri
frétt, (en daglega sést einhver
svipuð) að strákur sem spark-
aði bolta austur á fjörðum, eða
breskur atvinnumaöur i sama
leik, hafi gengiö til liðs við ann-
að félag, heldur en úrslit kapp-
reiða á Kjalarnesi?
Viö vitum að mikill fjöldi Is-
landinga á öllum aldri hefur
áhuga á fréttum af hestum og
hestamönnum. Þess vegna höf-
um við óskað eftir að fá rúm i
blaðinu á þriðjudögum undir úr-
sfit móta helgarinnar næstu á
undan. Ritstjórn blaðsins hefur
skilning á gildi þessa og þvi hef-
ur þessi háttur komist á. Að
auki hefur okkur verið ætluð ein
opna i mánuði yfir sumarið til
að gera einstökum mótum fyllri
ski.
Við trúum þvi tæpast að
nokkrum manni þyki það ofi-
lagt, þegar borið er saman hvað
gert er fyrir aðra áhugamanna-
hópa og stærð þeirra.
Við erum nolÁuð hreyknir af,
að Vfsir hefur nú tekið forustu
um birtingu efnis fyrir hesta-
!i1nenn. Og við trúum ekki að þeir
lesenda blaðsins, sem engan
áhuga hafa á þessu efni, setji
fyrir sig að hinir fái fréttir af
sinu áhugamáli.
Sigurjón Valdimarsson.
Eirikur Jdnsson.
Hringlð í
sfma 86611
milli Kl.
14 og 16
eða skrífið
til blaðsins