Vísir - 25.06.1981, Qupperneq 27
Fimmtudagur 25. júni 1981
27
VÍSIR
,,Þú verður að tala við „Þuriði
formann”, annað gengur ekki”,
sögðu fleiri en einn af þeim sem
Vísir ræddi við I Ólafsfirði á dög-
unum. Við nánari eftirgrennslan
kom i ljós, að „Þuriöur formað-
ur” er Sæunn Axelsdóttir, i Ólafs-
firði, formaður á Kristjáni ÓF 51.
Háseti er Kristján Logi, 16 ára
gamall sonur hennar. Hann tók
við af Axeli Pétri bróður sinum,
sem réri með mömmu sinni i
fyrrasumar.
Sæunn var i róðri fyrst þegar
spurst var fyrir um hana, en
„reddari i landi” er eiginmaður
hennar, Asgeir Asgeirsson,
bæjargjaldkeri.
Langaði til að eignast
bát
„Þetta byrjaði þannig, að
strákana langaði til að eignast
bát og móðir þeirra lagðist á sveif
með þeim”, sagði Asgeir. „Það
varð siðan úr að við sömdum við
Mótun i Hafnarfirði um smiði á
2.3 tonna trillu, með þvi
byggingarlagi sem nefnt er
„Færeyingur”. Trillan kom siðan
i febrúar 1980. Við byrjuðum að
róa á færi i april, þegar timi gafst
til, þar til Sæunn og Axel byrjuðu
að sækja sjóinn að staðaldri eftir
að skólinn var búinn. Sumarafl-
inn varð bærilegur og spyrrtum
við hann allan sjálf og gerum enn.
Svo fór Axel sem skiptinemi til
Ástraliu, en þá tók næsti strákur-
inn okkar við”, sagöi Ásgeir.
Nú var von á Kristjáni ÓF að
landi og þvi rétt að drifa sig niður
á bryggju til að ná tali af for-
manninum:
„Það hefur fiskast vel að
undanförnu, þar til i dag. Það var
bókstaflega ekkert að hafa, sem
stafar eflaust af suðaustan áttinni
og miklum straumum. Þá gefur
fiskurinn sig ekki”, sagði Sæunn.
En hvað kemur Sæunni til að
sækja sjóinn?
„Ég veit ekki hverju ég á að
svara þér, ætli þetta sé ekki viss
athafnaþrá. Sjómennskan hefur
alltaf heillað mig og ég er hvorki
sjóveik né sjóhrædd. Það hefur
mikið að segja. Nú, þegar
strákarnir vildu ólmir fara út i
þetta, þá sló ég til”.
— Hvernig hafa „trillukarlarn-
ir” tekið þér?
Það var létt yfir þeim þegar þau komu að landi, þótt hann væri tregur.
Sæunn Axelsdóttir, Asgeir Logi og móttökustjórinn Asgeir Asgeirsson.
Bátur og áhöfn. Asgeir Logi og Sæunn um borð i Kristjáni.
VIsismyndir/G.S. Akureyri.
„Þeirhafa tekiö mér alveg ein-
staklega vel, ég var strax tekin
inn i þeirra samfélag. Ég er sem
sagt komin i „trillukarla sam-
félagið”, sem er einstakt sam-
félag og út af fyrir sig. Þeir hafa
verið elskulegir við mig, leið-
beina mér frekar en gera grin að
mér, ef mér verður eitthvað á”.
Afslappandi starf
— En er þetta ekki erfitt?
„Það má ef til vill segja, að
starfið sé likamlega erfitt, en það
er lika andlega afslappandi: á-
hyggjurnar eru skildar eftir
heima i landi. Auk þess hefur
þetta gefið mér tækifæri til að
kynnast strákunum minum betur,
það er svo margt sem kemur upp
á sjónum. Mér finnst alveg ótrú-
legt hvað sjómennskan hefur
þroskað strákana mikið. Hún
hefur aukið ábyrgðartilfinningu
þeirra. Þeir verða að taka ákvarð-
anir með mér einni út á sjó og
þeir vita að þeir verða að standa
sig. Þetta hefur lika orðið til þess
að auka samheldnina hjá okkur,
þvi eftir að i land er komið byrjar
aðgerðin og þá taka allir i fjöl-
skyldunni til hendinni. Ég er þvi
ákveðin i að halda áfram”, sagði
Sæunn Axelsdóttir.
G.S./Akureyri.
ÚTRULEGT HVAfi SJÓMENNSK
AN ÞROSKAR STRAKANA”
- Rætt við sæunni Axelsdottur. sem rær asamt
16 ára svni sinum á trillu trá ólafsfirði
Hárgreiðslustofan
'mXðSötaXð
Óðinsgötu 2 — Sími 22138
Þú færð
permanentið
hjá okkur
Smurbrauðstofan
BJÖRTMHMIM
Njólsgötu 49 — Simi 15105
EKKERT VERKFALL HJÁ FORSETUM
Það hefur verib mikið aö gera
hjá forsetum veraldarinnar að
undanförnu, einsog stundum áð-
ur. Brésneff, forseti Sovétríkj-
anna og útibúa þeirra víða um
veröld, allt frá Afganistan að
Grettisgötu 3, boðaði enn nýja
allsherjar friöar- og afvopnun-
arsókn á dögunum. Er þetta
ekki i fyrsta sinn sem friðelska
forsetans kemur i ljós i þessum
válynda heimi styrjalda og vig-
búnaðar, þótt klikur á Norður-
löndum hafi enn litið framhjá
honum við veitingu friöarverö-
launanna, sem kennd eru við
Nóbel.
Mitterrand, nýkjörinn forseti
Frakklands, hefur sett á lagg-
irnar stjórn með kommúnistum
innanborðs og hafði hann þó
þingstyrk til að halda þeim ut-
angarðs. Það vakti ekki sist at-,
hygli, að kommúnisti skyldi
setjast i stól heilbrigðisráð-
herra, en sú staöreynd verður
vonandi til þess, að menn hætti
að vera meö dylgjur og rógburð
um, að Svavari Gestssyni heföi
verið nær að hunskast heim til
að aðstoða Ragnar við að veita
læknum 40% kauphækkun, eins-
og hann er búinn að núna. Dvöl
Svavars í Frakklandi er ber-
sýnilega nokkurs virði og ekki
er vist, að launahækkunin til
læknanna hefði farið mikiö yfir
40%, þótt hann hefði verið
heima lika.
Þriðji forsetinn, Baní Sadr,
hefur hins vegar ekki verið á
feröinni ofanjarðar siðasta
mánuðinn, minnugur þess, að
skjóti hann upp kollinum þá
muni Alkali dómprófastur sak-
sóknara, eða hvað hann nú heit-
ir, kollegi Þórðar Björnssonar i
iran, ekki vera lengi að skjóta
kollinn niður aftur. Bani Sadr
sat löngum áður við fótskör
Kómenis erkiklerks meðan
hann húkti sem meinlaus sér-
vitringur á fleti í Paris. Þeir
þekkja þvi hvor annan sæmi-
lega og iransforsetinn veit, að
hann á ekki griðastað í kirkju
klerks eftir að einu sinni var
fokið i skjólin. Hershöfðingjarn-
ir sem þjónuðu Palevi keisara
forðum, ákváðu að láta bylting-
una hafa sinn gang og beita
hernum ekki gegn kórönum
klerksins. Hann mat þetta mik-
ils og lét skjóta þá flesta i um-
bunarskyni við fyrsta hentuga
tækifærið.
Af fjórba fyrirmanninum hef-
ur Svarthöföi ekki annab frétt
en að siðan hann fékkst upp úr
fossinum i Eliiðaánum, hafi Sig-
urjón gert fátt annað en að
halda islensku læknastéttinni
uppi I veisluhöldum, en til þess
hefur hún haft góðan tima i
verkfallinu.
Fimmti forsetinn hefur heim-
sótt Dali og Strandamenn og
veriö vel tekiö. Hefur hann þeg-
iö góöar gjafir, gróðursett tré á
hverjum stað einsog í postulins-
garðinum i Kaupmannahöfn.
Strák gerbi hún að jarli og þakk-
aði Dalamönnum það sérstak-
lega i ræðu, að þeir skyldu vera
til. Ekki er vitað hverju Dala-
menn svöruðu, en Þingeyingar
heföu sjálfsagt við slikt tækifæri
sagt, að það væri ekkert að
þakka.
Svarthöfði.