Vísir - 27.06.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 27.06.1981, Blaðsíða 6
VÍSIR Laugardagur 27. júní Medferöarheimilid viö Kleifarveg Þar dvelja börnin sem enginn vill borga fyrir Meðferðarheimilið við Kleif- arveg hefur valdið nokkurri umræöu að undanförnu þar sem meirihluti fræðsluráðs hefur itrekað óskað eftir þvi að starfs- semin þar verði lögð niður. Astæðan sem gefin er upp, er skortur á fjármagni, þar sem mennta m álaráöuney tið sem tekið hefur þátt i rekstrinum að hluta, hefur nú dregið sin fram- lög til baka. Minnihluti borgar stjórnar er eindregið á móti þessu þar sem talið er að ekki sé i önnur hús að venda fyrir þau börn sem vistuð hafa verið að Kleifarvegi. Upphaflega voru það Hvita bandið og Heimilis- sjóður taugaveiklaöra barna, sem árið 1974 gáfu borginni hús- ið, að þvi skilyrtu að fræðsluráð sæi um starfsemi þessa. Tillög- ur hafa komið fram hjá meiri- hlutanum um að húsið verði nýtt undir dagskóla en gefendur telja það ekki falla undir ákvæði gjafabréfsins og munu jafnvel hafa rætt að fá þvi rift og fela einhverjum öðrum aðila rekst- urinn. Málið er ekki endanlega afgreitt en á að takast fyrir á fundi borgarstjórnar n.k. fimmtudag. JB Eiga ekki í annaö hús aö venda veröi lokað — segja forstöóumenn heimilisins Fyrstu kynni af húsinu viö Kleifarveg eru óneitanlega jákvæð, það er snyrtilegt að sjá og umhverfis það stór og vel hirtur garður. En viðhorfin breytast fljótt þegar inn er kom- ið, þvi vistarverur minna helst á uppgjafa biðstofur, húsgögn eru fá ög óvistleg, aöbúnaður á her- bergjum mjög litilfjörlegur og allt ber vott um mikið peninga- leysi á undanförnum árum. ,,Að minu mati er reksturinn eins og hann hefur verið undan- farin ár besta aöferðin til að halda sem beinustum tengslum við fræðslukerfið, þvi að við sjá- um um innlangingu barnanna og fylgjumst með frá upphafi til enda,”sagði Kristinn Björnsson yfirmaður sálfræðideildar skóla. „Það hefur náðst mjög ágæt- Sálfræðideildir skól- anna senda börnin Hingað eru send taugaveikluð börn sem nýtist ekki kennsla i hinum almennu skólum, segja Stefánia Sörheller og Birgir Atli Sveinsson, sem veita heimilinu forstööu. „Það eru sálfræði- deildir skóla sem hafa milli- ur árangur þarna á þessum tæpu sjö árum og þvi varla for- svaranlegt að leggja heimilið niður nema að annað hliðstætt komi i staðinn, sem virðist ekki i bigerð. Við teljum að i stað þess fjármagnsaðhalds sem rikt hef- ur við rekstur heimilisins hefði máttbúa mun betur að þvi sam- fara þvi nú, enn betri árangri. göngu um innlögn barnanna, að höfðu samráði við foreldra, þeg- ar aðrar leiðir hafa brugðist. Hér reynum við að gera börnun- um vistina sem þægilegasta og likasta þvi sem gerist á góðum heimilum. Tekið er á öllum vandamálum i sameiningu og lögð áhersla á að halda góðum samskiptum við foreldra og einnig milli barnanna innbyrðis. Ef skerst i odda milli þeirra, er gjarnan reynt að fara yfir það atriði sem ósætti olli og sýna fram á að fleiri leiðir eru til að bregðast við þvi en eingöngu að steyta hnefann. Börnin hafa alltaf nóg fyrir stafni Það má segja að börnunum gefist ekki timi til að gera neitt af sér þvi alltaf er nóg að gera. Dagurinn byrjar snemma og fyrir hádegi er sótt kennsla i sérdeild við Laugarnesskóla. Börnin koma siðan og borða saman i hádeginu, en siðdeginu er eytt með ýmsu móti. Vett- vangskannanir alls konar eru mjög vinsælar, heimsóknir i fyrirtæki eða söfn, nú eða þá aö skroppið er i laugarnar þegar vel viðrar. Um helgar er gjarn- an farið i leikhús eöa bió, sem sagt börnin hafa alltaf nóg fyrir stafni. Heima við er föndrað, fariö i alls kyns leiki, lesið sam- an og mikill timi fer i að ræða um atburði hins daglega lifs og viöhorf hvers og eins til þeirra. Á kvöldin lýkur erilsömum degi meö sameiginlegri slökun fyrir svefninn. Daggjöldin duga fyrir fjórum Kleifarvegs- heimilum Sex starfsmenn eru á heimil- inu og meðalfjöldi barna sem þar dvelja hverju sinni, er einn- ig sex. Áætlaður rekstrarkostn- aður fyrir þetta ár er riflega átta hundrað þúsund og nema laun þar rúmum sextiu prósent- um. Hlutur Reykjavikurborgar nemur um 430 þúsundum en til samanburðar má geta þess að kostnaður við vistun 14 barna á unglingaheimilunum i Kópavogi og Fljótshlið, nemur fjórfalt þeirri upphæð en það er menntamálaráðuneytiö sem undir þeirri starfsemi stendur. Vegna fjárskorts hefur orðið að loka heimilinu eina helgi i mánuði undanfarið og einnig er lokaö um tveggja mánaða skeið yfir sumarið. Erfið þessi sifellda óvissa Stefánia og Birgir voru sam- mála um að þau börn sem hing- að til hafa verið vistuð við Kleif- arveg, ættu ekki i annað hús að venda verði starfsemin lögð nið- ur. Þau þyrftu meiri aðstoð en dagdeildir skólanna gætu veitt þeim, en ættu ekki heima inni á geðdeildum. Þaö er erfitt að mæla árangur af starfi sem þessu en gerð var lausleg athugun á hvað orðið hefði um þau 16 börn sem á heimilinu hafa dvalist siðastlið- in þrjú ár. Helmingur þeirra hefur fallið eðlilega inn i um- hverfi sitt að nýju, fimm eru farin heim eða i fóstur en njóta, enn stuðnings i einhverju formi og þrjú hafa flust inn á aðrar stofnanir. „Þetta er ekki i fyrsta skipti sem hugmynd um að leggja heimilið niður kemur fram þvi þetta hefur verið árvisst undan- farin þrjú ár. Það er óneitan- lega erfitt upp á alla skipulagn- ingu og einnig fyrir starfsfólk að vera sifellt i óvissu um starfsör- yggi sitt. Þetta atriði og slæm launakjör hefur ótvirætt fælt mjög vel hæft fólk frá störfum hér, svo segja má að þeir sem hér eru séu það meira af hug- sjón en öðru”, sögðu þau að lok- um. Ekki hafa enn borist uppsagn- ir til þeirra sem við Kleifar- vegsheimilið starfa, en væntan- lega ætti að vera ljóst eftir næsta fimmtudag hvort fram- hald verður á rekstrinum eða ekki. Bein tengsl vid f ræðslukerf i d — segir yfirmaöur sálfræöideildar skóla Þyrfti miklu fleiri heimili af þessu tagi - lýsing móóur af samskiptum vid heimilid „Mér finnst það fáránlegar röksemdir að bera þvi viö að heimiliö þurfi að leggja niöur vegna peningaskorts. Starf- semi eins og þá sem þarna fer fram er ekki hægt aö vega og meta i krónum.” Sú sem þetta mælir er móöir átta ára drengs sem sl. vetur dvaldi rúmt hálft ár á Meöferð- arheimilinu við Kleifarveg. „Það sýndi sig fljótt eftir að hann hóf nám i sjö ára bekk, að truflun sú sem hann olli i skól- anum var engan veginn eðlileg og hann þurfti sárlega á aðstoð aö halda. Kennari sem hefur 35 nemendur i einum bekk getur engan veginn sinnt hverju barni þannig að vel sé. Ástæðurnar fyrir einbeitingarleysi hans og taugaveiklun má ugglaust rekja til mikilla og skyndilegra breyt- inga i lifi hans þegar hann var fjögurra ára gamall, sem siðan þróuðust þannig að nauösynlegt var að fá hjálp.” „Mér var boðið að kynna mér starfssemi heimilisins áður en til þess kom að senda drenginn þangað og ákvað ég að slá til. Reynsla min af þvi er i einu orði sagt stórkostleg. Það sem starfsfólkinu þarna tekst að gera fyrir hvert og eitt barn er meira en orð fái lýst. Sonur minn er i dag gjörbreytt barn og ég sennilega ekki siður gjör- breytt móðir, þvi mikil áhersla er lögð á samstarf við foreldr- ana og að fá þau til að skilja vandamál barnanna og tileinka sér aðrar aöferðir við með- höndlun þeirra. „Ég held að „Kleifarvegs- heimilin” þyrftu að vera fleiri. Litlar stofnanir sem þessi ná mun betri árangri með börnin heldur en þær stærri. Min ósk væri sú aö sem flestir foreldrar sem standa i sömu sporum og ég fýrir ári siðan, ættu kost á jafn stórkostlegri lausn og ég fékk á Meðferðarheimilinu við Kleifarveg.” Okkar hlutur i rekstrinum byggdur á misskilningi — segir sérkennslufulltrúi menntamálaráðuneytisins „Við höfum ekki fundið þvi staö i lögum að rekstur heimilis sem þessa falli undir okkar starfsramma, ég held aö okkar hlutdeild f þessum rekstri sé upphaflega byggð á einhverjum misskilningi”, segir Magnús Magnússon, sérkennslufulltrúi i Menntamálaráðuneytinu. Þeim fjármunum sem hing- að til hafa komiö frá ráðuneyt- inu verður beint inn á aukna starfsemi dagskóla fyrir börn með hegðunarvandamál og ein- beitingarerfiðleika i námi. Magnús sagðist telja eðlilegra að aðrir aðilar, svo sem heil- brigðis- eða félagsmálaráðu- neytið tækju við hlut þeirra i rekstrinum. „Ég held að okkur verði ekki borið á brýn að sinna ekki þeim verkefnum sem undir mennta- mál falla, en löggjafinn hefur ekki útdeilt okkur þessum rekstri. Aftur á móti sér Menntamálaráðuneytiö um heimili fyrir unglinga og börn sem gerst hafa brotleg við lög ogeru undir lögaldri. Við getum bara ekki séð að þessi rekstur falli undir þann ramma”, sagði Magnús.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.