Vísir - 27.06.1981, Blaðsíða 15
Laugardagur 27. júni 1981
VISIR
15
,,Ma6ur i lúöu” (1987)
Óskar (1977)
Hönd skrifarans” (1979)
DRATT-
HAGUR
PENNI
Margir munu kannast viö
þýska rithöfundinn Gunter Grass.
og bækur hans, þ.á m. Blikk-
trommuna, sem nú hefur veriö
kvikmynduð. Færri vita að hann
er drátthagur i betra lagi og
myndskreytir gjarnan bækur
sinar sjálfur, t.a.m. ,,Der Butt”
— Flyöruna, doörantinn, sem
kom út fyrir um 2 árum.
Grafikmyndir hans hafa hingað
til haft nokkurs konar forviða-
gæði, þótt skrýtnar og skemmti-
legar vegna þess að þær eru
teiknaðar af Grass en ekki bara
sjálfra sin vegna. Nú er þó að
verða breyting á, þessu og nú
stendur t.d. yfir sýning á radier-
ingum (æting) Grass i listasafni i
Paris, þessa dagana.sem nokkuð
hefur verið rómuð af fræðingum.
LÍkjast textanum
GÚnter Grass er reyndar út-
lærður stein og höggmyndasmiöur
og hefur að baki töluvert nám i
grafik. Gralikmyndir hans eru
auðþekkjanlegar likt og textinn,
sem hann skrifar: taumlaust
hugmyndaflug, ævintýri og goð-
sagnir settar fram með jafnri
blöndu af surrealisma og raun-
sæi.
Flestar myndanna sækja efni
til bókanna: t.d. i Flyðruna, sem
háðfuglar kalla stundum kokka-
bók i barokkstil. Grass er enda
mikill áhugamaður um mat en
veit þó sem er að það getur verið
litið grin að elda góðan mat, sbr.
myndina af kokkunum sem
standa ráðaiausir undir egginu.
Annars tala myndirnar hér á sið-
unni sinu máli, en þær eru allar
meðal þeirra, sem sýndar eru i
Paris.
Ms
Gunter Grass kann lika aö teikna
„Viö tveir” (1979)
Ferðobíllinn fjölhæfi
Atto mismunondi gerðir
of SUDARU:
fjórar með fjórhjólodrifi
fjóror með fromhjóÍQdrifi
SUBARU station 1800 framhjóladrifinn# sjálfskiptur
SUBARU station 1800 fjórhjóladrifinn
SUBARU station 1800 f jórhjóladrifinn, meðháuog lágudrifi.
SUBARU fólksbíll 1800 fjórhjóladrifinn.
SUBARU fólksbíll 1800 5 gira framhjóladrifinn.
SUBARU fólksbill 1800 framhjóladrifinn/ sjálfskiptur.
SUBARU fólksbíll 1800 Hatchback/ fjórhjóladrifinn.
SUBARU fólksbíll 1600 Hatchback 5 gira framhjóladrifinn.
Þú færð bíl við þitt hæfi úr
SUDARU-fjölskyldunni
INGVAR HELGASON
Vonarlondi við Sogoveg — Simi 03560