Vísir - 27.06.1981, Blaðsíða 16
Laugardagur 27. júní 1981
Bros-
borgarar
Stærsta hamborgarakeðja i
heimi, McDonaids, opnar nýtt
útibú éinhvers staöar í heiminum
á 17 kiukkustunda fresti. Flest
eru útibúin i Kanada, Japan og
Vestur Þýskalandi. Og þessi útibú
afgreiða hvorki meira né minna
en 1/2 milljón hamborgara á dag.
Þetta hljómar þeim mun ósenni-
lega , sem hefur bragðað á
McDonalds hamborgara úti i
Evrópu, því þeir eru eins og
hlandvolg og ókrydduð kæfa i
tveimur harðpappadiskum á
bragðið. t Ameriku ku „ekta”
hambogarar enn vera til. Og það
get ég svarið að McDonalds kom-
ast ekki með tærnar, þar sem
Tommi er með hælana.
Brosborgarar
Hvaö er það þá sem veldur vel-
Aðkoma að
Korpúlfsstöðum
VÍSIR
Þessir hringdu . . .
,.Eg er
oróinn
vcl f ull-
oröinn”
Gangstéttirnar fyrir
neðan allar hellur
„Stéttvís" vegfarandi hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Þg
með ólíkindum, hvað göj|
lítill sómi sýndur^
höfuðborganj
aðeins
• Neðanjaröargöngu-
brautir?
(úr Velvakanda Morg-
unblaðsins 16. júni s.l.)
r
— Rabbað við
**Sigga skó” í Ólafsfirði
Vond
cóa
gód?
sem er nær níræður
„Verð kominn á elliheimilið á niræðisafmælinu, ef ég verð ekki dauöur”.
„Ég lærði skósmíði hjá
Brynjólfi í Bröttuhlið á Akur-
eyri og á Akureyri var ég með
skósmiðavinnustofu i 15 ár. Ég
flutti siðan aftur til Ólafsfjarðar
1933 og opnaði vinnustofu og hér
hef ég verið siðan”.
Það er Sigurður Jóhannesson,
skósmiður i Ólafsfirði, sem hef-
ur oröið i stuttu spjalli við Visi.
Raunar er hann betur þekktur
undirnafninu „Siggiskó”. Hann
byrjaði aö smiöa skófatnað fyrir
Ólafsfirðinga 1933 og hafði þá
verið við skósmiöar I 15 ár.
Hvað er maðurinn eiginlega
gamall.
„Ja, ég er orðinn fulloröinn
vel”, sagði Siggi. „Hann er ekk-
ert gamall hann Siggi”, sögöu
félagar hans, sem gjarnan
halda Sigga félagsskap á verk-
stæðinu. Loks upplýsti Siggi, að
hann væri 89 ára gamall. „Verð
niræöur 4 mai á næsta ári. Þá
ætla ég að vera kominn á nýja
elliheimiliö, ef ég verð ekki
dauður”.
Skóvinnustofan hans Sigga er
nokkurskonar samkomustaður
fyrir aldraða karla i Olafsfirði,
þvi þar er ekkert elliheimili enn.
Margir lita þar við til að rabba
um daginn og veginn. Þegar
Visir var þar á ferð, þá voru
þeir þar Kristinn Sigurösson,
Ingólfur Magnússon og Gunn-
laugur Rögnvaldsson.
„Já, það koma margir”, sagði
Siggi, ,,en þetta eru allt
slæpingjar, sem gera ekki
neitt”, og nú hló skóarinn,
greinilega ögn stoltur að hafa
eitthvað til að dunda við i ell-
inni. „Við komum til að
skemmta Sigga”, sagöi Krist-
inn, og honum var ekki síður
skemmt.
Siggi er hress eftir aldri, en
heyrnin ögn farin að gefa sig.
Ég kallaði til hans, hvort alltaf
væri nóg aö gera?
„Nei, blessaður vertu. Það er
ekkert að gera fyrir svona
gamla hunda eins og mig. Ég
hef opið hérna 2 tima á dag og
það dugir. Hér á árum áöur, þá
vann ég myrkranna á milli og
hafði vart undan fyrir það. En
skósmiðarnar eru búnar að
vera. Þaö er allt flutt inn nú til
dags og það er litið um viðgerð-
ir. Fólk hefur svo mikla pen-
inga, það bara hendir skónum
þegar þeir fara aö láta á sjá.
Ég smiðaði mikið fyrstu árin
hér i Ólafsfirði. Mest var um
„rimlaskó”, þvi þá voru ekki
fluttir inn þessir ónýtu striga-
skór, sem allir eru á nú til dags.
Þetta voru opnir skór, sem þóttu
góöir fyrir tærnar á sumrin. Svo
smiðaði ég lika mikiö af svoköll-
uöum „mótoristaskóm”. Það
Úr afmælis-
dagbókinni
Afmælisbarnið i þessari viku
verður að teljast vera Stein-
grimur Hermannsson, ráö-
herra, en hann átti afmæli á
mánudaginn var, 22. júni.
„Þú ert raunsær i skoðunum
og hefur mikið skapsmunajafn-
vægi, ert vandvirkur og hag-
sýnn i öllum störfum og ert
mjög ræktarsamur og nærgæt-
inn við ástvini þina. Þú ert ekki
fljótunninn til vinfengis, þar
sem þú fft litt gefin fyrir marg-
menni og nýtur þin best I ein-
rúmi. Ferðalög, lestur og útilif
eru aöalhugöarefni þin.”
Steingrfmur Hermannsson ráð-
herra —
voru sterkir skór, sem þurftu að
þola slarkið. Þeir voru úr vatns-
leðri og dugðu þvi vel. Siöustu
skórnir, sem ég smiðaði voru
spariskór handa sjálfum mér.
Það gerði ég i vetur, en skórnir
eru heima, svo ég get ekki sýnt
þér þá.
Skósmiðin er búin að vera
sem atvinna, þvi miður. Meira
að segja Oddur er hættur á
Akureyri og er hann þó eitthvað
yngri en ég. Ég held aö þar sé
einn skósmiður og ætli hann hafi
nokkuð of mikiö aö gera. Er
hann þó i stórum bæ. Það geta
kanski nokkrir dundað i við-
gerðum, en það veröur ekki
pláss fyrir marga.
Ég skal segja þér eina sögu,
en það er náttúrlega lygasaga.
Þó las ég hana i blaði en þetta er
nú samt lygasaga. Það var við-
tal við skósmið i Reykjavik,
sem taldi að hægt væri að lifa af
skósmiði nú til dags. Það er nú
fyrsta lygin. Svo sagði hann að
hægt verði að selja viðgerðir á
3-4 þúsund krónur gamlar nátt-
úrlega, en þaö er nú haugalygi.
Hver helduröu að fari að borga
slikt fyrir viðgerö, þegar nýir
skór kosta litlu meira,” sagði
Siggi, öldungis forviða.
Félagarnir höfðu nú orö á þvi,
aö Siggi fylgdist ekki alveg með
„genginu”, enda varla von,
þegar það er alltaf á fleygiferð.
En hvernig er heilsan hjá nær
niræðum manninum?
„Hún er að veröa nokkuð góö,
en ég var bölvaöur ræfill i vetur.
Ég fékk nefnilega lungnabólgu
og svo bronkitis ofan i allt
saman.. Ég er nú búinn að fá
lúngnabólgu 14 sinnum um æf-
ina, þannig að ég er orðinn van-
ur henni og þvi fljótur að jafna
mig. En ég verö aldrei alveg
jafn góður, lungnabólgan skilur
alltaf eitthvað eftir sig. En ég er
hress núna”, sagði Siggi skó,
um leið og hann lagði frá sér
sjófötin, sem hann haföi veriö
að bæta á meðan á spjallinu
stóð.
G.S./Akureyri.
„Þaö er búiö aö taka margar myndir af mér á þessum bekk, en sumir þeir sem hafa veriö meö mér á
þeim myndum eru dauöir. Þessi er meö mér á einni og hann er lifandi”, sagöi Siggi og benti á Rögnvald
Gunnlaug Rögnvaldsson, sem er lengst til vinstri. Siöan er Ingólfur Magnússon og loks Kristinn
Sigurösson.
.. '
Út um
hvippinn
og
hvappinn
*
Ut um hvippinn
og hvappinn...