Vísir - 01.07.1981, Qupperneq 8
8
Miðvikudagur 1. júli 1981
Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoðartréttastjóri: Kjartan Stefánsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen-
drup, Árni Sigfússon, Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna
Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena
Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir.
Blaðamaðuró Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig-
Útgefandi: Reykjaprent h.f. mundur Ö. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés
Ritstjóri: Ellert B. Schram. s°n- Útlitsteiknun: Magnús Ölafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eiríkur
Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 linur.
Auglýsingar og skrif stofur: Síðumúla 8, símar 86611 og 82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4, sími 86611.
Áskrif targjald kr. 80 á mánuði innanlands og verð í lausasölu
5 krónur eintakið.
Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
MHARVEISLA AFÞOKKUB
Þjóðviljinn tekur enn eina dýf-
una gagnvart Alusuisse í gær, og
gusar út úr sér skömmum og svN
virðingum gagnvart fulltrúum
þess. Sá tónn kemur íslendingum
ekki á óvart: þeir láta sér f átt um
finnast. Hinsvegar vill svo til að
Þjóðviljinn er ekki óábyrgt blað
götustráka, heldur opinbert mál-
gagn iðnaðarráðherra landsins.
Erlendir menn neyðast því til að
taka mark á því og lesa það sem
slíkt.
Og hvert er nú tilefni þess að
Þjóðviljinn úthellir óhróðri og á-
rásum í garð Alusuisse og um-
boðsmanna þess? Jú, skýringin
er sú, að f ramkvæmdastjóri
fyrirtækisins, Muller að nafni,
sem hér hefur verið í tilefni aðal-
fundar Álfélagsins, afþakkaði
matarboð hjá iðnaðarráðherra.
Hann frestaði aðalfundinum.
Hann vill ekki sleppa Hjörleifi
Guttormssyni og Inga R. Helga-
syni við að standa fyrir máli
I sinu, þegar kemur að uppgjörinu
' um súrálverðið.
Það eru nefnilega fleiri móðg-
aðir en þeir hjá Þjóðviljanum.
I nóvember síðastliðnum hljóp
iðnaðarráðherra upp til handa og
fóta með Inga R. sér við hlið og
tilkynnti þjóðinni að súrálverð
„hefði horfið í hafi", svo mill-
jörðum skipti. Hann gaf það í
skyn, að svissneska álfélagið
hefði hlunnfarið (slendinga,
svikið undan tugmilljarða króna.
Hér var um svo hrikalegan áburð
að ræða, svo gífurlegt misferli,
ef rétt reyndist, að þeir sem þar
bæru ábyrgð, væru best geymdir
bak við lás og slá. Ætla mátti að
ríkisstjórnin krefðist þegar í stað
meiri háttar rannsóknar og öllu
væri til kostað að upplýsa máliði
En þá bregður svo við.að iðnað-
arráðherra dregur í land, „mis-
indismönnunum" gefinn margra
mánaða f restur til að skila grein-
argerð og þegar sú greinargerð
hefur borist er enn beðið eftir
skýrslu frá endurskoðendum.
Síðan er boðið til matarveislu!
Alusuisse hefur borið af sér
allar sakir og vill hreinsa sig af
áburðinum. Jafnvel álfurstar
eru ekki vanir því að fá ráð-
herramat sem eftirrétt með
sakargiftum.
Hvað sem líður niðurstöðu
þessa stórmáls hefur það vita-
skuld spillt fyrir samskiptum.
Svisslendingarnir líta einfald-
lega svo á, að atbeini og dylgjur
iðnaðarráðherra séu til þess eins
að gera Alusuisse tortryggilegt,
grafa undan heiðarleika þess og
orðstír. Ráðherrann hefur reynd-
ar hnykkt á óvild sinni í garð
fyrirtækisins, með því að lýsa
yfir því, að það besta sem fyrir
gæti komið, væri að álverksmiðj-
unni yrði lokað.
Slíkar yfirlýsingar verða ekki
skildar nema á einn veg, að Alu-
suisse sé hér með starfsemi og
atvinnurekstur í fullkominni ó-
þökk (slendinga.
Er nema von að matarboð séu
afþökkuð eftir slfkar kveðjur?
Látum það vera, þótt iðnaðar-
ráðherra haf i skorið á allan trún-
að og velvild af hálfu Alusuisse
og komið í veg fyrir auðveldar
lagfæringar á raforkuverðinu.
Hitt er sýnu alvarlegr'a ef hann
hefur með háttalagi sínu valdið
því, áð erlend fyrirtæki dragi þá .
ályktun að það sé óðs manns æði
að eiga samvinnu við íslendinga
um orkukaup. Aðdróttanir og
ummæli æðsta manns íslensku
þjóðarinnar í orkumálum vekja
vissulega athygli f leiri en þeirra,
sem þau beinast að. Það er fIjótt
að spyrjast ef og þegar valda-
menn á íslandi níða skóinn niður
af samstarfsaðilum sínum og
saka þá um fjármálalegt mis-
ferli. í^að er ekki víst, að margir
hafi áhuga á að kalla slíkan á-
burð yfir sig. Erlendum stór-
fyrirtækjum stendur ekki á sama
um æru sína, hvernig svo sem
afturhaldið á íslandi hamast við
að gera þau ómanneskjuleg.
Svissneska álfélagið er hvorki
betra né verra en önnur atvinnu-
fyrirtæki. Það er ekki hafið yfir
gagnrýni. En það á að njóta
sannmælis, og jjað er ómerkileg
lágkúra að ráðast persónulega að
þeim mönnum sem þar standa í
forsvari. Matarboð hafa verið
afþökkuð áður og það af minna
tilef ni.
Hll - HINN NVI FORMMUR
Það hafa menn vitað frá þvi
siðasta vetur, að á flokksþingi
kinverska kommúnistaflokksins
mundu verða formannaskipti,
og að Hua Guofeng, sem tók sæti
Maos heitins Tsetungs i krafti
þeirrar fullyrðingar, að það
hefði verið hinsti vilji hins mikla
leiðtoga, hlyti að þoka.
Hefðu þaö þótt mikil tiðindi, ef
ekki hefðu haft svo langan að-
draganda og jafnt útlendingar
sem Kinverjar veriö undir það
búnir af valdamönnum. Og af
sömu ástæðum, þar sem Deng
og hans ármenn höfðu strax um
áramótin látið i veðri vaka,
hver við tæki, komu þau tiðindi
ekki á óvart, að hinn nýi for-
maður er Hu Yaobang, einn af
framkvæmdastjórum flokksins.
Enda hefur Hu að öllu nema
nafninu gegnt formannsstörfum
i stað Hua siðari hluta vetrar og
i vor.
Þetta breytir þó engu um það,
að Deng Xiaoping, varaformað-
ur, er áfram voldugasti maður
Kina,endaer Hu valinn i trausti
þess, að hann fylgi dyggilega
vesturstefnu Dengs á leið Kina
til tækni- og hagræöishátta
nútimans. —-Hua Guofeng hlýt-
ur að visu sömu nafnbót og
Deng (sem umbun fyrir að vikja
hávaðalaust úr sessi), en verður
áhrifalitill.
En formannsskiptin munu i
sögunnisamt standa sem varða
á timamótum, þar sem mörkuð
eru skilin við Mao-timabil Kina.
Ungur
dylllngarmaður
Hinum nýja formanni voru
gerð nokkur skil i islenskum
blöðum i vetur, þegar athyglin
beindist að honum til formanns-
kjörs. Nýtur hann mikils álits
sem skipuleggjari og fram-
kvæmdanna maður. Enda bar á
þvi snemma. Strax 1929 innrit-
aði hann og ski pulagði sveitir
unglinga, nánast barna, til þátt-
töku i skæruliðastarfi Maos. Þá
var Hu 14 ára.
Siðan hefur hann klifrað
valdastigann og alla leið núna
til topps við hlið Dengs, sem er
11 árum eldri. Með þeim hefur
haldist náin vinátta um 40 ára
bil. Vinátta, sem þróaðist upp úr
þvi, að Deng var pólitiskur læri-
meistari Hus. Þeirra ævibraut
er um margt lik.
Hu er f æddur i sama héraði og
Mao heitinn og er fátækra for-
eldra (sem ekki verður sagt um
marga leiðtoga kinverska al-
þýðulýðveldisins). Faðir hans
var smábóndi. 13 ára gamall
strauk hann aö heiman og gekk i
lið skæruliða — hinna „rauðu
smádjöfla”, eins og barna-
skæruliðar Maos voru kallaðir.
18 ára gamall var hann orðinn
aðalritari ungkomma i Jiangxi.
Lærimeistarinn
var Deng
Hu er úr hópi gömlu jaxlanna,
sem tórðu i „göngunni miklu”,
hinu sögufræga undanhaldi
kommúnistahers Maos 1934-35,
þegar 300 þúsund manna her
saxaðist niður i 30 þúsund
manna lið. Hann var liðsforingi
i 2. herdeild. Yfirmaöur hans
var Deng Xiaoping kommissar,
sem fékk á honum slikt traust,
að þegar Deng var kallaður til
annarra trúnaðarstarfa, leysti
Hu hann af hólmi.
Eftir sigur kommúnista 1949
elti Hu lærimeistara sinn til
Sichuan-héraðs. Og þaðan
fylgdi hann Deng 1952, þegar
Deng var kallaður til Peking, og
reyndist honum i pólitikinni
traustur fylgissveinn.
Hu var leiðtogi ungkomma i
15 ár (orðinn undir lokinn
fimmtugur ungkommi), og naut
vinsælda meðal æskulýðsins,
enda ótrauður talsmaður hans
og stýrði sendinefndum þeirra á
heimsamkomur ungkommún-
ista i Moskvu, Búkarest og við-
ar. Það varð honum þó engin
hjálp, þegar „Rauðu varðliðar”
menningarbyltingarinnar óðu
uppi. Hann var stimplaður
kapitaliskur fylgissveinn Dengs
og féll í ónáð, 1 tvö og hálft ár
var hann kúa- og svfnahirðir og
varð að sofa i fjósinu. Það voru
strangir dagar 8 stunda erfiðis-
vinna og siðan 8 stunda endur-
hæfingarnám i hugsun Maos
form'anns. Um þann tima segir
Hu sjálfur: „Fátt er svo með
öllu illt, að ekki fylgi eitthvað
gott. Þetta stælti iikamann og
herti hug og vilja.”
Af þeim valdamönnum, sem
nú rikja i Kina i dag, er Hu sá,
sem harðast hefur gagnrýnt
Mao og menningarbyltinguna.
Hann sér ekkert jákvætt i Kina
áratuginn 1966-76.
Hann var rekinn úr flokknum,
endureistur, rekinn aftur og
endurreistur á nýjan leik. Eftir
fyrstu endurreisnina var hann
1975 gerður að framkvæmda-
stjóra visindaakademiunnar i
Kina. Fyrir hvatningu Dengs
skilaði hann skýrslu um hlut-
verkoggildivisindanna.þar sem
hann lagði til, að visindamenn-
irnir væru ekki skyldaðir til að
sóa tima sinum til pólitisks
náms. Af þvi varð hann vinsæll
meðal visindamanna, en hinir
róttæku fordæmdu skýrsluna
sem „eitrað illgresi” og tvieyk-
ið Hu og Deng sættu nýrri
hreinsun.
Hraðhyr upp
á tindinn
Aftur komust þeir á valda-
tindinn 1977 við hnignun og fall
veldis fjórmenningarklikunnar.
Hu varð fyrirmaður áróðurs-og
skipulagsmála og var settur
sérstaklega til að gæta flokks-
agans. 1 fyrra var miðstjórnin,
sem leyst var upp i meriningar-
byltingunni, sett aftur á lagg-
irnar, og Hu varð aðalritari
hennar (eins og Deng hafði ver-
ið 1954 til 1965 eða ’66)
A velli séð er Hu ekki mikill að
burðum eða bógur að sjá. Hann
er 1,50 á hæð og þvi jafnvel lægri
i lofti en Deng, og þar eftir er Hu
grann- og nettvaxinn. En hann
þykir spekingur að viti og
skarpskyggn, eftir þvi sem þeir
segja, sem honum hafa kynnst.
Og eljan hreint óendanleg. Hu
og aörir i æðstu stöðum hafa
engan fastan skrifstofutima, en
þeir taka sér sjaldan fridag og
eru oftast við störf langt fram á
nætur, eftir þvi sem segir ein-
hversstaðar i kynningu opin-
berra kinverskra málgagna i
vetur.
Hu hefur sjálfur verið opin-
skár gagnrýnandi allrar per-
sónudýrkunar, en þó hefur örlað
á þvi, að hinir opinberu fjöl-
miðlar i Kina hafi i kynningu á
manninum fyrir embættistok-
una fyrirsjáanlega hafið hann
töluvert hátt. Hann lokar sig
ekki af eins og innsti koppur i
búri, heldur er hann stöðugt i
heimsóknum i verksmiðjur og
stofnanir i Peking og vitt um
landið. Sjaldnast gerir hann boð
á undan sér, heldur birtist ófor-
varendis. Þannig kom hann i 19
héruð i fyrra. Jafnfræg honum
er orðin minnisbókin, sem hann
sést einatt draga upp úr vasa
sinum og færa i ýmis athug-
unarefni á ferðum sinum.