Vísir - 01.07.1981, Side 9
VÍSIR
9
Miövikudagur 1. júli 1981
Þegar fer aö nálgast sumariö
og leikárum leikhiisanna aö
ljiíka, er dvallt freistandi aö
horfa um öxl og hyggja aö,
hvernig tilhafi tekist yfir vetur-
inn. Hvort allt hafi nii gengiö
eins og áætlaö var, og hvort
leikáriö f heild sinni gefi tilefni
til aö markveröar breytingar
séu i' vændum.
1 þvi skyni brá ég mér á fund
þeirra Stefáns Baldurssonar og
Þorsteins Gunnarssonar, leik-
hiisstjóra Leikfélags Reykja-
vikur. Við áttum spjall saman
einn morguninn eftir aö leikár-
inu var formlega lokiö, en þó
voru tvær forsýningar á nýjasta
verki Kjartans Ragnarssonar,
Jóa, þá sömu viku. Ndíkurs
konar forsmekkur að næsta
leikári.
— Mig langar til aö byrja á þvf
aö forvitnast um samstarf
ykkar i leikhússtjórni nni.
Hvernig er þvi háttaö?
Stefán:Þetta samstarfsform á
leikhiísstjórn er svo sem ekkert
einsdæmi, þó að viö heföum nii
ekki beinli'nis haft neinar fyrir-
myndirf huga þegar við sóttum
um starfið. Þó tiökast svona
skipting viða erlendis meö
Þorsteinn Gunnarsson (t.h.) og Stefán Baldursson, leikhiisstjórar.
kennurum og skólayfirvöldum.
Stefán:Þessi sýning var aö visu
aldrei sýnd á opinberum sýn-
ingum. Hiin fjallar um dálitiö
alvarleg efni, dauðann og ástina
og fleira i þeim dúr, og verkið er
skrifaö meö skólaaldurinn i
huga. En þaö sem var verulega
skemmtilegt viö sýninguna var
þaö að töfraheimur leikhússins
tapaöist ekki, þótt hUn væri ein-
fiSd i' sniöum og meöfærileg.
Þaö tókst aö varöveita yfir-
bragð ævintýrisins leikhUs-
galdurinn meömjögeinfaldri og
sniöugri leiklausn
Þorsteinn: Og okkur langar svo
sannarlega aö halda áfram á
þessari braut aö hafa á hverju
ledkári eitthvaö fyrir börn.
— Eigum viö aö snda okkur
aöeins aö fjármálunum?
Hvernighefur leikárið komiö út
fjárhagslega?
Þorsteinn: Þaö er nU kannski
aöeins of snemmt aö svara til
um þaö, þar sem endanlegar
tölur liggja ekkifyrir. En viö er-
um mjög ánægöir með aðsókn-
ina.
Stefán: Þaö er lika eitt, sem
ekki má gleymast, þegar fjár-
málin eru til umræöu og það er
Við viijum gjarnan sýna
verk af margvfslegu lagi
Spjallað við leikhússtjðra Leikfélags Reykjavikur.
Stefán Baldursson og Þorstein Gunnarsson
ágætum árangri. Okkar
samningur viö Leikfélagiö
kveður á um, aö við erum báðir i
hálfu starfi sem leikhUsstjórar,
en þar við bætist, aö ég, á aö
lrikstýra a.m.k. einni leiksýn-
ingu og þýöa en Þorsteinn á að
leika i hálfu starfi. Þannig inn-
um við af hendi fullt starf báðir.
Þorsteinn: Verkaskiptingin á
milli okkar tveggja i leikhUs-
stjórninni er hins vegar i algeru
lágmarki. Daglega amstrið
hvilirá þeim sem ekki er að æfa
á sviöinu hverju sinni, en allar
ákvarðanir tökum við sam-
eiginlega.
Stefán: Þetta finnst okkur aö
sumu leyti ágætt fyrirkomulag i
ljósi reynslunnar sem nU er
fengin. Við höldum lifandi
tengslum við hiö skapandi starf
sem fram fer i hUsinu, og eigum
siður á hættu aö einangrast i
stjórnunarstörfum eingöngu.
Þorsteinn: Uppbygging leik-
hUssins sér tilþess, að slikt ger-
ist ekki. L.R. er ákaflega lýö-
ræðislega uppbyggt leikhUs,
jafnvel svo, að þaö sætir tlöind-
um á hinum Norðurlöndunum,
þar sem leikhUsfólk hefur verið
að glima viö þaö verkefni að
gera leikhUsiö aö lýöræöislegri
stofnun með tilliti til áhrifa
starfsfólks á stjórnun. Þaö
hefur verið hér við lýöi frá upp-
hafi.
Stefán: LeikhUsráöiö hér, til
dæmis er skipað þremur mönn-
um, sem allir eru starfandi viö
leikhUsið. Auk þess eru i þvi
eiirn fulltrUi Reykjavikurborgar
og svo við tveir.
— En vikjum aö leikárinu,
sem nýlega er lokiö. Þetta er
ykkar fyrsta leikár sem leikhús-
stjórar og þaö væri þess vegna
kannski skemmtQegt aö skoöa
verkefnavaliö, og hugsunina aö
baki þvi?
Þorsteinn: Við settum okkur
það markmiö þegar i upphafi að
skipuleggja leikáriö timanlega
þannig aö þaö yröi vitað um
haustiö hvað skyldi sýnt hvenær
á leikárinu, hvaða leikstjórar og
leikmyndateiknarar heföu
verkefnin með höndum og að
leikararnir gætu fengið að vita
aö mestuleytihvaö þeir ættu aö
vinna yfir leikárið.
Og viö getum sagt að þessi
áætlun hafi staðist að nær öllu
leyti.
Stefán: Það, aö leikárið væri
neglt niður svona strax aö
hausti vakti þó nokkra athygli
og mæltist mjög vel fyrir, bæði
hér og annars staðar. Það hefur
veriö mjög til umræöu i leikhUs-
unum, að æskilegt væri aö hafa
langtimaáætlun. Slik vinnu-
brögö gefa leikstjórum og leik-
myndateiknurum mriri tima til
að vinna að verki sinu, en þaö
hefur oft viljað brenna við i is-
lensku leikhUsi að undir-
bUningstlminn yröi ótrUlega
stuttur. Þessi vinnubrögö hljóta
þvi að vera öllum I hag.
Þorsteinn: Með þessu móti er
lika e.t.v. merkjanleg viss festa
i leikárinu. Hugsanleg aðsókn
fyrri hluta vetrar mótar ekki
f
verkefnavalið seinni hlutann.
NU er ég ekki aö segja aö þaö sé
sjálfkrafa verri leiö, hins vegar
fannst okkur betra aö hugsa um
leikárið sem eina heild og skipu-
leggja þaö sem slikt.
Stefán: Þannig töldum við okk-
ur ná fram ákveðinni linu i
verkefnavalið meö allt leikárið i
huga. Viö vildum gjarnan hafa
verkefnin fjölbreytileg. Fyrir-
sjáanlegt var auðvitað að nokk-
ur verkefni héldu áfram frá
fyrra leikári eins og Ofvitinn og
Rcmmi. Okkur fannst spenn-
andi að kynna nýja erlenda höf-
unda og á þessu leikári hafa
verið sýnd verk eftir tvo höf-
unda sem eru báöir mjög stór
nöfn erlendis en hafa ekki verið
leiknir hér áður: Franz Xaver
Kroetz og Sam Shepard. Svo er
auðvitað alltaf gaman aö sækja
i klassikina, án þess það þurfi
endilega aö vera einhver regla.
A þessum vetri sýndum við
Ótemjuna eftir Shakespeare en
gamanleikur eftir hann hefur
ekki verið sýndur hér i hUsinu i
nær h'álfa öld.
Þorsteinn:Okkur var lika i mun
aö Shakespeare væri sýndur hér
ekki einungis i tengslum við af-
mæli Leikfélagsins eða aörar
stórháti'öir, heldur einnig
hvunndags.
Stefán: Svo er það náttUrulega
alltaf haft i' huga til aö tryggja
fjölbreytnina aðraða verkunum
dálitið skynsamlega saman.
Sýna ekki þrjá gamanleiki i röö,
til dæmis, nU eða þrjU verk al-
varlegs eölis. Það þarf aö hafa
samræmi i þessu lika, og þvi
höfflm við reynt aö ná.
Þorsteinn: Og það má ekki
gleyma þýöingarmiklu atriði,
sem er leikhUs fyrir börn.
Meðan Leikfélagiö haföi yfir
Tjarnarbæ að ráöa voru reglu-
lega leiksýningar fyrir börn en á
undanförnum árum hefur sU
starfsemi legiö nær alveg niðri.
Stefán: Siöasta barnaverkefni
Leikfélagsins var Kolrassa,
fyrir um það bil fimm árum.
Þorsteinn: Við tókum svo nýja
stefnu i' haust eða öllu heldur
endurvöktum gamla stefnu og
ævintýraleikurinn um Hlyn og
svaninn á Heljarfljótinu fannst
okkur vönduö sýning og vel
heppnuö sem fariö var með i
sköla. A þvi' verki urðu um 45
sýningar I flestum skólum og
þvi var hvarvegna mjög vel
tekið bæöi af nemendum,
stærö leikhUssins. Hér hagar
svo til, að hUsiö er afskaplega
litiö, þaö rUmar fáa áhorfendur.
Þó aö sýningar gangi vel, jafn-
vel leikár eftir leikár fyrir troö-
fullu hUsi, þá er afraksturinn lit-
ill sem enginn. Stofnkostnaöur
við leiksýningar og rekstrar-
kostnaöur hvert kvöld er það
hár, aö leikhUs af þessari stærð
heldur engan veginn þeirri starf-
semi uppi eingöngu á abgöngu-
miðatekjum. Þaö er dæmi sem
einfaldlega gengur ekki upp
Ekki sist þess vegna er þörfin á
nýrri leikhUsbyggingu oröin
óskaplega brýn. Og þaö er svo
sannarlega gleöiefni aö góöar
vonir eru til þess, að hægt veröi
aö ljUka hinu nýja Borgarleik-
húsi fyrir 1986, en þá er tvö-
hundruö ára afmæli Reykjavík-
ur.
Þorsteinn: Já, við búum vissu-
lega þröngt hér i Iðnó. En viö
reynum þó nU, eins og reynt
hefur veriö hér áður að sýna
verk, sem skirskota að ein-
hverju leytitil okkar áhorfenda
og hæfa þeim aöstæöum, sem
við bUum viö. Einmitt þess
vegna er fjölbreytnin nauösyn-
leg. Þannig hefur leikáriö mót-
ast: Viö höfum sýnt jöfnum
höndum nýrri verk erlendra
höfunda sem eru mjög áhrifa-
mikil verk. klassiskan gaman-
leik, islenskt mUsikal, sem var
Grettir og reyndar sýnt i
Austurbæjarbiói, islenskt verk,
Ofvitann sem tekinn var upp frá
siöasta leikári og svo það létt-
asta af öllu léttu, reviuna
Skorna skammta. Að ógleymdu
barnaleikritinu.
— Ogsvo sleginn sé botninn i
spjalliö: Hvaö verður á döfinni
á næsta leikári?
Þorsteinn: Fyrsta frumsýning
næsta leikárs veröur hiö nýja
verk Kjartans Ragnarssonar,
Jói. Ofvitínn, Rommi og Barn i
garðinum eftir Shepard verða
tekin til sýninga að nýju og svo
auðvitaö revían sem var sýnd
fyrir fullu hUsi allt fram aö
siöustu sýningu i vor en veröur
flutt i Austurbæjarbió.
Stefán: Svo er náttúrulega sitt-
hvaö fleira á döfinni...
Þorsteinn: ...sem viö biöum nú
með aö segja frá.
Stefán: Já, þangaö til I haust.
—jsj