Vísir - 01.07.1981, Side 12

Vísir - 01.07.1981, Side 12
i \r Fyigst meo endasprettl á Kópavogsvelll „Sumarbúöir i þéttbýli gæti verið yfirskrift þessarar starf- semi okkar hér í bænum” sagöi Kirstján Guðmundsson Félags- málastjóri Kópavogs. Starf- semin sem hér er átt viö er námskeið sem staöiö hefur yfir allan júnimánuö i Kópavogi er cndaði svo meö tveggja daga ferö aö Laugarvatni tvo siðustu daga júnimánaöar. Leikar stóöu sem hæst er blaöamenn voru á ferð einn morgun i siðustu viku og gafst tækifæri til að fylgjast meö endaspretti á fþróttavellinum. Námskeiðiö er ætlað börnum og unglingum á aldrinum 8-14 ára, og byggist fyrst og fremst á iþróttum og leikjum. Ýmislegt annað fléttast þar inn i svo sem gönguferðir og hjólreiðaferðir, umferðafræðsla, heimsóknir i siglingaklúbbinn, reiðskólann og sundlaugina. „Aðsóknin hefur aldrei verið meiri en i ár” sagði Kristján „enda hefur reynslan sýnt aö júnimánuður er rétti timinn fyrir svona námskeiðahald. Námskeið á þessum tima virðist brúa bilið frá þvi aö skóla lýkur og fram að sumarleyfistima barna og foreldra. Þessar fjórar vikur eru vel notaöar. Börnin koma hingað alla virka daga klukkan tiu á morgnana og eru fram á miðjan dag eða til klukkan þrjú. Þau kynnast mörgum þáttum tómstunda- starfs, sem örvar þau eða hjálpar hverju og einu til að finna sinn farveg i vali á tóm- stundastarfi siðar.” Keppnisandi var mikill i krökkunum þennan morgun á Kópavogsvelli, sprett var úr spori og allra krafta neytt. Við tókum nokkur börn tali og voru þau öll sammála um að þátttaka i námskeiðinu væri mjög skemmtileg og flest höfðu þau sótt júninámskeiðin ár eftir ár. —ÞG IÞROTTIR Settu marki veröum viö aö ná Visism./Þó.G Það hefst flest með ein- beitni UTILIF Vinnuskóii Kópavogs: Fjðlmargir möguieikar ungllnga lil sumarvlnnu ’SSD—' Þegar blaöamaður sneri sér aö iris óttarsdóttur meö nokkrar spurningar, vatt strakur einn snaggaralegur 1 sér upp aö iris, beindi orðum sinum til blaðamanns og sagði: ,,Viltu ekki spyrja mig líka?" og svo stillti i Ingólfur sér upp fyrir Ijósmyndarann ásamt Irisi „Nemendur i Vinnuskóla Kópavogs eru frá 12 ára aldri og þau elstu eru 15 ára gömul” sagöi Einar G. Bollason for- stööumaöur skólans, er starf- semi Vinnuskólans var kynnt fyrir blaöamönnum. „Starfsemin hefst i byrjun júni og stefnt að átta vikna starfstima, þó starfa 12 ára unglingar aðeins i júli. Þetta er með liku sniöi hjá okkur i ár og fyrr, við leggjum áherslu á að verkefnin sem unglingar vinna séu raunhæf. Þau kynnast m.a. garðyrkju, oliumalarlögn, málningarvinnu og eru afköst þeirra mjög góð. Atvinnuvega- kynning er á vegum skólans fyrir 14 ára unglinga, þau fara m.a. á sveitabæi og taka þátt i almennum sveitastörfum, fara upp i Hvalfjörö og kynna sér skógrækt og starfa við skóg- ræktarstörf.” Kom einnig fram i máli Einars G. Bollasonar að lögð væri rik áhersla á félagslegan þátt innan skólans. Eftir vinnu- tima er tómstundastarf i mikl- um blóma meðal unglinganna. Möguleikarunglinga i Kópavogi til sumarvinnu eru fjölmargir og til þeirra leitað af einstakl- ingum og stofnunum i bænum. Af stuttri viðkomu blaða- manns i kynningarferð i Kópa- vogi og af tali manna má ráða að mikil rækt er lögð við félags- starf i Kópavogi. Þar viröist vera framboð fyrir alla aldurs- hópa til leikja og starfa. Til við- bótar þvi sem áður hefur verið greint frá eru starfsvellir reknir á nokkrum stöðum i kaupstaðn- um fyrir börn á öllum aldri. Skólagarðar eru starfræktir fyrir börn á öllum aldri. Skóla- garöar eru starfræktir og þar rækta reitina sina, hlið við h'lið unglingar og ellilifeyrisþegar. —ÞG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.