Vísir - 01.07.1981, Page 18

Vísir - 01.07.1981, Page 18
18 Mi&vikudagur 1. júlí 1981 VÍSIR mcmnltí Woody öruggari meö sjálfan sig — eftir aö hann tók upp samband við Miu Farrow Þrátt fyrir heimsfrægft, vel- gengni og alþjóölega viöurkenn- ingu sem mikill listamaöur hefur Woody Allen aldrei notiö þess aö vera stjarna. Maöur skyldi ætla aö maöur sem á aö baki listaverk eins og Manhattan, Annie Hall og Whats Up, Tiger Lady, nyti þess aö baöa sig i frægöarljómanum, en þaö á ekki viö um Woody Allen. Allen Konigsberg, eins og hans rétta nafn er, hefur alla tiö veriö óöruggur meö sjálfan sig. Hann tekur verk sin mjög alvarlega og litur sjaldan glaöan dag af áhyggjum yfir aö hann sé aö klúöra og meöfædd feimni hans bætir ekki úr skák. Honum liöur • nákvæmlega eins og svipurinn segir til um, en hann er alltaf á svipinn eins og særöur krakki, sem búiö er aö stela hjólinu frá. Þó þykjast menn hafa fundiö breytingu hjá Woody undanfarna mánuöi og þakka menn þaö sam- bandi hans og leikkonunnar Miu Farrow. Um breytinguna á Woody getur ljósmyndarinn David McGough vitnaö, en hann ætti aö vita hvaö hann sygnur þvi hann hefur veriö á hælunum á Woody i mörg ár, og vann sig reyndar upp meö mynd- um sem hann hefur tekið af Woody viö hin ýmsu tækifæri. — „í hvert skipti sem hann sér mig tekur hann á rás”, — segir McGough. — „Og ef hann getur ekki hlaupiö reynir hann að fela andlit sitt meö þvi sem hendi er næst, hattinum, dagblaði eöa matseölinum. Einu sinni þegar hann hafði ekkert viö hendina reyndi hann að berja mig. Ég held að það sé ekki það aö honum sé illa við ljósmyndara, heldur er hann svona hræðilega taugaó- styrkur og feiminn”, — segir McGough. McGough var því meira en litið hissa er hann vaknaöi einn morguninn viö simhringingu og Woody var i simanum. Hann bauð ljósmyndaranum i mat heim til Miu Farrow og bað hann um aö taka myndavélina meö. Þegar þangaö kom virtist Woody mjög afslappaður og sat fyrir á myndunum eins og honum væri borgab fyrir þaö. — „Hann virðist miklu öruggari með sjálfan sig”, — segir McGough. — „Mia stappar i hann stálinu og hefur kennt honum aö vanmeta ekki sjálfan sig. Það er lika kominn timi til að Woody verði stoltur af sjálfumsér. Hann hefur unniö til þess.” Haukur Morthens og Aría — i ferð um landið Brúöar- mær U v Þeir félagar i hljómsveitinni Aría hafa gert viöreist undan- farna mánuöi og eftir aö hljóm- sveitin kom heim úr ferö sinni um Noröurlöndin i febrúar sl. hefur hún skemmt á dansleikjum vitt og breitt um landiö viö góöar undirtektir. Aö undanförnu hefur kvennahljómsveitin Grýlurnar veriö í för meö Ariu, en nú hefur enginn annar en Haukur Morthens slegist i för meö hljóm- sveitinni og mun hann ferðast meö þeim félögum um landiö nú i júli. Feröin hefst á Vestfjöröum um þessa helgi og mun hljómsveitin ásamt Hauki skemmta á Suöur- eyri á föstudagskvöldiö og Tálknafirði á laugardagskvöldið. Aö sögn Andra Bachmann trommuleikara og söngvara hljómsveitarinnar mun balliö á Suöureyri veröa eins konar kveöjudansleikur hljómsveitar- innar þar, en um þetta sagöi , Andri m.a.: — „Viö höfum veriö mikiö á Suöureyri og kunnum afskaplega vel vib fólkið þar. Þetta er gott fólk og þaö hefur alltaf tekiö vel á móti okkur. En hætta skal leik þegar hæst stend- ur og ég held aö þaö sé gott aö hvila fólkiö á okkur, — a.m.k. i bráö.” Eins og áöur segir mun Haukur skemmta meö hljómsveitinni vitt og breitt um landiö nú i júli, en hljómsveitina skipa auk Andra Bachmann, þeir Hörður Friö- þjófsson gitarleikari og Guö- mundur óskar Kristjánsson bassaleikari. Stulkan á meöfylgjandi mynd er Laföi Sarah/ 17 ára gömul dóttir Margrétar prins- essu, systur Elísabetar Eng- landsdrottningar. Þær fréttir hafa borist frá höllinni aö Sarah veröi í hópi brúöar- meyja viö brúðkaup þeirra Karlsog Lafði Diönu, og verði hún þeirra elst, Fylgir sögunni aö hopur stúlkna af aðalsætt- um hafi veriö i stöðugum æf- ingum aö undanförnu til aö búa sig undir hlutverk brúöar- meyja viö þetta ,,brúðkaup aldarinnar", sem svo hefur veriö nefnt... Haukur Morthens ásamt hljómsveitinni „Aría”, f.v. Guömundur óskar Kristjánsson, Andri Bachmann og Höröur Fri&þjófsson. (Mynd: Jim Smart) Umsjön: Svefnn ^ Guðjónsson

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.