Vísir - 01.07.1981, Síða 28

Vísir - 01.07.1981, Síða 28
vtsm Miðvikudagur 1. júlí 1981 síminner86611 Loki segir „Þeir eru örfáir, sem vilja hafa opiö” segir formaöur Verslunarmannafélags Reykjavlkur um laugardags- lokunina. Þaö skiptir ná- kvæmlega engu máli, þvi aö þaö eru nefnilega margir, sem vilja versla. veöupspá dagsins Hiti breytist litið. Suöurland: austan eða norð- austan gola eða kaldi, viða súld. Faxaflói og Breiöafjörö- ur: norð-austan kaldi, smá- skúrir á miðum og annesjum, sumstaðar léttskýjað til landsins, þegar liður á daginn. Vestfiröir: norð-austan kaldi og stinningskaldi og rigning, einkum norðantil. Strandir og Noröurland eystra og vestra: norð-austan kaldi, viða skúrir. Austurland aö Glettingi og Austfiröir: norð-austan og norðan kaldi, viða súld eða þokumóða. Suð-austurland: suð-austan gola eða kaldi, dá- litil súld. Veðrið hér og har Veðriö klukkan sex I morgun: AkureyrisúldS, Bergensúld9, Helsinkiskúr 13, Kaupmanna- höfn úrkoma 12, Osló skýjað 13, Reykjavik skýjað 10, Stokkhólmur skýjað 13, Þórs- höfnsúld8,. Veöriö klukkan 18 I gær: Aþena heiðskirt 30, Berlln rigning 13, Chicago alskýjað 18, Feneyjarskýjað 25, Frank- furt skýjaö 17, Nuuk rigning 10, London hálfskýjað 20, Luxemburg skýjað 14, Las Palmas skýjaö 22, Mallorka léttskýjað 23, Montreal mistur 26, Parlsskýjað 18, Róm heiö- skírt 22, Vln léttskýjað 18, Winnepeg þrumuveður 20. Tolleftlrlit með Smyrli: „Það finnst ekki mikið pegar ekkert er leitað’ - segir Friðjón Guðröðarson „Þaö er rétt, aö þaö komi fram vegna fullyröinga Kristins ólafs- sonar, tollgæslustjóra, að þaö er ekki von aö mikið finnist af fikni- efnum I Smyrli, þegar nær ekkert er leitað”, sagði Friðjón Guöröö- arson, sýslumaöur I Höfn, er Visir haföi samband við hann I morg- un. Friðjón sagði fíkniefnamálið ekki hafa verið aðalatriði i sinum huga, þegar hafið var máls á þessu ástandi, heldur hefði hann sérstaklega tekið til útflutnings náttúrugripa, steina og eggja, en sá útflutningur ferðamanna virt- ist algjörlega óheftur á Seyðis- firði. Friðjón tók fram, að hann væri ekki að fjalla um þessi mál sem embættismaður, enda væri Seyðisfjörður ekki i hans um- dæmi, en hins vegar á Friðjón sæti i náttúruverndarráði og náttúruverndarnefnd Austur- Skaftafellssýslu. Friðjón Guðröð- arson vitnaði i skýrslu, sem tekin var saman á vegum Náttúru- verndarráðs. Þar er haft eftir BjarnaMagnússyni, yfirtollverði, að engin skoðun fari fram hjá þeim, sem fara úr landi með Smyrli. „Útlendingar eru farnir að vita, að þeir geta óheftir farið með hvað sem er úr landi og við óttumst, að ýmislegt komi inn i landið, sem ekki átti að eiga greiða leið”, sagði Friðjón. Hann spurði einnig þeirrar spurningar, hvers vegna Seyðisfjörður væri annars eða þriðja flokks af- greiðsla miðað til dæmis við Kefla v ikurflug völl. „Fullyrðingar tollgæslustjóra um, að ég þekki ekki til afgreiðslu Smyrils, standast ekki. Ég hef sjálfur verið við þá afgreiðslu og rætt við þá, sem starfa beint að henni. Það er samdóma álit þeirra, að starfið sé undirmann- að”, sagði Friðjóð Guðröðarson. —ÚM „OTTAST EKKI ATVINNU- LEYSI HJÁ PRESTUM” - segir séra Bernharður Guðmundsson.fréttafulltrúi hióðkirkjunnar „Þetta er að sjáifsögðu ánægju- leg þróun, enda útskrifuðust mun fleiri úr guöfræöideildinni nú en veriö hefur undanfarin vor”, sagöi séra Bernharður Guö- mundsson fréttafuiltrúi þjóö- kirkjunnar, I samtali viö VIsi, en óvenju fá prestaköll eru laus um þessar mundir. „Á tímabili i fyrra voru tólf prestaköll laus en nú eru þau ein- ungis þrjú, þannig að breytingin er mikil, sem átthefur sér stað”, sagði séra Bernharöur. Prestaköllin eru Ames á Ströndum, Sauölauksdalur og As- ar I Skaftártungum, en þau eru öll afskekkt, fámenn og þar er varla nokkur húsakostur. Séra Bern- harður sagði, að i mörgum tilfell- um væri aðkoman fyrir unga presta oft erfið, prestaköllin stór, stundum engin prestsetur eða mjög dhentug og dýr i rekstri, þannig að laun [»-estanna rýrðust oft mikið. „Það er fagnaðarefni fyrir söfnuði og kirkjuna i heild, aö nú er séð fyrir eðlilegri prestsþjón- ustu viðast hvar á landinu. En i þéttbýlinu i Reykjavlk og ná- grenni eru alltof fáir starfsmenn kirkjunnar. Það er Alþingi, sem ákveður fjölda presta og annarra- starfsmanna kirkjunnar, en raunin er sú, að sumir prestar verða að þjóna átta þúsund manns”, sagöi séra Bernharöur. Hann var spurður, hvort ekki horfði til atvinnuleysis hjá nýút- skrifuðum guðfræðingum á kom- andi árum. ,,Ég óttast það ekki. Starfs- hættir kirkjunnar hafa breyst mikið og nú er meiri þörf fyrir vel menntaö starfsfólk.” Um 115 prestsembætti eru i is- lensku þjóðkirkjunni. Meðalaldur islenskra presta er mjög lágur, sem sést best á þvi, að biskup Is- lands, herra Sigurbjörn Einars- son, hefur vigt 81 prest á 22 ára biskupsferli sinum. Nú eru um 60 nemendur i guðfræðideild og luku átta námii vor. Séra Bernharður bjóst við, að sú tala ætti litið eftir aö breytast næstu árin. — HPH. Ilaröur árekstur varö I Siöumúlanum um hádegisbil I gær, er Ford sendibifreiö og Moskvits lentu hvor á öörum. Fordinn skemmdist ekki mikiö, en sá rússneski fór mun verr. Ekki uröu alvarleg slys á farþeg- um bilanna. (Visism. Þóra.) Aðeins hrjú prestaköll ósetin og 60 nemendur í guðfræðideild: Samið vlð lækna á Akureyri Samninganefnd Læknafélags Akureyrar og stjórn Fjórðung- sjúkrahússins á Akureyri, fyrir hönd Akureyrarbæjar, undirrit- uðu i gærkvöldi kjarasamninga og er það fyrsti skriflegi kjara- samningurinn, sem gerður hefur verið milli þessara aðilja um kjör lækna, sem starfa við sjúkrahús- ið. Þar með eru dregnar til baka uppsagnir þriggja sérfræðinga og sjönýiraðstoðarlæknar hófu störf I morgun. Helstu ákvæði samningsins eru að læknar fá 6% grunnkaups- hækkun frá 1. des. 1980 að telja. Einnig eru samningsaðilar sam- mála um að fjölga beri aðstoðar- iæknum og að endurmenntunar- kostnaður verður greiddur meira upp en áður hefur verið til lækna i hlutastöðum. — HPH Skemmdarverk unnið á leikskóla: SumarDlómin slitin upp „Þegar við komum i morgun, var búið að slita upp sumarblóm, sem við höfðum ræktað hér og ýmsar trjátegundir, sem gróður- sett höfðu verið” sagði Alfhildur Erlendsdóttir, forstöðukona leik- skólans Seljaborg við Tungusel, við Visi I morgun. Auk gróðurskemmdanna voru kofar, sem starfskonur leikskól- ans höfðu unnið við að mála i gær, verið útataðir I mold. „Ég harma það mjög að svona skuli geta gerst” sagöi Alfhildur. „Ég óttast það að þetta sé verk barna eða unglinga úr nágrenn- inu og vil þvi beina þeim tilmæl- um til foreldra aö brýna fyrir börnum sinum nauðsyn þess að ganga vel um svona staði.” — HPH ALLIR GETA LEIKIÐSÉR MED SVIFDISK

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.