Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslendingum býðst nú að kynnast í
beinu flugi frá Íslandi. Budapest er nú orðinn einn aðal áfangastaður
Íslendinga, enda hefur hún að bjóða
einstakt mannlíf, menningu og
skemmtun. Hér getur þú valið um
góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta
Budapest og spennandi kynnisferðir
með fararstjórum Heimsferða.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð kr. 29.950
Flugsæti til Budapest, 29. apríl með
sköttum. Netverð.
Verð kr. 39.950
Helgarferð, 29. apríl, gisting á Hótel
Tulip Inn með morgunmat, m.v. 2 í
herbergi í 4 nætur. Flug, gisting, skattar.
M.v. að bókað er á netinu
www.heimsferdir.is
Símbókunargjald kr. 1.500 á mann.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Helgarferð til
Budapest
29. apríl í 4 nætur
frá kr. 29.950
GUÐMUNDUR Gunnarsson, for-
maður Rafiðnaðarsambands Ís-
lands, segir að Jóhannes Geir Sig-
urgeirsson, stjórnarformaður
Landsvirkjunar, verði að útskýra
betur ummæli sín um að framkoma
Íslendinga gagnvart Impregilo stýr-
ist hugsanlega af kynþáttafordóm-
um. Jóhannes Geir segir hins vegar
óskiljanlegt hvernig Rafiðnaðar-
sambandið geti túlkað ummæli hans
sem árás á íslenskt launafólk. „Hér
var um að ræða almenna áminningu
og ekkert síður bent innávið hjá
okkur í orkugeiranum.“
Jóhannes Geir sagði nýlega í við-
tali við Spegilinn, fréttaþátt Ríkisút-
varpsins, að Íslendingum væri hollt
að líta í eigin barm og athuga hvort
það væri ekki styttra í þjóðernis-
hroka hjá okkur en við vildum dags
daglega kannast við. Svipuð um-
mæli lét hann falla á samráðsfundi
Landsvirkjunar á föstudag. Rafiðn-
aðarsambandið sendi hins vegar frá
sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem
segir m.a. að íslensk stéttarfélög og
opinberir eftirlitsaðilar hafi ekki
barist gegn Impregilo. „Það hefur
aftur á móti verið barist fyrir því að
farið sé að settum lögum í landinu
en á því er töluverður munur,“ segir
í yfirlýsingunni.
Jóhannes Geir sendi eftir þetta
yfirlýsingu um að hann hefði ákveð-
ið að draga orð sín um þjóðernis-
hroka og Impregilo til baka. „Ef það
er á einhvern hátt til bóta þá get ég
hér með dregið þessi orð mín til
baka þannig að þau trufli ekki samn-
ingagerð á nokkurn hátt. Það er al-
gjör nauðsyn að allir aðilar þessa
máls setjist niður og ræði saman um
farsæla lausn á vinnutilhögun við
Kárahnjúkavirkjun. Það eru ekki
einungis hagsmunir verkkaupa og
verktaka við virkjunina heldur alls
launafólks hvar sem er á landinu,“
segir í yfirlýsingu Jóhannesar.
Guðmundur sagði í samtali við
Morgunblaðið síðdegis í gær að
þessi yfirlýsing Jóhannesar væri
ófullnægjandi. „Stjórnarformaður-
inn verður að finna orðum sínum
stað,“ segir Guðmundur. Hann
ítrekar að Impregilo þverbrjóti ís-
lensk lög og að umrædd ummæli Jó-
hannesar hafi verið óviðeigandi.
Fundað í dag um
virkjunarsamninginn
Guðmundur minnir á að enn eigi
eftir að ganga frá nýjum virkjunar-
samningi, en fundur Samtaka at-
vinnulífsins, Rafiðnaðarsambands
Íslands og annarra aðila um samn-
inginn hafi verið boðaður í dag,
mánudag.
„Okkur finnst með ólíkindum að í
miðjum þessum viðræðum, en í þeim
höfum við sýnt mikið langlundargeð,
þurfum við að sitja undir einhverj-
um dylgjum frá stjórnarformanni
Landsvirkjunar.“ Guðmundur segir
að vegna þessara ummæla stjórn-
arformannsins hafi stjórn Rafiðnað-
arsambandsins sagt: Nú er nóg
komið. Við nennum ekki að standa í
þessu lengur. „Landsvirkjun verður
að fara að horfast í augu við raun-
veruleikann.“
Fundur um virkjunarsamninginn
verður í dag, eins og áður sagði. „Þá
kemur í ljós hvort menn ætla að tala
við okkur af einhverju viti eða hvort
við eigum að sitja enn eina ferðina
undir út- og suður-ræðum,“ segir
Guðmundur. „Ef það verður raunin
munum við slíta viðræðunum og
senda þær til Ríkissáttasemjara,“
bætir hann við.
Biður afsökunar
Ummæli Jóhannesar Geirs á sam-
ráðsfundi Landsvirkjunar, um ís-
lenska virkjunarandstæðinga, vöktu
einnig hörð viðbrögð um helgina. Í
ræðu Jóhannesar, sem dreift var til
fjölmiðla á fundinum, segir m.a. að
virkjunarandstæðingar á Íslandi
hafi með óprúttnum áróðri á er-
lendri grund orðið þess valdandi að
einungis hafi borist viðunandi tilboð
frá einu fyrirtæki, Impregilo, í
framkvæmdir við Kárahnjúkavirkj-
un.
Jóhannes segir í yfirlýsingu sem
hann sendi frá sér á sunnudag að
hann hafi ekki sagt orðið „óprútt-
inn“ þegar hann flutti ræðuna. „Það
var hins vegar komið á prent í hinni
skrifuðu ræðu sem var dreift og á
því biðst ég afsökunar.“
Náttúruverndarsamtök Íslands
og Landvernd sendu ályktanir til
fjölmiðla um helgina vegna þessara
umæla Jóhannesar. Landvernd seg-
ir m.a. í ályktun sinni að svo virðist
sem yfirlýsing stjórnarformannsins
feli í sér vantraustsyfirlýsingu á
ítalska verktakafyrirtækið Impreg-
ilo. „Þetta er ótrúlegt í ljósi þess að
allar vonir virkjunarsinna séu
bundnar við að þetta fyrirtæki geti
leyst það verk sem því var falið.“ Þá
segir m.a. í ályktuninni að það hafi
verið erfið álitamál og óvissa sem
sannfærðu norræn verktakafyrir-
tæki um að það væri óheillaspor að
taka þátt í byggingu Kárahnjúka-
virkjunar.
„Staðreyndir um neikvæða stöðu
Kárahnjúkavirkjunar voru margar
augljósar: Mikil og óafturkræf um-
hverfisáhrif, höfnun Skipulagsstofn-
unar á framkvæmdinni á grundvelli
faglegs mats og umtalsverð andstaða
fjölmargra málsmetandi aðila bæði á
Íslandi og erlendis, aðila sem færðu
þung og sannfærandi rök fyrir máli
sínu,“ segir í yfirlýsingu Landvernd-
ar.
Stjórnarformaður Landsvirkj-
unar dregur ummæli til baka
Formaður Rafiðn-
aðarsambandsins
ekki sáttur
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Læti í mið-
bænum
um helgina
MIKILL erill var hjá lögreglunni í
Reykjavík í fyrrinótt og voru
fangageymslur yfirfullar eftir
nóttina. Sex manns á þrítugs- og
fertugsaldri voru handteknir á átt-
unda tímanum í gæmorgun eftir
slagsmál og líkamsárás í Lækj-
argötu. Einn maður var fluttur á
slysadeild en hann virðist ekki
vera alvarlega slasaður. Fólkið, ein
kona og fimm karlar, reyndist hafa
fíkniefni á sér. Lögreglunni er
ekki kunnugt um tilefni slagsmál-
anna.
Samkvæmt upplýsingum varð-
stjóra hjá lögreglunni var mjög
margt fólk í miðbæ Reykjavíkur
aðfaranótt sunnudags. Sagði hann
líklegt að páskafríið framundan og
fyrsta helgi mánaðarins, þar sem
fólk hefði meira fé á milli hand-
anna, hefði áhrif þar á. Sagði hann
töluvert marga hafa verið lengi
frameftir morgni í bænum og tölu-
vert hefði verið um slagsmál sem
lögreglan þurfti að hafa afskipti af.
Líkamsárás
á Akureyri
TVEIR menn réðust á þann þriðja á
götu á Akureyri um tíuleytið á laug-
ardagskvöld. Maðurinn hlaut minni-
háttar meiðsl. Mennirnir eru allir
um eða innan við tvítugt og hafa að
sögn lögreglu eldað grátt silfur sam-
an um hríð. Ekki er þó vitað um til-
efni árásarinnar.
Stunginn
með hnífi
RÉTT fyrir miðnætti aðfaranótt
sunnudags var karlmaður stunginn
með hnífi í húsi í austurborg Reykja-
víkur. Kona var handtekin grunuð
um verknaðinn og gisti hún fanga-
geymslur lögreglu um nóttina en var
látin laus í gærdag. Maðurinn var
ekki talinn lífshættulega sár.
Fólkið er á fimmtugsaldri. Ekki er
vitað um tilefni árásarinnar en málið
er í rannsókn.
NÁMSKEIÐ í íslam er meðal þess sem er í boði fyrir þá
sem skrá sig í þverfaglegt nám í trúarbragðafræðum við
Háskóla Íslands. Að sögn Péturs Péturssonar, prófess-
ors í kennimannlegri guðfræði, veitir námið 30 einingar
sem aukagrein til B.A. prófs. Hann segir það henta sem
aukagrein til hliðar við ýmsar greinar. Auk guð-
fræðideildar standa félagsvísindadeild og heim-
spekideild að náminu.
Pétur segir þverfaglegt nám í trúarbragðafræði hafa
verið í boði frá haustinu 2001 en það hafi verið eflt mikið
síðan þá og nú sé boðið upp á fjölbreytt námskeið. Hann
kveðst vonast til að fá nemendur úr sem flestum fræði-
greinum. „Við viljum draga fram fleiri greinar al-
mennra trúarbragðafræða og leggja áherslu á að það
liggja ekki allar námsleiðir hjá okkur í guðfræðideild til
prestsembættisins. Við þurfum að fá fleiri nemendur inn
í deildina og það geta ekki allir nemendur fengið starf
sem prestar,“ segir Pétur.
Kennarar þekki til ólíkra trúarbragða
Hann telur námið geta hentað nemendum í ólíkum
greinum, s.s. stjórnmálafræði, heimspeki, sagnfræði,
þjóðfræði, mannfræði og fleirum. „Ekki síst þá vantar
kennara sem þekkja til ólíkra trúarbragða. Þetta hjálp-
ar fólki að kynnast annarri menningu. Meðal valnám-
skeiða á næsta ári eru guðfræði og kvikmyndir, kristin
siðfræði og kvennagagnrýni, trúarheimspeki auk nám-
skeiðsins Íslam í fortíð, nútíð og framtíð,“ segir Pétur.
Meðal kjarnanámskeiða eru trúarbragðasaga, inn-
gangsfræði Nýja testamentisins og trúarlífsfélagsfræði.
Yfirstandandi námsár eru 13 skráðir í námið en alls
eru 130 nemendur við guðfræðideild. Boðið er upp á
B.A. próf í guðfræði og rannsóknartengt meistaranám.
Nám í trúarbragðafræðum við Háskóla Íslands eflt
Fræðast um íslam og
gagnrýni kvenna á kristnina
Morgunblaðið/Golli
Guðfræðideild vill leggja áherslu á að fjölga nem-
endum og býður þverfaglegt nám í trúarbragðafræði
ásamt félagsvísindadeild og heimspekideild.
♦♦♦
♦♦♦