Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 27
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 27
Minningarkort
Minningar- og
styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
.
1
2
7
0
.9
7
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
barnæsku minni þegar ég bjó á
Rauðalæknum. Foreldrar mínir
bjuggu beint á móti Gullu og Ragn-
ari og samgangurinn var mikill.
Yngsti sonur hennar Pétur var árinu
yngri en ég og urðum við æskuvinir
og leikfélagar.
Það var eitthvað svo gott við Gullu
sem gerði það að verkum að strax á
unga aldri sótti ég í félagsskap
hennar. Síðan liðu árin og Gulla
fylgdist með mér úr fjarlægð í gegn-
um unglingsárin. Eiginlegur vin-
skapur okkar þróaðist síðar, eftir að
hún missti Pétur af slysförum. Góð-
ar stundir á Rauðalæknum, í
Hvassaleiti og síðar í Eiðismýri eru
mér ógleymanlegar. Alltaf tók hún á
móti mér með bros á vör og mikilli
hlýju. Það var alltaf jafngaman að
setjast niður með henni og spjalla.
Hvað við gátum hlegið út í eitt,
ræddum fjölskyldur okkar, barna-
börn Gullu, íþróttir og allt milli him-
ins og jarðar.
Við áttum yndislega stund saman
fyrir nokkrum árum þegar ég sagði
henni að nú væri ég búin að finna
þann eina rétta. Ég ætlaði aldrei að
geta hætt að tala um nýja kærast-
ann en Gulla sat, hlustaði, brosti og
leyfði mér að láta dæluna ganga, en
hún samgladdist mér eins og henni
einni var lagið. Í haust þegar Gulla
mætti í brúðkaupið mitt þótti mér
svo vænt um að sjá hana og hvað
hún skemmti sér vel á þessum eft-
irminnilega degi. Þessar minningar
mun ég geyma og varðveita í hjarta
mínu.
Ég stoppaði stutt hjá Gullu í lok
nóvember og datt ekki í hug að þetta
yrði í síðasta sinn sem við myndum
hittast – sagðist ætla að koma
seinna þegar ég hefði betri tíma, en
enginn veit hvað framtíðin ber í
skauti sér.
Gullu er sárt saknað meðal fjöl-
skyldu og vina. Sorg hennar við að
missa Pétur var mikil en ég veit að
nú hefur hún hitt Pétur sinn á kyrr-
látum og björtum stað.
Elsku Ragnar, synir og fjölskyld-
ur. Ég og fjölskyldan sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur og biðjum
Guð um að styrkja ykkur á erfiðum
tímum.
Blessuð sé minning um góða vin-
konu.
Ingunn Bernótusdóttir.
Kæra vinkona.
Við kynntumst fyrir 56 árum er
eiginmenn okkar voru báðir stýri-
menn á Goðafossi og við báðar
barnshafandi. Við fundum strax að
við áttum margt sameiginlegt og frá
þeirri stundu vorum við góðar vin-
konur. Síðar áttum við saman mörg
góð ár sem nágrannar á Rauðalækn-
um. Þú varst dökk yfirlitum, falleg
og glæsileg kona og alltaf var
ánægjulegt að vera í kringum þig.
Það er mér mikilsvirði að hafa átt
þig sem trygga vinkonu í öll þessi ár
svo aldrei bar skugga á vináttu okk-
ar.
Við hittumst nokkrum dögum fyr-
ir andlát þitt og hlátur þinn ómar
enn í huga mér – þú lifir í minningu
okkar.
Þú varst mikil gæfukona í lífinu.
Þið Ragnar elskuðuð hvort annað og
virtuð og stóðuð saman í gleði og í
sorg. Þið eignuðust 4 yndislega syni,
en urðuð fyrir þeirri miklu sorg að
missa yngsta son ykkar í bílslysi fyr-
ir nokkrum árum.
Elsku vinkona, við Gunnar þökk-
um fyrir að hafa fengið að vera í lífi
þínu og fengið að njóta vináttu þinn-
ar og fjölskyldu þinnar. Það er okk-
ur ómetanlegt.
Elsku Ragnar og fjölskylda, við
Gunnar sendum ykkur okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Ykkar missir er
mikill, en minningin um góða eig-
inkonu, móður og vinkonu lifir.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Takk fyrir samfylgdina. Guð
blessi minningu þína.
Helga.
Ástkær móðir okkar,
HELGA JÓNSDÓTTIR,
Kjalardal,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðviku-
daginn 7. apríl kl. 14.00.
Börn og fjölskyldur þeirra.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÍÐUR JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR
Hraunbergi,
Hafnarfirði,
sem andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði föstu-
daginn 26. mars verður jarðsungin í Hafnar-
fjarðarkirkju þriðjudaginn 6. apríl kl. 15.00.
Sveinn Rúnar Björnsson, Dýrleif Pétursdóttir,
Jóhann Reynir Björnsson, Ása Haraldsdóttir,
Guðrún Erna Björnsdóttir, Björn Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HELGA ELÍSDÓTTIR
frá Gilsbakka,
Hellissandi,
er látin.
Útför hennar verður gerð frá Ingjaldshólskirkju
miðvikudaginn 7. apríl kl 14:00. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Slysavarnadeildina Björgu og dvalarheimilið
Jaðar.
Kristín Jóna Kristjónsdóttir, Jón Ingi Sigursteinsson,
Grétar Hreiðar Kristjónsson, Guðný Sigfúsdóttir,
Vilborg Elín Kristjónsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Nikulás og þáver-
andi eiginkona hans,
Jóhanna Þórarinsdótt-
ir, hófu búskap sinn í
Sviðnum með foreldrum Nikulásar
og bjuggu þau þar þar til íbúðar-
húsið í Sviðnum brann. Fluttust
þau þá til Reykjavíkur, en ekki
voru allir sáttir við að yfirgefa eyj-
arnar og var farið út í þær stór-
framkvæmdir eftir 2 ára veru í höf-
uðstaðnum, að kaupa
Svefneyjarnar og hefja búskap að
nýju. Nilli hafði lokið búfræðiprófi
frá Hvanneyri og notaði hann þá
menntun vel við búskapinn. Svo
kom að því að það voru teknar
ákvarðanir um að bregða búi og
halda út í heim og varð Svíþjóð fyr-
ir valinu. Þar bjó fjölskyldan þar til
Nilli fór á eftirlaun og nokkru
seinna greindist hann með þennan
erfiða sjúkdóm sem varð honum að
aldurtila. En enginn veit fyrr en
ævi er öll. Ég og fjölskyldan mín
viljum þakka þér og fjölskyldu
þinni fyrir samverustundina sem
við áttum saman á ættarmótinu síð-
asta.
Ég vil þakka þér, Nilli minn,
Lillý og börnunum fyrir þann góða
tíma sem við áttum saman, þegar
þið hóuðuð borgarbörnunum sem
voru í sveit í eyjunum saman út í
Sviðnur í hávaðaroki og rigningu,
en tíminn var fljótur að líða, þar
sem við skoðuðum gamlar myndir
og skiptumst á endurminningum
frá eyjalífinu. Þetta var góður tími.
Þegar ég horfi til baka er margs
að minnast. Þær stundir sem ég
var í sveit hjá foreldrum þínum
kenndir þú mér mörg góð hand-
brögð og lífsviðhorf. Þar voru góðir
og fornir búskaparhættir, allt var
slegið með orfi og ljá. Þar þurfti að
bera allt hey úr úteyjum í bátana
og sigla með heim í Sviðnur. Þar
þurfti að fara með allt fé á bátum
milli eyja og upp á land. Þetta
styrkti okkur ungdóminn.
Nilli minn, tíminn er floginn frá
okkur. Ég kveð hér góðan dreng,
félaga og vin. Og samhryggist öll-
um ástvinum Nikulásar. Guð verði
með ykkur í sorginni.
Eggert Ólafsson og fjölskylda.
Ég kynntist Nikulási Jenssyni
þegar ég var ellefu ára gamall og
fór í sveit til fjölskyldu hans og föð-
ur hans í Svefneyjum á Breiðafirði.
Sú vist varð alls fimm sumur.
Fimm dýrleg sumur sem lifa sterk í
minningunni.
Allt lagðist á eitt. Einstök vel-
vild, umburðarlyndi og lífsgleði
húsbændanna. Óviðjafnanleg nátt-
úrufegurðin og fjölbreytni eyjalífs-
ins. Ég skynjaði strax þau miklu
forréttindi sem þessi vist fól í sér.
Nikulás er einn best gerði maður
NIKULÁS K.A.
JENSSON
✝ Nikulás KlásenAndrés Jensson
fæddist í Sviðnum á
Breiðafirði 18. apríl
1935. Hann lést á
heimili sínu í Reykja-
vík fimmtudaginn
11. mars síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Flateyjar-
kirkju á Breiðafirði
20. mars.
sem ég hefi kynnst á
ævinni. Glaðlyndið var
einstakt. Það var jafn-
an stutt í bros og hlát-
ur. Hann var einnig
víðsýnn, rökfastur og
gæddur ríkri heil-
brigðri skynsemi. Ná-
vist við hann var lær-
dómsríkur gleðigjafi.
Heiðarleiki og réttsýni
voru ríkir þættir í fari
hans.
Ég minnist sigling-
anna sem við fórum í
saman á milli eyjanna
á Breiðafirði þar sem
gott tóm gafst til að spjalla um
heima og geima. Fátt situr sterkar
í minningunni. Fegurð fjarðarins og
ánægjan af samvistum við Nikulás.
Á þeim tíma sem ég dvaldi í
Svefneyjum var mikill uppgangs-
tími. Það var bæði skemmtilegt og
spennandi að upplifa það þegar
Nikulás stóð fyrir því að fá fyrstu
traktorsgröfuna sem kom til lands-
ins til að ræsa fram mýrarima á
heimaeyjunni. Framfaraandinn var
smitandi. Og ég ellefu ára gamall
strákurinn af mölinni fékk að taka
þátt í ævintýrinu.
Mér er sérstaklega minnisstætt
þegar ég var að komast í þá heldri
manna tölu að fá að keyra traktor-
inn og vinna með honum bústörf.
Undirbúningurinn undir þessa
manndómsraun var ekkert fúsk. Í
nokkrar vikur lét Nikulás mig lesa
þá miklu bók „Búvélar og ræktun“
eftir Árna G. Eylands. Í hádeginu
hvern dag hlýddi hann mér síðan
yfir fræðin. Þá loks, þegar ég hafði
staðist prófun, fékk ég að taka af
alvöru til við búverkin með trakt-
ornum. Þeirri hugsun hefur oft síð-
ar skotið upp hjá mér að þetta hafi
verið mun fagmannlegra uppeldi á
verðandi traktorsstjóra á tánings-
aldri en tíðkast hafi á þeim tíma.
Ég geymi þetta dæmi í minning-
unni sem vitnisburð um þá fag-
mennsku og skynsemi sem ein-
kenndi Nikulás.
Nú er Nikulás allur. Hann lést
fyrir aldur fram. Hann er harm-
dauði öllum þeim sem þekktu hann.
Hann var jarðsunginn á fögrum
degi sem hæfir minningu þessa
ágæta manns. Ég votta eftirlifandi
konu hans og fjölskyldu mína inni-
legustu samúð. Blessuð sé minning
hans.
Jón Erlendsson.
Látinn er Kjartan
Tryggvason í Víðikeri,
næsti nágranni og
samstarfsmaður
heima í Bárðardal í marga áratugi.
Margs er að minnast, fyrst þeg-
ar ég fór að heiman var það á far-
skóla í Víðikeri en Kári bróðir
hans var kennari í sveitinni. Þrír
bræður bjuggu í Víðikeri, í einu og
sama húsinu, Kári og Kjartan með
sínar fjölskyldur og Egill með
móður þeirra.
Óhjákvæmilega höfðu fleiri en
kennarinn áhrif á nemendurna.
Kjartan var mjög glettinn og
átti mikinn orðaforða, sem hann
kryddaði frásögn sína með. Hann
var víðlesinn og fróður. Margar
notalegar stundir átti ég við eld-
húsborðið á heimili hans, naut þar
velvildar og hlýju.
Hann var mjög fjölvirkur, vann
mikið utan heimilis við byggingar
hjá sveitungum sínum, meðan búið
var lítið og réð við flest verk.
Faðir Kjartans, Tryggvi Guðna-
son, var fylgdarmaður ferðamanna
um Ódáðahraun, synirnir komust
ungir í snertingu við seiðmátt
öræfanna. Það var naumast tilvilj-
un að fimm þeirra áttu sinn starfs-
vettvang við jaðar hraunsins.
KJARTAN
TRYGGVASON
✝ KjartanTryggvason
fæddist í Víðikeri í
Bárðardal í S-Þing-
eyjarsýslu 16. apríl
1918. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 13. febr-
úar síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Lundarbrekku-
kirkju 21. febrúar.
Kjartan var útivist-
ar- og veiðimaður.
Hann átti unaðsstund-
ir við silungsveiðar í
Svartá.
Kjartan átti gott
fjárbú, og var útsjón-
arsamur við að kyn-
bæta hjörðina, þótt
hann þættist ekkert
vit hafa á kindum.
Gaman var að fylgj-
ast með svipbrigðun-
um þegar hann hlust-
aði á fyrirlestra um
búskap.
Hann nýtti sér það
sem hann áleit að bætti sinn hag
en lét hitt eiga sig.
Mikill samgangur er milli bæj-
anna Bjarnarstaða og Víðikers,
beitilönd liggja saman og þurfti að
skipuleggja smalamennskur sam-
eiginlega og jafnan að draga sund-
ur að lokinni smölun. Lengi var
þrengra í högum heima og sótti
okkar fé mikið í Víðiker.
Skilarétt er í Víðikeri fyrir fé af
Fram-afrétt Austur-Bárðdæla.
Víðikersmenn sáu um viðhald á
réttinni og veittu réttarkaffi af
rausnarskap.
Mörg voru verkefnin sem taka
þurfti á sameiginlega í dalnum
okkar, að fá samveiturafmagn,
sjálfvirkan síma, sjónvarp, öflugri
skóla, betri vegi o.fl.
Alltaf stóð Kjartan Tryggvason
heill að baki þeim sem fóru fyrir.
Systkinin frá Rauðafelli minnast
góðs granna og þakka samfylgd-
ina.
Ég bið góðan guð að blessa
minningu Kjartans í Víðikeri og
vernda ástvini hans.
Egill Gústafsson frá Rauðafelli.