Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Smáfólk
ÉG SKEMMTI
MÉR ALVEG
KONUNGLEGA!
AÐ SKIPTA UM
HLUTVERK VAR
SLÆM
HUGMYND...
ÉG GET EKKI
SOFIÐ! ÉG
VERÐ AÐ FÁ
TEPPIÐ TIL
BAKA!
ÞETTA ER ÁSTÆÐAN FYRIR
ÞVÍ AÐ ÉG BAÐ ÞIG UM AÐ
GEYMA ÞAÐ... ÉG HÉLT AÐ
ÉG GÆTI HÆTT, EN ÉG
GET ÞAÐ EKKI!
ÉG BIÐ ÞIG! VILTU LÁTA MIG
FÁ TEPPIÐ? GERÐU ÞAÐ?
ÉG GET EKKI LIFAÐ ÁN ÞESS!
ÞETTA
ER
GAMAN!
SNOOPY!
ÉG VEIT AÐ ÞÚ
ERT ÞARNA!
KOMDU ÚT OG KOMDU MEÐ
TEPPIÐ MEÐ ÞÉR! KOMDU
ÚT HEIMSKI HUNDUR!
TEPPIÐ MITT!
ÞÚ HEFUR
BREYTT ÞVÍ
Í JAKKA!!
ÉG LÉT
REYNDAR
GERA ÚR ÞVÍ
STUTTAN
FRAKKA...
Beini
ÞAÐ ER KOMIÐ KVÖLD.
ÉG ÆTLA AÐ FARA
AÐ SOFA
ÞAÐ ER KOMIÐ KVÖLD.
ÉG ÆTLA AÐ FARA
AÐ BORÐA
ÉG Á EINMITT EINHVERS STAÐAR BÓK UM STJÖRNURNAR
SEM FÆR MIG TIL ÞESS AÐ DREYMA UM GEIMINN
KROSSFISKUR Í
SVEPPASÓSU?
HVAÐA SPENNANDI
RÉTTUR ER ÞETTA?
KOLKRABBI Í BLEKSÓSU
MOAMBE FRÁ
HAWAI
KRABBI Í
EGGJAHVÍTU
SIGMUNDUR HEFUR
UNDARLEGAN SMEKK
RASPÚTIN SAGÐI AÐ MAÐUR
ÆTTI AÐ TAKA ÁHÆTTU Í
MATARÆÐI SÍNU... ÞEGAR
HANN ÁT GLASIÐ SITT
SKELFISKUR Í
BLÓMKÁLI
SKILGREINING STJÖRNUFRÆÐINAR
OG HVERNIG HÚN HEFUR ÁHRIF Á
DAGLEGT LÍF MANNSINS. Í UPPHAFI
VAR STJÖRNUFRÆÐI NOTUÐ
SEM DULSPEKI...
STJÖRNUFRÆÐI HEFUR VERIÐ BÖNNUÐ OG LEYFÐ
TIL SKIPTIS Í GEGNUM ALDIRNAR. Í DAG ER ÞAÐ
NETIÐ SEM FÆRIR OKKUR FRÉTTIRNAR UM...
ÞETTA ER BULL OG VITLEYSA GÓÐI MINN!
SPÁ Í BOLLA,
LESA Í LÓFA OG
KRISTALSKÚLUR.
ÞETTA ER ALLT
SAMA BULLIÐ
BEINI, ÉG VEIT AÐ ÞÚ HEFUR OFNÆMI FYRIR
SVONA NÆRANDI LESNINGU
ÉG VEIT BARA UM EINA
LEIÐ TIL ÞESS AÐ NÆRA
SIG OG ÞAÐ ER LEIÐINA
AÐ LÁTA MAT LEIKA UM
BRAGLAUKANA OG RENNA
BEINT NIÐUR Í MAGA
SVONA, SVONA... VIÐ GETUM REYNT AÐ
SAMEINA OKKAR ÁHUGAMÁL.
STJÖRNUMERKIN ERU NAUT, KRABBI, FISKUR
LJÓN,
STEINGEIT...
ÖÖ...
HRÚTUR
HMM..
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
DR. Páll Eggert Ólason var frum-
herji þeirra sem rannsakað hafa
sögu Vestfirðingsins Jóns Sigurðs-
sonar.
Síðan kom Lúðvík Kristjánsson og
varpaði einkum ljósi á manninn bak
við helgisögnina í mörgum grund-
vallarverkum og ekki síður þá sem
með honum stóðu. Vilhjálmur Þ.
Gíslason, Sverrir Kristjánsson, Ein-
ar Laxness og fjöldi annarra sagn-
fræðinga og fræðimanna hefur ritað
um þennan vestfirska mann, hver á
sinn hátt. Og nú hefur Guðjón Frið-
riksson sagnfræðingur lokið sínu
verki í tveimur þykkum bindum um
forsetann og má segja að varla verði
betur gert, enda kannski nóg komið í
bili.
Á engan er hallað þó sagt sé að
Guðjónsbækur beri af. Kemur þar
margt til, þó einkum það hversu
læsilegar þær eru fyrir hvern sem
er, þó ekki séu þær beint meðfæri-
legar, síst við rúmlestur eins og er
háttur margra, enda 1200 bls. slétt-
ar, bæði bindi. Efnistök eru slík að
allt líður fram áreynslulaust og yf-
irvegað. Fullyrðingar í lágmarki og
notkun hástemmdra lýsingarorða
ekki til trafala. Einkar skemmtileg
lesning um efni sem sumum mundi
kannski virðast við fyrstu sýn nokk-
uð þurrlegt. Persónulegar útlegg-
ingar höfundarins gera verkið yfir-
leitt læsilegra og meira aðlaðandi, þó
auðvitað megi um þær deila. Fjöldi
ljósmynda og teikninga, sem margar
hafa aldrei birst áður, vitna um þá
miklu alúð og góða verklag sem höf-
undur hefur til að bera.
Ótrúlegt er hvað Guðjóni hefur
tekist að grafa upp af heimildum um
forsetann og líf hans. Sumt sér mað-
ur í öðru ljósi eftir þá heimildaöflun
alla.
Á óvart kemur að Jón skyldi hafa
verið fullgildur soldát númer 31 í
fjórðu herdeild Danakonungs, Kong-
ens Livkorps. Einnig það hversu
andstaðan hér heima og í Kaup-
mannahöfn meðal Íslendinga var oft
hörð við stefnu hans. Það var ekki
alltaf dans á rósum hjá hinum óhvik-
ula foringja.
Svo er eitt, sem er mikilvægt.
Guðjón dregur óhikað fram ýmislegt
sem sýnir okkur að Jón Sigurðsson
gat verið mistækur. Á hinn bóginn
kemur þráfaldlega fram að maður-
inn var svo vel gerður á flestan hátt,
að undrum sætir, runninn upp í af-
skekktri sveit á Vestfjörðum. Fór út
í heim með nesti og nýja skó frá for-
eldrunum, eins og segir í ævintýr-
unum og gott upplag Vestfirðings-
ins. Skyggði svo á hvaða konung sem
var, eins og Gísli Jónsson mennta-
skólakennari orðaði það svo
skemmtilega.
Samband Jóns við danska stjórn-
málamenn er ofarlega á baugi í Guð-
jónsverki. Fjallar höfundur um fjöl-
margt sem ekki hefur verið mikið
rætt hér á landi í gegnum tíðina.
Danir báru mikla virðingu fyrir
Jóni Sigurðssyni, þó uppreisnarmað-
ur væri í augum margra þeirra.
Kemur þar margt til, einkum þó
hversu maðurinn var glæsilegur,
starfsamur og geðþekkur fulltrúi
þjóðar, sem ekki var almennt hátt
skrifuð þar ytra. Hann var viðræðu-
góður og glaður maður. Það hefur
fallið vel í kramið hjá glaðlyndum
Dönum.
Guðjón sagnfræðingur leiðir Jón
Sigurðsson sjálfan fram á ritvöllinn
einu sinni sem oftar, þar sem hann
skilgreinir þjóðmálastarf sitt og af-
stöðuna til Dana að gefnu því tilefni,
að ritstjóri nokkur, Carl Bille, hafði
ásakað hann um að hafa í áraraðir
ráðist á Danmörku og Dani á óbil-
gjarnan hátt og reynt að vekja upp
hatur og óánægju Íslendinga gegn
því landi sem þeir tilheyrðu. Í Guð-
jónsbók segir svo á bls. 426 í seinna
bindi, í svari Jóns við þessum ásök-
unum:
„Ég hef aldrei haft neitt á móti
Danmörku eða Dönum almennt og
enn síður ráðist á þá. Aftur á móti
hef ég af eigin rammleik reynt að
varpa ljósi á samband Íslands og
Danmerkur og stuðla að því að taka
megi enda sú óstjórn, sem óneitan-
lega hefur viðgengist og ríkir enn á
Íslandi, og allir hafa viðurkennt sem
hafa tjáð sig um íslensk málefni í
mörg hundruð ár. Að ég sé kominn í
andstöðu við núverandi stefnu
danskra stjórnvalda í íslenskum
málum er rétt, en andstaða mín hefir
alltaf verið grundvölluð á nákvæm-
um rannsóknum og rökum.“
Verki sínu um Jón Sigurðsson lýk-
ur Guðjón Friðriksson á þessa leið,
eftir að hann hefur lýst útför þeirra
hjóna vorið 1880:
„Jarðarför Jóns Sigurðssonar og
Ingibjargar Einarsdóttur er nánast
konungleg og sú langviðhafnarmesta
sem fram hefur farið á Íslandi til
þessa tíma. Hún er staðfesting á því
að Jón Sigurðsson er hinn ókrýndi
þjóðhöfðingi Íslands, lífs og liðinn.
Hann er Jón forseti.“
Spurning er hvort við höfum nokk-
uð með annan forseta að gera. En
það er önnur saga.
HALLGRÍMUR SVEINSSON
Hrafnseyri.
Jón Sigurðsson
í nýju ljósi
Frá Hallgrími Sveinssyni:
Fyrir
flottar
konur
Bankastræti 11 sími 551 3930
Sendum til fyrirtækja
í hádeginu • Magnafsláttur
Upplýsingar í síma
552 2028 og 552 2607
www.graennkostur.is