Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún Sveins-dóttir fæddist á Hvítsstöðum í Álfta- neshreppi á Mýrum 4. ágúst 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 28. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sveins Skarphéðins- sonar, bónda á Hvítsstöðum, f. á Fremri- Fitjum í V- Húnavatnssýslu, 1. ágúst 1882; hann fórst í bifreiðarslysi 28. september 1955; og Sigríðar Kristjánsdóttur, f. á Síðumúla í Hvítársíðu í Mýrasýslu 14. október 1893, d. á Akranesi 12. mars 1976. Guðrún var elst barna Sigríðar og Sveins, hin eru: Áslaug, f. 30. apríl 1923, Guð- Guðrún og Gústav skildu. Guðrún og Gústav eignuðust fimm börn þau eru: 1) drengur, f. á Ísafirði 29. júní 1942, d. 7. júlí sama ár. 2) Ása, f. á Ísafirði 29. nóvember 1944, gift Birgi Þórðarsyni, dæt- ur þeirra eru Guðrún, f. 16. maí 1963 og Sigríður Ragna, f. 9. október 1974. 3) Guðmundur Þrá- inn, f. á Ísafirði 18. ágúst 1951, sonur hans er Gísli Björn, f. 4. janúar 1988. 4) Ingibjörg, f. í Borgarnesi 30. desember 1952, gift Guðmundi Benjamínssyni, börn þeirra eru Þórdís Anna, f. 17. apríl 1971, Guðrún Svava, f. 30. ágúst 1975 og Ásmundur Sig- urjón, f. 29. mars 1981. 5) Sveinn Svavar, f. í Borgarnesi 10. mars 1954 , kvæntur Elínu Kristínu Helgadóttir, börn þeirra eru Þor- valdur, f. 29. júlí 1979, Guðrún, f. 23. júní 1982 og Inga Helga f. 23. júlí 1985. Langömmubörn Guð- rúnar eru níu og langalang- ömmubarnið eitt. Guðrún verður jarðsungin frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. mundur, f. 11. desem- ber 1926, d. 1984, Þuríður Hulda, f. 25. ágúst 1930, Þórey, f. 10. ágúst 1932 og Ágúst, f. 12. ágúst 1935, d. 7. ágúst 1936. Guðrún giftist 23. maí 1942 Gústav Sig- urgeirssyni múrara- meistara, f. á Kirkjubæ í Eyrar- hreppi í Norður-Ísa- fjarðarsýslu 5. nóv- ember 1919, d. 25. desember 1993. For- eldrar hans voru Sigurgeir Sig- urðsson skipstjóri á Ísafirði, f. 2. apríl 1886, d. á Ísafirði 10. sept- ember 1963 og kona hans Ingi- björg Þórunn Jóhannsdóttir, f. 6. desember 1891, d. 25. júní 1950. Þegar þú komst í heiminn gréstu en þínir nánustu voru glaðir. Lifðu þannig að þegar þú ferð gráta þínir nánustu en þú sjálfur verður glaður. (S. Kierkegaard.) Elsku mamma. Ég kveð þig í dag með miklum söknuði, þú varst mér svo kær og fórnaðir þér fyrir okkur syskinin. Þú vannst úti allan daginn, Þegar heim var komið, eftir langan og erfiðann vinnudag, biðu þín heima svangir munnar og lærdómur fyrir næsta dag í skólanum, svo varð að sauma og prjóna á okkur. Allt sem þú gerðir í höndunum var snilldar- verk, ég man eftir ein jólin fékk ég köflótt pils og vesti, mér fannst ég svo fín að ég réð mér varla fyrir kæti. Það að vera ein með fjögur börn á þessum tíma var ekki algengt og það að halda þessum hóp saman var kraftaverk, en það gekk með góðra vina hjálp, hún Ása systir þín og amma eiga þakkir skilið ásamt fleir- um. Þegar ég stofnaði mína fjöl- skyldu þá varst þú stór þáttur í lífi okkar, áfram prjónaðir þú, saumaðir, gerðir við föt og passaðir fyrir okkur þegar þú komst vestur í heimsókn. Oft komstu með nýbakaðar kleinur í töskunni sem komst fljótt upp um, heimilishundurinn Týra var fljót að reka trýnið í töskuna og fá sinn skammt eins og annað heimilisfólk. Elsku mamma ég vildi að ég hefði verið duglegri að heimsækja þig og hefði verið lengur hjá þér daginn sem þú kvaddir þessa jarðvist en það þýðir ekki að fást um það nú. Elsku mamma mín ég er stolt að hafa átt þig sem móður, þú veittir okkur allt sem þú gast og meira til. Ég þakka starfsfólkinu á Dvalar- heimilinu í Borganesi og Sjúkrahúsi Akranes fyrir góða umönnun. Ég kveð bestu og fallegustu mömmu í heimi og þakka fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Ef á mínum ævivegi ástvinum ég sviptur er, Guðs son mælir: „Grát þú eigi, geymdir eru þeir hjá mér. Aftur gefa þér skal þá, þar sem hel ei granda má.“ (Vald. Briem.) Þín dóttir Ingibjörg Elsku amma mín, þú varst einstök kona. Þú varst sko AMMA! Þú hafðir stórt og hlýtt hjarta, áttir alltaf til tíma fyrir mig og mína, þolinmæði, góð ráð og faðmlög og svo var vanga- kotið þitt alltaf hlýtt, þar var gott að kúra og útdeila tárum ef eitthvað bjátaði á. Elsku amma, hvað geri ég nú þeg- ar þú ert farin? Þú hefur alltaf verið til staðar. Það að vera elsta barna- barnið þitt og það að hafa átt heima hjá þér, elsku amma mín, fyrstu ævi- árin mín, hefur mér alltaf þótt viss forréttindi og tengja okkur sterkari böndum. Alltaf varst þú að sauma og prjóna handa okkur krökkunum og hand- bragðið var svo fallegt, þar var sko ekki kastað til hendinni. Enda fylgd- ist þú nú alltaf vel með hvernig frá- gangurinn var á minni handavinnu og ef ég hafði verið að flýta mér og ekki vandað til verksins, þá horfð- irðu yfir gleraugun þín og á mig og spurðir: „Ertu nú alveg búin með þetta, væna mín?“ Engar aðfinnslur um að ég gæti betur, nei, ekki þú, amma mín, en ég hef reynt að temja mér það að hafa mína handavinnu „að þínum hætti“. Þolinmæðin þín, amma, var með eindæmum þegar ég var að hringja að vestan og vandræðast eins og t.d. með sokkahælinn hér um árið, þá hélt ég að þú myndir gefast upp á mér! Nei, ekki aldeilis, þú prjónaðir nokkra „prufuhæla“ og sendir í pósti svo ég gæti séð þetta stig af stigi, þú varst einstök, þetta hefði enginn gert nema þú, amma mín. Annað eftir- minnilegt atvik var þegar ég var al- veg búin að klúðra ermi sem ég var að reyna að sauma, þá var hringt í þig og það endaði með því að þú sagðir mér bara að „þukla og skoða“ ermina vel áður en ég færi að sofa, þá kæmi lausnin til mín í draumaland- inu og auðvitað var þetta rétt hjá þér, amma mín, eins og öll önnur ráð sem þú hefur gefið mér í gegnum ár- in. Ráðið við því hvernig ég geti bak- að og gefið fólkinu mínu pönnukökur án þess að hafa pönnuna fasta við, það bregst aldrei! En ég hef enn ekki getað bakað kleinur með „putta- bragðinu“ þínu, en ég skal sko ekki gefast upp. Elsku amma, það var alltaf hægt að komast í létt skap við að tala við þig, stutt í húmorinn og brosið þitt sem var svo fallegt og glettnisglamp- inn í augunum þínum smitaði út frá sér. Elsku amma mín, þú varst svo glöð þegar þú vissir að ég væri á leið- inni, en þú varst orðin svo veik þegar ég kom til þín, en ég veit að þú vissir af mér, þú opnaðir augun þín and- artak, en þér var svo kalt, ég reyndi að hlýja þér, en annar okkur æðri var að undirbúa líkama þinn fyrir brott- förina miklu og allt í einu varstu far- in, allt búið, þá náði eigingirnin tök- um á mér – sorgin – reiðin, og ég sem átti eftir að segja svo margt. Elsku amma, ég fékk þó að eiga yndislega stund með þér, það var svo mikil ró yfir þér, það var eins og þú svæfir og varst svo falleg, ég fékk að faðma þig í síðasta sinn og gráta í vangakotið þitt. Elsku amma, þetta eru erfiðir dagar, en ég reyni að hugga mig við að núna líður þér betur. Þú hefur oft í hönd mér haldið horft í augu mín aldrei svíkur, aldrei deyr endurminning þín. (Óþekktur höf.) Sofðu rótt, elsku amma mín. Þín Guðrún. Elsku amman mín, nú ertu farin. Þetta tók fljótt af sem betur fer fyrir þig. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég hef átt með þér og hugulsemina sem þú sýndir mér. Það var alltaf hluti af jólum og afmælum að fá prjónavettlinga eða ullarsokka svo þegar maður var polli sendir þú manni nagla í boxi á vorin til að ég gæti smíðað. Það er erfitt til þess að hugsa þegar maður fer í gegnum Borgarnes að það verður engin Guð- rún amma til að taka á móti manni, svo ánægð með allt og alltaf svo glöð. Hláturinn, tístið, í þér verður alltaf í huga mér. Bless amma mín og takk fyrir allt, ástarkveðja Ásmundur. Okkur langar hérna að segja nokkur falleg orð um hana ömmu okkar sem er farin. Gunna amma skipaði stóran sess í lífi okkar og á uppvaxtarárunum fórum við oft í hemsókn til hennar í Borganes. Þeg- ar við urðum eldri kíktum við oft við hjá henni á leiðinni til eða frá Reykjavík. Hún var alltaf tilbúin til að gera allt fyrir mann, eins og þegar hún saumaði á Guðrúnu fagurbleik- an „Henson“ galla svo Þórdís gæti fengið alvöru Henson galla og þar með reddaði hún heimilisfriðnum eins og svo oft áður, og oft eftir þetta. Hún var einstök kona á margan hátt, við viljum þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við fengum með henni Gunnu ömmu og biðjum Guð um að vernda sál hennar. Guðrún og Þórdís. Kveðja til ömmu. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt, elsku langamma. Ása Rut, Pálmar Freyr og Birgitta Brá. Elsku amma okkar og langamma. Það er margs að minnast og margs að sakna þegar kveðjustundin er runnin upp. Mig langar til að þakka þér fyrir allt það sem þú hefur veitt mér þegar ég var barn, unglingur og fullorðin kona. Ég var einmitt núna um daginn að skrifa í dagbókina mína um það hversu stórt hlutverk ömmur hafa í að skapa æskuminn- ingar barna. Og hvernig við svo sem fullorðin notum þessar minningar til að ylja okkur við. Og það er sko heil- margt sem þú hefur fært mér í gegn- um tíðina og þitt hlutverk er gríð- arstórt þegar ég hugsa um bernskuárin mín. Það voru yndisleg- ir dagar sem ég átti iðulega eftir skóla með þér eða í sumarfríum; gönguferðirnar inn í Skallagríms- garð þar sem við komum við í Jóns- búð og keyptum kók og hraun til að gæða okkur á á bekknum við gos- brunninn. Ég finn hvernig ég slappa af og þægileg öryggis- og gleðitil- finning umlykur mig þegar ég hugsa um þessar ferðir. Það var líka margt sem þú kenndir mér og þú sýndir mér ómælda þol- inmæði í óþolinmæði minni þegar ég kom með handavinnuna mína til þín og leitaði eftir hjálp og ráðlegging- um, sem fylgja mér enn. Það er svo skemmtilegt að segja frá því að í hvert sinn sem ég þræði nál í dag þá heyri ég rödd þína segja við mig: „Sigga mín, við setjum ekki svona langan þráð í nálina, þetta kallast letikellingaþráður.“ Það var stuttur tíminn sem Almar og Alba Máney fengu með lang- ömmu sinni. Þau litu alltaf mikið upp til þín og þótti afar vænt um þig og sokkarnir og vettlingarnir sem þú gafst þeim voru í miklu uppáhaldi og eru enn. „Og núna verðum við bara að prjóna sokkana sjálf,“ sagði Al- mar þegar honum var sagt að þú værir farin til Guðs, og var mikið niðri fyrir. Það sama á við um Söru og Guðjón sem elskuðu þig jafn mik- ið og kunnu vel að meta vettlingana og sokkana sem langamma í Borg- arnesi prjónaði. Við vitum að þér líð- ur vel núna og í sorg okkar huggum við okkur við þá vitneskju. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur með ást þinni, hlýju þinni og léttri lund. Við elskum þig og minning þín lifir í hjörtum okkar. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgrímur Pétursson.) Sigríður Ragna, Arnar, Almar, Alba Máney, Sara og Guðjón. Guðrún Sveinsdóttir var ein sú hressasta manneskja sem Ísland hefur alið, ætíð brosandi og glöð. Hún sagði sjálf alla sína ævi að hún væri aðeins 18 ára gömul, allavega í anda þótt þessi líkami hennar væri ekki alveg sammála því. Tók lífinu létt og ég man hvað það var alltaf gaman að heimsækja hana, ohhh hvað mér fannst lyktin heima hjá henni alltaf góð. Kræsingar borðað- ar og drukkið epladjús með. Já, lang- ömmur eru æðislegar. En lífið geng- ur sinn hring, maður fæðist, lifir lífinu og svo kemur að því að maður fari á betri stað og þangað fór hún Gunna amma áðan. Það sem mér þykir leiðinlegast núna er hvað langt er síðan ég sá hana síðast, ef maður hefði bara gefið sér fimm mínútur til að kíkja til hennar síðast þegar mað- ur átti leið um Borgarnes ... já en svona er þetta. Takk, amma, fyrir allt sem þú veittir mér í lífinu, fyrir pönnukök- urnar, prjónuðu vettlingana og sokk- ana og fyrir hlýjuna sem þú barst í hjarta þínu og varst ekki hrædd við að sýna. Megir þú eiga sæluríka daga á himnum þar sem ég veit að þú getur verið 18 ára það sem eftir er. Þinn Birgir Þór. Hún Guðrún Sveinsdóttir er dáin. Satt að segja veldur mér nokkrum erfiðleikum að rifja upp kynni og samskipti fjölskyldna okkar sem alla tíð hafa verið svo náin og full ástar og vináttu. Hún varð fyrir þeirri sáru reynslu að maðurinn, sem hún hafði lagt ást sína á og að sjálfsögðu helgað fyr- irfram allt sitt líf um leið, yfirgaf hana með börnin yngstu ómálga og svo var skilnaðurinn alger og sárs- aukafullur, að yngstu börnin fengu aldrei að kynnast neinum föður. Álíka þessari lífsreynslu hefur víst marga konuna brotið svo niður að hún biði þess aldrei bætur, en hún Guðrún brotnaði ekki og þeir sem næst henni stóðu gátu með sanni fullyrt að enginn fékk séð hana einu sinni bogna. Hún lifði sjálfsagt engu sældarlífi, en aldrei held ég að hún hafi nokkurt sinn borið kvartanir eða vandræði neinskonar í nokkurs manns eyru, þvert á móti var hún ávallt brosandi og kát þegar fjölskyldurnar hittust. Við sem þekktum hana og aðstæð- ur hennar þetta tímabil ævinnar, meðan börnin voru enn svo lítil að hún gat varla með góðu móti stundað vinnu utan heimilis, við munum það vel að hún kvartaði fyrir það fyrsta aldrei, hún lét aldrei neinn biturleika í ljós eða á því bera að hún ekki hefði nóg af öllu og heldur fannst manni, þegar maður hugsar til þessara ára að hún hafi frekar en hitt virkað sem veitandi en þiggjandi. Þessi árin var ekki mikið um vinnu fyrir ófaglært fólk, en góðir menn sem gátu gert góða hluti, réðu hana í vinnu í naglaverksmiðjunni sem þá var tiltölulega nýtt fyrirtæki í Borg- arnesi. Eflaust hafa þessir ráðamenn reiknað með að þetta góðverk myndi ekki skila þessu fyrirtæki mikilli þénustu, miklum gróða, slíkt vinnu- afl, einstæð móðir með mörg smá- börn á framfæri, alla þá vandræða- súpu sem fylgja hlaut, alla veikindadaga og vandræðaskap, ei- lífir frídagar og basl. GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR Elskuleg móðir mín og systir okkar, MARGRÉT ÁRNADÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Vallarási 4, Reykjavík, lést föstudaginn 2. apríl. Ögmundur Haraldsson og systkini hinnar látnu. Eiginmaður minn, EGGERT THORBERG BJÖRNSSON skipstjóri frá Arney, Stykkishólmi, sem lést á St. Franciskusspítala Stykkishólmi, verður jarðsunginn miðvikudaginn 7. apríl kl. 14.00 frá Stykkishólmskirkju. Unnur Lára Jónasdóttir, Ásgeir Árnason, Katrín Pálsdóttir, Guðrún B. Eggertsdóttir, Jóhannes Ólafsson, Jóhann G. Eggertsson, Unnsteinn L. Eggertsson, Halldóra Halldórsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.