Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 20
UMRÆÐAN 20 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÉR á dögunum birtist í DV frétt um að fjórtán ára stúlka hefði kært ungan mann austur í Biskups- tungum fyrir að hafa átt við sig sam- ræði. Stúlkan dvaldi á meðferðarheimili sem foreldrar unga manns- ins reka, en atburð- urinn átti að hafa gerst í hestaferð heimilisins síðastliðið sumar fyrir tæpu ári. Um er að ræða Með- ferðarheimilið að Torfastöðum í Bisk- upstungum og ungi maðurinn heitir Fann- ar Ólafsson. Þar sem ég hef þekkt fjölskyld- una á Torfastöðum til margra ára get ég ekki horft á það aðgerðarlaus hvernig unglingsstúlka sem á við erfiðleika að stríða er látin ræna Fannar ærunni með aðstoð DV og koma illu orði á meðferðarheim- ilið og foreldra hans, Ólaf Einarsson og Drífu Kristjánsdóttur, sem það reka. Fyrst um DV Það er vítaverð framkoma að fjöl- miðill skuli birta ítarlega og rúm- freka umfjöllun bæði með myndum og nöfnum um þessa ásökun, sem bæði er ókönnuð og ósönnuð. Nú ber vel í veiði. Opinber aftaka án dóms og laga skal fara fram. Ósannaðri og ég fullyrði ósannri ásökun er slegið upp á þann hátt að sem flestir sjái. Umfjöllunin á að fest- ast í minni fólks. Fyrir þá sem ekki þekkja til, skilur svona „frétt“ eft- ir mikið óbragð í munn- inum, því ásökunin er alvarleg. Höfum það hugfast að hægara er að komast í munn fólks en komast út úr honum aftur. Þeim blaðamönn- um sem svona frétt vinna er fullljóst að um- fjöllunin ein og sér, óháð sannleiksgildi hennar, setur blett á æru viðkomandi. Heigulsháttur blaðamennsku sem gerir út á æru- meiðingar byggist á siðfræði nafn- leysisins, persónulegs ábyrgð- arleysis. Félagarnir Hitler og Stalín gerðu það að þungamiðju ofsókna sinna að verðlauna nafnlausa upp- ljóstrara. DV greiðir eða hefur greitt peninga fyrir nafnlausar „fréttir“ og er hreykið af. Mannætur kölluðu hinir fornu drúídar þá sem ekkert mannorð gátu látið óáreitt. Hugmyndafræðingar ærumeiðinga bera gjarnan fyrir sig bæði göfuga upplýsingaskyldu og heilagt prentfrelsi til að réttlæta sig. Réttara er að DV þarf fórnarlömb til að blaðið seljist og altarið þarf að vera vel blóðugt. Það er mikið slúðr- að í Reykjavík, hver verður næsta fórn DV? Hefur DV enga ábyrga út- gefendur, bara ritstjóra? Síðan um ásökunina Ásökun um samræði við fjórtán ára gamla stúlku er alvarlegt mál. Slíkt hátterni er ekkert gamanmál. Hins vegar er það lítið skárra framferði að ásaka saklausan mann um slíkt en verknaðurinn sjálfur. Unglingar eru ekki settir á meðferðarheimili að gamni sínu. Þau eru þar vegna þess að lífið hefur á einhvern hátt leikið þau grátt og dagleg hegðan þeirra er úr skorðum. Hugmyndir þeirra um menn og málefni er oft bjöguð, sem og tilfinning þeirra gagnvart fólki. Á meðferðarheimili þurfa börnin að hlýða aga sem þau eru ekki endilega vön heima hjá sér. Sum kunna því illa. Aginn er stór hluti af meðferð- inni. Það er alþekkt að sumir ung- lingar í svona tilvikum vilja losna undan aganum og geta verið hug- myndaríkir, þegar þeir leita leiða til að koma sér úr meðferðinni. Það ber því að taka ásakanir svona unglinga með tilhlýðilegum fyrirvara en jafn- framt verður auðvitað að rannsaka þær ofaní kjölinn, af þar til bærum yfirvöldum. Ég segi þetta því ég er sann- færður um að í því tilfelli sem hér um ræðir er unga stúlkan að halla réttu máli, hver sem tilgangur hennar annars kann að vera. Þetta er fullyrt vegna þess að ég þekki þann sem ásakaður er bæði vel og lengi. Hann er óvenju heil- steyptur, lífsglaður og opinskár ung- ur maður. Hreinlyndi hans er slíkt að óhugsandi er að hann sé viðriðinn þennan verknað. Að lokum meðferðarheimilið Meðferðarheimilið að Torfastöð- um hefur verið starfrækt síðan 1979 af þeim sæmdarhjónum Drífu Krist- jánsdóttur og Ólafi Einarssyni. Það er einstök elja í svo slítandi og er- ilsömu starfi. Þetta hefur verið þeirra lífsstarf sem þau hafa lagt allt sitt í sölurnar fyrir þessa starfsemi. Árangur starfs þeirra mælist í ánægðu ungu fólki sem þau hafa að- stoðað við að þroskast og komast á réttan kjöl í lífinu, já ungu fólki sem glímdi við erfiðleika sem auðveldlega hefðu getað leitt það á útnára lífsins og til glötunar. Um þetta geta þeir fjölmörgu unglingar vitnað sem dval- ið hafa hjá þeim lengur eða skemur. Þau hafa verið frumkvöðlar í með- ferðarmálum og lagt með daglegu uppeldisstarfi sínu meira af mörkum en nokkur annar aðili hérlendis, og hefur þó margt verið vel gert á því sviði. Og um það get ég vitnað að ekki hefur íslenska ríkið talið sig þurfa að reiða fram háar fjárhæðir til þeirra hjóna í áranna rás eða sýna þeim nokkurn minnsta þakklæt- isvott fyrir stórmerkilegt og óeig- ingjarnt starf þeirra. Það virðist vera hluti af mannlegu lífsviðhorfi að hafa meira gaman af neikvæðum fréttum en uppbyggilegum. Fjöl- miðlar hafa ekki haft í hávegum upp- eldisstarf þeirra hjóna um áratuga skeið. Ekkert viðtal við unga mann- eskju sem náði beygjunni með þeirra hjálp. Engin frásögn af glöðum for- eldrum sem endurheimtu barnið sitt. Sennilega selst það illa. Siðvitund góðra manna má ekki láta það viðgangast að áratuga, ár- angursríkt uppeldisstarf verði lagt í rúst af óvitum. Mannorð og mannætur Þröstur Ólafsson skrifar um fjölmiðla ’Höfum það hugfast aðhægara er að komast í munn fólks en komast út úr honum aftur.‘ Þröstur Ólafsson Höfundur er hagfræðingur. TÓNLISTARFÉLAGIÐ í Reykjavík var stofnað árið 1932 í Hljómskálanum í Reykjavík með skýran og einfaldan tilgang: Vakinn skal með þjóðinni skiln- ingur á tónlist, efld skal tónmennt Íslend- inga sjálfra. Leyst skal fjárhagsleg þörf þess- ara tveggja stefnu- miða. Svo mörg voru þau orð en mörkuðu engu að síður upphaf að starfi sem bar uppi íslenskt tónlistarlíf í áratugi með ótrúlega margþættu tónleika- haldi þar sem heims- þekktir listamenn komu við sögu. Eitt af mikilvægustu verk- efnum Tónlistar- félagsins frá upphafi hefur verið að vera fjárhagslegur og rekstrarlegur bak- hjarl Tónlistarskólans í Reykjavík. Vanþekking er mesti og versti óvinur okkar Sumir segja að Tónlistarskólinn í Reykjavík hljóti að vera best geymda leyndarmál mennta- kerfisins og hafa ýmislegt til síns máls. Það er ekki einu sinni almennt vitað hvar skóli sem starfræktur hefur verið frá árinu 1930 er til húsa í höfuðborginni. Enn færri gera sér grein fyrir því lykilhlutverki sem skólinn hefur gegnt í tónlistarlífinu sem við gefum okkur stundum að sé nánast sjálfsprottið og að ekkert geti við því hróflað úr þessu. Það er fjarri sanni. Ragnar í Smára átti frumkvæði að stofnun skólans. Hann skildi að án menntunar ætti tónlistarlífið í landinu sér enga von – enga framtíð, og ákvað að taka til óspilltra málanna. Hann fékk í lið með sér dr. Pál Ísólfsson og saman mynduðu þeir tvíeyki metnaðar og eldmóðs sem skilaði sér í glæsi- legum árangri nemenda skólans og hefur ennfremur skilað sér af fullum krafti beint út í tónlistarlífið sjálft. Það var fengur að dr. Páli í stöðu skólastjóra. Hann sagði við fyrstu setningu skólans: „Vanþekking er mesti og versti óvinur okkar, einnig á sviði tónlistarinnar.“ Til nemenda talaði hann af þunga og sagði að af þeim yrði „heimtuð und- anfærslulaus ástundun við námið, ströng stundvísi og stöðugur áhugi fyrir því að nota alla kennslukrafta sem til verða.“ Þrátt fyrir margvíslegar breyt- ingar er grunnhljóm- urinn í starfsemi skól- ans enn sá sami. Góður listaskóli er veganesti fyrir lífs- tíð Vorið 2003 höfðu 766 nemendur útskrifast úr skólanum með 808 lokapróf. Það segir sína sögu þegar litið er á fyrstu mynd sem tekin var nemendum og kennurum skólans að nánast hver nem- andi skapar sér síðar á lífsleiðinni sess í tón- listarsögunni og ótrú- lega margir verða máttarstólpar sinnar listgreinar. Hver einasti útskriftarárgangur hefur á að skipa tónlistarmönnum sem hafa látið að sér kveða. Þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands er hleypt af stokkunum tuttugu árum eftir stofnun skólans voru nánast allir ís- lenskir hljóðfæraleikarar hennar fyrrverandi nemendur skólans og er svo enn í dag rúmlega 73 árum síð- ar. Skólinn hefur hlotið viðurkenn- ingu á stöðu sinni með aðild að er- lendum samtökum tónlistarháskóla í Evrópu enda starfað fram til þessa að mestu sem framhaldsskóli og tónlistarskóli á háskólastigi. Mik- ilvægt er að fræðsluyfirvöld ríkis og sveitarfélaga móti stefnu varðandi tónlistarnám á háskóla- og fram- haldsskólastigi og skilgreini hlut- verk hinna einstöku menntastofn- ana. Óvissa sem ríkir um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitar- félaga veldur því að ekki hefur verið unnt að setja skýr markmið og skipuleggja framhaldsstigið eins og aðkallandi er orðið, einkum eftir stofnun Listaháskóla Íslands. Taka verður tillit til þess að samsetning nemendahópsins og námshraði er með allt öðrum og flóknari hætti en í almennum menntaskóla eða há- skóla, þó ekki væri nema það að tón- listarnám er að mestu einkanám. Listrænn þroski kemur auk þess ekki eftir pöntun. Hvetjandi og mót- andi umhverfi listaskóla er vega- nesti og þekkingarbrunnur sem sótt verður í alla ævi. Afdrifarík yfirlýsing Á síðasta kjörtímabili átti ég frum- kvæði að stofnun nefndar sem fjallaði um fyrirkomulag tónlistar- náms í borginni. Vildi ég freista þess að fá fram skynsamlega um- ræðu um þennan málaflokk sem leitt gæti til jákvæðra aðgerða en á það hafði skort verulega að mínu mati. Var það m.a. niðurstaða nefndarinnar að eðlilegt sé að heimasveitarfélög tónlistarnemenda greiði kostnað umfram skólagjöld sem hlýst af veru nemenda í skólum í Reykjavík. Fordæmi eru fyrir því fyrirkomulagi. Í umræðum í nefnd- inni var hins vegar lögð áhersla á að aðferðir við endurgreiðslur heima- sveitarfélaga verði, áður en slíkt kerfi yrði tekið upp, að leysa á vett- vangi sveitarfélaganna sjálfra. Ann- að komi ekki til greina. Reykjavík- urborg ber ákveðnar skyldur sem höfuðborg landsins gagnvart lands- mönnum öllum og augljóslega hvílir á henni sú grundvallarskylda að stuðla ekki að mismunun. Samn- ingar á milli sveitarfélaga geta vissulega tekið nokkurn tíma og reynt á þolinmæðina enda marg- þættir en samningsaðilar verða að hafa úthald til þess að fara í þá vinnu og ætla henni þann tíma sem eðlilegt er. Fræðsluráð Reykjavíkur kaus hins vegar að lýsa því einhliða yfir að hætt væri fjárhagslegum stuðningi við tónlistarnám nemenda sem búa utan borgarinnar og setti það alfarið á ábyrgð tónlistarnem- enda og tónlistarskóla hvort samn- ingar við heimasveitarfélag nem- andans tækjust. Þetta samrýmist á engan hátt nútímahugmyndum um stjórnsýslu enda sú staða sem tón- listarnemendur og tónlistarskólar eru settir í bæði ósanngjörn og óréttlát. Átti þetta óvænta útspil, að því er virðist, að flýta fyrir samn- ingum um kostnaðarþátttöku ann- arra sveitarfélaga, en svo varð ekki. Sanngjarnara gagnvart nemendum og skólum hefði verið ef fræðsluráð Reykjavíkur hefði annast innheimtu námskostnaðar hjá viðkomandi heimasveitarfélögum sjálft án milli- göngu nemenda og skóla. Reynslan sýnir að nemendur sækja til höf- uðborgarinnar til frekara tónlistar- náms þegar þeir hafa fullnýtt þau tækifæri til náms sem bjóðast þeim í sinni heimabyggð. Margir þeirra sem koma utan af landi til tónlistar- náms sækja eftir inngöngu í Tónlist- arskólann í Reykjavík. Þess vegna hefur þetta mál og afleiðingar þess brunnið á starfsfólki skólans sem lagt hefur á sig ómælda vinnu til að lágmarka það fjárhagslega tjón sem skólinn augljóslega mun verða fyrir og að tryggja það að efnilegir tón- listarnemendur, hvaðan af landinu sem þeir koma, geti átt þess kost að leita sér frekari menntunar. Kostnaðargreining í opinber- um rekstri er nauðsynleg Kostnaðargreining og kostn- aðarskipting á milli sveitarfélaga með það að markmiði að sá sem not- ar þjónustu hins opinbera greiði jafnframt fyrir hana er af hinu góða og í raun nauðsynleg. Í þeim efnum verður þó seint hægt að setja end- anlegar og skýrar línur og má nefna þess ýmis dæmi, einkum á höf- uðborgarsvæðinu. Slíkri skiptingu er hægt að koma á varðandi náms- kostnað en ekki sæmandi að gera það með þeim hætti sem gert var gagnvart tónlistarnemendum sem búa á landsbyggðinni. Hef ég ekki heldur trú á því að það hafi verið til- gangurinn. Það verður því að hraða samningum sveitarfélaga hvað þetta varðar og ljúka þeim sem fyrst. Gangi það ekki eftir er óhæfa af fræðsluyfirvöldum höfuðborgar að halda áfram á sömu braut með því að ýta sínum vandamálum óleystum á undan sér og til þeirra sem síst skyldi. Þeim tilmælum er beint til Fræðsluráðs að hlífa tónlistarnem- endum og tónlistarskólum þar til það hefur sjálft unnið sína heima- vinnu. Best geymda leyndarmálið Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar um Tónlistarskólann í Reykjavík ’Það er ekkieinu sinni al- mennt vitað hvar skóli sem starf- ræktur hefur verið frá árinu 1930 er til húsa í höfuðborginni.‘ Júlíus Vífill Ingvarsson Höfundur er lögmaður og formaður stjórnar Tónlistarfélags Reykjavíkur og Tónlistarskólans í Reykjavík. Nemendur og kennarar Tónlistarskólans í Reykjavík fyrsta námsveturinn, 1930–1931. Á myndinni eru m.a.: Svanhvít Egilsdóttir, síðar prófessor í Vínarborg, önnur frá vinstri í fremstu röð og Rögnvaldur Sigurjónsson pí- anóleikari sem situr lengst til vinstri í annarri röð. Önnur frá hægri í þeirri röð er Margrét Eiríksdóttir sem árið 1946 varð fyrsti skólastjóri Tónlistar- skólans á Akureyri. Dr. Páll Ísólfsson skólastjóri situr lengst til vinstri í miðröð en fyrir miðju þeirrar raðar situr dr. Frans Mixa yfirkennari og lengst til hægri í sömu röð situr Björn Ólafsson, síðar konsertmeistari Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Hallgrímur Helgason tónskáld situr aftast fyrir miðju en standandi lengst til hægri er Ragnar Jónsson í Smára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.