Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 12
ERLENT
12 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
PÍLAGRÍMUR heldur á pálmalaufi og styttu af
Maríu mey á Ólífufjallinu í Jerúsalem í gær. Þús-
undir pílagríma tóku þátt í árlegri pálmasunnu-
dagsgöngu í borginni, þegar fetað er í fótspor
Krists er hann hélt inn í Jerúsalem áður en hann
var krossfestur.
Reuters
Á pálmasunnudegi í Jerúsalem
BANDARÍSKA geimvísindastofnunin,
NASA, er nú loksins tilbúin með gervitungl
sem nota á til að láta reyna á almennu af-
stæðiskenningu Alberts Einsteins frá 1916.
Standa vonir til að unnt verði að skjóta
gervitunglinu á loft 17. apríl. Frá þessu er
greint á fréttavef breska ríkisútvarpsins,
BBC.
Hugmyndin að þessari tilraun kviknaði
fyrst 1959, en tæknileg vandkvæði hafa tafið
framkvæmdina, og hefur verkefnið marg-
sinnis verið lagt á hilluna. En nú á að láta
reyna á það hvort kenning Einsteins um eðli
rúms og tíma, sem hann sagði jörðina bjaga,
standist. Mun gervitunglið verða á sporbraut
um jörðu og mæla hina minnstu breytingu á
aðdráttaraflinu.
Um borð í gervitunglinu verða fjórar kúl-
ur, sem eru á stærð við borðtenniskúlur, bún-
ar til úr kvartsi og eru í lofttæmdu, einangr-
uðu rými. Vísindamennirnir sem standa að
verkefninu segja að þetta séu fullkomnustu
kúlur sem nokkurntíma hafi verið búnar til.
Til að tryggja nákvæma mælingu þurfa
kúlurnar að vera í alkuli, eða 273,16 stiga
frosti, í lofttæmdri glerkúlu, þeirri stærstu
sem send hefur verið út í geiminn. Anne Kin-
ney, framkvæmdastjóri stjörnu- og eðl-
isfræðisviðs NASA, sagði að inni í kúlunni
væri mesta kyrrð sem nokkurntíma hefði
verið sköpuð.
Þegar gervitunglið verður komið út í
geiminn verða kúlurnar látnar snúast. Ef
kenning Einsteins er rétt ætti að verða smá-
vægileg breyting á snúningsöxli kúlnanna.
Kenning Einsteins hljóðar upp á, að rúm og
tími séu sambygging sem geti bognað í ná-
lægð við hlut. Mælitækin um borð í gervi-
tunglinu eiga að sýna hvernig jörðin bjagar
rúm og tíma og snúningur hennar snýr upp á
rúm-tímann og dregur hann með sér. Bjög-
unin hefur verið mæld áður, en aldrei hafa
fengist beinar vísbendingar um snún-
ingsáhrifin.
Francis Everitt, yfirmaður verkefnisins,
segir við BBC: „Hafa ekki allar kenningar
Einsteins þegar verið staðfestar? Það eru 50
ár síðan hann lést, og á næsta ári verður öld
liðin frá því að hann lagði fram fyrstu af-
stæðiskenninguna sína. Liggur þetta ekki nú
þegar allt ljóst fyrir? Svarið er nei.“
Látið reyna á afstæðiskenninguna
Albert Einstein
FLOKKBANDALAGIÐ sem
Chandrika Kumaratunga, forseti
Sri Lanka, fór fyrir í kosningunum
á föstudaginn hlaut flest þingsæti,
að því er greint var frá í gær, þegar
endanleg úrslit lágu fyrir. Virðist
sem Kumaratungu hafi tekist að
koma í veg fyrir að helsta keppi-
nautur hennar, Ranil Wickremes-
inghe, fráfarandi forsætisráðherra,
geti myndað stjórn.
Flokkur Kumaratungu, UPFA,
tryggði sér 105 sæti af 225 á
þinginu, og vantar aðeins átta sæti
til að hafa hreinan meirihluta. Í
gær voru þegar hafnar viðræður
við minni flokka um myndun sam-
steypustjórnar. Þótt þingsætaskipt-
ingin sýni að Wickremesinghe eigi
möguleika á að mynda samsteypu-
stjórn er talið að slæm útkoma
flokks hans, er aðeins hlaut 82 sæti,
útiloki að sú verði raunin.
Kosningarnar á föstudaginn
snerust í rauninni um það, hvort
forsetinn eða forsætisráðherrann
væri betur til þess fallinn að semja
um frið við uppreisnarmenn
Tamílatígranna, sem barist hafa við
stjórnvöld í áratugi í blóðugu borg-
arastríði.
Myndi Kumaratunga stjórn, og
verði forsætisráðherra auk þess að
vera forseti, eru allar líkur á að
breyting verði í afstöðu yfirvalda til
friðarsamninga við Tamílatígranna,
en forsetinn, sem slapp lifandi þeg-
ar tígrarnir reyndu að ráða hana af
dögum 1999, hefur aldrei treyst því
fullkomlega að þeir vilji í raun
semja um frið.
Forsetakosningar fara fram á Sri
Lanka á næsta ári, og mun Kum-
aratunga gegna forsetaembættinu
að minnsta kosti þangað til.
Ekki hafði í gær borist orð frá
Tamílunum um úrslit kosninganna,
en flokkabandalag þeirra fékk 22
þingsæti. Sigur þeirra var þó afger-
andi í norður- og austurhéruðum
landsins, þar sem fylgi þeirra er
mest.
Harim Peiris, helsti ráðgjafi
Kumaratungu, sagði þegar úrslitin
lágu fyrir: „UPFA hefur fengið af-
dráttarlaust umboð frá kjósendum
til að mynda næstu ríkisstjórn.“
Peiris sagði að stuðninginn við
Kumaratungu mætti rekja til af-
stöðu hennar til Tamílanna. Hún
hefur sagt að fráfarandi forsætis-
ráðherra, Wickremesinghe, hafi
gefið allt of mikið eftir í samninga-
viðræðum við þá.
Tamílatígrarnir berjast fyrir
sjálfstæðu heimalandi tamíla, sem
eru minnihlutakynþáttur á Sri
Lanka. Meirihluti íbúanna er sín-
alar.
Allar líkur á að Kumaratunga myndi stjórn á Sri Lanka
Horfur á hertri af-
stöðu til Tamílanna
Colombo. AP.
„Skelfið
óvininn“
Kufa. AFP.
RÓTTÆKI, íraski sjíamúslíma-
klerkurinn Moqdata Sadr skor-
aði í gær á fylgismenn sína að
„fylla óvininn skelfingu“, því
augljóst væri að mótmælasam-
komur skiluðu engum árangri.
Skírskotaði hann þar til her-
setuliðs bandamanna í Írak, en
Sadr hefur verið einn harðasti
andstæðingur hersetunnar í
landinu. Kom þetta fram í til-
kynningu sem send var frá
skrifstofu hans í Kufa, suður af
Bagdad.
„Fyllið óvini ykkar skelfingu,
því við getum ekki setið aðgerð-
arlaus undir yfirgangssemi
hans,“ sagði al-Sadr, en ekki var
fyllilega ljóst hvort hann væri
beinlínis að hvetja stuðnings-
menn sína til ofbeldisaðgerða.
Fylgjendur Sadrs hafa síðan í
byrjun síðustu viku staðið fyrir
daglegum mótmælasamkomum
vegna þess, að bandamenn
bönnuðu útgáfu fréttablaðs sem
Sadr rekur.
SÍFELLT fleiri Bandaríkjamenn
telja að stefna Georges W. Bush
Bandaríkjaforseta sé hallkvæm
efnafólki, samkvæmt niðurstöðum
skoðanakönnunar sem Washington
Post birti í gær. Baráttan vegna
forsetakosninganna í nóvember er
nú farin að snúast fyrst og fremst
um efnahags- og atvinnumál.
Fjörutíu og níu af hundraði að-
spurðra kváðust telja að Bush hefði
verið „brjóstgóður“ leiðtogi, en í
febrúar í fyrra voru 64% þeirrar
skoðunar að forsetinn hefði efnt
það kosningaheit sitt að „brjóstgóð
íhaldsstefna“ yrði höfð að leiðar-
ljósi. Bush etur kappi við John
Kerry, frambjóðanda Demókrata-
flokksins, í forsetakosningum 2.
nóvember.
Alls tóku rúmlega eitt þúsund
manns þátt í könnun Washington
Post, og sögðu 44 af hundraði að
stefna Bush kæmi hinum efnameiri
til góða. Í september 1999 var 31%
þessarar skoðunar, og 39% í júlí
2000, árið sem Bush tryggði sér
forsetaembættið.
Bush lofaði því þá, að stefna sín
myndi koma fátækum og millistétt-
arfólki til góða, og eyða þeirri
ímynd repúblíkana að þeir hugsuðu
fyrst og fremst um hástéttina. Þótt
kosningabaráttan nú snúist að
miklu leyti um stríðið í Írak segja
stjórnmálaskýrendur að efnahags-
og atvinnumál kunni að ráða úrslit-
um í kosningunum.
Reuters
Bush gengur á svið í Wisconsin til
þátttöku í umræðum um atvinnumál.
Talinn
hygla
ríkum
Washington. AFP.