Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 37 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert harðdugleg/ur og gædd/ur miklum metnaði. Þú ert staðráðin/n í að ná langt en ert á sama tíma gædd/ur ákveðinni hógværð. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Tunglið er fullt í dag og því eru tunglið og sólin beint á móti hvort öðru. Þar sem sólin er í hrútsmerkinu ert þú mitt á milli sólarinnar og tunglsins. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ekki láta hlutina koma þér úr jafnvægi í vinnunni í dag. Tunglið er fullt og það gerir fólk órólegt. Reyndu að sýna þolinmæði og umburðarlyndi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Mundu að fullt tungl hefur áhrif á börn ekki síður en full- orðna. Sýndu ungmennum því sérstaka þolinmæði. Það er spenna í öllum í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft á allri þinni þol- inmæði að halda í samskiptum þínum við foreldra þína og yf- irmenn í dag. Reyndu að sýna sveigjanleika og forðast hvers kyns deilur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur þörf fyrir að hafa betur í rökræðum í dag. Reyndu að halda aftur af þér. Það mun gera bæði þér og öðrum auðveldara fyrir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert í vafa varðandi fjár- málin. Þú átt erfitt með að ákveða hvort þú eigir að láta þínar eigin þarfir eða þarfir annarra ganga fyrir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er fullt tungl í merkinu þínu og það gerir þig eirð- arlausa/n og órólega/n. Þig langar til að láta þínar eigin þarfir hafa forgang en á sama tíma vekur það með þér sekt- arkennd. Reyndu að slaka á. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er hætt við því að upp komi einhvers konar óþægindi eða ósætti í vinnunni í dag. Tunglið er fullt og það gerir það að verkum að fólk tekur öllu mjög persónulega. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þau verk sem þú byrjar á í dag munu að öllum líkindum ganga mjög vel. Gerðu ráð fyrir velgengni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Farðu vel að foreldrum þínum og yfirmönnum í dag. Reyndu að sýna þolinmæði og forðast árekstra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Farðu varlega í umferðinni í dag hvort sem þú ert akandi, gangandi eða á hjóli. Það eru óvenjumiklar líkur á að þú lendir í einhvers konar óhappi. Þú getur þó komið í veg fyrir það með því að fara að með gát. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta er ekki rétti dagurinn til að hlaupa eftir skyndi- hugdettum og þá allra síst í innkaupum. Reyndu að hafa hemil á þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁSDÍS Á BJARGI Ásdís var í iðju og draumum ein um hitu þá að elska – og stuðla að Grettis gengi og gæfu hans að þrá. En vonir bæði og bænir hennar barning vildu fá. Snemma kenndi mikla manninn móðuraugað glöggt, sá í barnsins vögguvoðum viðbragð hetjusnöggt, það var yndi, – en annars vegar örlögmyrkrið dökkt. Kvíðinn óx, og þrautir þyngdust, þegar hann komst á legg. Stríðnin, hvefsnin, bernskubrekin brýndu lýðsins egg. – Ein hún kveið og ein hún skildi allt það skapahregg. - - - Jakob Thorarensen LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 5. apríl, er fimmtug Sólrún Guðjóns- dóttir, Tröllaborgum 3, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Þór Benedikts- son. Þau eru með kaffi á boðstólum í Strætósalnum á Kirkjusandi frá kl. 19–21. Gjafaglöðum er bent á Björgunarsveit Bisk- upstungna kt.: 520288-1049, bnr.: 0151-26-1100. 80 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 5. apríl, er áttræð Una Sigríður Gunnarsdóttir frá Bakka- gerði í Reyðarfirði, nú til heimilis að Hjallavegi 5, Reyðarfirði. Í tilefni tíma- mótanna tekur hún á móti ættingjum og vinum í safn- aðarheimilinu á Reyðarfirði föstudaginn 9. apríl nk. á milli klukkan 15 og 18 . Ákvarðanir í sögnum eru um margt líkar þeim ákvörðunum sem við tökum í lífinu – óvissunni mark- aðar. Við ráðum okkur í vinnu, tökum okkur maka, eignumst börn. Allt rök- réttar ákvarðanir í stöðunni, en enginn veit nákvæmlega til hvers þær leiða. Fram- tíðin er aldrei fullkomlega útreiknanleg og við þurfum alltaf að taka nýjar ákvarð- anir út frá nýjum for- sendum. Þannig er það í sögnum, maður byrjar á augljósri sögn, en svo getur allt gerst. Til dæmis þetta: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ÁG92 ♥G86 ♦ÁK10962 ♣-- Vestur Norður Austur Suður Pass 1 tígull 2 lauf 2 spaðar 5 lauf ? Þegar norður hóf sagnir á hinn eina rétta hátt, með opnun á einum tígli, þá hafði hann svo sem ekki hugmynd um hvaða stefnu spilið tæki. En nú hafa málin skýrst. Hvað myndi lesandinn gera? Þrjár sagnir koma til greina: (1) Fimm spaðar, sem er val hugleysingjans. (2) Sex spaðar, sem er hið val hins hagsýna manns. (3) Sex lauf, sem er val vísinda- mannsins. Oft er farsælt að vera huglaus, en ekki í þetta sinn: Norður ♠ÁG92 ♥G86 ♦ÁK10962 ♣-- Vestur Austur ♠64 ♠87 ♥9432 ♥D107 ♦4 ♦G53 ♣876543 ♣ÁKD92 Suður ♠KD1053 ♥ÁK5 ♦D87 ♣G10 Hinn hagsýni maður sleppur á núlli, en það er vísindamaðurinn sem sigr- ar. Ef norður velur sex lauf, segir makker sex hjörtu og þá ætti að vera óhætt að skjóta á sjö spaða. Spilið er frá undan- úrslitum Íslandsmótsins og aðeins 7 pör af 40 náðu al- slemmunni. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Rd5 Be7 10. Rxe7 Rxe7 11. Bxf6 gxf6 12. c4 Bb7 13. Bd3 bxc4 14. Rxc4 d5 15. exd5 Dxd5 16. Da4+ Kf8 17. 0–0–0 Dxg2 18. Hhg1 Dxf2 19. Db4 Bf3 20. Hgf1 Dg2 21. Re3 Dh3 22. Bf5 Dh5 23. Hd7 He8 24. Bc2 e4 25. Kb1 Db5 26. Dd6 De5 27. Dd2 Df4 28. Ba4 Rg6 29. Bb3 Re5 30. Dd6+ Kg7 Staðan kom upp á Amber-skákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Mónakó. Viswanathan Anand (2.766) hafði hvítt gegn Loek Van Wely (2.617). 31. Hxf7+! Kg6 svartur hefði tapað drottningunni eftir 31. … Rxf7 32. Dxf4. 32. Hg1+ Kh5 33. Hxf6 Dxe3 34. Hf5+ Kh4 35. Df6+ Kh3 36. Hg3+ og svartur gafst upp enda verð- ur hann mát í næsta leik. Ís- landsmótinu í skák verður framhaldið í dag í höf- uðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur og eru allir áhorfendur velkomnir. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MEÐ MORGUNKAFFINU Þetta verður að vera stutt trúlof- un. Ég á nefnilega að giftast honum Georg í næstu viku. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík             KIRKJUSTARF/ÞJÓNUSTA LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. KVENNAATHVARF: Athvarf og viðtalsþjónusta fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Opið allan sólarhringinn, 561 1205. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12 og kl. 17.30 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Langholtskirkja. Kl. 18 aftansöngur. Bænir og lestrar kyrruviku. Ef veður leyfir verður gengin íhugunarganga að loknum aftansöng í átt að Elliðaánum. Þar er end- að með næturbænum. Prestar sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Jón Helgi Þórarins- son. Laugarneskirkja. Opinn 12 sporafundur kl. 18 í safnaðarheimilinu, allt fólk velkom- ið sem vill kynnast Vinum í bata. Umsjón hefur Arnheiður Magnúsdóttir. Árbæjar- kirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN - starf með sjö til níu ára börnum í safnaðarheimili kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir full- orðna í safnaðarheimilinu kl. 13-15.30. Spilað og spjallað. Kaffiveitingar. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í síma 557 3280 fyrir hádegi. Fyrirbænastund í kapellu kirkj- unnar kl. 15.30. Bænaefnum má koma til djákna, presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar. Stúlknastarf fyrir 11-12 ára kl. 16.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20-22. Umsjón Stefán Már Gunnlaugsson. Grafarvogskirkja. KKK kátir krakkar í kyrruviku frá kl. 9-12 og 13-16. Lestur passíusálma kl. 18.15. 48. sálm- ur. Um Jesú síðusár. Jóhannes Bárðarson, varaborgarfulltrúi, les. Seljakirkja. KFUK 9-12 ára kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16 ára og eldri kl. 20-22. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, er í Varmárskóla. Bæna- stund kl. 19.45. Al-anon fundur kl. 21. Hvalsneskirkja. Alfa-kynningarkvöld þriðjudagskvöld 6. apríl kl. 20-22 í safn- aðarheimilinu Sæborgu í Garði. Allir vel- komnir. NTT-starfið er í safnaðarheimilinu í Sandgerði á miðvikudögum kl. 17.30. Hefst aftur eftir páska. Útskálakirkja. Alfa-kynningarkvöld þriðju- dagskvöld 6. apríl kl. 20-22 í safnaðar- heimilinu Sæborgu í Garði. Allir velkomnir. NTT-starfið er í safnaðarheimilinu Sæ- borgu á fimmtudögum kl.1 6.30. Hefst aft- ur eftir páska. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 17.30 Æskulýðsstarf fatlaðra, eldri hópur. Helgi- stund og gott samfélag. Hulda Líney Magnúsdóttir æskulýðsfulltrúi og sr. Þor- valdur Víðisson. Keflavíkurkirkja. Fundir hjá Félagi áhuga- fólks og aðstandenda alzheimerssjúklinga og annarra minnissjúkra (FAAS) í Reykja- nesbæ og á Suðurnesjum verða í Kirkju- lundi. Fundur verður í Kirkjulundi kl. 20. Þorlákskirkja. Biblíufræðsla kl. 20. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30- 16.30. Akureyrarkirkja. Tónleikar Hymnodiu - Kammerkórs Akureyrarkirkju kl. 20.30. Safnaðarstarf Sigurbjörn biskup leiðir kyrrðardaga í Skálholti í dymbilvikunni UM alllangt skeið hafa verið haldn- ir kyrrðardagar í Skálholti í Dymb- ilvikunni og verður svo einnig í ár. Leiðsögn annast að þessu sinni Sig- urbjörn biskup Einarsson. Dag- arnir hefjast með tíðagerð kl. 18.00 á miðvikudag 7. apríl og þeim lýkur síðdegis á laugardag fyrir páska 10. apríl. Á kyrrðardögum förum við í hvarf, tökum okkur hlé frá dag- legri önn og amstri, njótum friðar og hvíldar. Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og Guði, láta uppbygg- jast og endurnærast á sál og lík- ama. Í dymbilvikunni sem oft er kölluð kyrravikan, er sérstök ástæða til þess að draga sig í hlé og íhuga píslarsögu Jesú Krists. Sigurbjörn biskup mun flytja hugleiðingar kvölds og morgna og fylgt verður helgihaldi staðarins í Skálholtskirkju. Umsjón kyrrð- ardaganna annast rektorshjónin í Skálholti, Rannveig Sigurbjörns- dóttir og Bernharður Guðmunds- son. Fullbókað er á þessa kyrrð- ardaga, en biðlistinn er opinn Næstu kyrrðardagar verða: 22.–24 apríl Kyrrðardagar við sumarkomu. Þar hvílir áhersla á útivist og gönguleiðum. Stef kyrrð- ardaganna er lífsgangan og hug- leiðingarnar fjalla um æviskeið mannsins. Leiðsögn annast sr. Hall- dór Reynisson og dr. Sigurður Árni Þórðarson 30.4–2.5 Kyrrðardagar með bænafræðslu. Leiðsögn annast Sig- urbjörn biskup Einarsson . Full- bókað er á kyrrðardagana og bið- listinn lokaður. 13.–16. maí: Kyrrðardagar hjóna. Áherslan hvílir á því að gera gott hjónaband betra! Leiðsögn annast hjónin dr. Sigríður Halldórsdóttir prófessor og sr. Gunnlaugur Garð- arssson, Margrét Scheving sál- gæsluþjónn og Þorvaldur Hall- dórsson tónlistarmaður. Fullbókað er á kyrrðardagana en biðlisti op- inn Skrifstofa Skálholtsskóla veitir nánari upplýsingar og annast bók- anir í síma 486 8870, netfang skol- i@skalholt.is Biblíulestur í Landakoti Sr. Halldór Gröndal heldur áfram mánaðarlegum biblíulestri sínum um Postulasöguna í kvöld kl. 20.00 í safnaðarheimili kaþólskra á Há- vallagötu 16. Þetta er síðasti bibl- íulestur hans þennan vetur. Sr. Halldór talar um kristniboðs- ferðir Páls postula. Allir áhuga- samir eru hjartanlega velkomnir. Morgunblaðið/Þorkell Skálholt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.