Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 21 www.lyfja.is Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt www.sokkar.is Sumarvörurnar komnar OROBLU ráðgjafi verður í dag kl. 14-18 í Lyfju Setbergi og Lágmúla. Á morgun kl. 14-18 í Lyfju Smáratorgi. Sokkabuxur fylgja öllum Oroblu vörum sem kaupauki. FRamtíDaRBóK- www.kbbanki.is Draumur fermingarbarnsins getur or›i› a› veruleika me› a›sto› Framtí›arbókar. Me› flví a› ávaxta fermingarpeningana á Framtí›arbók er lag›ur grunnur a› flví a› stórir draumar geti or›i› a› veruleika í framtí›inni. Gjafakort fyrir Framtí›arbókina fást í öllum útibúum KB banka. Láttu draumana rætast! ÉG Á MÉR DRAUM Ver›trygg›ur sparireikningur, sem ber 6% vexti. Innstæ›an ver›ur laus til úttektar vi› 18 ára aldur. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 8 4 5 • s ia .i s EINS og titillinn bendir til er til- efni þessa pistils ekki mjög ánægju- legt. „Háskólinn vill skólagjöld“ var for- síðufyrirsögn Frétta- blaðsins um daginn, en þá var ég að vísu búinn að fá senda beiðni um að skrifa undir mót- mæli gegn fyrirhug- uðum skólagjöldum við Háskóla Íslands. Staðan er nefnilega þannig (ef einhver veit það ekki) að fyrir Há- skólafundi liggur til- laga um að lögð sé inn beiðni til mennta- málaráðherra um að lögum verði breytt þannig að Háskóli Íslands fái að taka skólagjöld af nemendum sínum. Satt best að segja er ég svo reiður og sár yfir þessu að ég hef ekki geta hugsað mér að skrifa neitt um þetta fyrr en núna og er ekki einu sinni viss um að það komi neitt annað en samhengislaust rugl upp úr mér! En ég verð að reyna. Það telja nefnilega flestir að til- lagan verði samþykkt. Það er líka ekki mjög líklegt að spútnik- þingmaður (Fréttablaðið) Sjálf- stæðisflokksins og hæstvirtur menntamálaráðherra setji sig á móti lagabreytingu. Og hver ætli setji sig á móti vilja Háskólans, vilja menntamálaráðherra og án efa vilja Sjálfstæðisflokksins? Loksins, loksins segja sumir og fréttin um félag háskólanema með skólagjöldum var línunni fyrir ofan frétt um mótmæli Stúdentaráðs á mbl.is, þetta er tímanna tákn, þetta er gert í fjölmörgum löndum. Af hverju er ég þá svona reiður og af hverju svona sár? Ég er sár, því það hefur alltaf verið Háskólinn sem ég var stoltur af. Íslendingum er sagt að þeir eigi að vera stoltir af því að vera Íslendingar, stoltir af landi, stoltir af þjóð. En af hverju erum við stolt? Erum við stolt af bókmenntaarfinum, tungunni, harð- gerðu fólki sem býr á mörkum hins byggilega heims? Ekki ég. Bókmenntahefðin er bundin við Íslend- ingasögurnar, Íslend- ingar í dag kaupa bæk- ur sem skraut, fallega kili í fallegum hillum og þeir búa ekki á hjara veraldar. Þeir búa klukkutímaakstur frá öllu, í malbiki og upphitaðri steinsteypu. Þeir lifa á fiski sem þeir sjá aldrei og hafa flestir aldrei farið lengra út á land en til Hveragerðis eða að Gullfossi og Geysi. Og hver er svo sem stoltur af tungumáli? Nei, ég var stoltur af Háskóla Ís- lands. Menntastofnun sem allir Ís- lendingar höfðu jafnan aðgang að, óháð stétt og stöðu. Stofnun sem sett var á fót af vanefnum til að sýna að við værum þjóð meðal þjóða, þyrftum ekki að sækja menntun út fyrir landsteinana, vær- um sjálfum okkur nóg í því sem máli skiptir, værum tilbúin að leggja allt undir til að skapa framsýna þjóð og menntaða þjóð. Og Háskóli Íslands reis frá grunni og hann var stolt þjóðarinnar og hann var stolt mitt. En nú er öldin önnur og í dag er eina þekkingin sem skiptir máli þekking á því hvernig græða má peninga. Og það er þess vegna sem ég er reiður. Þekking er ekki eitt- hvað sem á að varðveita í fílabeins- turnum. Hún á að vera öllum að- gengileg; hún á að þjóna öllum, ekki bara þeim sem hafa efni á því að kaupa hana. Aðeins þá geta vísindin blómstrað og þróast. Einokun á þekkingu er hins veg- ar besta leiðin til valda og besta leiðin til að viðhalda valdaskiptingu, búa til yfirstétt. Er það ekki líka yf- irstétt sem allir vilja? Þá þarf mað- ur ekki að hugsa, ekki hafa skoðun. Ef illa gengur er það yfirboð- aranum að kenna en það er ekkert hægt að gera í því, sem er einfald- ast. Að lokum er þetta mín jafnrétt- isbarátta: Ég er Rauðsokka, ég er Martin Luther King, ég er Gandi og ég er Marx. En það á enginn eftir að hlusta á mig, því ég er líka Einar, ekki trúarleiðtogi, ekki bylting- arleiðtogi, heldur einstaklingur í minnihlutahópi, hópi sem virðist slétt sama, þó mér sé það ekki. En það er ekki öllum sama. Þriðj- ungur nemenda við Háskólann skrifaði undir mótmæli gegn skóla- gjöldum og fjölmargir mættu fyrir framan Háskólann þegar Háskóla- fundur ákvað að fresta því um sinn að álykta um hugsanleg skólagjöld. Við verðum líka að mótmæla og láta í okkur heyra en standa ekki hjá þegjandi þegar jafnrétti til náms er krossfest til að þýðast markaðsöflin. Þetta á við alla sem er annt um jafn- rétti og alla sem er annt um Háskól- ann, því skólagjöld eru ekki til þess fallin að bæta gæði menntunarinnar – bara útlit bygginganna. Skólagjöld Einar Örn Ólason skrifar um skólamál ’Við verðum líka aðmótmæla og láta í okkur heyra en standa ekki hjá þegjandi …‘ Einar Örn Ólason Höfundur er eðlisfræðingur í fram- haldsnámi í veður- og haffræði. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Páskaeggjamót Verð 495 og 895 • 5 stærðir flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.