Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 18
LISTIR 18 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hjá okkur getur þú treyst á áratuga reynslu og þekkingu í fasteignaviðskiptum. Ekki fædd í gær! Ábyrg þjónusta örugg viðskipti ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S EI G 23 55 4 Síðumúla 21 sími 588 90 90 www.eignamidlun.is Undir stjórn eins þekktasta leikstjórasíðustu aldar, GeorgíumannsinsRobert Sturua, kemur leikflokkurRustaveli leikhússins og efnir til Þrettándakvölds jóla eftir Shakespeare í Þjóð- leikhúsinu á Listahátíð í vor. Rustaveli leik- húsið vakti heimsathygli og vann til fjölda verð- launa á alþjóðlegum leiklistarhátíðum á tímum Moskvuveldisins. En þótt Rustaveli leikhúsið, sem er Þjóðleikhús þeirra í Tblisi, hafi ekki ver- ið eins áberandi undanfarin ár vegna stjórn- málaástandsins þar um slóðir hefur hvergi ver- ið slegið af og enn getur að líta þaðan eitthvert það frumlegasta úr heimsklassíkinni, eink- anlega á sjálfum Shakespeare. Robert Stuura (f. 1940) sem jafnframt er leikhússtjóri Rustaveli leikhússins, er þekktur í alþjóðlega leikhúsheiminum fyrir frumlegar sýningar á verkum Shakespeares, Tsékofs og Millers og hefur m.a. sett upp víðfrægar leik- sýningar í London og líklega er þekktust sýn- ing hans á Þremur systrum með Redgrave- systrum en þar var Vanessa Redgrave í far- arbroddi. Sýningin á Þrettándakvöldi hefur farið víða um heim frá því hún var frumsýnd fyrir all- mörgum árum. Árið 1996 tók Sturua hana til endurvinnslu og má segja að hér sé á ferðinni ný sýning byggð á eldri grunni. Sýningin er mannmörg því henni fylgir 35 manna hópur listamanna og auk þess ætlar leikstjórinn að heiðra Íslendinga með nærveru sinni. Þrett- ándakvöldi jóla hefur verið lýst sem einstakri upplifun þar sem engu sé líkara en jörðin opnist og sýni iður sín. Sannkölluð veisla fyrir augu og eyru og enginn ætti að setja það fyrir sig þó hann skilji ekki georgísku; það gerir ekkert til. En sýningin verður með íslenskum texta á skjá þannig að bæði leikmenn sem sérfræð- ingar geti nú rýnt í hvernig Sturua hefur með- höndlað Shakespearetextann. Sýningarnar verða tvær og eru í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Líkamar Söshu Walz Körper (Líkamar) verður að teljast einn at- hyglisverðasti viðburðurinn á Listahátíð í Reykjavík 2004. Um er að ræða víðfræga sýn- ingu Söshu Waltz, en hún er einn fjögurra leik- hússtjóra Schaubühne leikhússins í Berlín, leikhúss sem gjarnan er nefnt mekka leiklistar í heiminum í dag. Beitt er ýmsum brellum og sjónhverfingum á sviðinu og ekki spillir að sýningunni fylgir stærsta leikmynd sem nokkru sinni hefur verið flutt til landsins og kemur hún í alls fjórum gámum sjóleiðis. Fjórtán sólódansarar taka þátt í sýningu Söshu Waltz, sem talin er arftaki drottningar hins evrópska dansleikhúss, Pinu Baush, og er um Norðurlandafrumsýningu á Körper að ræða. Körper vakti mikið umtal og fékk glæsilega dóma á Edinborgarhátíðinni 2002 og er ein þeirra sýninga sem menn hafa ekki hætt að tala um síðan þá enda bæði ögrandi og áhrifamikil; sambland af leikhúsi, dansi, myndlist og jafnvel arkitektúr. Körper er að auki uppfull af húmor og uppátækjum en undirtónninn er geysialvar- legur þar sem hann byggist á þeim áhrifum sem Sasha varð fyrir þegar hún skoðaði Gyð- ingasafnið í Berlín. Einhvers konar óður til lík- amans þar sem frábærir dansarar skapa „himnaríki nektarinnar, miðaldahelvíti Brueg- els; myndheim líkamans í listum, sálfræði, læknisfræði, íþróttum, ást, samfélagi, ofbeldi, trúarbrögðum.“ Ef þú ert einhvern tímann nógu heppinn að sjá þessa sýningu þá þarftu örugglega að klípa þig í handlegginn til að fullvissa þig um að upp- lifunin sé raunveruleg en ekki bara undarlegur draumur.“ Hljómar sannarlega spennandi. Sasha Waltz er fædd og uppalin í Karlsruhe í Þýskalandi. Eftir nám og störf í New York snéri hún aftur til Þýskalands og stofnaði sitt eigið leikhús, Sophiensaele, árið 1996. Þar vakti hún strax mikla athygli og árið 1999 var henni boðin staða leikhússtjóra Schaubühne leikhúss- ins við hlið Thomas Östermeier. Körper verður sýnt á stóra sviði Borgarleik- hússins og er heimsóknin í samvinnu við Leik- félag Reykjavíkur. Sýningarnar verða 21. maí kl. 20 og 22. maí kl. 14. Dansleikhús frá Japan Hibiki er heitið á framúrskarandi og óvenju- legri danssýningu sex krúnurakaðra japanskra karlmanna sem hafa fínlegri hreyfingar en flest kvenfólk. Sýning Sankai Juku-hópsins undir stjórn Ushio Amagatsu, sem jafnframt er aðal- dansari hópsins, hefur farið sigurför um heim- inn og hlaut árið 2002 Sir Laurence Olivier- verðlaunin í London sem besta nýja danssýn- ingin. Sankai Juku er langþekktasti sviðslistahópur Japans í dag og nýtur styrkja frá japanska rík- inu á ferðum sínum um heiminn. Hreyfingar Japananna eru fáu líkar en sumir hafa reynt að skilgreina þær einhversstaðar mitt á milli Tae Kwon Do og balletts og aðrir ganga lengra og telja Matrix-galdurinn; „byssukúluhreyfingarnar“, þaðan sprottinn. Hin ljóðræna og fágaða aðferð danshópsins byggist á hinni japönsku Buto-danshefð, en undirtónn sýningarinnar er alvarlegur því hér er fjallað um arfleifð Hiroshima-hörmunganna. Hinn forni dansstíll hefur með tímanum bland- ast evrópskri leikhúshefð í tónlist, ljósanotkun og fleiru og útkoman er magnaður dans sem hefur djúp áhrif á fólk. Sankai Juku-félagar koma við á Listahátíð í Reykjavík í vor á ferð sinni um Evrópu þar sem þeir sýna listir sínar í öllum helstu leikhús- unum. Með þeim í för verða „risavaxnar gler- linsur í leikmyndina og nokkur tonn af hvítum sandi“, en þessar mögnuðu glerlinsur fyllast vatni í sýningunni sem vísar til kjarnorku- sprengjunnar. Sýningar á Hibiki verða í Þjóðleikhúsinu miðvikudaginn 19. maí og fimmtudaginn 20. maí. Veröldin er leiksvið Þrjár sýningar heimsþekktra leik- og danshópa eru meðal þess sem listþyrstum býðst á Listahátíð í vor. Þrettándakvöld frá Georgíu, Líkamar frá Þýskalandi og Hibiki frá Japan. Þrettándakvöld frá Þjóðleikhúsinu í Georgíu. Sankai Juku hópurinn frá Japan sýnir Hibiki. Líkamar eftir Söshu Walsh frá Schaubühne.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.