Vísir - 09.07.1981, Síða 5
Fimmtudagur 9. júli 1981
VÍSIR
Eftir óeiröirnar undanfarna daga Htur Toxtethhverfið í Liverpool út, eins og þar hafi geisað stórstyrj-
öld.
Beittu lásbogum á
Inonpnlima ■ óeu-wi- i Beiiast
||fU| UUIIIIIQ og viðar i alla nóll
óeirDirnar i Englandi spanna nú næslu viku
Með lásboga og kvislir að vopni
reynduum 1000 unglingar að taka
eina af lögreglustöðvum Man-
chester með áhlaupi i gærkvöldi,
en þangað hafa óeirðirnar færst
frá Liverpool og London. Er það
sjötta kvöldið i röð, sem logar i
óeirðum.
önnur iögreglustöð i Moss--
hverfi Manchester var umsetinn i
gærkvöldi, og var varpað að
henni bensinsprengjum.
Lögreglan telur, að þúsundir
ungmenna, blakkra og hvitra,
taki þátt i óeirðunum, sem
snemma i morgun höfðu breiðst
út tilannarra bæjarhluta borgar-
innar og til Salford (nágranna-
bæjar).
Eins og i Liverpool og London
voru greipar látnar sópa um
verslanir og kveikt i þeim. Bilum
var velt um á götum og logandi
götuvigi voru einu viðbrögðin við
áskorun Margaret Thatchers for-
sætisráðherra i útvarpinu til
ólátabelgja um að sýna stillingu.
Lögregluvarðstjóri varð fyrir
skrúfubolta, sem skotið var að
honum af lásboga, og i sömu árás
varnærhver einasta rúða brotin i
lögreglustöðinni. Ráðist var á
sjúkrabifreið og særðist ekillinn.
Lögreglan lýsti berserksgangi
unglinganna svo, að helst minnti
á velskipulagðar árásir, sem
gerðar væru samtimis á marga
staði i einu. Er þetta annað kvöld-
ið, sem kemur til uppþota i Man-
chester, en samtimis urðu aítur
ólæti i Liverpool. Þar velti skrill-
inn um lögreglubifreið og kveikti i
annarri, en lögreglumennirnir
sluppu heilskinna úr báðum bil-
unum. I Kirby-hverfi Liverpool
hlóðu óeirðaseggir upp götuvigi
og náðu að meiða nokkra lög-
reglumenn með grjótkasti.
Enn einn hungur-
fanglnn lálinn
Uppþot, sem brutust út i Bel-
fast eftir andlát eins hungur-
verkfallsfangans i gær, stóðu
fram undir dögun i morgun.
16 ára unglingur var skotinn tii
bana af breskum hermönnum i
gær, og átta manns særðust i
götuóeirðum, þegar lýðveldis-
sinnar létu sem fyrr i ljós gremju
220 dauðir
Lögreglan i Nýju Dehli segir,
að 222 hafi nú fallið i valinn eftir
drykkjuá eitruðu bruggi iBanga-
lore á S-Indlandi.
Þá hefur frést af 8 manns, sem
dáið hafi af alkahóleitrun i bæn-
um Mysore, sem er um 130 km frá
Bangalore.og grunar lögregluna,
að þar sem um að ræða sama eit-
urbruggið.
Enn streymir inn á spitalana
þrjá i'Bangalore fólk, sem veikst
hefur af hinum görótta drykk.
Hefur komið i ljós, aö þrátt fyrir
allan fréttaflutninginn af eitrun-
sina meðstjórn Breta á N-írlandi.
Joseph McDonnell, þritugur
IRA-fangi, sem afplánaði 14 ára
fangelsi fyrir þátt sinn i sprengju-
tilræði, var i hópi 8 fanga i Maze-
fangelsinu, sem hafa veriö i
hungurverkfalli. Annar fangi
mun nú hefja hungurverkfall i
hans stað i dag, en McDonnell
af Drugginu
inni á mánudagskvöld, hafa ein-
hverjir þorstlátir ekki staðist
freistinguna eða látið fréttirnar
framhjá sér fara, þvi að nýjustu
sjúklingarnir segjast hafa drukk-
ið bruggið gær, miðvikudag.
Lögreglustjóri Bangalore sagði
fréttamönnum, að bruggið hefði
verið rakið til húsakynna vin-
framleiðanda, sem sviptur hafði
verið leyfi til framleiöslu. Svartir
og gulllitaðir vökvar, sem fundust
þar, hafa verið teknir til efna-
greiningar. Fimmtiu manns hafa
verið handteknir og yfirheyrðir.
verður greftraður við hlið Bobby
Sands, fyrsta hungurfangans,
sem andaðist i mai.
Andlát McDonnells þykir mikið
áfall fyrir réttlætis- og friöar-
nefnd kaþólsku kirkjunnar á ír-
landi, en hún taldi sig hafa komið
með tillögur um úrbætur á aðbún-
aði IRA-fanga, sem gætu dugað
til þess að fangarnir hættu hung-
urverkfallinu. Nefndarmenn hafa
nú sakað bresk yfirvöld um að
hafa leitt þá á villigötur. Þeim
hafi verið lofað, að fangelsisyfir-
völd mundu kynna föngunum til-
lögurnar á þriðjudag.
t óeirðunum i gær vörpuðu ung-
menni bensinsprengjum, grjóti
og fleiru lauslegu að lögreglu og
hermönnum. Rændu sumir bif-
reiðum og kveiktu i þeim, og enn
aðrir gerðu fifldjarfar árásir á
bækistöðvar hers. — Grimu-
klæddur unglingur i hópi bensin-
sprengjuvarpa var skotinn til
bana, en fimm lögreglumenn og
einn hermaður særðust af skot-
hrið leyniskyttu.
StraukíMKh
poiuírá
MozamHque
Leyniþjónusta S-Afriku byrjar i
dag yfirheyrslur yfir blökku-
manni, sem flúði Mozambique i
sovésksmiðaðri MIG-17 herþotu.
Andriano Francisco liðsforingi
frá Mozambique kom til S-Afriku
i gær og fékk leyfi til þess að
lenda herþotunni i Hoedspruit, en
hann hefur sóttum hæli sem póli-
tiskur flóttamaður.
Flugliðsforingjar, sem tóku á
móti honum, segja, að herþota
hans sé úrelt, og þegar væri haf-
inn undirbúningur þess að skila
vélinni til Mozambique. Þó munu
þeir telja sig geta af vélinni séð,
hver sé flugherstyrkur Mozambi-
que.
Sambúð S-Afriku og Mozam-
bique hefur verið stirð, þráttfyrir
mikil efnahagsleg tengsl. t mars
var s-afríkanskur hermaður skot-
inn til bana f árekstri á landa-
mærunum og siðar i þeim mánuði
varð litil flugvél fyrir skothrið frá
Mozambique, þegar hún var aö
lenda f bænum Komati Poort.
t janúar i vetur ók s-afriskur
herflokkur frá landamærunum til
höfuöborgar Mozambique,
Maputo, og eyðilagði tvö hús, þar
sem útlagar frá S-Afriku höfðust
við.
Francisco flugmaður ræddi
litilháttar við blaöamenn i gær.
Sagðist hann hafa flúið, þvi að
það væri að verða sifellt óbæri-
legra i Mozambique. Hann hafði
lagt af stað i MIG-þotunni i gær
frá Maputo og flogið i krákustig-
um réttofan við trjátoppana, uns
hann kom yfir landamærin, en þá
hækkaði hann flugiö i 7 þúsund
metra hæð. Tvær Mirage-herþot-
ur S-Afriku i æfingaflugi mættu
honum og gáfu honum visbend-
ingu um að lenda i Hoedspruit.
g* | Pj ^ ■r S
Begin í hópi heittrúarmanna, en meö aöstoð þeirra nær hann naum-
um þingmeirihluta til stjórnarmyndunar.
Begin segist
tryggur með
2ja sæta
meirihluta
Menachem Begin, forsætisráð-
herra ísraels, sagði i gærkvöldi,
að hann ætlaði að mynda nýja
samsteypustjórn, sem styddist
við tveggja þingsæta meirihluta.
t sjónvarpsviðatlinu sagði Beg-
in, að hann teldi, að rikisstjórn.-
svo naums meirihluta gæti vel
veriö stöðugri en önnur, sem hefði
öflugri meirihluta.
Hann skýrði svo frá, að 61 þing-
maður i Knesset væri reiðubúinn
til að styðja stjörn hans, sem
hann með Guðs hjálp ætlaði að
mynda*
Likud:flokkasamsteypa Begins
hlaut 48 þingsætii þingkosningum
siðustu viku (aí alls 120 i Kness-
et), eða einu meira en verk-
amannaflokkurinn. Með banda-
iagi viðþrjá heittrúarflokka, sem
ráða yfir 13 þingsætum, hefur
Begin tryggt sér meirihluta.
Begin sagði, aö aðrir smáflokk-
ar mundu styöja stjórnina i mál-
um, sem vörðuðu þjóðarhags-
muni út á viö.