Vísir - 09.07.1981, Qupperneq 20
Kennir túnlistarkenn-
urum Aiexander-tækni
Nelly Ben-Or er mörgum tónlistarkennurum og
nemendum að góðu kunn frá þvi hún kom hér s.l.
haust og kenndi hina svokölluðu Alexander-tækni. Á
þingi norrænna tónlistarkennara næstu daga verður
hún einn hinna erlendu gesta og mun miðla norræn-
um tónlistarkennurum af þekkingu sinni og reynslu
i Alexander-tækni, sem vakið hefur forvitni margra
undanfarin ár.
Er Nelly Ben-Or kom hér s.l.
haust hafði blaðamaður Morgun-
blaðsins viðtal við hana, þar sem
fram kom m.a., að tækni þessi á
að hjálpa hvers konar tónlistar-
mönnum, söngvurum og leikur-
um að losna við stifni og þreytu i
æfingum. Þykir mörgum tækni
þessi bæði gagnleg og skynsöm og
að hún hafi góð áhrif á listflutning
þeirra.
Nelly Ben-Or, sem fæddist i
Varsjá, hefur auk ferils sins sem
konsert-pianóleikari varið tals-
verðum tima til kennslu i Alex-
ander-tækni, en hún á um 20 ára
starfsferil að baki i þessari grein.
Hún kynntist Alexander-tækni, er
hún settist að i London, þar sem
hún er nú prófessor við Guildhall-
tónlistarháskólann þar i borg.
Auk þess að kenna þessa tækni
þar jafnframt pianókennslunni,
hefurhún haldið námskeið i þess-
um fræðum við tónlistarstofnanir
i Evrópu, Israel og Bandarikjun-
um.
1MF TB- 1 ■ * Tf 11
WB y- % lá jj
uansKa unglingahljómsveitin „Holstebro Marimba Orkhester” leikur
á hin ýmsu ásláttarhljóðfæri i Norræna húsinu siðdegis i dag.
Málverkasýn-
ing í Eden
í Hveragerði
Ófeigur ólafsson hef-
ur sett upp málverka-
sýningu i Eden í Hvera-
gerði. Þar sýnir hann 37
oliumálverk og má sjá
eitt þeirra hér sem nefn-
ist ,,Úr Grafningi”.
Sýning ófeigs stendur
tii 12. júli.
Dönsk unglinga-
liljðmsveit
i heimsókn
Dönsk hljómsveit frá Holstebro
heldur tónleika i Norræna húsinu
i dag klukkan 18. Hljómsveitin
heitir „Holstebro Marimba Ork-
hester” og i henni eru 16 ungling-
ar sem leika á hin ýmsu ásláttar-
hljóðfæri. Á efnisskrá hljómsveit-
arinnar er aðallega tónlist af létt-
ara taginu. Hljómsveitin hefur
ferðast viða um lönd og vakið
mikla athygli fyrir leik sinn.
„Holstebro Marimba Orkhest-
er” heldur einnig tónleika á elli-
heimilinu Grund á morgun, föstu-
dag, klukkan 15. Á sunnudaginn
verður hún á Akranesi og leikur i
Bióhöllinni klukkan 14., en auk
þess tekur hún nokkur lög þar
undir berum himni. Loks heldur
hljómsveitin til Hveragerðis á
mánudag og leikur þar i kirkj-
unni. —HPH
i útvarp ;
Fimmtudagur
9. m
I 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- 1
fregnir. Tilkynningar.
[ 13.15 Tónleikar.
I 14.00 Ot i bláinn Sigurður I
| Sigurðarson og örn Peter- |
sen stjórna þætti um ferða- ]
| lög og Utilif innanlands og |
■ leika létt lög.
* 15.10 Miðdegissagan: „Prax-
Ls’’ eftir Fay WeldonDagný |
. Kristjánsdóttir les þýöingu i
I si'na (4).
I 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. |
. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 i
I Veðurfregnir.
| 16.20 Siðdegistónleikar Byron |
. Janis og Sinfóniuhljóm- .
sveitin i Minneapolis leika I
Pianókonsert nr. 2 i c-moll I
op. 18 eftir Sergej Rakh-
I maninoff, Antal Dorati stj. I
i 17.20 Litli barnatiminn Stjórn- i
■ andi: Gréta Ölafsdóttir.
| 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. |
| 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá i
kvöldsins.
| 19.00 Fréttir. Tilkynningar. |
. 19.35 Daglegt mál Helgi J. .
Halldórsson flytur þáttinn •
| 19.40 A vettvangi.
• 20.05 Lási trúlofastLeikrit eft- ,
I >r I
. 20.50 Gestur i útvarpssal Kjel) ■
Bækkelund leikur á pianó. '
| a. Kinderzenen” eftir Ro- |
bert Schumann. b. .
I Impromtu i c-moll op. 90 nr. I
|- 1 eftir Franz Schubert.
. 21.20 Náttúra íslands Ari .
I Trausti Guðmundsson. 1
| 22.00 Sigfús Halldörsson syng- |
ur og leikur eigin lög
I 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. |
I Dagskrá morgundagsins. i
Orð kvöldsins
I 22.35 „Miðnæturhraðlestin”
■ eftir Billv Hayes og William i
Hoffer Kristján Viggósson 1
| les þýðingu sina (4).
■ 23.00 „Vísan hefur vængi’’ ■
Njörður P. Njarðvik kynnir '
| sænska vi'snasöngvara.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok. j
út í bláinn
Fjörlegur púttur um
útivist og ferðaiög
Á dagskrá útvarpsins klukkan 14.00 i dag er þátt-
ur um ferðalög og útilif innanlands er nefnist „út i
bláinn”. Umsjónarmenn eru þeir Sigurður Sigurð-
arson og örn Petersen.
,,I þáttunum verður fjallaö um
ferðalög i orðsins viðustu merk-
ingu”, sagði Sigurður Sigurðar-
son. „Við höfum viðtöl viö fólk er
tengist ferðalögum og útiveru á
einhvern hátt. Einnig segjum við
frá skemmtilegum útivislarstöö-
um sem fólki er ráðlagt aö heim-
sækja. 1 þættinum i dag verður
viðtal við Hólmfriði Árnadóttur
framkvæmdastjóra Sambands
veitinga- og gistihúsaeigenda.
Einnig ræðum við við Hauk Haf-
stað framkvæmdastjóra Land-
verndar um landverndarsjónar-
mið. Siðan verður sagt frá feröum
Ferðafélagsins og útivistar um
helgina. Þá munum viö krydda
þáttin með léttri músik,” sagði
Sigurður Sigurðarson. Þatturinn
hefst sem áður segir kl. 14 og er
öllum sem áhuga hafa á útivist
eindregið ráðlagt að speíra eyr-
Sigurður Sigurðarson og örn Petersen i upptöku á þættinum „Út i
bláinn”.
Rúrik Haraldsson.
Margrét ólafsdóttir.
útvarp ki. 20.05 í kvöld:
Skemmtlleglr sprettir
begar Lási trúlofast
hans „Lási trúlofast” var frum-
sýnt 1936.
Lási er ekki talinn bráðgáfaður
en hann hefur samt ekki gift sig.
Honum verður það á i ölæði að
trúlofast Leopoldinu, ekkju sem
er leigjandi i húsi Jakobs. En
Sara ráðskona er ekki hrifin af
þvi og tekur þvi til sinna ráða.
Með hlutverkin fara Rúrik Har-
aldsson, Margrét ólafsdóttir,
Bessi Bjarnason og Guðrún Þ.
Stephensen. Tæknimaður: Sig-
urður Hallgrimsson. Leikritið
tekur þrjá stundarfjóröunga i
flutningi en það hefst kl. 20.05 eins
og áður segir. —GÞG
Klukkan 20.05 i kvöld verður á
dagskrá útvarpsins skopleikurinn
„Lási trúlofast” eftir breska leik-
ritahöfundinn James R. Gregson.
Valur Gislason þýddi og stað-
færöi, en leikstjóri er Klemenz
Jónsson.
James R. Gregson fæddist 1889.
Hann varð framkvæmdastjóri lit-
ils leikhúss 30 ára að aldri. Hann
stofnaði tvö leikhús en varð siðan
fyrsti stjórnandi Borgarleikhúss-
ins i Leeds og siðar stjórnaði hann
leikhúsi i Bradford. Jafnframt lék
hann i mörgum leikritum og
starfaði sem leikstjóri. Leikrit
Bessi Bjarnason.
Guðrún Þ. Stephensen.