Vísir - 20.07.1981, Síða 12
12
Mánudagur 20. júli 1981
VÍSLR
Matseðill heimillslns
„Yfir sumartimann reyni ég
að eyða sem minnstum tima
yfir pottunum" segir Hallfriður
Konráðsddttir matseðilsmóðir
vjkunnar. og þar fvrir utan hús-
móðir i Garðabæ, við blaða-
mann Visis. ,,K völdmaturinn er
aðalmáltíð dagsins, svo hádeg-
ismatinn ætla ég ekki að tíunda
hér, hann samanstendur oftast
nær af skvri, jögúrt.brauði og
þess háttar mat".
Og Hallfriður bætir við
„Sama er að segja um eftirmat-
inn. hann er ekki á boðstólum
dags daglega, nema i formi
nvrra ávaxta. Stöku sinnum um
helgar bætum við þó við nokkr-
um sætum kaloríum. Og góð
kaka með sunnudagskaffinu er
velþegin”.
Þá skulum viðbyrja á að líta á
hvaðverður á kvöldverðarborð-
inu hjá Hallfriði og fjölskyldu i
kvöld.
— ÞG.
Mánudagur
Heilsteikt bleikja
Kartöflur
Nytt grænmeti
Ný bleikja 1—2 stk (eftir stærð.
Velhreinsuð bleikja, krydduð
með „seasoned salt”, sitrónu-
pipar og si'trónusafa, bæði inn i
fiskinn sem að utan. Sett i
álpappir sem er lokað. Bakað
við 200 gr. hita i ca. 15 miniítur.
Þá er pakkinn opnaður og fisk-
urinn látinn grillast það sem
eftir er ti'mans f um það bil 15-20
minútur til viðbótar. Fer eftir
þykkt fisksins. Kartöflur og nýtt
grænmeti haft með.
í>riiSiudasíur
Spaghetti-kjöt
Heilhveiti snittubrauð
Uppskrift:
500 g nautahakk
1-2 laukar
h'til dós tómatar (með safa)
htil dós sveppir (eða nýir þegar
fást)
1 græn paprika
2 msk tómatkraftur
Kryddað með grófmöluðum
pipar, hvi'tlaukssalti, oregano
og paprikudufti. Borið fram
með spaghettiog volgu heilveiti
snittubrauði.
11 allfriður Konráðsdótúr
matseðilsmóðir vikunnar.
Midvikudagur
Ýsa i ofni
Soðnar kartöflur
Brætt smjör með hvitlaukssalti
Hrásalat
Ný ýsuflök, roðflett og krydd-
uð með salti, dilli og dálitlum
pipar (ným.) Sett i eldfast
sm jörsmurt fat. Sýrðum rjóma
smurt ofan á. Bakað i ofni við
180 gr. i ca. 30 minútur.
Nýr graslaukur klipptur ofan
á (eflir bökun) Soðnar kartöflur
og brætt smjör með hvitlauks-
salti borið fram með. Einnig
hrásalat.
Fimmtudagur
Kótelettur i karry
Hrisgrjón
Uppskrift:
10 lambakótelettur
3 græn epli
1/2 laukar
karry
3 dl. rjómi
Smjör brætt á pönnu með
karry. Kóteletturnar ^kryddað-
ar með salti og pipar. Brúnaðar
og settar i' eldfast smurt fat.
Epli og laukur fremur smátt
skorið, brúnað létt i karry-
smjöri, rjómanum bætt Uti og
þessu hellt yfir kóteletturnar.
Setti 180 gr. heitan ofn i um það
bil 30 minútur. Fyrstu 20 minút-
urnar með áipappir yfir.
Gott er að hafa soðin hris-
grjón með þessum rétti.
Föstudagur
Kjötbuðingur
Hrærðar kartöflur
Nýtt grænmeti
Uppskrift:
600 g nýtt kjötfars, sett i
smjörsmurt jólakökuform. ör-
litið af raspi stráð yfir svo og
nokkrum smjörklipum. Bakað i
ofni við ca 200 gr. hita i 30-40
minutur.
Faugardagur
Útigrillaðir hamborgarar
Bakaðar kartöflur
Hrásalat
Sósur úr sýrðum rjóma
(1 hamborgarana er notað
nautahakk og það kryddað eftir
smekk hvers og eins)
Eftirmatur — Islenskur
Camembert ostur handa full-
orðnum, i'spinnar handa krökk-
unum. Einfalt, gott og afslapp-
að.
Sunnudagur
Velveiddur nýr lax
Velveiddur þýðir hér hjá okkur,
lax veiddur af eiginmanninum
Nýr lax mátulega soðinn er
ætíð góður. Meðlætið er þetta
hefðbundna . Kartöflur, sitrónu-
bátar, nýtt grænmeti og smjör.
Eftirmatur:
Bláber með rjóma.
Og þá er komið að vinsælu
sunnudagskökunni:
Marcipankaka
4 egg
200 g sykur
200 g marcipan
1 pakki suðusúkkulaði (lOOg)
Egg og sykur hrært vel sam-
an. Maricipan mulið úti. Aht
hrært i hrærivél. Bakað við 200
gr. í 40 mi'nUtur. Kakan tekin vel
volg Ur forminu. Brætt súkku-
laði sett yfir. Gott að bera is-
kaldan þeyttan rjóma með.
Litir:
Hvítt, svart,
grátt, blátt,
rautt, vínrautt,
Khaki-grænt,
army-grænt, beige
Stærðir:
34-37
Verð
kr. 350,00
Sendum í póstkröfu
MOCNS
ÞINGHOLTSSTRÆTI 1
Mjólkurfræðingar segjast eiga á hættu að fá I hendur efni sem lltiö á
skylt við almennilega mjólk.
Mjóikurfræðingar segja:
Viljum ógjarnan
liggja undir ámæli
Okkur sem vinnum daglega við
meðhöndlun mjólkur, er mjög
mikilvægt að reglugerð um mjólk
og mjólkurvörur sé
þannig úr garði gerð, að hún
tryggi að góða og
holla matvöru sé hægt að vinna Ur
þeirri mjólk sem okkur berst i
hendur. Bæði er það metnaðar-
mál hvers einasta fagmanns að
láta aðeins frá sér fara fýrsta
flokks afurð og einnig berum við,
bæði sem einstaklingar og stétt,
siðferðilega ábyrgð á þeim
mjólkurafurðum sem á mark-
aðnum eru og viljum ógjarnan
liggja undirámælivegna rangrar
meðhöndlunar á þeim stigum
framleiðslu og geymslu mjólkur,
sem við höfum engin áhrif á.
Svo segiri greinargerð er okkur
hefur borist frá Mjólkurfræðinga-
félagi tslands og er þetta undir-
ritað af formanni félagsins Sig-
urði Runólfssyni.
Fram kemur i greinargerð
þessari að forsaga mjólkur-
málsins á rætur sinar að rekja til
ársins 1978.
Mjólkursamlögin brotið
reglugerð eftir þörfum
1 nóvember það ár óskaði Heil-
brigðiseftirlit rikisins eftir þvi við
Mjólkurfræðingafélagið að það
tilnefndi samráðsaðila vegna
endurskoðunar á reglugerð nr.
269/1973 um mjólk og mjólkur-
vörur, sem þá var i undirbúningi.
Félagið varð við þessum til-
mælum og var Jóhannes Gunn-
arsson mjólkurfræðingur til-
nefndur fulltrúi félagsins. Jaf-
framt sendi félagið Heilbrigðis-
eftirliti rikisins rökstuddar
breytingartillögur við áðurnefnda
reglugerð. Að mati félagsins var
endurskoðun orðin timabær,
meðal annars var nauösynlegt að
herða og auka allar gæðakröfur,
einnig er löngu ljóst að mjólkur-
samlögin hafa nú um langan tima
farið mjög frjálslega með reglu-
gerð 269/1973 og brotið hana eftir
þörfum.
Tillögur mjó lkur-
fræðinga hundsaðar
Að mati Mjólkurfræðingafélags
Islands (M.F.F.l.) væri það
ástand sem nú rikir varðandi
geymsluþol mjólkurafuröa allt
annað ef meira tillit hefði verið
tekið til tillagna félagsins og ef
starfað væri eftir þeim tihögum
nú i dag. Benda má einnig á, að
nú þegar starfa mjólkursamlögin
eftir væntanlegri mjólkurreglu-
gerð i' mörgum veigamiklum
atriðum, þó svo að hún hafi ekki
verið staðfest af ráðherra. En það
hafði komið fljótlega i ljós þegar
hafist var handa um endurskoð-
unina hér um árið að nær ekkert
tillit var tekið til tillagna
M.F.F.I., heldur réðu forráða-
menn mjólkursamlaganna nær
alveg ferðinni. Til að firra félagið
frekari ábyrgð af væntanlegri
mjólkurreglugerð, ákvað aðal-
fundur M.F.F.t., sem haldinn var
i april 1979 samhljóða að draga
fuiltrúa sinn út úr áðurnefndri
nefnd.
Aldur mjólkur ágrein-
ingur
En hverjar voru forsendur þess
að félagið vildi ekki eiga frekari
aðild að endurskoðun mjólkur-
reglugerðarinnar?
Fjögur ágreiningsatriði voru
innan nefndarinnar.
a) Aldur mjólkurinnar þegar hún
berst mjólkursamlagi.
b) Hvort verðfella á mjólk, sem
inniheldur pencilin.
c) Hvort leyfa eigi, að mjölk frá
framleiðanda falli i annan
flokk einu sinni i mánuði án
verðfellingar.
d) Hvort leyfð skuli forhitun
mjólkur.
Bent var á, að nú ætti að fallast
á i reglugerð að mjólk sem berst
mjólkurstöð mætti vera allt að 78
klst. gömul i stað 65 klst. i núgild-
andi reglugerð. Félagið féllst á
þetta vegna núverandi fyrir-
komulags mjólkurflutninga, en
lagði áherslu a, að þar með væri
gengið eins langt og mögulegt
var.
Jafnframt var bent á þá oftrú
sem farið hefur i vöxt með til-
komu mjólkurtanka og rafkæl-
ingar hjá bændum. Mjólk getur
verið ósúr eftir svo langan tima,
en þar með er ekki sagt að hún sé
óskemmd og við sem eigum að
vinna úr þessu mannamat, eigum
á hættu aö fá i hendur efni, sem
litið á skylt við almennilega
mjólk.
Astandið unanfarnar vikur
hefur sýnt, að varnaðarorð þessi
áttu rétt á sér og meira en það.
U ms jón:
Þórunn
Gestsdóttir.