Vísir - 20.07.1981, Síða 14

Vísir - 20.07.1981, Síða 14
VÍSIR Mánudagur 20. iúli 1981 Það er lallegt við Laxá. Hér reynir Ilelga Baldursdóttir á Hólmavaði. - Vfsir heimsækir veiðimenn við Laxá í Aðaldal og ræðlr við Kristján á Hðlmavaði Það var verið að ræða lax- veiði við hringborðið á „Terl- unni” á Akureyri. Laxveiði- mennirnir ræddu um „ána” eins og meiriháttar persónu, án þess að tilgreina frekar hvað hún heitir. „HUn gaf ekki mikið i gær”, — „Það er ekki von, það er svo djöfull kalt” — „Já, hUn hefur veriðheldurtreg I sumar” — „Hafa þeir fatgið eitthvað á efri svæðunum”, — sögðu þeir. Árni Njálsson, sem þjálfar Þörsara I sumar, hlustaði með andakt á samræðurnar, en loks stóðst hann ekki mátið og spurði: „Með leyfi, um hvaða helvi'tis á eruð þið alltaf að tala?” Laxveiðimennimirlitu á Arna I forundran. Það varð stutt þögn, eins og menn væru að Ihuga hvernig ætti nU að með- höndla svona menn. Loks sagði ólafur Stefánsson eins og af vorkunnsemi: „Hvaða á? Þekk- irðu ekki ána maður, þessa einu og sönnu, Laxá I Aðaldal. Sú „eina og sanna” heimsótt Vísirheimsóttiþessa „einu og sönnu” í si'ðustu viku. Þá var ,,bændadigur”því landeigendur með ánni voru að veiðum. Þegar ég var að veiða með Ottó vini minum Pálssyni I Laxá I fyrra, þá sagði Ottó mér að það kæmi ekki að sök, þótt við fengj- um ekkert á efri svæðunum, þvi við fengjum þó örugglega marga á neðsta svæðinu slðasta daginn. Þaö brást að vísu, en ég bjargaði málinu með þvi að kaupa 16 punda lax af Kristjáni veiðimanni Jóhannessyni, sem alltaf fær flsk, þar sem á annað borð er fiskur. Hvað um það, ég staulaðist niður klettinn við neðsta svæðið, en nil hafði ég ekki önnur tæki til veiðaen myndavélina. Þar hitti ég fyrir Kristján Benediktsson, bónda á Hólmavaði. Ósjálfrátt fékk ég vatn I munninn þegar ég hitti Kristján. — einfaldlega vegna þess að hann reykti fyrir mig laxinn semég fékk við Laxá — (þó ég hafi þurft að kaupa ’ann). Kristján er þekktur fyrir að reykja lax svo bragð sé að, enda þekktur meðal laxveiði- manna. Kristján var að veiðum ásamt eiginkonunni, Helgu Baldurs- dóttur, og syninum Benedikt. Helga var bdin að krækja i' tvo, en Kristján hafði engan fengið þóttfiskinn sé. Einar, Kristln og Kristján I Hjararholti, ásamt Agnari Kristjánssyni I Norður- hlið, höfðu fengið 3 og bættu við 2 eftir að ég fór. Laxarnir feng- ust Ur Kistukvísl og Stóra fossi. Tínum þá upp á flóðinu „Þetta er steindautt nUna, hann stekkur ekki einusinni.En við ti'num þá upp þegar fellur að, það kemur ganga með flóð- inu”, sagði Kristján. Laxarnir sem voru komnir á land voru allir fremur smáir. Kristján vigtaði þá með aug- unumog sagði þá vera 3-7 pund, alls ekki meira. Taldi hann lik- legt að þetta væri fiskur. sem hefði verið á leið upp I Reykja- dalsá í gegn um Vestmanns- vatn. Það þyrfti nefnilega granna fiska i' það ferðalag. „HUn”, þessi „eina sanna”, hefur verið heldur treg I sumar. Kristján var spurður um ástæð- una. „Ég hef alltaf verið svolftið hræddur um að mikil afföll hafi orðið af þeim seiðum, sem sleppt var i ána 1979. Þetta byggi ég á þvi', að mikil flóð urðu I ánni stuttu eftir að seið- unum var sleppt. Þessi seiði áttu að skila sér I fyrrasumar sem 5-10punda laxar, en þá sást varla sU stærð. 1 sumar ættu þessi seiði að skila sér sem stór- laxar, en þeir eru ekki komnir enn i neinum mæli. Það er hins vegar of snemmt að örvænta Alla vega lofar smálaxinn núna góðu fyrir næsta sumar. Það er fiskur i ánni, en það liggur mis- jafnlega á laxinum. Hann tekur ekki nema stundum. Ætli við verðum ekki að kenna kuld- anum um, til að hafa þó ein- hvern sökudólg”, sagði Kristján. Kristján er þekktur fyrir að vera fiskinn, þótt engan fengi hann laxinn þennan daginn. Ég spurði hann i' hverju galdurinn væri fólginn? „Manni er það nú ekki þakk- andi, þó maöur sé kannski fisk- inn, fæddur og uppalinn á ár- bakkanum”, sagði Kristján og vikli sem minnst Ur þessu gera. Hann taldi aðalatriðið að þekkja ána og vita hvar ’ann tekur. Það var furðulegt að enginn lax skyldi bita á hjá Kristjáni á Hólma- Þaö var gott að fá sér hressingu I kuldanum, Kristin Hrönn Ginarsdóttir, Helga Baldursdóttir, Benedikt vaði eins og hann var einbeittur viö veiöina. Kristjánsson, Kristján Einarsson og Agnar Kristjánsson.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.