Vísir - 01.09.1981, Blaðsíða 8
vtsm
Þriðjudagur 1. september 1981
uigefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjdri: Ellert 0. Schram.
'Fréttastjóri: Sæmundur Gudvinsson. Aðstoðarf réttastjóri: kjartan Stefansson.
■ Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen-
ífrup, Árni Sigfússon, Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna
Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena
Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir.
Blaðamaöurá Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig I
mundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés-
son. útlítsteiknun: Magnús Olafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eirikur
Jónsson. ,
’Auglýsingasfjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 linur.
Auglýsingarog skrifstofur: Síðumúla8, simar86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Askrif targjald kr. 85 á mánuði innanlands og verð i lausasölu
6 krónur eintakið.
Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Byltingin étur bðrnin sín
Enn er haldið áfram að
sprengja valdamenn í Iran I loft
opp og allt bendir til, að f leiri úr
þéim hópi eigi eftir að fara sömu
leið á næstu vikum. Algjör upp-
Iðutn virðist rikja í landinu og
kterkastéttin fær ekki við neitt
ráðið. Það er ekki lengur spurn-
ing um það hvort Khomeini verð-
ur steyptaf stóli, heldur hvenær.
Hins vegar eru litlar líkur á, að
ógnarstjórn linni í (ran, þótt hinn
ofstækissfulli erkiklerkur verði
gerður valdalaus eða sprengdur
beint í fang Allah.
Þegar Ayatollah Khomeini hóf
baráttu sina gegn keisarastjórn-
inni af fullum krafti, hreif hann
marga með sér, ekki aðeins eigin
landsmenn, heldur fjölmarga
aðra og þá ekki síst þá, sem jaf n-
an hafa orðin frið, jafnrétti og
bræðralag á vörunum. Khomeini
dvaldi í Frakklandi, þar sem
hann hafði fengið hæli gegn því,
að hann skipti sér ekki af stjórn-
málum. Auðvitað datt jieim
gamla ekki í hug að ef na það heit,
heldur flutti byltingarræður af
miklum eldmóði. Frönsk stjórn-
völd létu þetta afskiptalaust og
hugðu gott til glóðarinnar, þegar
klerkurinn væri búinn að velta
keisaranum af stóli. Þá væri
komið að Khomeini að launa
þeim greiðann.
Hér á (slandi f éllu vinstri menn
i stafi af hrifningu á þessum
hjartagóða manni, sem vildi
f relsa þjóð sína undan harðstjórn
keisarans. Sá átti mikil sam-
skipti við kapítalísk ríki og tók
Vesturlönd sér til fyrirmyndar í
mörgu. Hrifningin náði hámarki,
þegar Khomeini hélt innreið sína
í (ran og var fagnað sem frels-
andi engli. Vart mátti á milli sjá,
hvort hrifningin var meiri á rit-
stjórn Þjóðviljans eða meðal
meirihluta írönsku þjóðarinnar.
öllum er kunnugt um, hvað síð-
an hefur skeð í íran. Morðóðir
menn settust þar í valdastóla og
þar ríkir ekki vottur af lýðræði.
Fólk er tekið og skotið fyrir það
eitt, að einhverjum klerkanna
dettur í hug, að viðkomandi sé
andsnúinn stjórninni. Þrátt fyrir
gífurleg olíuauðæfi er efnahags-
ástandið bágborið og myrkur
miðalda hvílir yfir landi og þjóð.
Morðstjórnin í (ran þykir hins
vegar lítið fréttaefni í blöðum
vinstri manna og þykir sumum
einkennilegt, því að ekki er óal-
gengt, að tugir vinstri manna þar
í landi séu teknir af lifi á degi
hverjum. Hefðu slíkar aðfarir
einhvern tímann þótt f réttaef ni á
vinstri sfðunum. En allt á sínar
skýringar.
AAeðan upplausn fer hraðvax-
andi í (ran og stór hluti þingliðs-
ins hefur verið sprengdur \ loft
upp, sitja herrarnir i Kreml og
núa hendur sínar hinir ánægð-
ustu. Allt frá því keisarinn var
hrakinn frá völdum hafa Sovét-
menn undirbúið valdatöku sína í
landinu. Liður í þeim undirbún-
ingi var innrásin í Afghanistan,
| þótt pól tiskir einfeldningar á
Vesturlöndum haldi, að þar hafi
verið um sjálfstæða aðgerð að
ræða og Sovétmenn séu til viðtals
um að kalla innrásarliðið aftur
heim. Leyndarmálið um vopna-
sölu (sraela til Irans komst upp
vegna þess, að Sovétmenn hafa
barist gegn þessari vopnasölu.
Með því að Ijóstra upp um þessi
leynilegu viðskipti erkif jendanna
munu möguleikar (rana á að fá
varahluti og skotfæri í þau
bresku og bandarísku vopn, sem
her þeirra er búinri, verða litlir.
Sovétmenn bjóðast nú til að sjá
(rönum fyrir nægum vopnum í
stríðinu við íraka. Eftir því sem
öngþveitið magnast í Iran, vex
ánægja harðstjóranna í Kreml.
Strax og sýður uppúr og allsherj-
arupplausn verður, munu Sovét-
menn láta til skarar skríða. Segja
má, að þá hafi byltingin étið
börnin sín í annað sinn.
„Skallapopp og bárujárnspopp
19
FJOLMIÐLAR
SIÐUSTU VIKU
1
Þegar maður flettir blöðunum I liðinni viku er það harla fátt, sem
telja má að sköpum skiptia.m.k. i lifi þjóöarinnar eins og stundum
er sagt, enda þótt þaö hljóti vitanlega til tiöinda aö teljast, að taliö
var upp úr atkvæðakössunum við biskupskjöriö — og raunar ekki
séö fyrir endann á þvi máli enn. Og svo var bakkaö umhverfis land-
iðog hlýtur þaðbæði að teljast verulegtafrek — bæði fyrir bil og bll-
stjóra — sem kvaöst ekki vera með neinn hálsrig og má þaö merki-
legt heita. Umræðan um húsnæðisleysið hér i höfuðborginni hélt
áfram og tók á sig nýjar myndir og nú litur helst út fyrir, að Þjóð-
viljinn og Morgunblaðið geti rifist um stefnuna i þeim málum næstu
vikur. Hlýtur það að vera gleðiefni fyrir leiðarahöfunda þessara
blaða, einkum þar sem nær tíöindalaust er I pólitikinni.
w Biskupskjörið
5» Stærsta frétt liöinnar viku var
5» vitanlega biskupskjörið og þá
KS ekki siður hversu mjótt var á
SX mununum — aöeins eitt atkvæöi
SX skyldi þá að, Sira Pétur og Sira
SS Ölaf. En þvi miöur litur svo út,
SS þegar þessar linur eru settar á
SX| blaö, að Urslitin séu ekki endan-
w lega ráðin og valda þvi þau at-
Sjs; kvæði, sem kjörnefnd ákvað að
w skyldu ógild vara.
Ns Sá er þetta ritar hefur mikla
8$ samúð með þeim prestunum og
m þá ekki siður sakir þess, að
SS hvernig svo sem málinu verður
^ til lykta ráðið, þá mun sjálfsagt
SS lengi eima eftir af óánægju meö
SX hvernig farið hafi og jafnvel aö
XS úrslitin séu ekki alveg rétt.
8S| Raunar er það harla merkilegt,
SS[ að svona skuli hafa farið, þegar
w þess er gætt, að kosningin er bú-
w in aðstanda mánuðum saman —
,aö langur tími er látinn liða frá
8$ þviaðatkvæði eru greidd og tal-
KS ið er, og svona i fljótu bragði
SS virðist allt vera gert til þess að
SX koma i veg fyrir atvik eins og
SS þau, sem skeð hafa.
jS Þá hefur það vakið talsverða
athygli, að sú kosning, sem átti
að veraleynileg,er nánast orðin
opinber — vitaö er hverjir
greidduhin „ógildu” atkvæði og
itveim tilvikum hafa kjósendur
lýst þvi yfir hvort biskupsefnið
þeir styddu. En þó þykir þeim, er
þetta ritar.það þó hvaö merki-
legast, hversu sagan viröist
hafa endurtekiö sig i smáatrið-
um og minnir á kosningu Sira
Sigurgeirs biskups á sinum
tima.þegar tæpt atkvæði skyldi
þá að, Sira Bjarna Jónsson, auk
þess sem það er harla sjaldgjæft
að feögar sitji á biskupsstóli
a.m.k. í seinni tið.
Agætur maður lét svo um-
mælt á dögunum, að rétt væri að
vera ekkert að hræra meira i
þessu máli — keppinautarnir að
biskupsstólnum væru nú búnir
aö fá að heyra úrslitin og vænt-
anlega að sætta sig við þau — og
það væri aldeilis fráleitt að ætla
sér að fara að breyta úrslitun-
um meö þvi að endurmeta hin
ógildu atkvæði. Og þar aö auki
hefur eitt hinna „ógildu” at-
kvæba harðbannaö að láta opna
umslagið sitt — og hlýtur það
ekki að vera skylda kjörnefndar
aö fara aö óskum viökomandi?
Bubbi
Það hefur áður verið vikið að
þvi i þessum dálkum, hversu ó-
trúlega mikla áherslu blöðin
leggi á poppskrif og iþrótta-
fréttir og gangi jafnvel svo langt
að hafa sérfróða biaðamenn á
þessum sviöum, til þess aö
fjalla um þau. Nú skal þaö fús-
lega játað, að hér ræöur vitan-
lega smekkur þess, er þetta rit-
ar og eflaust verður það ætiö
umdeilanlegt hversu mikla á-
herslu beri aö leggja á fyrr-
greindar greinar mannlegrar
hegöunar.
Engu að siður þótti manni
sem skörin færðist heldur betur
upp i bekkinn, þegar Dagblaðið
birti frétt á baksiðu meö stórri
fyrirsögn um þaö, aö „Bubbi
segiskilið viö Utangarðsmenn”.
t fyrsta lagi er þaö enganveg
inn ljóst að allir lesendur Dag-
blaösjns viti hver þessi Bubbi
eiginlega er og þaðan af siður
hvað Utangarösmenn eru — en
jafnvelaöþvigefnu, að allir les-
endur blaðsins séu svo vel upp-
lýstir.þá geta það r.ú varla talist
meginfréttir, að einhverjir
strákar i poppgrupj u hætti sam-
starfi um tima!
Þaö skal raunar fúslega játað,
að höfundur þessara lina er
harla illa að Sér i poppheimi og
þar að auki orðinn alveg ruglað-
ur i þeim griðarmiklu blaða-
skrifum og lesendabréfum, sem
birst hafa undanfarið og fjalla
að þvi er manni skiilst, um hvort
sé betra eða verra, „gúanó”
rokkið eöa skallapoppið og nú
virðist ný tegund af þessari
tón„list” hafa bæst viö — semsé
„bárujárnrokk”. Og það vekun
upp þá hugsun, hvort sérfræð-
ingar blaðanna i þessum málum
gætu nú ekki sest niður og sett á
blað úrskýringar fyrir venju-
lega lesendur um þessi miklu
hitamál og hjálpað manni þann-‘
ig að verða umræðuhægur um
þennan býsna mikilvæga mála-
flokk.
Pólitik
Þótt býsna hljótt sé um rikis-
stjórnina þessa stundina og ým-
is þau deilumál, sem bar hvað
hæst i sumar, séu nú með öllu
horfin af siðum blaðanna —
samanber súrálsmálið sæDar
minningar — þá eru menn samt
aö reyna aö brölta eitthvað og i
siöustu viku beindist umræöan
hvaö mest aö húsnæðismálun-
um hér i höfuöborginni og eink-
um aö þeirri hugmynd Sigur-
jóns Peturssonar, forseta borg-
arstjórnar, aö réttast væri' aö
setja upp einhverskonar opin-
bert apparat, til þess að út-
deila húsnæði handa leigjendum
á götunni.
Þarna kom loksins mál, sem
unnt er aö þrefa um út frá hug-
myndafræöilegum sjónarhorn-
um og er ekki að efa, að það
verður gert eitthvað fram i
september. Kannski lengur.
Og svo komust málefni Sjálf-
stæðisflokksins á siður blaðanna
i vikunni sem leið. „Það vorar i
Sjálfstæðisflokknum” var fyrir-
sögn heillar-opnu greinar eftir
Anders Hansen. blaðamann á
Morgunblaðinu og er vitanlega
gleðilegt til þess að vita, að það
vori einhversstaðar einmitt á
þeim árstima, sem fölvi hausts-
Páll Heiöar
Jónsson
skrifar
i
I
I
I
ins er að setjast að.
Raunar fjallaði grein Anders
einkum um nauðsyn þess, að
menn fylktu sér um Friðrik Sóf-
usson alþingismann sem vara-
formannsefni flokksins á flokks-
þinginu i haust — og skildist
manni einna helst á Anders, aö Sí
Friðrik væri sá „ljúfi vorboði”
sem flokkurinn þarfnaðist um
þessar mundir.
Það má vel vera aö Anders
hafi alveg rétt fyrir sér i þessu
efni — á það skal enginn dómur
lagður — en þessi grein hans
vakti athygli þess. er þetta ritar
þó einkum fyrir þær sakir, að
það er harla sjaldgjæft að starf-
andi blaöamenn riti greinar af
þessu tagi — a.m.k. i Morgun-
blaðiö.
Kannski er ekkert við þvi að
segja, en engu að siður virðist
manni sem það geti orkað tvi-
mælis, að „atvinnublaðamað-
ur” fjalli á þennan hátt um ein-
staklinga i tilteknum stjórn-
málaflokki —þó ekki væri nema Si
fyrir þær sakir, að þeir aðrir, §§
sem hug kynni að hafa á vara-
formennskunni kynnu aö
hugsa sem svö, að blaðamenn
Morgunblaðsins muni beita að-
stööusinni einum frambjóðenda
til framdráttar fremur en öðr-
um. Og hvað verður þá um hug-
myndina um hið óháða frétta-
blað?
Páll Heiðar Jónsson
1