Vísir - 01.09.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 01.09.1981, Blaðsíða 19
Hvað með framtíðina? Bandarískir spámenn reyna að svara Þeirri spurningu hvaö fram- tiðin beri i skauti sér getur vist enginn svaraö, en þar fyrir eru þeir margir, sem þykjast lesa framtið mannkynsins i stjörn- um, bollum spilum eða guð má vita hverju. En þótt flestir hlæi að blessuöum spámönnunum fer ekki hjá þvi aö spár þeirra veki forvitni. Nýlega var hinum frægustu slikum i Ameríkunni safnaö saman og þeir beðnir um að spá um helstu viðburði kom- andi mánuða og ára. Við skulum kikja á það helsta. Stjörnurnar, — Jimmi Carter gerist trú- aður mjög. — Alan Alda leikari (MASH) snýr sér að pólitik. — Reagan forseti fær friðar verðlaun Nóbels. — Betty Ford fer lika i stjórnamálavafstrið. — Frank Sinatra verður gjaldþrota. — Sofia Loren tekur aftur saman við Ponti gamla að loknu smá - hliöarspori með tveimur glaumgosum. Gifurlegar oliulindir finnast i Bandarikjunum. Sofia og Ponti taka aftur saman — Loretta Swit (Hot Lips úr MASH) bjargar litlum hundi frá þvi að verða fyrir bil i New York. Hún sleppur sjálf meö skrámur (þa'ö er nákvæmnin sem gildir). — Muhammed Ali snýr aftur og endurheimtir heimsmeist- aratitilinn i hnefaieikum. — John Travolta leikur Super- mann i þriöju kvikmyndinni um kappann sterka. — Jackie Onassis hverfur úr sviðsljósinu og skrifar endur- minningar sinar. — John Travolta veröur ást- fanginn af móður Brookie Shields og allt verður vitlaust. — Larry Hagman (J.R.) slas- ast alvarlega við upptöku á Dallas. — Yoko Ono giftist aftur lag- iausum bissnessmanni. — Alexander Haig, utanrikis- ráðherra Bandarikjanna, verður að draga sig i hlé af heilsufarsástæðum. Skúnkaverk. — 3 milljónir bandarikjadoll- ara i 20-dollaraseðlum munu af slysni detta úr flugvél eitur- Sinatra gjaldþrota. lyfjasmyglara og dreifast um Ft. Lauderdale svæðið i Florida. (Allir á staðinn). — Eldfjallið Mt. Helen mun gjósa með enn meiri látum en fyrr. — Mark Chapman, sá sem ákærður var fyrir morðið á John 'Jíf' Sú besta \ í Bretlandi Pennie Atha skaut 700 kepp- , endum ref fyrir rass í keppni um titilinn ,,Besti einka- \ ritari Bretlands" en þar- i sigraöi hun medglaesibrag. j Stulkan su ku geta hraö Jj skrifað 120 orö á minutu M og pikkaö 60 orö á sama JK? ! timaskeiöi á skrif maskinu. Og svo litur hun Æm alveg þokka a lega ut. jÆ AIi kcmur, sér og sigrar enn á ný. Lennon, mun flýja úr fangelsi og sitja um hina Bitlana. — Tveir aðilar veröa hand- teknir í viðbót vegna barna- moröanna i Atlanta. — Hryöjuverkamenn reyna aö sprengja Eiffelturninn i Paris i loft upp. Samband við geimverur. — Otvarpsstöö á Puerto Rico kemst i samband við viti bornar verur á nálægri reikisstjörnu. — Fyrrum geimfari, Edward Aldrin, mun upplýsa að NASA eigi i fórum sinum skýrar myndir af „fljúgandi furöuhlut” eða flugfari geimvera. — Bandarikjamenn munu opinberlega komast i samband við geimverur frá öörum hnetti. — FFH lendir á eyju i Karabiska-hafinu og verur innanborös munu stofna nýjan trúflokk, sem nær mikilli út- breiðslu. Efnahagur — Gifurlegar oliulindir munu finnast i Alaska og við vestur- strönd Bandarikjanna. — Orkukreppan mun leysast með tilkomu nýs orkugjafa, sem verður ódýrari en olia, öruggari en kjamorka og „praktiskari” en kol. — Gullverö fer yfir 1000 doll- ara únsan. — Plastbilar munu valda bylt- ingu i bilaiðnaði. Ýmislegt.... — Titanic næst upp á yfir- boröiö,en litiö verðmætt finnst i skipsflakinu. — Týnda borgin Atlantis finnst nærri Bahama-eyjum. — Visindamenn munu finna upp lyf við liðagigt. — Blóðvökvi úr áströlskum kolkrabba mun lækna krabba- mein og hjartasjúkdóma. — Nútima-Tarzan kemur i leitirnar i Afriku og reynist vera fjarskyldur ættingi Howard Hughes. Reynt að sprengja Eiffel-turn- inn. Carter gerist trúhneigður. J.R. slasast alvarlega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.