Vísir - 01.09.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 01.09.1981, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 1. september 1981 VlSIR - AKUREYRARBÆR ÆTLAR AÐ LÁTA GERA VIÐ GAMLA RARNASKÓLANN IHHBÆIHGAR OQ ODDEYRINGAR VILDU HAFA HANN SEM NÆSTAN SER Hjörleifs Stefánssonar, arki- lekts, á gamla barnaskólahús- inu á Akureyri, en hann gerði á þvi úttekt að beiðni bæjarráðs. Það er ekki ofsögum sagt, að gamli barnaskólinn við Hafnar- stræti hafi „hrörleikablæ”. Húsið hefur alla tið verið i eigu Akureyrarbæjar, en undanfarin ár hefur það verið látið drabb- ast niður, rétt eins og ætlast væri til að timans tönn kæmi þvi fyrir kattarnef. Um þverbak keyrði eftir að siðustu ibúarnir fluttu úr húsinu, þvi að þá fengu skemmdarvargar verkefni við hæfi. Er svo komið.að búið er að brjóta hverja einustu rúðu i hús- inu og allt lauslegt innanhúss hefur verið brotið. Klósett- skálarnar hafa ekki einu sinni fengið frið og klámgefnir lista- menn hafa skreytt veggi. Til að kóróna allt saman hefur panel af heilum vegg verið stolið. Eft- ir stendur vegggrindin ber. Þar hafa engin börn verið að verki. Hvað skal gera við hús- ið? Það hefur vafist fyrir bæjar- nði Akureyrar að ákveða, hvað gera skal við húsið. i sum- ar var ákveðið að selja það, en hætt við það á siðustu stundu. Þá var Hjörleifi Stefánssyni fal- ið að gera úttekt á húsinu ásamt kostnaðaráætlun vegna við- gerðar. Áætlar Hjörleifur, að það kosti 949.500 kr. að koma húsinu i lag að utan sem innan. Er þá miðað við að koma húsa- skipan i þvi sem næst uppruna- legt horf, en i áætluninni er ekki gert ráð fyrir innréttingum i kjallara. Samkvæmt fjárhags- áætlun er gert ráð fyrir 150.000 kr. til viðgerða á húsinu i ár, en frá þvi dregst ýmiskonar kostnaður við húsið og við undirbúning að framkvæmdum, þannig að reiknað er með að 115.000 verði til framkvæmda. Er reiknað með að sú upphæð dugi til brýnustu framkvæmda fyrir veturinn. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar J. Sigurðssonar, bæjarfulltrúa og bæjarráðs- manns, þá eru ekki likur til þess að húsið verði selt. Taldi hann liklegast að bærinn léti gera við húsið samkvæmt tillögum Hjör- leifs og nýtti það siðan til félags- eða menningarstarfssemi. Sagði Sigurður, að Myndlistar- skólinn væri efst i hugum manna i þvi sambandi, þótt ýmislegt fleira kæmi til greina. Millivegurinn var þrautalendingin Árið 1898 var samþykkt i bæjarstjórn Akureyrar að byggja sameiginlega skóla- byggingu fyrir allan bæinn. Ekkivorumenná eitt sáttir um, hvar best væri að láta hann standa. Vildu bæði Innbæingar og Oddeyringar hafa hann sem næstan sér. Á þeim árum Neglt fyrir glugga, enda búiðað brjóta hverja einustu rúðu i skólan- um gamla. skiptist bærinn i tvo hluta og var óbyggt svæði á milli þeirra. Endirinn varð sá að bæjarstjórn samþykkti með naumum meiri- hluta að byggja skólann miðja vegu milli bæjarhlutanna. Var vegalengdin milli nyrsta og syðsta húss bæjarins mæld ná- kvæmlega og skólahúsið sett á miðjuna við Hafnarstræti 53. Ákveðið var að skólastoíurnar yrðu þrjár og áttu þær að rúma lOObörn.sem hvert um sig hefði 100 kúbikfet andrúmslofts. Gerði Bergsteinn Björnsson teikningarað húsinu. Leitaö var eftir tilboðum i smiðina og tekiö boði Bjarna Einarssonar upp á 6.350 kr. eftir að hann hafði fall- ist á að lækka það um 100 kr. 18. október árið 1900 vigði bæjarfó- geti siðan húsið. Þótti það þá bera af öllum skólahúsum landsins, að hans sögn. Þá var öldin önnur. 1 Stefni 7. nóvember er fróðleg lýsing á húsinu, sem lýsir vel byggingarháttum á þeim tima. Þar segir m.a.: „Veggir og kennslustofur eru að utan klæddir venjulegum klæðningsborðum, en milli þeirra og grindar er klætt með asfalt pappa, i m iðja grindina er felld borðaklæðning og veggirn- ir þvi næst klæddir innan með venjulegum innanþiljuskifum, en milli þeirra og borðanna i grindinni er þjett troðið mosa. Gluggar allir i stofunum tvö- faldir og stærð glugganna i hverri stofu sem næst 1/6 á móti gólffleti. Skilrúm öll i húsinu eru tvö- föld og þjett troðið mosa milli þilja, stoðir og bindingar i þeim úr 3x3 þumlunga trjám. Berst hljóð þvi litt i gegn um þau, nje hiti og kuldi”. Gamli barnaskólinn er stórt, einlyft timburhús með lágu risi á háum steinkjallara. Húsið er rúmir 26 m að lengd og tæpir 9 m að breidd. Þrjár kennslustof- ur voru upphaflega i húsinu, auk óþiljaðs leikfimissalar nyrst. Þarna var Barnaskóli Akureyr- ar til húsa fram til 1930. Siöan fiutti Amtsbókasafnið i húsið og var Daviö skáld frá Fagraskógi þá bókavörður og bjó hann jafn- framt i húsinu. Einnig rak bær- inn þar saumastofu. Siðar var húsið notað sem ibúðarhúsnæði allt fram á siðasta ár. Ýmis þægindi i húsinu 1 áöurnefndri grein i Stefni kemur fram, að ýmis þægindi voru i húsinu, þó ekki þætti mik- ið til þeirra koma i dag. Þótti til að mynda ekki dónalegt að geta skákað Reykvikingum, en um upphitun i húsinu segir i Stefni: „Ofnar og loftpipur i kennslu- stofunum eru hinar fullkomn- ustu scm eru til hjer i bæ og efa- saml að upphitun og loft- breyting sje i eins góðu lagi i hinum nýja barnaskóla i Reykjavik, eins og er i skóla þessum”. Siðar segir i sömu grein: „Vatnsleiðsla og þægindi. Skammt fyrir ofan húsið i brekkunni er litil uppsprettu- lind, þaöan hefir vatn verið leitt i járnpipu inn i kjallarann og upp á skólaganginn, eru á gang- inum þrjú þvottaföt fyrir börn- in, sem vatnspipurnar liggja að, en frá þeim liggja skólprennur úr járni niður um kjallaragólfið og fram fyrir veg”. Þá þætti heldur ekki dónalegt nú til dags að hafa gosdrykkja- verksmiðjur i barnaskólum, en fyrstu starfsár barnaskólans var slik verksmiðja i kjallaran- um. Um það segir i blaðagrein frá þeim tima: „Knud Hertervig hefur stofnað gosdrykkjaverksmiðju i kjallara skólans. Hún fram- leiðir m.a. sódavatn, sitrón, hindiberlimonaði, jarðarberja- limonaði. Ennfremur súra og sæta saft, edik og gerpúlver. Hertervig segist hvergi hafa fengið svo gott vatn i gos- drykkjagerð”. Texti o g myndir Gisli Sigurgeirs- son Akureyri. „Barnaskólinn gamli virðist vera vel viðað og traust hús. Skortur á umhirðu og skemmdarverk, sem unnin hafa verið á húsinu,ljá þvi hrörleika- blæ, sem ekki er i fullu sam- ræmi við ástand þess. 1 húsinu eru stór og björt herbergi, sem henta vel sem fundarherbergi, skrifstofuherbergi eða kennslu- stofur. Húsinu mætti koma i gott ástand á nýjan leik og hýsa þar einhverja þá starfsemi, sem bæjarfélagið þarf að sjá fyrir húsnæði. Kostnaður viö lag- færingar yrði óverulegur, miðað við nýbyggingu. Húsið er sér- stakt frá sögulegu sjónarmiði og einnig er það sérstakt sem bygging”. Þannig hljóðar álit Gamli barnaskólinn stendur i brekkunni fyrir neðan Menntaskólann, rétt viö Samkomuhúsiö. Allt lauslegt hefur verið brotið og eyðilagt inni i húsinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.