Vísir - 19.09.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 19.09.1981, Blaðsíða 16
16 Laugandagur 19. september 1981 vísm Heima. Frá vinstri: Margrét, Sigfús Már, Gu&laug. Súperman er líka Það er ár fatlaðra. Kjör og aðstæð- ur þessa „sérhóps” i þjóðfélaginu (eins og fatlaðir heyrðu ekki þjóð- félaginu til!) hafa verið mikið tii um- ræðu, og liklega hafa fæstir komist hjá þvi að heyra a.m.k. einhvern óm umræðunnar: Hönnun húsa þarf að breytast, svo fatlaðir eigi greiðari að- gang. Fyrirkomuiag i ótal þjónustu- stofnunum þarf að lagast — margir fatlaðir voga sér varla i verslun, vegna þess þeir ná ekki i efstu hill- urnar úr hjólastólnum. Útivistar- svæði eru mörg hver ekki þannig úr garði gerð, að fatiaðir eigi auðveit með að fara þar um. Og viða vantar lyftur. Umræðan hefur lika snúist um skólamál og hina svonefndu blönduðu bekki. Og það var sam- þykkt á þingi skólamanna i haust að vissulega skyldu bekkir vera blandaðir. Fólk á aö geta veriö saman, það er engin þörf á að- skilnaöi. Nú hefur umræðan færst yfir á annað svið — i bókstaflegri merk- inu: Idag veröur frurnsýnt á sviði Alþýðuleikhússinsi Hafnarbiói leikritið Sterkari en Súperman. Leikrit um fötlun. Þaö er mikið um að vera, þegar blm. ber að garði i Alþýðuleik- húsinu, sem var áður Hafnarbió. Þaö er verið að mála borö og bekki, til að gera anddyriö vist- legra, og úti i horni sitja leikhús- stjórarnir, Jórunn Sigurðardóttir og Sigrún Valbergsdóttir og brjóta heilann um áskriftarkort og afsláttarsýningar, sem vænt- anlegum áhorfendum er boðiö uppá. Leikið á ári fatlaðra. Leikarar með trúverðug yfir- skegg hlaupa um i leikbúningum, þeir eru að undirbúa æfingu á Sterkari en Súperman, leikritinu sem þegar er viðfrægt oröið vegna umræðunnar sem sprottiö hefur upp á ári fatlaðra. M.a. var leikið úr þvi á útifundi Sjálfs- bjargar á Lækjartorgi i vor sem leiö. Leikstjórinn, Thomas Ahrens, er þýskur. Hann lék um árabil hjá þýska leikflokknum GRIPS i Berlin og viðar um Þýskaland vestra. Hann leikstýrði Pæld'iöi i fyrravetur, og nú heldur hann um stjórnartaumana á æfingum á Sterkari en Súperman. Bæði verkin eru fengin frá GRIPS, sem erlend leikhústimarit segja merkasta barna- og unglingaleik- hús i þýskumælandi heiminum og þó viðar væri leitað. Alþýðuleik- húsið sækir ekki á léleg mið i verkefnavali sinu fyrir börn og unglinga. En Thomas segirá hlaupum frá tilurð leikritsins: „Það var þannig, að höfundur Súpermans, Roy Klift, kom til GRIPS að sjá okkur og kynnast. Hann skrifar sjálfur fyrir barna- og unglingaleikhús i London og sagði, að sér fyndist það sem við vorum þá að gera mjög gott, og vildi skrifa fyrir okkur. Þeir eru reyndar margir, sem segjast vilja skrifa fyrir GRIPS, en leik- hússtjórinn okkar Volker Ludwig, sagði við Roy Klift, aö hann - skyldi standa við það, hann skyldi skrifa leikrit um fólk i hjólastól. Roy Klift lofaði aö reyna, og tveimur mánuðum siðar kom hann aftur meö Sterkari en Súperman. GRIPS varð þvi fyrst allra til aö setja þetta verk á svið, og ég held aö uppfærsla okkar veröi sú fjórða i röðinni. En til marks um vinsældir verksins má geta þess, að það er enn á fjölun- um bæðihjá GRIPS og i London, einu og hálfu ári eftir aö það var frumsýnt þar”. Þar með var Thomas rokinn, hann kallaði til æfingar og leikararnirtindustá bakvið. Blm. settist inn i salinn að fylgjast með. Og innan tiðar var kveikt á ljóskösturum, sem lýstu stofuna á sviðinu og æfingin var þar með hafin. Sem fyrr segir leikstýrir Thom- as Ahrens leikritinu, Jórunn Sig- uröardóttir er aðstoðarleikstjóri, Grétar Reynisson gerir leikmynd og Olafur Haukur Simonarson semur ljóð og lög. En þýðinguna gerði Magnús Kjartansson. Að lifa eins og aðrir. Aðalpersónurnar i verkinu eru systkini, drengur og stúlka, og vinur þeirra, sem er nýkominn erlendis frá og talar islenskuna ekki nógu vel. Þegar leikritið hefst eru systkinin nýflutt i framandi borgarhluta, þar sem bflarnir aka á hraðbrautinni — og fleira er ókunnugt og jafnvel ógn- vekjandi fyrst i staö i hinu nýju umhverfi. Annað systkinanna er lamað, og þarf auðvitað eins og flest börn að sækja skóla, um- gangast vini sina og félaga, leika sér, njóta útiveru. Lifa eins og aðrir. Systkinin eru leikin af þeim Guðlaugu Mariu Bjarnadóttur og Sigfúsi Má Péturssyni, Gummi, vinur þeirra-, sem er nýkominn heim að utan er leikinn af Thomasi Ahrens, móðiriner leik- in af Margréti ólafsdóttur og önn- ur hlutverk, sem eru mörg, eru leikin af Birni Karlssyni og Viðari Eggertssyni. Innan kerfis og utan. „Það er mörgum áleitnum spurningum varpað fram i leik- ritinu”, segir Jórunn Sigurðar- dóttir aöstoðarleikstjóri aö lok- inni æfingu. „Spurningarnar eru velþekktar úr umræðunni um fatlaða, og fjalla til dæmis um það, hvernig er að komast leiðar sinnar i hjólastól — innan kerfis- ins og utan þess.” — Er þetta kannski svonefnt kennsluleikrit? „Það stendur fyrir sinu eins og það er, og það þarf ekki nauðsyn- lega að ræöa um það eftir sýn- ingu. En þaö gildir auðvitað það sama um þetta verk og önnur leikhúsverk: það má auðvitað alltaf læra eitthvað nýtt i ieikhús- inu og leikhúsið varpar alltaf fram einhverjum spurningum sem áhorfendur verða að glima við. Margt smátt gerir.. — Er þetta bölsýnt verk? Fer maöur út daprari en þegar maöur kemur inn? „Nei, þetta er mjög glaðvært leikrit, þótt það fjalli um alvarlegt málefni. Hitt er svo kannski annað mál, hvort sé nokkur ástæða til bjartsýni þegar málefni fatlaðra eru annars veg- ar — þó ekki sé minnst á nema það smávægilega, eins og gang- stéttarbrúniriréttri hæö svo bæði fatlaðir og blindir geti notið þeirra, rennibrautir með tröpp- um og ótal margt fleira. Þetta hljómar kannski smátt, en gæti, ef gert væri, valdið ger- breytingu á högum fatlaðra. Guö- mundur Magnússon leikari var á ferð i smábæ i Sviþjóö fyrir skemmstu, og hann hélt fyrst að i þessum bæ byggi óvenju margt fatlaö fólk. En þegar betur var aö gáö, þá var málum einfaldlega þannig háttað, að fatlaö fólk gat komist út fyrir hússins dyr og bjargað sér, án þess að aðstæður kæmu i veg fyrir það.” Leitað til fjöida fólks. —Kynnti leikhópurinn sér sér- staklega kjör og aöstæður og þá ekki siður kannski viöhorf fatl- aöra, þegar kom til tals aö taka þetta leikverk til sýninga? „Já, það gerðum við. Við heim- sóttum barnaheimilið Múlaborg, sem er eina blandaða barnaheim- ilið á landinu, eins heimsóttum við Hliðaskóla, þar sem eru blandaðar bekkjardeildir. Þar höfðum við tal af börnunum, kennurum þeirra, sjúkraþjálfara, og það var leitað til ótal fleira fólks. Siöan héldum við i vor forsýn- ingu á verkinu og báðum allt þetta fólk um að koma að sjá og segja okkur siöan, hvort þvi fynd- ist við vera á réttri leið. Þannig fengum við margar mikilsverðar ábendingar um margt, og þótt viö höfum kannski ekki fylgt þeim öllum út i ystu æsar, þá urðu þær að minnsta kosti til þess að gefa okkur, sem höfum unnið að sýn- ingunni, betri innsýn i það vanda- mál, sem fatlað fólk býr við. Blendnar tilfinningar. Og ekki siður vildum við fá að Rætt við Thomas Ahrens og Jórunni Sigurðardóttur um sýningu Alþýðu- leikhússins, Sterkari en Súperman

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.