Vísir - 19.09.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 19.09.1981, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 19. september 1981 Við fyrstu sýn virðast fréttir af rekstrarvanda einstakra frystihúsa víðsvegar um land vera vmjulegur og árviss hr'jrmagrátur atvinnu- v íganna með kröfum um .. eytt og betri rekstrar- skilyrði. En þrátt fyrir að við vitum að tilhneiging sé til að mála skrattann á vegginn er það engu að siður staðreynd að frysti- iðnaðurinn er rekinn með umtalsverðum halla. Ýmsir velta þvi fyrir sér hvernig þetta geti gerst á sama tíma/ og staða dollarsins styrkist og veruleg hækkun varð á þorskflökum á Banda- rikjamarkaði í sumar. Yfirleitt þegar þessi staða kemur upp hefur frystiiðnaðurinn blómst- rað. Skýringa á þessu er hinsvegar að leita i óhagstæðum breyting- um á öðrum ytri skilyrðum, versnandi stöðu frystingar gagnvart öðrum fiskvinnslu- greinum og ýmsum innri breyt- ingum i frystiiðnaðinum en þær eru mörgum frystihúsamönnum mikið áhyggjuefni. Siðast en ekki sist má nefna þá gömlu drauga sem allar atvinnu- greinar hafa þurft að glima við um árabil, innlendar kostnaðar- hækkanir og sá þröngi rammi sem efnahagsstefna stjórnvalda setur fyrirtækjunum. Nú stendur fyrir dyrum ákvörðun nýs fiskverðs og má búast viö þvi að gerðar veröi kröfur um að það hækki til jafns við almennar launahækkanir 1. september siðastliðinn þannig að fyrirsjáanlegt er að vandinn á eftir að aukast enn meir. Evrópa brást A undanförnum árum hefur verið lögð mikil áhersla á að selja freðfisk á Evrópumarkaö þar sem Bandarikjamarkaöur hefur ekki getað tekið við þeirri framleiðsluaukningu sem var allt fram á siðasta ár. Þá kom til sölutregöu á Bandarikjamarkaöi þannig að enn meira kapp var lagt á Evrópumarkaöinn. Nú bregður svo við vegna gengisþróunar- innar að sama verö fæst fyrir freðfisk á Evrópumarkaði og i ársbyrjun eða þvi sem næst en framleiðslukostnaöur hefur aukist um 20—30%. Ekki er hægt að stöðva framleiöslu á þennan markaö bæði vegna þess aö viö þurfum aö losna við ákveöiö magn þangað og oft þegar mikill afli berst á land er eina ráðið til að forða hráefninu frá skemmdum að framleiða i fljðtunnar ódýrar pakkningar á Evrópumarkað. „Erum ad úti- loka okkur sem matvælafram- leiósluland” Arni Benediktsson. Blokkin lækkar Hluti vandans liggur einnig i þvi að frystihúsin liggja með miklar birgðir af karfa á Rúss- landsmarkaö sem ekki hefur tekist að semja um sölur á. Ný- lega tókust samningar um 500 tonn en vænst hafði veriö samn- inga um 5000 tonn. Þetta eykur á fjármagnskostnaöauk þess sem rekstrarfé er bundið i þessum birgðum og greiöslustaðan versnar. Þá hefur það gerst aö sam- setning framleiðslunnar hefur breyst og meira er nú framleitt af ódýrari tegundum svo sem frystum karfa. Einnig hefur oröið aukning á framleiöslu þorskblokkar um leiö og flaka- framleiðsla hefur minnkaö en flökin eru allt að 75% verðmeiri en blokkin. Þarna kemur tvennt til blokkin er fljótunnari þegar bjarga þarf hráefni frá skemmdum eða að hráefniö er ekki nógu gott i flakapakkn- ingar. Þótt þorskflökin hafi hækkað i veröi i Bandarikjamarkaöi hefur það gerst aö þorskblokk- inn hefur lækkað um 8% i verði frá þvi i júni og sú lækkun eykur hallarekstur frystihúsanna um 1% miðað við heilt ár. Siðastliðið sumar var það birgöavandinn og söluerfiðleik- arnir sem voru að sliga frysti- iðnaöinn en i ár er vandinn miklu margþættari. segir Árni Bene- diktsson formaður Félags Sambands fiskframieiðenda Píndir atvinnuvegir „Náttúrulega ber hæst sú til- hneiging stjórnvalda að draga úr verðbólgunni með þvi að pina atvinnuvegina og reyndar mega opinber þjónustufyrirtæki sæta sömu meðferö”, sagði Arni Benediktsson formaður Félags Sambands fiskframleiðenda er Visir ræddi við hann um vanda frystihúsanna. „Þetta getur gengið tima- bundiö en siöan springur það. Nú nálgast stöðugt sá timi að þetta springur. Hluti af vanda frystingarinnar er einnig að saltfisks og skreiðarverkun standa miklu betur. Þegar gengisskráning er ákveðin er ó- hjákvæmilegt að litiö sé á stöðu atvinnuveganna i heild og þvi kemur betri staöa annarra niöur á frystingunni. Eins og staöan er nú er frystingin rekin með 6% halla en aftur á móti er verulegur hagnaður á saltfiski og skreið. En I heild er fiskvinnslan þó rekin með tapi. Þetta kemur á- kaflega mismunandi niður á fyrirtækjunum en sérstaklega verða þau fyrirtæki illa úri sem eru svo til eingöngu með frystingu”. Nauðsyn á breyttri veiði- stefnu Arni benti einnig á þaö atriði sem væri að veröa afgerandi fyrir afkomu einstakra fyrir- tækja, aö ef þau lentu i áföllum og þyrftu aö taka lán til aö fleyta sér yfir timabundinn vanda, væru þau nánast búin að vera vegna þungrar vaxtabyrði Við spurðum Arna aö þvihvaða áhrif stjórnun fiskveiöa hefði á afkomu fiskveiöa. „Þaö er nauösynlegt aö breyta fiskveiöistefnunni bæöi að þvi er snertir skrapdagastefn- una og nýtingu fiskveiðilögsög- unnar. 1 raun og veru er farið aö halda svo mikið aftur af hag- stæðustu skipunum með ýmsum takmörkunum að óhagkvæm skip sýna nú betri afkomu. Þetta er ákaflega slæmt þvi viö erum að fá vantrú á bestu skipunum sem send eru á skrap og þurfa að veiöa langt frá landi. Þrátt fyrir að flotinn sé of stór er að skapast núna stórauk- in eftirspurn eftir bátum. Þarna er komin ákaflega óhagkvæm misvisun og þetta er óheppilegt fyrir vinnsluna. Fjölda mörg frystihús voru ekki búin undir það að taka við skrapfiski i svo stórum stil. Hús i stórum landshlutum eru fyrst og fremst búin út fyrir vinnslu á þorski og geta aöeins tekið viö smávegis af öðrum tegundum. t þessu sambandi sé ég ekki aðra lausn en að skipta þeim fisktegundum sem háðar eru takmörkunum á milli skipanna. Meiri f járfesting Karfavélar I landinu eru um 70—80 en frystihúsin eru 100 sum hús eru með tvær karfavél- ar ennþá að óbreyttu ástandi. Ef hægt væri að jafna þessum afla einhvernveginn þyrfti ekki nema 15 vélar til að anna karfa- veiðinni. Þetta er dæmi um f járfesting- ar sem fyrirtækin hafa neyöst til að fara út I vegna þeirrar fisk- veiðistefnu sem rikir. Þá hafa húsin þurft að leggja út i fjár- festingar vegna þess að meiri afli berst að en áður. Þetta þurfa þau að gera á sama tima og fjármagnskostnaður er óheyrilegur. Þessar fjárfestingar dreifast misjafnlega bæði eftir fyrir- tækjum og landshlutum. Arið 1976 var fjármagnskostnaður á bak viö framleiðsluna helmingi minni á Vestfjörðum en við Suð- urströndina. Nú hafa þeir orðið að fjárfesta til jafns við sunn- lendingana sem hefur gjör- breytt þeirra stöðu. Þar inn I er meðal annars kaup á vélum fyr- ir karfavinnsluna”. Versnandi gæði Arni sagði einnig að ástæða væri til þess að vara alvarlega viö þeirri þróun sem orðin hefur varðandi gæði framleiðslunnar. „Meö þessu kerfi sem viö not- um núna við stjórnun, þar sem leyft er að veiöa þorskinn á ákveönum dögum, leiðir til þess að bókstaflega allter vitlaust þá dagana. Það er ekki gengið eins vel frá aflanum um borö og áður og i þessum aflatoppum þar þarf fiskurinn aðstanda lengur i frystihúsum en góðu hófi gegn- ir. Þróunin er aö veröa sú, að við erum að útiloka okkur sem mat- vælaframleiösluland vegna þess aö við erum aö setja sífellt meiri takmarkanirá möguleika okkar aö vinna fiskinn með helgartak- mörkunum, yfirvinnubönnum og hvildartimaákvæðum. Þrátt fyrir aö meiri verðmun- ur sé nú á milli þorskblokkar og þorskflaka en nokkru sinni áður minnkar flakaframleiðslan. Þaö er einfaldlega vegna þess að ekki er nógu mikið af fiskin- um hæfur i þessa vinnslu. Þetta er hlutur sem ég veit mæta vel um og treysti mér til að staðhæfa, þvi viö höfum verið að reyna að hjálpa húsum til þess einmitt að auka magnið i flök. Það hefur ekki heppnast vegna þess aö fiskgæðin hafa ekki veriö næg”. KS Kjartan Stefánsson skrifar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.