Vísir - 19.09.1981, Blaðsíða 20
20
Laugardagur 19. september 1981
myndin er þaö lika. Hún byrjar,
eins og bókin, á kartöfluakri,
þar sem situr kona i mörgum
pilsum. Viö sjóndeildarhringinn
sjást löggur aö elta mann. Þessi
maöur leitar skjólsundir pilsum
konunnar, sem hristir hausinn,
þegar lögreglumennimir spyrja
hana um þann elta. 1 sama
mund er móöir Óskars getin
undir pilsunum og þannig hefst
saga stráksins með trommuna!
Erfið kvikmyndunar
Marga kvikmyndagerðar-
menn haföi dreymt um aö búa
til mynd um Óskar. En Gunter
Grass var ekki á þvi. Og raunar
voru flestir á þvi, aö þaö væri
útilokaö að búa til kvikmynd
eftir þessari bók. Schlöndorff
leistilla á það i byrjun. Honum
fannst máttur skáldsögunnar
liggja i orðunum, orðum sem
ekki er hægt að breyta i kvik-
mynd. Schlondorff var hálft ár
að hugsa sig um áöur en hann
gaf framleiðendum kvik-
myndarinnar jákvætt svar.
Hann fór á fund Grass og þeir
ræddu handritiö. Grass var
raunar meö i ráðum allan
timann, skipti sér mikiö af
handritinu og siðar af upp-
tökunum. Hann skrifaði sjálfur
mörg samtöl myndarinnar og
einnig eintal öm mu Óskars, sem
hún talar fram i lokin.
Hann ræddi einnig
persónurnar viö leikarana og
skýrði Ut fyrir þeim, hvaöa fólk
þetta væri, sem veriö væri að
lýsa. „Lágstéttarfólk, þaö fólk,
sem kom Hitler til valda. Þaö
var hugsunarháttur þessa fólks,
sem náði yfirhöndinni — ekki
einhver machiavelliskur djöful-
máttur.”
Kenning Grass — og hann er
alls ekki einn um þá kenningu —
er að rætur nasistatímabilsins,
sé að finna i sjúku hugarfari
þýskrar borgarastéttar þegar i
lok fyrri heimstyrjaldarinnar.
Enda tekur óskar ákvöröun
sina um að halda áfram að vera
barn, áður en nasistarnir ná
völdum. 1 huga Óskars er
nasisminn aðeins afleiðing alls
þess, sem hann hefur þegar
snúið baki við.
Óskar, aðalhlutverk sögu og
kvikmyndar, er leikinn af 13 ára
gömlum dreng, David Bennent,
sem Schlöndorff var bent á
þegar hann innti lækna eftir
hliðstæðum'óskars, mann.sem
hættir að vaxa. David þessi
hefur vaxtarlag 4 ára drengs, en
hefur haldið áfram að þroskast
andlega þ-átt fyrir það.
Schlöndorff sagði um hann, að
það hefði ekki verið smæð
Dacids, sem réði úrslitum þegar
hann réðihann i aðalhlutverkið,
heldur augu drengsins, „stór,
alsjáandi augu, sem um leið
virtust hafá alla sögu
Tintrommunnar á bak við sig.”
Leikur David Bennents er ekki
hvað sist það sem gerir þessa
kvikmynd stórbrotna
,,Reyndi að þjóna
bókinni.”
Si"ðasti hluti bókarinnar segir
frá þeim tima er þýska efna-
hagsundrið var að koma undir
sigfótunum, en Schlöndorffnam
staðar árið 1956, enda átti hann
fullt i fangi með að klippa tæp-
lega 4 klukkustunda kvikmynd
niður i hæfilega lengd eins og
var. En hann hefur gefið i skyn
að e.t.v. eigi hann eftir að kvik-
mynda siðasta hlutann seinna.
Hrósyrðum um kvikmyndina
Tintrommuna eins og hún
stendur, svaraði Schlöndorff á
þessa leið:
,,Ef maður er.með svo frum-
legt listaverk á milli handanna
eins og skáldsaga Grass er, þá
leggur maður sig ekki niður við
að reyna að gera eitthváð enn
frumlegra. Þá er um að gera að
gleyma sjálfum sér, þá má ekki
segja sem svo: Grass skrifaði
bókina en sjáður hvað ég gerði
flott mynd um hana!
Ég reyndi dcki að gera Tirv
trommuna að minni eigin
mynd, ég reyndi bara að þjóna
bókinni.”
Tintromman hlaut óskars-
verðlaunin árið 1980 sem besta
erlenda kvikmyndin. Hún
verður sýnd i Tjamarbiói á
sunnudaginn, fimmtudaginn og
sunnudaginn annan kemur.
Samantekt/Ms
David Bennent I hlutverki Óskars.
Kvikmynda-
klúbburinn Fjala-
kötturinn hefur starf-
semi vetrarins á
morgun með sýningu
þr i g g j a mynda:
Bhumika, Tin-
trommunni og Jane
Austen in Manhattan.
Tintromman
Kvikmyndin eftir skáldsögu Gunters
Grass veröur frumsýnd hér á landi á
sunnudaginn á vegum Fjalarkattarins
Bhumika er indversk
kvikmynd, leikstjórinn
heitir Shyam Benegal,
og fjallar um leik-
konuna Usha og van-
mátt hennar til að lifa
sjálfstæðu lifi í heimi
sem sniðinn er á karl-
menn.
Kvikmyndin Jane Austen in
Manhattan er ensk/bandarisk
(1980) og leikstjórinn er James
Ivory. Sagan segir frá tveimur
leikflokkum, sem keppast við að
koma á fjalirnar nýuppgötvuðu
leikriti eftir Jane Austen
(vonandi vita allir hver Jane
Austen var!) og eins og segir i
kynningu Fjalakattarins, er
„fyndin hugleiðing um leikhús.'
Rúsinan i pulsuendanum ku
vera sú, að i lok myndarinnar
hefur maður fengið þá stórkost-
legu reynslu að horfa á nýja
Jane Austen sögu.
Þriðja kvikmyndin, sem
Fjalakötturinn hefur sýningar á
á morgun er svo Die
Blechtrommel, Tintromman,
kvikmynd frá 1979 eftir þýska
leikstjórann Volker Schlöndorff,
gerð eftirsamnefndriskáldsögu
Gunter Grass. Meö allri
virðingu fyrir hinum
myndunum báðum, verður að
segjast að þetta er kvikmynd
sem allir ættu aö sjá, enda hefur
sýninga á henni verið beðið með
nokkurri óþreyju hérlendis.
Tintromman er ein fárra kvik-
mynda, sem gerðar hafa verið
eftir bókm enntaverki og náð
anda orðanna á þann hátt að
kvikmyndin verður jafnmikið
afrek og bókin. Og þá er mikið
sagt.
Die Blechtrommel
Bók þýska rithöfundarins
Gnnters Grass, Die Blech-
trommel, eða Tintromman^
kom fyrst út árið 1956. Hún
hefur alla tið siðan verið talin
með þvf sem hæst ris á þýskum
menningarhimni eftir strið.
Bókin hefur verið þýdd á 20
tungumál (nei.ekkiá islensku!)
og selst i yfir þremur
milljónum. Tintromman er
bdk, sem nær allir Þjóðverjar
kaupa sér og langflestir lesa og
hafa gaman af, enda er þetta
makalaus bo"k. Hún segir frá
Óskari sem býr i Danzig,
(heimaborg Grass nú Gdansk),
Óskar neitar að vaxa nokkuð úr
grasi frá þriggja ára aldri þvi
hann getur ekki hugsað sér að
taka þátt i' samfélagi fullorðna
fólksins. Þess í stað ber hann
bumbu og öskrar svo hátt að
gler brotnar i mola og yfir-
gnæfir þannig brjálæði um-
heimsins. Hann horfir stórum
barnsaugum á veröldina hrynja
i rúst fyrir hendi fullorðinna
brjálæðinga, nasistanna. Saga
Óskars tengist sögu Þýskalands
, Þjóðverja og Pólverja og er
auk þess að vera djúpúðug og
full alvöru, bráðskemmtileg og
á köflum sprenghlægileg. Kvik-
Atriði úr myndinni.
David Bennent, GUnter Grass og Volker Schlöndorff. Myndin var
tekin á meðan kvikmyndun Tintrommunnar stóð.