Vísir - 19.09.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 19.09.1981, Blaðsíða 9
M ' i i i i ; i * < i * i . i í i' * Laugardagur 19. september 1981 r ». * » < * 9 * i • F/5ÍH AÐ KVEÐJA KÓNG OG PREST A Kjarvalsstöðum er þessa dagana til sýnis veggfóörið úr vinnustofu Jóhannesar Kjar- vals. Þetta er ekki venjulegt veggfóður eða hversdagsleg „decoration" eins og við þekkj- um úr stofunni heima. öðru nær, við augum blasir stórbrot- in leikmynd, „lifshlaup" snill- ingsins, eins og þeir f Klaustur- hólum hafa nefnt meistara- stykkiö. Þaö er lofsvert framtak aö halda þessu einstæða listaverki til haga, ómetanleg eign fyrir komandi kynslóðir að sjá hvern- ig listamaöurinn bjó um sig. Sagteraðtilboð hafi verið gert i „lifshlaupið" upp á fjórar mill- jónir nýkróna; og þykir vist eng- um mikið. Þó er það kaldhæðni örlaganna, að þetta verðmæta veggfóöur klæddi veggi vinnu- stofu listamannsins á þeim tima þegar Valtýr Pétursson þurfti að lána Kjarval fyrir Visi! Annað lífshlaup En það eru fleiri lifshlaup til. Visir átti stórfróðlegt og skemmtilegt viðtal við Ólaf Hannibalsson, bónda i Selárdal i siðasta helgarblaði. Hans Hfs- hlaup verður auðvitað ekki nefnt i sömu andrá og meistara Kjarvals og má enginn mis- skilja það. Olafur er ekki merkilegur fyr- ir listsnilld, þaðan af siður vegna veggfóðurs, en frásögn hans höfðar engu að siður til okkar, hinna óbreyttu borgara, einmitt fyrir þá sök að hann er af okkar sauðahúsi. Hann er enn ungur maöur, gekk sinn skóla- veg, útskrifaðist meira að segja sem hagfræðingur frá erlendum háskólum. Hann gerðist kontór- isti í höfuðborginni, lét að sér kveða i pólitlkinni og var orðinn innsti koppur i búri hjá hinum voldugu alþýðusamtökum, ASt. En skyndilega kveður hann kóng og prest og gerist afdala- bóndi vestur á fjöröum. Þar býr hann utan við vegi, rafmagn og sjónvarp og hefur einsetu á vetrum. Ekki er þó að merkja að maðurinn sé „skritinn" eða sérvitur. Olafur hefur einfald- lega heimt sina Paradis vestur i Arnarfirði, og leggur meira upp úr friðsemd einverunnar en asa þéttbýlisins. Hann telur mikils- verðara að vera sæll með sjalf- um sér, heldur en verða mikill af metorðum. Það mætti margur maðurinn læra nokkuð af þeirri lifsspeki, ekki sist þeir sem halda að ham- ingjan sé fólgin i hégómanum. Þeir þora aldrei að fara sinar eigin leiðir, þora aldrei að vera hreinskilnir við sjálfa sig, af ótta við hvað sé „accepterað" af almenningsálitinu. Slikt fólk lætur stjórnast af hræsni, mælir gæfu sina i stöðutáknum og flyt- ur aldrei vestur i Selárdal. Þrælahald Iþróttasiðurnar bera okkur þær fréttir, að kunnur islenskur knattspyrnumaður, sem hefur að atvinnu að leika iþrótt sina i Þýskalandi, hefi verið seldur milli félaga, án þess að hafa sjálfur fengið vitneskju um það. A sama tima er okkur einnig sagt að allnokkrir islenskir knattspyrnumenn hér heima, séu á förum utan, til að skrifa undir samninga við atvinnufé- lög. Þeir fá að visu tilboð um það sjálfir, en hafa að öðru leyti enga vitneskju um hvað biður þeirra. Nú hefur sá sem þetta skrifar siður en svo á móti þvi, að ungir og snjallir iþróttamenn leggist i vfking og leiti sér fjár og frama erlendis. En menn mega ekki lata meðhöndla sig sem þræla eða búa við þau fornaldarkjör að vera keyptir og seldir eins og skynlausar skepnur. Þrælahald hefur verið afnumið með lögum og þau lög ná einnig yfir iþrótt- irnar. Fréttastofan Ýfingar hafa átt sér stað milli útvarpsráösmanna annarsveg- ar og starfsmanna Rfkisút- varpsins hinsvegar. Af hálfu þeirra sem sitja i útvarpsráði, eru deilur ekki sprottnar af fjandskap eða illvilja. Þeir hafa hinsvegar sett fram gagnrýni, eða réttara sagt, tekið undir gagnrýni á tiltekin atvik i störf- um fréttamanna hjá fréttastofu hljóðvarps. Ekki þarf það að koma neinum á óvart. Það er beinllnis verkefni útvarpsráðs að segja lof eða lastá dagskrá og flutningi hennar, þott viður- kenna megi, að meira fari fyrir lastinu og það oft að ósekju. Fréttamenn iltvarpsins eru ekki hafnir yfir gagnrýni og þeim kann að verða á i mess- unni. Þeir eiga að sýna hlutleysi i starfi og það er vandi að þræða þann hlutleysisveg, ekki sist I landi svo flokkslitaðrar afstöðu, sem okkar þjóöfélag er. Þeir verða að skilja, frétta- mennirnir, að þegar þeir eru i formlegum tengslum við stjórn- málaflokka og láta að sér kveða innan þeirra, þá vekur þaö tor- tryggni. Stundum og sem betur fer er sú tortryggni ástæðulaus, en hún er til staðar engu að sið- ur. Henni verður heldur ekki eytt, þótt framkvæmdastjórn og starfsmannafélag útvarpsins geri Egilsstaðasamþykktir gegn henni, gegn tortryggninni! /,Lekinn" Mikillar viðkvæmni hefur riustjórnar pistill Etlert B. Schram Htstiéri skritar ••••••••••••••• gætt meðal fréttamanna, þegar nokkrir útvarpsráðsmenn minntu á að trúnaðarbrot hefði verið framið, þegar ummæli Kjartans Jóhannssonar for- manns Alþýðuflokksins i einka- samtali við fréttamann „láku út". Þeir telja þaö atvinnuróg og órökstuddar dylgjur þegar sagt er frá þessum leka og hann talinn ámælisverður. Þó hafa þessir sömu frétta- menn verið vitni aö þeim yfir- lýsingum Vilmundar Gylfason- ar að hann hafi fyrrnefnt einka- samtal á segulbandsspólu I sln- um fórum og upplýst er að sam- taliö hafi veriö spilað fyrir starfsmenn fréttastofunnar. Hvorutveggja liggur fyrir i skriflegum yfirlýsingum frétta- mannanna sjálfra. Maður gæti haldið að það stæði heiðri frétta- stofunnar nær, að taka undir kröfur um að rannsókn fari fram á „lekanum", I stað þess aö dylgja um þaö að útvarps- ráðsmenn séu ekki starfi sinu vaxnir. Fréttamenn, sem leggja harðar og áleitnar spurningar fyrir hinn almenna borgara, fréttamenn sem halda uppi óvæginni gagnrýni á menn og málefni, veröa að hafa þrek til þess að taka athugasemdum um þeirra eigin störf. Og það er varhugaverður hugsunarháttur i meira lagi, sem kemur fram I ályktun starfsmannafélagsins, þess efn- is, að útvarpsráð sé til óþurftar fyrir stofnunina. Starfsfólk Rfk- isútvarpsins á ekki stofnunina og á að láta af þeim hroka, að telja lýðræöiskjörna stjórn i út- varpinu til óþurftar. Halda þeir virkilega að þjóðin telji hag al- mennings og stofnunarinnar bet- ur borgið I þeirra eigin hönd- um? Hvers konar primadonnu- leikur er þetta eiginlega? Farsælast er auðvitað, að út- varpsráð, embættismenn og aðrir starfsmenn Rlkisútvarps- ins sameinist um að viðhalda virðingu og trausti þessa áhrifa- mikla fjölmiðils. útvarpsráð hefur áreiðanlega fullan vilja og áhuga á góðu samkomulagi i stað þess að talast við I bókun- um og fundarsamþykktum. Sundurlaust samstarf Kosningaúrslitin i Noregi komu ekki á óvart. Hægri flokknum hafði lengi verið spáð mikilli fylgisaukningu og miðað viö þá stemmningu sem flokk- urinn hafði með sér, verður að telja útkomu Verkamanna- flokksins allsæmilega. Fylgis- tap jafnaðarmanna var minna en búist haföi verið viö. Nú stefnir allt I minnihlutastjórn hægri manna. Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig þeirri stjórn tekst tíl. Hægri menn hafa gagnrýnt aukin umsvif rikisins, miðstýr- ingu og skattpiningu Verka- mannaflokksins. Sama var uppi á teningnum, þegar borgara- flokkarnir komust til valda i Sviþjóö fyrir nokkrum árum. Þá átti að hreinsa til eftir sósial- demokratana, en sú uppstokkun hefur látið á sér standa, ýmsum þar i landi til mikillar skap- raunar. Hvort stór orð horskra hægri manna verða að litlum efndum þegar á reynir, verður timinn að skera úr um, en ef svo fer, gerist sú spurning áleitin, hvort rétt sé, að munurinn á stjórnmálaflokkunum á Norð- urlöndum sé óverulegur pegar til kastanna kemur. t þvi sambandi er það rann- sóknarefni, hvernig vinstri flokkur á tslandi getur starfað með hægri mönnum i rlkisstjórn þennig að ekki falli skuggi á ein- lægt og snurðulaust samstarf. Er það tilviljun, eða eru þessir stjórnmálamenn, vinstri menn I Alþýðubandalaginu og sjálf- stæðismennirnir I rlkisstjórn- inni allir sama miðjumoðið? Hugsjónafólkið á vinstri væng Alþýöubandalagsins, jafnt sem aðrir stuðningsmenn stjórnar- innar ættu að gefa sér stund til að ihuga svariö við þessari spurningu. Kannske geta þeir gengið saman I einn „ábyrgan" flokk? Hver veit. EUertB. Shcram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.