Vísir - 02.10.1981, Blaðsíða 2
Föstudagur 2. október 1981
Væri þér sama þótt
„Lífshlaup” Kjarvais
yrði selt úr landi?
Sigrún Guöbrandsdóttir, vinnur I
mötuneyti:
Nei, mér væri ekki sama. Helst
vildi ég að borgin keypti verkið og
kæmi fyrir á gdðum staö.
Sigriöur Einarsdo'ttir húsmóöir:
Ails ekki. Það er of dýrmætttil
að henda ihvern sem er. Ég held
að flestir viiji halda þvi i landinu.
Dagbjört Þóröardóttir hjúkrun-
arforstjóri:
Mér finnst að það ætti að vera
hjá okkur. Skemmtilegt væri ef
borgin keypti það, en hUn er
kannski of illa stödd.
Einar Gislason, vinnur hjá tsl.
aöalverktökum:
Þaö væri skemmtilegra að eiga
það. Annars er ekki nauðsynlegt
aö opinberir aöilar kaupi það.
Egill Ingibergsson verkamaöur:
AHs ekki. Þaö ættiað koma þvi
fyrir á opinberum stað þar sem
allir gætu notið þess.
vísm
Ný dagdeild aldraðra við Dalbraut:
„veilum eldra fölkl
aðstoð og félagsskap”
- seglr Róbert Slgurðsson forstdðumaður
Á þriðjudagiim var formlega
tekin í notkun dagdeild i þjón-
ustuibúðum aldraöra viö Dal-
braut 27. Blm. haföi samband viö
forstööumann stofnunarinnar,
Róbert Sigurösson, og spuröi um
aödragandann aö þessari fram-
kvæmd:
,,A fundi félagsmálaráðs 26.
mars 1980 flutti Geröur Steinþórs-
dóttir tillögu um skipan nefndar
til að gera tillögu um nýtingu
óráöstafaðs rýmis að Dalbraut 27.
24. júlivoru svo tillögur nefndar-
innar um rekstur dagdeildar fyrir
aldraöa samþykktar.
Húsnæöinu var skipt i stóra
dagstofu sem hægt er að hluta i
tvennt með fellihurð, föndurher-
bergi og herbergi fyrir ýmiss
konar hópvinnu. Þar að auki eru
tvö hvildarherbergi þar sem 10
vistmenn geta hvilst i einu. Auk
þessara herbergja hafa vistmenn
á dagdeild aðgang að allri aöstöö-
unni i Dalbraut, svo sem hár-
greiðslu, fótsnyrtingu, böðun,
sjúkraþjálfun, matsal og setu-
stofu.
Hlutverk dagvistunarinnar er
að mæta þörfum eldra fólks sem
býr i heimahiísum en þarfnast
samvista við aðra. Svona starf-
semi getur seinkað annars nauð-
synlegum flutningi aldraöra isér-
hannaðar ibúðir eða stofnanir
fyrir aldraða.
Reiknað er meö að vistmenn
geti verið allt aö 30 og er daglegur
dvalartfmifrá kl. 8-17, mánudaga
til föstudaga. Fyrst um sinn er
hámarksdvalartimi áætlaður þrir
mánuðir til þess að hægt verði aö
anna þessari miklu þörf.
Umsóknir á þar til gerð eyöu-
blöð ásamt læknisvottoröi skulu
berast til þjónustu ibúöa eða Elli-
máladeildar Félagsmálastofn-
unar Reykjavikurborgar.
Boðið er upp á margvislega
þjónustu á staðnum: Svo sem
þjónustu við böð og persónuleg
þrif, eftirlit með lyfjum og fyrir-
greiðslu um aukin tengsl vist-
manna við heimilislækni sinn,
sjúkraþjálfim og sjúkraleikfimi,
aðstoö við gönguferðir, fótaað-
gerðir og hárgreiöslu. Vistmenn
geta stundað ýmiss konar tóm-
stundastörf og handavinnu meö
öðrum ibúum hússins. Matar-
þjónusta er fólgin i hádegismat,
morgun- og siödegiskaffi. Mikil-
vægþjónusta er einnig flutningar
til og frá heimili fyrir þá sem ekki
geta annast það sjálfir.
Vistmenn greiða ákveðið gjald
fyrir almenna þjónustu sem er
1390.00 kr. pr. mánuð og sérgjald
fyrir t.d. hárgreiðslu og fótaað-
gerðir. Við ákvörðun þessa vist-
gjalds var haft i huga að flestir
vistmenn hafa auk þess sjálfstætt
heimilishald.
Daglegur rekstur er i höndum
deildarstjóra, Karenar Eiriks-
dóttur sem er hjUkrunarfræðing-
ur að mennt. Með henni starfa
tveir aöstoðarmenn ásamt fjölda
föndurkennara.
Þetta er fyrsta dagdeild sinnar
tegundar á Islandi þ.e. fyrir utan
spi'talakerfið en reknir eru dag-
spitalar eins og Hafnarbúðir og
Oldrunardeild Landspitalans i
Hátúni.
Ég vil endilega hvetja fólk til að
sækja um hér á Dalbraut. Það er
hægt að sækja um ákveðið timabil
þegar fólk þarfnast aöstoðar og
félagsskapar, mér kemur t.d.
svartasta skammdegið i hug. Við
erum full bjartsýni og vissulega
erfuil þörf á þessari starfsemi”
-gb.
sandkorn
Dropi fallinn
Það margumrædda
fyrirtæki Dropi h.f. hefur
nú veriö tckiö til gjald-
þrotaskipta. Námu lýstar
kröfur i þrotabúið
142.468.00 krónum.
Dropa h.f. stofnuöu á
sinum tima Haukur Heið-
ar, Emaniiel Mortens og
Guömundur Gisiason. 1
hluthafaskrá er tilgangur
fyrirtækins skráöur:
fiskirækt, byggingar-
starfsemi, kaup og sölur
fasteigíta og rekstur fast-
eigna.
Ariö 1978 uröu svo
stjórnarskipti hjá félag-
inu og var þá skróöur for-
maöur Steinar Júliusson.
Viö gjaidþrotaskiptin
kom I ljós, aö eignir fé-
lagsins voru engar.
KEA
Veldi KEA á Akureyri
hefur fariö talsvert fyrir
brjóstiö á mörgum bæjar^
buum. Ekki kannski sist
eftir aö Neytendasamtök-
in á Akureyri hreiörpöu
sig sig I nýju húsnæöi,
sem taliö er vera f eign
KEA. Þótti mönnum þaö
svona og svona af sam-
tökum neytenda á staön-
um.
I nýútkomnu Akur-
eyrarblaöi má sjá eftir-
farandi klausu: ..Kaupfé-
lag EyfirWnga viröist nú
vera aö þróast upp I eins
konar gfgantiska mar;-
glyttu sem teygir arma
sina um allar eyfirskar
i byggðir og inn I hvert
Helgi Hallgrimsson nátt-
drufræöingur
skúmaskot,sogandi til sin
og gleypandi hvert smS-
fyrirtækiö af ööru, melt-
andi þau og ungandi út
nýjum deildum og deilda-
deildum I staöiim....”
Og I hvaöa blaöi skyldi
þessi skammarruna nú
vera? I sjálfum Degi,
blaöi Framsóknarmanna
á staönum! Höfundur er
Helgi Hallgrlmsson
náttúrufræ öin gur og
Akureyringur.
»»
Austrlö
mlkla”
„Tólf ráöherrar Mitter-
rands cru frimúrarar”,
segir Þjóöviljinn harla
hress. Blaöinu finnst
þetta greinilega hiö besta
mál og bara allt i lagi.
Postularnir tólf tilheyri;
áreiðanlega leynireglunni
„Austrinu mikla” og hún
styðji sósialistastjórnina
f Frakklandi leynt og
Ijóst.
Og þaö er auðvitaö allt,
allt annaö, en fénaöurinn
hérheima, sem gerirekki
nema illt eitt...
Framsöknar-
steinan
Sú ákvöröun rikis-
stjórnarinuar að taka
fiskiskip af frilista hefur
vakiö þó nokkra athygli.
Sama máli gegnir um
Steingrimur sagöi stefnu-
leysi
1 Gaukarnlr
á Daibraut
Geröur Steiuþórsdóttir
félagsmálafrömuöur
Framsóknarflokksins
stingur niöur penna i
Timanum i gær og f jallar
um ibúöir aldraöra inni á
Dalbraut. Um þær segir
Geröur: „Um Dalbraut
má segja aö þar spretti
Iaukar og þar gali gauk-
ar, svo vitnað sé i gamalt
viðlag....”.
Erþettanú ekkinokkuö
langt gengiö? Aö kalla
gamla fólkiö gauka og
segja aö það gali inni á
Dalbraut....
,...svo Tómas setti bara
stefnu á þaö.
ummæli Tómasar Ania-
sonar viöskiptaráöherra,
sem hann lét hafa eftir
sér við þaö tækifæri, aö
þetta væri gert til aö
framkvæma fiskverndar-
stefnuna.
Rifjast þá upp ummæli
flokksbróöur hans og
samráöherra Steingrims,
er hann sagöi á síöasta
fiskiþingi, aö hann myndi
ekki berja fram neina
stefnu í sjávarútvegsmál-
um, sem ekki væri viö-
tækt samkomulag um.
Ekki er vitaö til þess aö
enn hafi tekist aö marka
neina stefnu I þessum
málaflokki. En sam-
kvæmt ofangreindum
ummælum Tómasar virö-
ist svo sem Framsóknar-
ráöherrunum hafi tekist
hiö ómögulega: aö koma
stefnu á stefnuleysiö I
sjávarútvegsmálum.
Geröur Steinþórsdóttir
Texti:
Jóhanna S
Sigþórs ■
dóttir