Vísir - 02.10.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 02.10.1981, Blaðsíða 15
14 r í VÍSIR Fa&tudpgjnrJj. ijJ9g^ Föstudagur 2. október 1981 VÍSIR Jarðýta ýtir sorpinu til og kvölds og morgna er þaö hulið með sandi. Hver öskublll rýmir átta tonn af sorpi. Hér eru tveir þeirra að losa að kvöldi dags. Losuninni er stjórnað innan úr bílnum og likist hún helst þvi, að bilarnir „æli” út úr sér sorpinu. Mikið fuglager er á haugunum og verða starfsmenn að halda fjöldanum niðri með þvi að skjóta fuglana. Hér sést álitlegur hópur skotinna máva. Hér losar bill frá borginni rusi sem safnað hefur verið af götunum. Um þrjú hundruð bilar einkaaðila losa rusl á sorphaugunum dag- lega, en flestir hafa þeir verið sex hundruð einn góðviðrisdaginni vor. Texti: Axel Ammendrup „Það er langt frá þvi að viö séum alveg i ruslihérna”, sagði Þóröur Eyjólfsson, verkstjóri hjá Sorphaugum Reykjavikur- borgar i Gufunesi. „Þaö halda margir að starfs- mennirnir séu drullugir upp fyrir haus, en staöreyndin er sú að aöstaöan er oröin svo góö, aö við gætum i rauninni verið i betri fötunum viö vinnuna”. Viö náöum i Þórö i kaffi- timanum einn góöviörisdaginn i siöustu viku. Þar sátu starfs- mennirnir, sjö að tölu, og röbb- uöu saman um alla heima og geima. „Eins og þú finnur þá er engin lykt af okkur”, sagöi Þórður og samstarfsmenn hans hlógu all- ir. Og þaö var rétt. Það eina sem sveif i loftinu var góöur andi samstillts hóps. Þóröur sagöi, aö þrátt fyrir þessar staöreyndirþá eimdi enn eftir af gömlum fordómum i Myndir: Emil Þór Sigurðsson vel. Þaö var ákveöiö fyrir nimu ári aö við byrjuöum aö losa i nýtt hólf nú um mánaðamótin og þaö stenst upp á dag. Við vit- um nokkurn veginn hvaö kemur af sorpi og hvert hólf þarf að vera tilbúiö á réttum tima þvi annars lendum viö i vandræð- um. Samkvæmt sama skipulagi er gert ráö fyrir aö sorphaugarnir hér i Gufunesi endist i fimmtán ár til viðbótar en ég er þó smeykur um aö nokkurrar bjartsýni gæti i þeirri áætlun”, sagði Þóröur. 200 tonn af sorpi á dag Reykvikingar skila af sér miklu sorpi. í Reykjavik eru 14 öskubilar og tekur hver þeirra átta tonn. Þeir losa tvisvar á dag á Sorphaugunum, en þaö gerir 224 tonn á dag, miðaö við aö bilarnir séu fullir sem þeir oftast eru. Þessu til viöbótar Heimsókn I Sorpha LEITUBU UMíAl - „09 fundum hær”, s garö starfsmanna Sorphaug- anna. ,,Við veröum stundum varir viö aö menn li'ta niðurá okkur”, sagöi einn starfsmannanna. „Þegar viö segjum hvar viö vinnum, þá veröur fólk ,oft vandræöalegt, eöa spyr meö fyrirlitningarhreim i röddinni, hvort viö vinnum virkilega þar”. „Ég var að tala viö mann, sem ég þekkti litillega skömmu eftir aö ég fór að vinna hérna. Þegar ég sagöi honum aö ég væri farinn aö vinna á Sorp- haugunum þá sneri maöurinn sér frá mér og gekk i burtu”, sagöi Þórður.Hann bætli þviviö aö þetta viöhorf væri þó greini- lega vikjandi. Fjórtán tíma vaktir Starfsmern Sorphauganna vinna vaktavinnu og standa vaktirnar frá klukkan háif átta á morgnana til tiu á kvöldin eða i 14 1/2 tima. Þajinig vinna þeir fjóra daga, en eiga siðan fjögurra daga fri. Vinnan felst aðallega i þvi að ýta til sorpinu og hylja þaö kvölds og morgna. Þá leiöbeina þeir einkaaðilum, sem losa sorp og gæta þess að sorpið sé losaö á réttum staö. „Skipulagiö hér stenst mjög Þóröur Eyjóifsson, verkstjóri. losa bilar frá Kópavogi, Sel- tjarnarnesi og Mosfellssveit i Gufunesi. Enn eru ótaldir einkaaöilar, en að sögn Þóröar koma aö meöaltali 300 bflar á dag með mismunandi mikiö sorp. Flestir hafa einkabilarnir oröið sex hundruð einn laugar- daginn i vor. ,,Þetta sorp hyljum við tvis- var sinnum á dag, en göngum ekki fyllilega frá þvi fyrr en á kvöldin, eftir aö öskubilarnir hafa lokið losun”. Þórður sagöi, að sorpmagniö ykist sifellt, þaö væri til dæmis mun meira sorp sem kæmi frá Reykvfkingum i ár en i fyrra. Leggja Gufunesbæinn undir sig Meö vorinu verður byrjaö að fylla upp i voginn að sunnan- veröu og bækistöðvar starfs- manna Sorphauganna þá flutt- ar. Hefur verið ákveöið aö þeir hafi aðstöðu i Gufunesbænum, en aöeins á neöri hæöinni. Þor- geir bóndi Jónsson mun áfram búa á efri hæðinni i bæ sinum. „Við erum byrjaðir að stand- setja húsið — erum búnir með efri hæðina og Þorgeir er búinn að koma sér þar fyrir. Viö erum rétt að byrja á neöri hæðinni núna”. Kaffistofa starfsmannanna er hin vistlegasta. Bannað að gramsa I ruslinu — Veröiö þið varir við aö menn séu aö leita i sorpinu að einhverju eigulegu i innbúiö? „Já, þaö kemur fyrir. Sér- staklega er það á næturnarog snemma á morgnana. Menn verða yfirleitt skömmustulegir þegarþeirsjá okkur, en viðrek- um þá umsvifalaust út, enda er bannað aö gramsa i ruslinu. Bæði fylgir þvi mikill sóða- skapur og svo getur þaö bein- linis verið hættulegt. Svo eru þaö talsvert margir, sem biðja um aö fá aö leita aö hlutum, sem þeir hafa hent i misgripum. Við reynum yfir- leitt að leysa úr vandamálum, sem þannig koma upp, en hafi kannski liðið nokkrir dagar frá þvisorpið kom hingaö.þá erþað vonlaust. Við lentum einu sinni i þvi að leita að fölskum tönnum full- oröins manns. Við vissum með hvaða öskubil, tennurnar komu og finkembdum átta tonn af sorpi. En við fundum tennurn- ar”. Svo er sagt, að fréttamaður- inn góðkunni, ómar Ragnars- son hafi eitt sinn leitað aö jóla- mat fjölskyldunnar á haugun- um. Hann hafði komið á haug- ana til aö kasta einhverju sorpi en itígáti fleygöi hann steikinni i leiöinni. Þegar ómar kom heim varð honum ljóst hvað hann haföi gert, og for þegar upp á sorphaugana og fékk leyfi til að leita. Þar fann hann kræsing- arnar og jólahaldinu var bjarg- að. Enginn rottugangur — Er mikið af rottum á sorp- haugunum? „Nei, viö veröum svo til aldrei varir viö rottur. Ég man eftir tveimur eða þremur tilvikum, og i öll skiptin komu rotturnar með rusli sem losað var hér. Til þess að losna viö rottugang fá- um viö meindýraeyði reglulega til aö eitra fyrir rottum og viö höfum þannig alveg losnað við þann vágest. Hins vegar er hér m ikiö fugla- ger, aöallega þó tvisvar á ári. Þaö er áður en fuglinn fer i varpið, og svo aö varpi loknu. Viö reynum að halda fjöldanum niörimeö þvi aöskjóta mávana og skjótum viö allt upp i áttatiu fugla á dag. Þó töluvert sé af mávum á haugunum núna, þá var ástandiö mun verra fyrir nokkr- um árum, enda var þá litiö gert til að halda fjöldanum niöri”. ,,Gröfum ýmsa per- sónulega muni” — Eruö þiö stundum beönir um aö grafa óvanalega eöa nýti- lega hluti? „Já,þaökemur fyrir. Þaöeru þá gjarnan ýmsir persónulegir munir, sem fólk vill ekki láta aöra komasti. Þaöhefur jafnvel komiö fyrir aö viö höfum verið beönir um að grafa heil dánar- bú. Þá hefur veriö ágreiningur um það hjá aöstandendunum, hvernig búinu skyldi skipt. Þá þurfum viö oft aö grafa niður heila farma af ónýtum matvælum, svo sem kartöflum, ávöxtum — svo og tómötum, en þaö þykireinhverra hlutavegna mikill fréttamatur núoröiö,þeg- ar ónýtum matvælum er hent”,' sagði Þóröur. —ATA Séö yfir mesta athafnasvæöi sorphauganna. Efst til hægri sést nýja hólfiö sem byrjaö veröur aö iosa fnú um mánaöamótin. Vfsismyndir: EÞS l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.