Vísir - 02.10.1981, Blaðsíða 9
Föstudagur 2. október 1981
Lánafvrirgreiösla
tii Jökuis á
Raufarhöfn:
„Eggert
Haukdai
tefur
lánln”
- segír Haraldur
Jðnsson skip-
stjóri á Rauðanúpi
„Það er augljóst að
Eggert Haukdal form.
stjórnar Byggðasjóðs,
hefur tafið lánveitingar
til okkar, vegna þess að
þær hafi ekki verið
ræddar formlega i stjórn
sjóðsins, eins og hann
orðar það i Visi i fyrra-
dag”, segir Haraldur
Jónsson skipstjóri á
Rauðanúpi i samtali við
blm.
„Samkvæmt þvi sem Svavar
Gestsson ráðherra sagði hér á
Raufarhöfn á fimmtudag var
ráðherranefnd búin að sam-
þykkja þessa fyrirgreiðslu. En á
fundi með þingmönnum kjör-
dæmisins á sunnudag kom fram
að einhver hafði kippt i spotta og
tafið afgreiðslu málsins.
„Eggert segir i Visi að málið
hafi ekki verið rætt formlega i
Byggðasjóði og sé þvi óafgreitt.
Hann klykkir út með þvi að viðar
séu vandamál en á Raufarhöfn.
„Geir hann sér ekki grein fyrir
þvi að atvinnulif staðarins er i
rústum. Rauðinúpur hefur verið
bundinn við bryggju i fimm vikur
og sjómennirnir hafa ekki fengið
kaup i tvo og hálfan mánuð.
Starfsmenn frystihússins hafa
verið kauplausir i einn og hálfan
mánuð. Mér er alveg sama hvort
málið hafi ekki verið rætt form-
lega eða óformlega, hvað sem það
á nú að þýða. Staðreyndirnar
liggja ljósar. Eitthvað verður að
gera og það fljótt”.
-gb.
„Hef ekkl
taflð lán
tll
Jökuis"
segip Eggert Haukdal
, ,Það er mesta firra að
ég hafi tafið lán til
Jökuls h/f á Raufarhöfn
og ég veit ekkert um
ákvarðanir ráðherra-
nefndarinnar”, sagði
Eggert Haukdal,
stjórnarformaður
Byggðasjóðs, i tilefni af
ásökunum Raufar-
hafnarbúa i Visi.
„Beiðni um ábyrgð Byggða-
sjóðs fyrir þessum lánum hafði
ekki komið fyrir stjórn Byggða-
sjóðs, þegar siðasti fundur var
haldinn fyrirstuttu. Málið verður
rætt á fundi sjóðsins á föstudag og
get ég ekkert sagt fyrir
um ákvaröanir hans”. —gb
vlsm
Prjónastofan Pólarprjón á Blönduósi en á Norðurlandi hafa verió starfræktar 15 prjóna- og saumastofur sem ekki fá lengur neinar pantanir frá
Evrópulöndum.
Alvarlegur verkefnaskortur hjá 60 prjöna- og saumastofum um alll lanfl:
Hundruð hafa missl
alvinnuna nú hegar
„Þetta er stóralvarleg þróun,
óhófleg framleiðslugeta miðaö
við sölumöguleika, sölustöðvun á
Evrópumarkað vegna gengis-
mála og gengistap frá fyrri helm-
ingi ársins allt þetta og fleira til
er að kippa fótunum undan stór-
um hluta þeirra sextiu prjóna- og
saumastofa viðs vegar á landinu,
sem framleiða islenskan ullar-
fatnað á erlendan markaö. Það
munu vinna á þriðja þúsund
manns f þessum iönaði og
hundruö hafa þegar misst atvinn-
una”, sagði Jonny Simonarson á
Selfossi, formaður nýlega
stofnaðra Hagsmunasamtaka
prjóna- og saumastofa, þegar
Visir ræddi við hann i gær.
Hann sagði að 23 nýjar sauma-
stofur hefðu verið stofnaðar i
fyrra. A sama tima hefðu hag-
ræðingaraögerðir hjá eldri stof-
um aukið afkastagetu þeirra. Og
ofan I kaupið heföi sala á flikum
breyst i þá átt, að aukist hefði
framleiðsla á þvi sem væri
ófóörað en það þýddi mun styttri
saumatima.
Þá sagði Jonny að prjóna- og
saumastofur hefðu til skamms
tima orðið að taka rekstrarlán á
dollaragengi, þótt þær seldu yfir-'
leitt útflytjendum i islenskum
krónum. Þetta hefði verið afar
óhagstætt að undanförnu og
grafiö undan stöðu margra stof-
anna.
Zophonias Zophoniasson á
Blönduósi sem stjórnar Pólar-
prjóni, stórri prjónastofu og er
framkvæmdastjóri Samtaka
prjóna- og saumastofa á Norður-
landi sagði að þau 15 fyrirtæki
sem væru innan þessara samtaka
hefðu selt um 70% á Evrópu-
markað en þaðan bærust nú eng-
ar pantanir eftir undanfarandi
gengisþróun. Aðeins átta fyrir-
tæki i þessum samtökum eru i
gangi en öll með lágmarksfram-
leiðslu. Zophónias sagði sér hafa
veriö tjáð að gengisbætur Seðla-
bankans til þeirra sem hefðu tek-
iödollaralán en selt gegn greiöslu
i Evrópumyntum, næði ekki til
prjóna- og saumastofanna þar
sem þær fengju yfirleitt greitt frá
útflytjendum i islenskum krón-
um. Þó væri verð stofanna auð-
vitað miöað viö gengi Evrópu-
gjaldmiöla.
Þá skýrði Jonny Simonarson
frá þvi að töluverð brögð væru nú
að útflutningi einstakra stofa i
gegn um vini og kunningja er-
lendis á útsöluveröi. Þetta hefði
þegar truflað sölustarfsemi út-
flytjenda i einhverjum mæli.
HERB
f
tmf ' &>, v
WkxTM
Helgarferðir til Luxemborgar hafa notið mikilla vinsælda og nú bætast
við feröir til Kaupmannahafnar, Oslóar) Stokkhólms og London.
Flugleiðir bjóöa
ódýrar helgar-
ferðlr til Evrópu
Frá þessum mánaðamótum bjóða Flugleiðir
ódýrar ferðir, svokallaðar helgarpakkaferðir, til
Kaupmannahafnar, London, Luxemborgar, Oslo og
Stokkhólms. Innifalið i flugfargjaldi er gisting og
morgunverður á góðum hótelum. Flugleiðir annast
einnig pantanir á bilaleigubilum og skoðunar-
ferðum.
Til Kaupmannahafnar verður
flogið alla föstudaga og dvalið
þrjár nætur á hótelum i miðborg-
inni. Verð helgarpakkans til
Kaupmannahafnar er frá 3.374.00
kr. til 3.968.00 kr.
Sama fyrirkomulag verður á
ferðum til Oslo, fram til 27. okt.
en þá lengist dvölin um einn
sólarhring og verður flogið heim
á þriðjudögum. Verð á ferðunum
til Oslo á fyrra timabilinu er frá
2.133.00 kr. til 2.846.00 kr. en verð-
ur á seinna timabilinu 2.149.00 kr.
til 2.842.00 kr.
Helgarferðir til Luxemborgar
verða með svipuöu sniði og i sum-
ar. Brottför er alla laugardaga og
dvalið i þrjár nætur. Verð per.
mann i tvíbýlisherbergi er
2.466.00 kr. en 2.631.00 kr. i ein-
býli.
Nú er i fyrsta skipti boðið upp á
ferðir til Stokkhólms, brottför
alla föstudaga og dvalið i þrjár
nætur. Verð er 2.647.00 kr. til
2.949.00 kr. Frá 27. okt. verður
gisting ytra i f jórar nætur og verð
- á bilinu frá 2.812.00 kr. til 3.330.00
kr.
Þá verða einnig helgarferðir til
London og brottför á fimmtudög-
um.
Hlé verður á þessum helgar-
ferðum yfir jól og nýár frá 15. des.
til 15. jan. Þá hefjast þær aftur og
verða til 31. mars nema til
Luxemborgar en þangað verða
ferðir til 28. feb. Flugvallar-
skattur er ekki innifalinn i ofan-
greindu verði. -gb