Vísir - 22.10.1981, Síða 5

Vísir - 22.10.1981, Síða 5
/ Jaruzelski virðist ætia aö herða tökin i Póllandi. Pðlland: Stjórnvðld herða tðkin Bann við þvi, að fólk safnist saman á almanna færi, tók gildi i Wroclaw-héraði i suðvestur Pól- landi i gær, eftir óeirðir, sem þar brutust út. Félagar i Einingu tóku þátt i þeim óeirðum, að sögn fréttastofunnar PAP. Slikt bann hefur ekki verið sett i Póllandi frá þvi að uppreisn óháðu verkalýðsfélaganna hófst sumarið 1980. Bann þetta kemur i kjölfar harðari afstöðu lögreglu- yfirvalda gegn þvi, sem pólsk stjórnvöld kalla rikisfjandsam- legar aðgerðir. Moon neitar Séra Moon, yfirniaður og stofn- andi Sameiningarkirkjunnar, sem reyndar er betur þekkt sem Moonistahreyfingin, kom til New York i gærkvöldi, en þar hefjast fljótlega réttarhöld yfir honum. Moon er sakaður um fjármála- brall og gróf skattsvik. Moon mun i dag svara sakargift- um i réttarsal, og á eftir ætlar hann að flytja ræðu á stuðnings- mannafundi, en meðlimir i Moon- istahreyfingunni i Bandarikjunum eru um 30 þúsund talsins. Á fundinum ætlar Moon að visa öllum sakargiftum á bug. Moonistahreyfingin er heldur illa séð i Bandarikjunum og er hreyfingin sökuð um að heilaþvo unglinga og breyta þeim þannig i Moon-ista, sem öllu fórna fyrir kirkju sina og þó sérstaklega séra Moon. Fulltrúar Sameiningar- kirkjunnar neita öllum slikum sakargiftum. Fulltrúar Moonista sögðu á blaðamannafundi i gær, að réttarhöldin væru ekkert annað en trúarlegar ofsóknir. Heil brú væri ekki til i ásökunum á hendur séra Moon, ekki vottur af sönn- unum væri fyrir hendi. Séra Moon er frá Kóreu, en hann hefur átt lögheimili i Banda- rikjunum frá þvi árið 1971. Borgarskæru- liði handtekinn l New York Ein af fáum konum, sem kom- ist hafa á topp tiu listann hjá al- rikislögreglunni bandarisku (FBI) hefur nú verið handtekin, eftir mikinn skotbardaga, þar sem öryggisvörður og tveir lög- reglumenn voru skotnir til bana. Katherine Boudin.sem nú er 38 ára gömul, komst fyrir ellefu ár- um á lista yfir þá tiu afbrota- menn, sem FBI hefði mestan hug á að góma. Þá komst hún undan eftir mikla sprengingu, er varð i sprengiefnaverksmiðju róttæks hóps, er hún starfaði með. Hópur þessi hafði þá á stefnu- skránni að koma hinu kapitalíska skipulagi i Bandarikjunum á knó. og liður i þeirri baráttu var að koma fyrir sprengjum, helst i opinberum byggingum. Katherine Boudin var svo handtekin i vikunni, þegar lög- reglan stöðvaði fjóra bankaræn- ingja i New York. Ekki tókst þó að stöðva ræningjana fyrr en þrir menn-lágu i valnum, eins og fyrr segir. Það eina, sem austur-þýsku fjöl- skyldurnar tvær tóku með sér á flóttanum, var þessi brúða tveggja ára gömlu stúlkunnar. FIMM A TVEGGJA MANNA KAJAK VFIR EYSTRA- SALTIR Fimm Austur-Þjóðvi rjar flúðu til Danmerkur á sunnudaginn mel þvi aö sigla yfir Eystra ialtið i tveimur kajökum. Þetta voru tvenn ung hjón og stúlkubarn 2 '/2árs gamalt. Siglingin yfir Eystrasaltið tók þau fjórtán tima og lentu þau i mestu hrakningum vegna veðurs, að þvi ónefndu, aðannarkajakinn valt, þegar þau áttu drjúgan spöl eftir til eyjarinnar Mön, sem er suðaustur af Sjálandi. Urðu þau aö kúldrast fimm i tveggja manna kajaknum það sem eftir var leiðarinnar. Fimmmenningarnir voru að sögn aðframkomnir, er þeir komu i land á Mön, en jafníramt hæst- ánægðir með velheppnaöan flótta. t þessum kajak sigldu fimm manns yfir Eystrasaltið I leiöindaveðri

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.