Vísir - 22.10.1981, Síða 9

Vísir - 22.10.1981, Síða 9
Fimmtudagur 22. október 1981 VÍSIR 9 * Hún Magga litla þarf aö fá gert viö brúöuna, sem hún fann, og hún leitar til skradd- arans. En fyrr en varir gerir Rósa tilkall tii brúöunnar, og þarf skransalinn aö gerast dómari I málinu. Og hann setur próf fyrir stúlkurnar tvær, sem á aö skera úr um hvor sé hin rétta móöir brúöunnar. (Visism. ÞL.J „Gott ttarnaieiK- hús er hroskandi” - segir Þörunn sigurðardótlir, leikstlórl Sögunnar um lltla krítarhringinn !■ Það veröur án efa gaman aö lifa i grunnskólum Reykjavikur á næstunni, þegar Leikfélag Reykjavikur kemur i heimsókn | meö sýningu sina á Sögunni um ■ iitla kritarhringinn eftir spænska skáldiö Alfonso | Sastre. Þetta er i annað sinn, ■ sem Leikfélagiö heldur úti grunnskólasýningu af þessu I tagi, hin fyrri var Hlynur og I svanurinn á Heljarfljóti, sem I fór i grunnskóla Reykjavikur og | nágrennis i fyrra, og þótti það , fyrirtæki gefast mjög vel. Sagan um litla kritarhringinn | er elskulegt lítið ævintýri, sagt ! af fjórum leikurum undir leik- I stjórn Þórunnar Sigurðardóttur ■ i leikmynd Magnúsar Páls- " sonar. Daniel Williamsson lýsti sýninguna, en Þórarinn Eldjárn þýddi leikritið. „Þetta leikrit hefur verið sýnt mjög viða erlendis”, sagði Þór- unn Sigurðardóttir i spjalli við blm. Visis i tilefni þess, að sýningin kemur fyrir awgu á- horfenda i dag. „Það hefur lika verið sýnt i mjög mörgum út- gáfum, og okkar sýning er i raun ein útgáfan enn, þvi þótt við gerum engar stórfelldar breytingar á textanum, þá höf- um við músik með, og flytjum hluta af leiktextanum i bundnu máli”, sagði Þórunn, og kvað þetta fyrirkomulag lifga upp á sýninguna, auk þess sem hefði verið leitt að nýta ekki þá úrvalssöngkrafta, sem I leikararnir eru. Reynt er að hafa allan umbúnað sýningarinnar sem einfaldastan, enda er ætlunin að ferðast viða með hana. Þó er þess gætt að skera ekki um of niður, svo sýningin verði ekki of ber, eins og Þórunn komst að orði, en hún gat þess jafnframt, að það væri gert ráð fyrir þvi i leikmyndahönnuninni, að að- stæður i skólunum væru mis- munandi. Leikararnir fjórir eru þau Hanna Maria Karlsdóttir, Jó- hann Sigurðarson, Aðalsteinn Bergdal og Soffia Jakobsdóttir. Þau bregða sér öll i fleiri hlut- verk en eitt, og segja á þann hátt söguna af stúlkunum tveimur. sem bitast um sömu brúðuna. „Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur’’ segir blöðrusaiinn i sýningunni, og bætir við, „að enginn veit þvi hvað misst hefur, fyrr en átt hefur”. Um þessar vangaveltur snýst leikurinn, og Þórunn sagði, að boðskapurinn væri bæði skýr og einfaldur. „Undirtónninn er barátta góðs og ills”, sagði hún, „og við höfum reynt að fylgja fyrirmæl- um höfundar, þannig að per- sónurnar yrðu bæði greinilegar og fyndnar, en hann dregur þær upp i mjög skýrum dráttum. Andstæðurnar i verkinu, hið góða og hið illa, eru þannig sterkar — en hið góða sigrar að lokum eins og vera ber.” Þórunn var að lokum spurð að þvi, hvort ekki væru einhver vandkvæði á að fara með leik- sýningar i skólana: hvort væri ekki einfaldlega betra að börnin kæmu i leikhúsið rétt eins og aðrir. „Þetta er auðvitað allt spurning um þá stemmningu, sem tekst að skapa”, svaraði Þórunn. „Það er til dæmis stundum erfitt að leika fyrir börn, sem eru litt vön leikhúsi — þeim hættir til að taka leik- sýningu á sama hátt og sjón- varpi eða biómynd, og vila ekki fyrirsér að tala ofani leikarana, ef þeim biður svo við. Það er nauðsynlegt að ná athygli þeirra til fulls, og það gerist fyrstogfremstmeð einlægni, en ekki látum og hávaða. Hlutverk góðs barnaleikhúss er auðvitað lika það að þjálfa börnin i að meðtaka listræna upplifun, þvi að i leikhúsinu koma saman. þegar best lætur, allir þættir listarinnar: leiklist, myndlist, tónlist, bókmenntir, dansinn — og það er ekki siðra en margt af þvi, sem þau læra i skólanum. Hitt er svo auðvitað alveg rétt, að langæskilegast er að fá börn og fullorðna saman i leik- hús. Það er bara þroskandi”, sagði Þórunn að lokum. Blm. fékk nú góðfúslegt leyfi til að fylgjast með æfingu. Ekki er vert að spilla ánægju væntan- legra áhorfenda með þvi að rekja söguþráðinn og leikslok — en ekki varð betur séð en sýningin væri hin þekkilegasta, og þeir fáu, sem fylgdust með æfingunni viritust hafa ómælt- gaman af. —jsj. Travels er eitt af mörgum flug- félögum i Nigeriu en það er i einkaeign. Nigerian Airlines er stærsta flugfélagið og er rikisrek- ið. Kabo Travels flýgur eingöngu innanlands en hefur að sögn i hyggju að færa út kviarnar. Aðal- stöðvar Kabo Travels er i Kano, borg i norðurhluta Nigeriu. „Okkur finnst mikið varið i að hafa fengið að koma hingað og lita á staðhætti”, sögðu þeir félagar. „Allt hér á landi er öðru vísi en í Nigeriu, maturinn, lofts- lagið, fólkið o.s.frv. Við höfum þó unnið nokkuð með Islendingum og likað vel við þá. Þeir eru yfir- leitt mjög hjálpsamir og þægi- legir á allan lund”. 1 Nigeriu hafa Flugleiðir haft Boeing 727-100 oj| er helmingur áhafnarinnar Nigeriumenn og hinn helmingurinn Islendingar. „Þessi flugvél er nokkuð ööru- visi en þær.sem við höfum flogið á og er erindi okkar m.a. það að læra i hverju sá mismunur er fólginn. Jón A. Stefánsson. tækni- kennari.sagði að þessir nigerisku nemendur væru mjög eftirtektar- samir. Flugleiðir gerðu strangar kröfur til sinna flugliða og er lág- markseinkunnin igreinum,sem snerta öryggisútbúnað 90%, en i öðrum greinum 70%. „Ég hef ágæta reynslu af þessum mönn- um og trúi þvi. að þeim gangi vel”, sagði Jón. „Námið er erfitt, en þrátt fyrir það njótum við dvalarinnar og við viljum senda öllum þeim þakkir sem hafa aðstoðað okkur á einn eða annan hátt. Okkur hefur fundist starfsfólk hótelsins hér t.d. alveg frábært. Bæði hér á hótelinu og annars staðar hefur okkur ekki virst hörundslitur okk- ar skipta neinu máli og það kom okkur á óvart”. „Jú, það getur orðið ansi heitt i Nigeriu. Yfir heitasta tima ársins getur hitinn hæglega farið upp i 50 til 60 gráður á Celsius; þá finnst okkur lika orðið ansi heitt og óþægilegt að vera á ferli. En af þessu getur þú skilið, hvers vegna við erum svona kolsvartir á lit- inn”, sagði Hassan Ibrahim, flug- liði frá Nigeriu.og brosti út undir eyru þannig að skein i tennurnar. sem itrekuðu enn frekar en orð hans.hversu litarháttur mannsins var dökkur. Hassan Ibrahim, og kollegi hans, Hassan Maikudi eru báðir flugþjónar hjá nigeríska flug- félaginu Kabo Travels, en það flugfélag hefur að undanförnu haft eina af flugvélum Flugleiða á leigu með islenskri áhöfn. Erindi þessara manna var að setjast á skólabekk hjá Flugleiðum i stuttan tima i byrjun september og læra þær reglur.sem gilda um skipulag i björgunartækni sem skráðar eru hér á Islandi. Þeir nafnarvoru á námskeiði hjá Jóni A. Stefánssyni, tæknikennara, þegar blaðamaður náði tali af þeim. Ibrahim og Maikudi eru ungir menn og tala ágæta ensku. Þeir Ibriahlm og Maikudi á námskeiði hjá Jóni A. Stefánssyni. Þaft er Jón, sem er lengst til vinstri! byrjuðu á því að fræða blaða- mann um Nigeríu. Eins og allir vita er Nigeria norðan við mið- baug i kverk Guineaflóans. Fyrir um tólf árum geisaði þar hatröm borgarastyrjöld. en einn þriggja þjóðflokka sem byggja landið vildi sjálfstæði. Þessi uppreisnar- tilraun mistókst og nú lifa þessir þrir þjóðflokkar saman i sátt og hver i sinu fylki. Ibúar Nigeriu eru um 58 milljónir eða álika margir og ibúafjöldi Vestur- Þýskalands eða Frakklands. Stærð landsins er svipuð og Spán- ar. Þrir þjóðflokkar byggja Nigeriu: Hausar, Ibóar og Youru- bar. Flugsamgöngur eru góðar i Nigeriu að mati þeirra nafnanna og flugvellir eru margir. Kabo Jslendingar eru mjog hjálpsamir og pægilegir’ - Tvelr Nigeriumenn f biállun h|á Flugleiðum

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.