Vísir - 03.11.1981, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 3. nóvember 1981
vism
1.100 milllðnir krðna vegna Krðfiu og byggðaiínu
í lausu lofti utan raforkukerfisins:
RalmagnsverD Ryrfli
að hækka um 50%
Tveim af aðalfram-
kvæmdum í raforkuöflun
og dreifingu undanfarin
ár hefur hingað til verið
haldið utan við raf-
magnsverð til neytenda.
Þessar framkvæmdir
munu um næstu áramót
standa í um 1.100 millióna
króna skuld.
Talsmenn Landsvirkjunar
hafa látið i ljós það álit, að ef
þessar framkvæmdir ættu að
greiðast af tekjum raforkukerf-
isins, yrði almennt rafmagns-
verö til neytenda að hækka um
þvi sem næst 50% umfram allar
veröbólguhækkanir.
Þessar tvær framkvæmdir
eru Kröfluvirkjun og svokölluö
byggoalina, flutningslina sem
hringtengir raforkudreifingu
um landið mjög bráðlega og
teygir anga út frá hringnum til
Vestfjaröa.
Eins og Visir skýrði frá á
föstudaginn, mun stofnkostn-
aður Kröfluvirkjunar með
áföllnum vöxtum og öðrum fjár-
magnskostnaði nema um 530
milljónum króna núna i árslok.
Vlðræður um sðlu sam-
bandshússins miðar lítið
„Það er nú hvorugur aðilinn
að flýta sér neitt I þessu máli”,
Ferðamálaráð:
Varar við
erlendum
heitum á
fyrirtækjum
Ferðamálaráð Islands
samþykkti nýlega að beita sér
gegn vaxandi tilhneigingu
meðal eigenda verslana og
skemmtistaða i þá veru aö _
skýra fyrirtækin erlendum
nöfnum. Telur ráðið það ekki
geðþekka kynningu á landi og
þjóö og þjóðmenningu út á við.
I samþykkt sinni telur
Ferðamálaráð að öfugþróun
sem þessi sé einnig likleg til að
slæva máltilfinningu almenn-
ings og virðingu fyrir islenskum
heitum.
Feröamálaráð mun hafa
samband við stjórnvöld,
sveitarstjórnir og borgaryf-
irvöld i Reykjavik og gera grein
fyrir sjónarmiðum ráðsins i
þessu máli. — HERB.
Fuibrighl-stofnunin:
TÓII
hiutu
styrki
Fulbrightstofnunin, mennta-
stofnun Bandarikjanna á
tslandi hefur tilkynnt um val á
einstaklingum, sem stofnunin
hefur ákveðiö að veita styrki
fyrir skólaárið 1982—1983. Þeir
eru eftirtaldir: Ástráður
Eysteinsson, Sigurður Elias
Hjaltason, Atli Vilhelm Harðar-
son, Guðmundur I. Þor-
bergsson, Margrét Arnadóttir,
Guðlaugur M. Kristmundsson,
Asgeir Þór Eiriksson, Guö-
mundur Stefánsson, Steinþór
Skúlason, Helgi Gunnlaugsson,
Davið Björnsson og Erna Hildur
Gunnarsdóttir. Til vara hafa
veríð valdir: Bjarni Júliusson
og Kristinn Andersen.
Styrkir þessir eru veittir til
eins árs i senn og eru mjög mis-
munandi eftir einstaklingum og
námssviðum.
sagði Geir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri fjármáladeildar
Sambands islenskra samvinnu-
félaga i samtali við Visi, er hann
var spurður hvað liöi samninga-
viöræðum rikis og SÍS um
hugsanleg kaup rikisins á Sam-
bandshúsinu við Sölvhólsgötu.
„Aðilar ræddu sfðast saman i
ágúst siðastliðnum”,sagði Geir
ennfremur, „enda er málið
þannig vaxið, aö þaö eru engin
timamörk sett um það hvenær
samkomulag þarf að liggja fyr-
ir”.
Geir var spuröu að þvi, hvort
hann ætti von á að viöunandi
samkomulag næðist.
„Ég á von á þvi, já, ef af þessu
veröur á annað borð”, svaraði
Geir, en benti á, að aðeins hefði
verið um könnunarviðræður að
ræða, og aö málið yrði kynnt
frekar á stjórnarfundi Sam-
bandsins, sem yrði nú á næst-
unni.
Geir Magnússon kvað of
snemmt að segja nokkuö um
hvaða verðhugmyndir könn-
unarviðræðurnar heföu snúist
um, en taldi, aö þeim yröi fram
haldiö öðru hvoru megin við
komandi áramót.
— jsj-
Þá mun sami kostnaður vegna
byggöalinu nema nálægt 570
milljónum króna. En báðar
þessar framkvæmdir hafa veriö
fjármagnaðar meö lánsfé og
allar afborganir og vextir meö
nýju lánsfé. Samtals eru þetta
þvi 1.100 milljónir króna eða sú
hrikalega tala 110 gamlir
milljarðar.
Samkvæmt áliti talsmanna
Landsvirkjunar, sem Visir fékk
staðfest i samtali við Eirik
Briem forstjóra, mun láta nærri
að rafmagnsverð til lands-
manna þyrfti að hækka um nær-
fellt 50%, ef þessar tvær fram-
kvæmdir verða teknar
reikningslega inn i raforku-
kerfiö. Skiptist hækkunin
augljóslega til helminga af
hvorri framkvæmd.
Forstjóri Landsvirkjunar,
Eirikur Briem, og fleiri tals-
menn hagsmunaaðila i raforku-
iönaöinum telja það á hinn bóg-
inn jafn liklegt að kostnaður
vegna byggðalinu eigi að falla
inn i raforkuverö og það sé ólík-
legt að unnt veröi að fella inn
kostnaö vegna Kröfluvirkjunar i
náinni framtið. Samkvæmt þvi
er líklegast nú, að rafmagns-
verö hækki meö einum eða
öðrum hætti um 25% vegna
byggöalínu i náinni framtíð, en
Kröfluvirkjun veröi greidd meö
skattpeningum fram hjá raf-
orkukerfinu. __HERB.
Akureyri:
Kona fyrir
bíl og
slasaðist
Um klukkan 22.05 á sunnu-
dagskvöldið lenti 67 ára gömul
kona fyrir bil i Hafnar-
stræti á Akureyri og
slasaðist verulega. Konan var
á leið yfir götuna, þegar bill
kom á nokkurri ferð og lenti
konan fyrir honum með fyrr-
greindum afleiðingum. Konan
var þegar lögð inná gjör-
gæsludeild Fjórðungssjúkra-
hússins og þegar siðast var
vitaö var liðan hennar eftir at-
vikum. Hún mun hafa fót-
brotnað og meiðst nokkuð
verulega að öðru leyti.
seltlarnarnes:
Fór maro
ar veltur í
fjðrunnl
Bil var ekið út af veginum
við Norðurströnd á Sel-
tjarnarnesi um helgina. 1 biln-
um var einn maöur og kom
hann akandi á mikilli ferö eftir
Lindarbrautinni og hugðist
beygja inn á Norðurströndina,
en náði ekki beygjunni með
fyrrgreindum afleiðingum.
Billinn fór nokkrar veltur uns
hann hafnaði á stórgrýti I fjör-
unni. Billinn er talinn vera
gjörónýtur eftir óhappið. öku-
maður meiddist lítið, fékk
nokkrar minniháttar
skrámur, en slapp að öðru
leyti úr slysinu. — SER.
Fora Taunus
Þegar þú sérð hve vel
útbúínn Ford Taunus
árgerð 1982 er, þá
trúir þú var/a verðinu.
Hvernig væri
að fíta við?
Sveinn Egi/sson hf.
SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100