Vísir - 03.11.1981, Blaðsíða 20
20__
ídag ikwad
VÍSIR
Þriðjudagur 3. nóvember 1981
Morgunn i Reykjavfk, heitir þessi mynd eftir Ásgrlm, og er hún máluö við Hverfisgötu. Þessi mynd er
meöal mynda á haustsýningu Ásgrimssafns, en viðfangsefni sýningarinnar er Reykjavik og nágrenni
fyrir 1930.
Haustsýning hefur verið opnuð i
Ásgrimssafni. Að þessu sinni eru
flestar myndanna frá Reykjavik,
Hafnarfirði og nágrenni. Meiri
hluti þeirra eru vetrarmyndir
málaðar um og fyrir 1930. Þá eru
einnig nokkrar andlitsmyndir á
sýningunni, t.d. oliumálverk af
þeim Þórarni B. Þorlákssyni og
Brynjólfi Þórðarsyni listmálur-
um, Rögnvaldi Ólafssyni bygg-
ingameistara og nokkrar sjálfs-
myndir listamannsins. A sýning-
unni er lika ein af elstu myndum
safnsins „Stúlka og landslag”
máluð fyrir aldamót.
Asgrimssafn Bergstaðastræti
74 verður opið i vetur á sunnudög-
um, þriðjudögum og fimmtudög-
um kl. 13:30— 16:00. Aðgangur er
ókeypis.
Nolar túss og trópikana
Einar Þór Lárusson, 28 ára
gamall myndlistarmaður i
Reykjavik opnaði fyrir skemmstu
fyrstu einkasýningu sina i Galleri
32, sem er að Hverfisgötu 32 i
Reykjavik. Hann hefur áður tekið
þátt i tveimur samsýningum i
Noregi, þegar hann var við nám
þar i landi.
„Það sem ég reyni að segja i
myndum minum eru gamlar
endurminningar og gamlar hug-
myndir, ýmislegt, sem maður er
að hugsa i dagsins önn. Ég geng
með hugmyndirnar i kollinum
vikum saman og reyni að geyma
þær betur meö þvi aö forma þær i
einhvers konar kveðskap”, segir
Einar Þór um myndverk sin.
Dags daglega er Einar Þór
verksmiðjustjóri Lagmetisiðj-
unnar í tiaröi, en hann málar i
öllum fristundum sem gefast.
Hann málar mest með tússi, en
hann fæst einnig viö blandaða
tækni. Myndir hans eru, að þvi er
hann sjálfur segir, i realiskum
stil og súrrealiskum. Einar
Þór eriiklega sá eini hérlendis
sem málar með tropicana-appel-
sinu safa, en það gerir hann
þannig, að hann ber safann á með
pensli, en straujar siðan yfir með
heitum straubolta. Við það
dökknar liturinn og verður dökk-
brúnn eða svartur. Nokkrar
myndir á sýningu hans i Galleri
32 eru málaðar með þessari
óvenjulegu tækni.
Einar Þór kvaðst eiga auðvelt
meö aö sameina brauðstritið og
myndsköpunina, en tekur þó
fram, að hann „lifir ekki af list-
inni, um slikt er ekki að ræða”.
Sýning Einars er opin daglega
milli kl. 14.00-22.00, og stendur til
12. nóvember næstkomandi.
—jsj.
Einar Þór Lárusson stendur hér viö eitt verka sinna.
Komin eru á markaðinn ný jólakort Styrktarfélags
vangefinna með myndum af málverkum eftir Jó-
hannes Geir listmálara.
Kortin eru til sölu á skrifstofu félagsins, Háteigs-
vegi 6, i versluninni Kúnst, Laugavegi 40 og á heimil-
um félagsins.
Af gefnu tilefni skal tekið fram, að kortin eru
greinilega merkt félaginu.
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
L,
útvarp
Þriðjudagur
3. nóvember
12.00 Dagskrá. Tdnleikar. Tii-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar.
Þriðjudagssyrpa — Pál)
Þorsteinsson og Þorgeir
Astvaldsson.
15.10 „öminn er seslur" cftir
Jack Higgins Olafur Ólafs-
son þýddi. Jónina H. Jóns-
dóttir les (17).
15.40 Tilkynningar. Tón-
leikar.
16.00 Fréttir. Dagskráin. 16.15
Veöurfregnir.
16.20 Ótvarpssaga barnanna:
„Niðurum stroinpinn” eftir
Armann Kr. Einarsson
Höfumiur les (5).
16 40 Tónhoniið Stjórnandi:
Kristin Björg Þorsteins-
dóttir.
17.00 Siðdegistónleikar:
islensk tónlist a. Sónata
fyrir fiðlu og pianó eftir Jón,
Nordal. Guðný Guðmunds-
dóttir og Halldór Haralds-
son leika. b. Strengjakvart-
ett nr. 2eftir Leif Þórarins-
son. Björn Olafsson og Jón
Sen leika á fiölur, Ingvar
Jónasson á viólu og Einar
Vigfússon á selló. c. „Fáein
haustlauf”eftirPál P. Páls-
son. Sinfóniuhljómsveit
Islands leikur: höfundurinn
stj. d. „Fylgjur” eftir Þor-
kel Sigurbjörnsson.
Sinfóniuhljómsveit tslands
leikur: Paul Zukofský stj.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 A vcttvangi Stjórnandi
þáttarins: Sigmar B.
Hauksson. Samstarfs-
inaður: Arnþrúður Karls-
dóttir.
20.00 Afangar Umsjónar-
menn: Asmundur Jónsson
ogGuöni Rúnar Agnarsson.
20.40 (Jtlcndingur hjá vina-
þjóð Harpa Jósefsdóttir
Amin segir frá.
21.00 Blokkflautu-trió
Michala Pctri leikur tónlist
I
eftir Hándel, van Eyck,
Telemann og Berio. (Hljóð-
ritun frá tónlistarhátiðinni i
Björgvin i vor).
21.30 Útvarpssagan:
„Marína" cftir séra Jón
Thorarenscn Hjörtur Páls-
son les (7).
22.00 Jón Hrólfsson leikur á
harmoniku.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
22.35 Or Austfjarðaþokunni
Vilhjáimur Einarsson,
skólameistari á Egilsstöð-
um, ræðir við Pétur Jónsson
bónda þar.
23.00 Kammertónlist Leifur
Þórarinsson velur og
kynnir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
sjonvarp
Þiiðjudagur
3. november 1981
19.45 Fréttaágrip á taknmáli
20.00 Fréttir og veöur
'20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Pétur/Tékkneskur teikni-
myndaflokkur. Sföasti
þáttur
20.40 Vikingarnir, Þriðji
þáttur. Vernda oss frá
grimmd vikinganna. !
dönsku vikingasamfélagi
voru geröir einstakir list-
munir og skartgripir, sem
urðu eftirsóttir viöa um
heim. Hederby, sem nú er i
Vestur-Þýskalandi, var tii
forna markaðsbær og gera
menn sér vonir um, að forn-
ieifarannsóknir þar muni
veita vitneskju um bæjariif
vikinganna. En þetta fólk
var einnig fruntamenni.
Fylgster með einum slikum
i ránsferö til Italiu. Höf-
undur og leiðsögumaður:
Magnús Magnússon. Þýð-
andi: Guðni Kolbeinsson.
21.15 Hart á móti hörðu.
Bandarlskur sakamála-
m ynda flokkur. Fjóröi
þáttur.l>ýðandi: Bogi Arnar
Finnbogason
22.05 FréttaspcgilLÞáttur um
innlend og erlend málefni
22.35 Dagskrárlok
I
I
I
I
I
I
I
I
I
1
I
I
I
!
i
i
-i
Byggð var eftirliking af Heiðabæ, og lifa skátar Þ»r Vlkingalifi.
sjónvaro kl. 20.40:
VfKINGMNIR
ÞrlDJI Dáttur
1 þriðja þætti Vikinganna sem
er á dagskrá sjónvarpsins I kvöld
kennir margra grasa. Þar er
fjallað um Danmörku á Vikinga-
öld, sagt frá vexti Heiðabæjar,
sem var verslunarstaður i Dan-
mörku, sagt er frá Danavirki,
sem reist var syðst á Jótlandi, til
varnar innrásum frá Evrópu, og
fjallað er um fornleifarannsóknir
I Jelling.
Einnig er sagt frá ránsferðum
til Parisar og suður til Italiu, og
sagt er frá hvernig Vikingahöfö-
ingi.semhérHásteinn, vann borg
suður á ttaliu með brögðum. Að
sögn Guðna Kolbeinssonar, þýð-
anda þáttarins, eru heimildir um
það þó heldur vafasamar, en sag-
an er engu að siður skemmtileg.
Þulir i þættinum eru Guðmund-
ur Ingi Kristjánsson og Guðni
Kolbeinsson, en höfundur er
Magnús Magnússon.
Utvarp kl. 20.40:
UM HÚSNÆÐIS- 0G SKÓLAMAL
Þáttur I umsjón Hörpu Jósefsdðttur Amin
„Þessi þáttur fjallar um
danska þjóðfélagið, hvernig mað-
ur bersig að, þegar ekki er dvalið
þar sem feröamaður, heldur böið
þar,” sagði Harpa Jósefsdóttir
Amin um þátt sinn i kvöld „Ot-
lendingur hjá vinaþjóð”. Harpa
er nýkomin heim frá Danmörku,
þar sem hún dvaldi með fjöl-
skyldu sinni i eitt ár, og i þættin-
um i kvöld er aöallega fjallað um
húsnæðisvandamál og hvernig
það er fyrir erlend börn að setjast
þar á skólabekk. „Annað barn
mitt var i sex ára bekk, sem er
gjörólikt þvi, sem tiðkast hér, og
þar má t.d. alls ekki kenna börn-
um lestur og skrift, heldur er
þetta nokkurs konar framhald á
barnaheimili. 1 þættinum kem ég
einnig inn á hinn mikla flótta
Dana til Spánar, sem stafar af
þeim háu sköttum, sem i Dan-
mörku eru, en skattarnir hér eru
blávatn miðað við það, sem þar
er”.
Harpa verður með annan þátt
um Danmörku n.k. þriðjudag, og
fjaílar sá þáttur um atvinnulifiö
og daglegt lif I Kaupmannahöfn.