Vísir - 03.11.1981, Síða 12

Vísir - 03.11.1981, Síða 12
Þriöjudagur 3. nóvember 1981 Áskoranir um uppskriftir Þýö og bliö rödd vinkonu minnar Ásu Finnsdóttur var i simanum: „Heyröu elskan, ertu búin aö sjá Visi? — þaö er sko þriöjudagur og matarupp- skriftirnar eru I blaöinu i dag — þú veist — má ég skora á þig ég er að flýta mér svo mikiö, hvaö segiröu um þetta?” Ég var varla búin aö átta mig á þessu er hún sagöi bless og ég sagöi já. Þetta gat nú ekki veriö mikill vandi — ég sem eyði miklum tlma i aö lesa allt, sem hægt er aö ná i um mat, náttboröiö mitt er fyrir langalöngu hætt aö taka viö kokkabókum,staflar liggja á gólfinu — mér til mikilla leiö- inda, þegar gólfþvottur nálgast. Nú skyldi maöur setjast niður og hripa nokkrar uppskriftir. En svona einfalt var þetta nú ekki. Þá var bara næst aö skipu- leggja hlutina. Þaö hljómar nú vel, en gallinn var bara sá, aö skipulagsmanneskja hef ég aldrei veriö, en eitthvaö varö aö gera. Ég vona, aö lesendur hafi eitt- hvaö gagn og gaman af þvi, sem ég valdi. Tek samt fram, aö vigt og mál nota ég mjög sjaldan, þar af leiöandi veröur ekkert nákvæmt mál á upp- skriftunum, en svona hér um bil. Annaö sem er rétt aö taka fram, þrátt fyrir mikla til- raunastarfsemi mina i matar- gerö, er að eftiríarandi er ekki eingöngu „orginalt” — ég var hálfsmeyk, að sýna tilraunir minar aö svo komnu máli. Svona til aö byrja meö langar mig aö gefa ykkur uppskrift af smáræöi svona til aö narta i til dæmis meö drykk fyrir mat. Smá tilbreyting frá saltkexi og idýfum. Þessi uppskrift er bæöi góö og kúlurnar fallegar. En umfram allt finnst mér aö allur matur eigi aö lfta vel út, góöar litasamsetningar svo ég tali nú ekki um gott hráefni og aö úr þvi sé vel unniö. Ostakúlur 250 g smurostur fylltar ólifur græn og rauö kirsuber saxaöar valhnetur. Smurosturinn látinn standa viö stofuhita nokkurn tima, siöan þeyttur upp i hrærivél. Tvær teskeiöar notaöar. Takiö nú smurost i aðra teskeiöina, komiö einni ólifu (eöa kirsu- L' Kristin Sveinbjörnsdóttir kveöst eyöa miklum tima I aö lesa kokka- bækur. Hér blaðar hún i einni slikri áöur en vel valdar uppskriftir voru settar á blaö. Vlsism. ÞL beri) fyrir i ostinum og látiö siöan ost yfir meö hinni teskeiö- inni (hyljið óllfuna eöa kirsu- beriö). Reyniö aö hugsa ykkur aö úr þessu veröi kúla meö ein- hverju I miðjunni. Látiö ykkur ekki bregöa þó aö þetta sé ósköp lint, þaö lagast i isskápnum. Þegar þiö hafiö myndaö kúluna þá veltiö þiö henni uppúr söxuö- um valhnetukjörnum. Þegar þessu er lokiö þá er kúlunum stungiö i Isskápinn. Þiö getið, ef ykkur finnst kúlurnar ekki fallegar i laginu, tekiö þær úr Is- skápnum, áður en þær harðna of mikið og snyrt þær til. Kælið þær nú vel. Rétt áöur en þær eru bornar fram eru þær skornar I sundur. Þá sjáiö þiö hversu lag- legar þær eru. Rækjuepli Má nota sem forrétt eöa á kalt borö. Uppskriftin fyrir ca. 6 manns. Rækjur 3 stór matarepli 2 1/2 dl hvitvin safi úr hálfri sitrónu 6 blöö matarlim 2 1/2 dl rjómi salt sykur paprikuduft 1 msk tómatsósa rifin piparrót (fæst I litlum pökkum) Skraut: Sitrónusneiö og dill Eplin skræld, kjarnar íjar- lægöir og eplin skorin i tvennt (þversum) gatiö I miöjunni stækkaö nokkuö. Hitiö hvitviniö aöeins meö sitrónusafanum. Takiö pottinn af eldavélinni og látiö eplin dúsa þar I I ca. 10 minútur. Takiö eplin upp úr, kælið þau i sigti. Matarlimiö fer siöan i kalt vatn. Þeytiö nú rjómann, kryddið meö salti, sykri, papriku, sitrónusaffa, tómatsósu og piparrótinni, þaö fer eftir smekk hvers og eins hve mikla piparrót skal láta. Matarlimið kreist og svo bræö- um viö helminginn af matarlim- inu I vatnsbaöi og blöndum þvi varlega saman viö rjómann. Af- gangurinn af matarliminu er siöan settur saman viö ca 6 mat- skeiöar af hvitvinsblöndunni. Fylliö slöan eplin meö rjóma- blöndunni. Látiö stifna aöeins I isskápnum. Látiö siöan rækjur yfir eplin meö rjómafyllingunni og hellið svo mjög varlega hvit- vinsblöndunni meö matarliminu yfir. Skreytiö aö lokum meö sltrónu og dilli. Fiskréttur Golfarans Þessi réttur varð til i tilefni af Landsmóti I golfi 1978. Þiö þurfið ekkert að velta vöngum yfir þvi hvaö golfari eöa golfmót þýðir, þaö er ekkert „golf” i uppskriftinni. Ýsuflök, mega vera heil eöa i stórum bit- um salt og pipar sitrónusafi aromatkrydd karrý rjómi laukur græn paprika epli hveiti Látiö sitrónusafa öörum megin á flökin, eöa bitana, aro- mat hinu megin, látiö liggja um stund. Fiskinum siöan velt upp úr hveiti, kryddaö meö salti, pipar og karrý. Léttsteikiö fiskinn á pönnu úr smjöri. Siöan fer fiskurinn i eld- fast fat. Látiö laukinn, paprik- una og smátt skorin eplin krauma um stund I smjöri, um- fram allt forðist aö þetta brún- ist. Hellið þessu siöan yfir fisk- inn og siðan rjóma yfir. Það þarf ekki mikinn rjóma, svona eins og ykkur sýnist best. Þaö skemmir ekki aö nota rjómaost, ef þið eigiö hann til. Þetta er siðan bakaö I ofni I ca 15-20 minútur viö 200 gr. hita. Meö þessu er boriö fram: Steiktir bananar, mango chutney og hrisgrjón. Ég biö ykkur endilega aö hræöast ekki steiktu bananana, þeir eru aldeilis sérlega ljúffengir. Sker- iö þá endilangt, steikiö I smjöri stutta stund. Sjálfsagt er aö hafa salat meö, fyrir þá sem þaö vilja. Kjötréttur Réttur þessi eða eitthvað likur þessum fyrirfinnst meö finu frönsku nafni, ég þori ekki aö nefna þaö, þar sem ég er ekki viss um, aö þessi útgáfa min sé rétt. Þaö er best aö taka þaö fram strax, aörétturinn er mjög saösamur og ber aö varast aö hafa þungan forrétt á undan. Kjötseyöi er besta lausnin. Alikálfakjöt, til dæmis innra læri sterkur ostur þunnar sneiöar af skinku hveiti egg rasp salt pipar Reyniö aö fá þunnar sneiöar, sem þiö berjiö meö kjöthamrin- um, notið samt ekki alla krafta ykkar. Látiö siöan ost- og skinkusneið á milli tveggja kjöt- sneiða. Veltiö kjötinu upp úr hveiti, siöan eggjablöndu og raspi. Steikt á pönnu úr smjöri (smjör og olia til helminga er lika afbragð), kryddiö meö salti og pipar. Ofsteikiö ekki. Gott er aö láta kjötiö jafna sig i smá- tima innan I álpappir viö mjög vægan hita i ofni. Besta meölætiö, sem ég fæ meö þessu er blómkáls-souflé og nýjar soönar gulrætur. Per- sónulega finnst mér of mikiö aö hafa kartöflur lika. Salatblaö og tómatar skemma ekki. Eftirlæti Ég er ekki sérlega aö mæla meö þessum eftirrétti á eftir kjötmáltfðinni hér á eftir, en læt uppskriftina fýlgja meö i gamni. 100 g sveskjur 100 g þurrkaðar aprikósur 100 gráfikjur 50 g rúsinur rúmlega hálfur pottur af vatni 25 g valhnetur 25 g afhýddar möndlur Látið ávextina liggja I vatninu yfir nótt. Þetta er siðan allt látiö i eldfast fat meö loki, eða ál- pappir. Ofninn stilltur á 150 gr. og þar fær þetta aö malla i eina klukkustund. Þá látum viö hnet- urnar og möndlurnar I, kæliö þetta niöur á eldhúsboröinu og svo i isskápnum. Þeyttur rjómi borinn með. Ása vinkona min haföi ekki mikið fyrir þvi að krækja sér i arftaka eins og fram kemur I upphafi. Hins vegar reyndist mér þaö sérlega erfitt, allir þeir, sem ég hef dáðst aö i mat- argeröarlistinni undanfarin ár voru nú orönir svo eindæma feimnir og kunnu ekki neitt. En góöi engillinn var meö mér eins og oft áöur. Meö aðstoö góös kunningja haföi ég hendur i hári ungs manns, sem heitir Þóröur Þóröarson, af kunnugum kallaöur Danni. Ungur maöur á uppleiö, sölumaöur hjá Islenzk-Ameriska félaginu, dáir eldamennsku og hefur gert frá þvi aö hann man eftir sér. Þóröur tjáöi mér reyndar, aö hann gæfi konu sinni leyfi til aö aöstoöa sig af og til. Um þessar mundir „dundar” Danni sér við aö koma sér upp húsi, sem reyndar veröur fokhelt, þegar þetta birtist. En nú má búast viö þvi, aö Þórður sitji með sveittan skallann og útbúi gómsæta rétti fyrir lesendur Visis i næstu viku. Aö lokum, bestu kveöjur til Þóröar og Ásu, ég á nú eftir aö launa þér þetta Ása min meö einhverju góögæti, hver veit nema Þóröur og frú sláist I hóp- inn. Kristín Sveinbjðrnsdóttir skorar á Þórð Þðrðarson j vetrarlínan í hárgreiðslu kynnt í kvdld hvern hárgreiðslumeistara sem það hlotnast. Þeir Islensku hár- greiðslumeistarar sem þeirrar viðurkenningar eru aðnjótandi munu sýna nýjustu vetrartiskuna i hárgreiöslu aö Hótel Sögu i kvöld. Hópurinn sem að sýning- unni stendur vildi litið tjá sig fyrirfram um , i hverju nýja vetrarlinan i hárgreiðslu „BTou 157” væri fólgin, leyndardómur- inn yröi sviptur .hulunni i kvöld. „Þeir búa til tiskuna i Paris. Þangað förum við tvisvar á ári. vor og haust nemum nýjungar sem viö útfærum svo sjálf eftir aöstæðum þegar heim er komið”. Sá er þetta mælir er einn sex is- lenskra hárgreiðslumeistara sem aðild eiga að Haute Coiffure B’rancaisei Paris. í þeim samtök- um eru um fjórtán hundruð með- limir frá flestum rikjum heims. Aö eiga aöild aö HCB’ er mikill heiöur og viðurkenning fyrir Bára Kemp, Elsa Haraldsdóttir og Guöbjörn Sævar, betur þekktur sem Dúddi, eru hér I óöa önn aö undirbúa sitt „model” fyrir sýninguna. Allir búningar sem sýningarfólkiö skrýöist á sýningunni eru unnir eftir hugmyndum hárgreiöslufólksins. VIsism.ÞL

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.