Vísir - 03.11.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 03.11.1981, Blaðsíða 8
8 Þriöjudagur 3. nóvember 1981 ■nfHT ______ Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Auglýsingastjóri: Páll Stetansson. 1 Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen- Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson drup, Árni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Ritstjórn: Síðumúli 14, simi 86611, 7 linur. Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8, simar 86611 og 82260. t raarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaður á Akureyri: Gísli Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, simi 86611. Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd- Áskriftargjald kr. 8^5 0 mánuði innanlands ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. . og verð i lausasölu 6 krónur eintakið. útgefandi: Reykjaprent h.f. 'utlitsteiknun: MagnúsÖlafsson, Þröstur Haraldsson. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Safnvörður: Eirikur Jónsson. Vísir er prentaður i Blaðáprenti, Síðumúla 14. VENDIPUNKTUR Vegna þeirrar óvanalegu stöðu sem ríkt hefur í Sjálfstæðis- flokknum hefur stjórnmálaþró- unin tekið nokkurt mið af því, hvað gerast myndi á landsfundi flokksins. Fundurinn átti upp- haflega að fara fram í vor, en honum var frestað til að vinna tíma. En um leið og þannig skap- aðist aukið svigrúm fyrir sjálf- stæðismenn, og þá einkum st jórnarandstæðinga innan flokksins, til að ráða ráðum sín- um, þá var af leiðingin sú að f jöl- mörg úrlausnaratriði fóru í bið. Það hefur lengi verið Ijóst, að andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins hafa hlakkað yf ir þeim klofn- ingi, sem myndast hefur vegna stjórnarmyndunarinnar. Þeir haf a séð sér leik á borði að grafa undan stærsta flokknum og ýta undir ágreining innan hans. Þeir hafa hampað ráðherrum Sjálf- stæðisf lokksins, en níðst á stjórn- arandstöðuliðinu, einkum for- manninum. Margvíslegar stjórnarathafn- ir, ákvarðanirog málatilbúnaður hefur beinlínis tekið mið af landsfundinum og stöðunni í Sjálfstæðisf lokknum. Aðstæður skyldu vera eins hagstæðar fyrir ríkisstjórnina og Gunnar Thor- oddsen og kostur væri, til að styrkja vígstöðu hans á fundin- um. Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins gerðu sér ákveðnar vonir um að til algjörs uppgjörs kæmi á landsfundinum, staða formannsins skyldi verða sem veikust. Þessar vonir hafa brugðist. Áferðarfallegt yfirborð í stjórnar. samstarfi, hagstæðir verðbólgu- útreikningar og glansmynd í efnahagsmálum var vissulega skrautfjöður í málflutningi stjórnarsinna. En það réð ekki úrslitum. Landsf undurinn lét það sem vind um eyrun þjóta. Það voru önnur mál ofar í hugum landsfundarfulltrúa, og þau snerustekki um stjórnarathafnir heldur f lokkshagsmuni, ekki um efnahagsmál, heldur flokksá- stand. Landsfundarfulltrúar tóku af- stöðu til manna en ekki málef na í þessum skilningi. Og nú er þessi landsfundur af- staðinn, og öllum Ijóst, að ósk- hyggjan um endanlegan klofning rættist ekki. Gunnar situr sem fastast. Geir einnig, og tæp tvö ár í næsta landsfund. Það er of langur tími f yrir and- stæðinga Sjálfstæðisflokksins að láta allt vaða á súðum í þeirri von að upp úr sjóði. Þeir munu ekki lengur geta haft annað augað á innanmeinum Sjálfstæðisflokks- ins við afgreiðslu á vandamálum í stjórnarráðinu. Nú verður erf- iðum ákvörðunum ekki lengur frestað fram yfir landsfund sjálfstæðismanna. Þetta mun hafa sín áhrif á atburðarásina á næstunni. Nú er til lítils að draga upp glansmyndir eða f ramlengja víxla. Nú hefur alvara lífsins tekið við. Erfiðar ákvarðanir bíða ráð- herra og ríkisstjórnar. Verka- lýðshreyfingin hefur sett fram sínar kröfur, fiskverðshækkunin hefur aukið vanda f iskvinnslunn- ar, verðhækkunum verður illa haldið t skef jum, ef forðast á at- vinnuleysi. Alvarlegar horfur í loðnuveiðum setja stórt strik í reikninginn og f jölgengisstefnan er að bresta. öll þessi vandamál eru stærri en svo, að unnt sé að láta lausn- irnar ráðast af sólstöðunni í Sjálfstæðisflokknum. Þetta vita ráðherrarnir, þetta vita þing- menn. Almanak stjórnmála- mannanna mun ekki lengur taka mið af landsfundi, heldur þeim óumf lýjanlega vanda, sem eykst stöðugt. Það kæmi því ekki á óvart, þótt breytt viðhorf muni setja svip sinn á stjórnmálaþróunina á næstunni. Landsf undurinn og úr- slit hans geta orðið vendipunkt- urinn í fleiru en einu tilliti. Ragnhildur P. Ofeigsdóttir skrifar fréttapistil að vestan: Tungliö var fullt. Marglitur mannfjöldinn sveigöist og beygöist í dýonísku algleymi i fjólublárri næturslikjunni. Loft- iö var þrungiö ilmi ekki ósvip- uöum reykelsi. Gulglitrandi goöiö þeyttist fram og aftur á vængjum eigin tóna uppi á sviö- inu, sem einna helst minnti á altari. Var senan grisk helgiathöfn undir fullum mána frá þvi fyrir kristsburö? Nei, senan var Coli- seum i" Los Angeles þann 9. október 1981 á langþráöum tón- leikum Rolling Stones, hassilm- urinn fyllti vit manna og goöiö var Mick Jagger. Rolling Stones sem ekki hafa komiö fram opinberlega í þrjú áreru á tveggja mánaöa hljóm- leikaferö um heiminn. Mikil spenna hefur veriö sam- fara þessari hljómleikaferö. Fjölmiölar hafa fylgst náiö meö Rolling Stones upp á siökastiö og útvarpsstöövar hafa útvarp- að lögum þeirra i tima og ótima. Um 400 blaöamenn og ljós- myndarar voru viöstaddir fyrstu tónleika feröarinnar I Filadelfiu, Pennsylvaniu, sem er meira en nokkru sinni áöur. Allir kvíðnir Eftirvæntingin sem hefur beinst að þessum tónleikum viröist lika hafa haft dhrif á Rolling Stones sjálfa. Mick Jagger lýsti því yfir á undan öðrum konsertinum iFiladelfi'u, aö allir „yröu kviönir og efuðust um sjálfa sig, eftir aö hafa ekki komið fram i þrjú ár”. Enginn vafi er á þvi aö þessi mikli áhugi á þessari tónleika- ferð Rolling Stones er sumpart tilkominn vegna morösins á John Lennon fyrirárisiöan. Þaö geröi fólki ljóst aö timaskeiö væri á enda sem kæmi aldrei aftur. Aköfustu aödáendur Rolling Stones bjuggu um sig fyrir framan leikvanginn kvöldið fyr- ir konsertinn til aö biöa átrún- aöargoða sinna. Rolling Stones spiluöu bæöi lög frá nýjustu plötu sinni „Tattoo You” og gömlu góöu lögin sin á konsert- inum. Hápunktur tónleikanna var þegar Mick Jagger sté upp i vinnupallinn á endanum á löng- um krana, sem hóf hann á loft viö hrifningaröskur áhorfenda um leið og hann söng „Jumpin’ Jack Flash”. Fólkið tjáöi til- finningar sinar meö þvi að lyfta logandi sigarettukveikjurum sinum hátt upp yfir höfuð sér. Angurværö, söknuöur eftir liönum tima var hin rikjandi til- finning á tónleikunum. SU tii- finning náöi hámarki i lokin með laginu „Satísfaction”. Demonisk imynd Angurværöin dtti mikinn þátt I hinni óvenjulegu stillingu sem áhorfendur sýndu á þessum tón- leikum. Stór hluti af niutiu þús- undum sem sóttu konsertinn voru af Rolling Stones kynslóð- ^inni og jafnvel eldri. ' Vinsældir Rolling Stones hafa siður en svo þorrið meö árun- um, enda viröast Rolling Stones skynja þaö manna best sjálfir að þeim hefur tekist aö standa af sér lok sins eigins timabils. Keith Richards, gitarleikari Rolling Stones, sagöi nýlega: „Þaö er erfitt aö gera sér grein fyrir öllu þvi sem hefur hent okkur. Stundum finnst mér eins og þaö hafi verið i gær sem við spiluöum i klúbbunum i Eng- landi. Okkur datt það aldrei i hug þá aö viö ættum eftir aö spila i Ameriku. Okkur datt þaö aldrei ihug aö neinn heföi áhuga á þvi sem við vorum aö gera. Samt finnst mér lika stundum aö þetta hafi allt skeö fyrir hundrað árum. Það er furðulegt aö við skulum hafa lifað þetta af.” Hin hálfdemóniska imynd Rolling Stones hefur gjörbreyst á siöastliönum árum. Sú var tiö- in aö þeir voru kallaðir „synir Satans” og ollu frómum og borgaralegum sálum skelfingu meö liferni sinu. Nú eru þeir fyrir löngu búnir aö semja frið við kerfiö og tilheyra klikum há- tiskufdlksins. Meira að segja ströngustu siöapostular nenna dcki lengur að beina spjótum sinum aö þeim. Hinn nærfertugi Mick Jagger lagöi sjálfur áherslu á breytta i- mynd sina á konsertinum. þeg- ar hann sagði við áhorfendurna sem kepptust um aö troöa sér sem næst sviðinu: „Þið getiö slasaö ykkur. Gerið svo vel aö færa ykkur aftar.” Þetta atvik stakk áberandi i sttíf við Alta- mont tónleikana 1969 þegar 18 ára unglingur var óhindraö stunginn til bana i aflogum sem urðu fyrir framan sviöið. Sá orðrómur hefur komist á kreik að þetta yrði seinasta hljómleikaferð Rolling Stones, en aöspuröur neitaði Keith Richards þvi. Þessi orðrómur jók án efa mjög á saknaöartil- finninguna sem rikti á konsert- inum. Ahorfendur vissu ekki hvort þeim myndi nokkurn tím- ann auönast að sjá þessi átrún- aöargoö sin framar. Ný goö hrinda gömlum af stalli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.