Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2001, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. FEBRÚAR 2001
T
IL ER böðulseiður gamall sem
hljóðar svona: „Til þess legg eg N
son hönd á helga bók og svo skýt
eg mínu máli til guðs, að eg ljúf-
lega óneyddur játa og lofa, sakir
minna afbrota við guð og menn
til, að þjóna mínum náðuga herra
og kongi og hans umboðsmanni N
syni, í þann máta, að strýkja og marka, og ekki
þyrma þeim sakamönnum, sem sig í hans sýslu
til refsinga forbrotið hafa, með allri trú, dygð
og hollustu, nær hann til kallar, og eg skal ekki
um hlaupast. Og að svo stöfuðum eiði sé mér
guð hollur sem eg satt segi, gramur ef eg lýg.“1
Eiður þessi, sem skráður var 1666, vafðist
nokkuð fyrir mér í fyrstu því við hvað er átt
með setningunni „sakir minna afbrota við guð
og menn“? Bar að skilja hana þannig að glæpa-
menn hefðu keypt sig undan marki eða hýð-
ingu með því að taka að sér böðulsstarf, eða var
átt við almenna syndaafplánun sautjándu aldar
manns? Þegar ég leitaði svara varð mér fljót-
lega ljóst að sáralítið er vitað um íslenska „böð-
uls stétt“ fyrr á tímum þótt hún hafi tekið á sig
allmótaða mynd í munnmælum og skáldskap
seinni tíma. Nefna má lýsingu Sigurðar
Snorrasonar í skáldsögu Halldórs Laxness, Ís-
landsklukkunni, en sagt er að hann hafi verið
„bleikur maður, fullur að vaungum, lítt eygur
og bar hvolpana einsog þegar börn leika tign-
armenn, klæddur snjáðum kjól af höfðíngja, og
stóð honum alstaðar á beini“.2 Í upphafskafla
sögunnar er dregin upp skýr andstæða á milli
þessa bleika bífalingsmanns og tötramannsins
svarta, Jóns Hreggviðssonar, böðulsins og
þjófsins, en eins og fram kemur hér á eftir
kann samband þeirra að hafa verið nánara og
flóknara í reynd en skáldskap. Hið bleika rann
út í svart og öfugt.
Bleikt og svart
Sögnin að böðla hefur í seinni tíð tengst
hroðvirkni, ruddalegri klaufsku og þjösnaskap.
Orðaforðinn hefur með sínum hætti hefnt
hinna hýddu, limlestu og líflátnu, breytt böðl-
inum í klaufska mannfýlu, hroðamenni, líkt og
þjóðsagan breytti honum á sínum tíma í fífls-
legan skálk. Saga þessi verður ekki rakin til
fulls að sinni en færa má rök fyrir því að aftaka
Jóns biskups Arasonar að Skálholti 7. nóvem-
ber 1550 marki upphaf hennar í ákveðnum
skilningi. Sagt er að frá Bessastöðum hafi verið
fenginn böðull, Jón Ólafsson að nafni, til að
vinna verkið, en gamall vindustokkur úr kirkj-
unni var notaður fyrir höggstokk. Segja sögur
að böðlinum hafi fatast við aftöku séra Björns,
sonar Jóns biskups, högg hans geiguðu og
tókst ekki að murka af manninum höfuðið fyrr
en í fjórða höggi. Ekki fórst líflát biskups betur
því sagt er hann hafi mælt við þriðja högg: „In
manus tuas, domine, commendo spiritum
meum“ – herra, í þínar hendur fel ég anda
minn. Þetta mun hann hafa mælt síðast orða en
í sjöunda höggi tók loks af höfuðið.
Franskur fræðimaður hefur bent á að op-
inberar aftökur hafi fyrr á tímum haft tvö eðl-
iseinkenni: bardagann og sigurinn.3 Hægt er
að skoða atburðina í Skálholti í ljósi þess því
þeim var ætlað að staðfesta, með sýnilegu og
ótvíræðu móti, endalok gamals siðar sem Hóla-
biskup stóð fyrir. Þetta var öðrum þræði leik-
völlur andstæðra tákna, tveggja ólíkra siða eða
valdakerfa, sem skullu saman í aftökunni, hinni
fullkomnu niðurlægingu, þar sem líkama
dauðamannsins er sundrað af fulltrúa nýs
skipulags. Eftirleikurinn sýnir hins vegar að
átökunum lauk ekki við svo búið því Norðlend-
ingar drápu nokkru síðar böðul þennan, Jón
Ólafsson, með yfirgengilegum hætti, glenntu
sundur munn hans og helltu upp í hann bráðnu
blýi.4 Hér var ekki um stjórnlaust heiftaræði að
ræða því Norðlendingar vildu sýna, með enn
hrottalegri aftökuaðferð, að völd konungs
hnigju fyrir valdi þeirra, þótt Jón biskup væri
genginn veg allrar veraldar. Það reyndist að
sjálfsögðu blekking því þetta var höfuðlaus
her; aftakan í Skálholti lýsti félagslegu tákn-
máli sem festist í sessi innan tíðar þótt van-
hæfni böðulsins varpaði jafnframt ljósi á tak-
mörk þess, eins og nánar verður að vikið.
Heimildir sýna að hugmyndir manna um
böðulsembættið hafa verið mótsagnakenndar á
sautjándu öld. Sumarið 1658 lagði Torfi Er-
lendsson fram kvörtun á alþingi þess efnis að
sér hefði verið meinað að láta böðulinn Indriða
Jónsson leggja refsing á seka konu, kvensnipt
sem fallið hafði í hórdóm, þar sem Indriði væri
BÖÐLAR Í SÖGN
OG SÖGUM
FYRRI HLUTI
„Böðullinn var eftir lögum fulltrúi eða staðgengill
sýslumanns, umboðsmanns konungs, en samt er sem
svívirða hins dæmda hafi náð til hans. Því er líkast
sem hann hafi flekkast af verki sínu. Vera má að böð-
ulsembættið hafi verið hlaðið forneskju um bannhelgi
og saurgun, að brotamenn, þjófar og morðingjar,
hafi verið óhreinir á einhvern hátt að mati fólks.“
„Gjörirðu háð að lögunum, fanturinn
þinn?“
Guðmundur Sigurðsson, sýsluyfirvald á
Ingjaldshóli
Böðulsembættið festist ekki í sessi í Evrópu fyrr en með vexti borgarsamfélags á síðari hluta miðalda. Þá fyrst var ákveðnum einstaklingum falið að sjá um fullnustu líkamlegra refsinga – og blóð-
stokkin óhugnaðarmynd böðulsins verður til, þegar ættasamfélagið er að líða undir lok. Myndin sýnir aftöku í Frakklandi á dögum Lúðvíks VXI sem reyndi að hamla gegn þeim með litlum árangri.
E F T I R M AT T H Í A S V I Ð A R
S Æ M U N D S S O N