Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2001, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2001, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. FEBRÚAR 2001 MYNDIR SEM SEGJA MEIRA EN ÞÚSUND ORÐ Um þessar mundir stendur yfir í Gerðarsafni – Listasafni Kópa- vogs sýning Blaðaljósmynd- arafélags Íslands á úrvali ljós- mynda frá síðasta ári. Aldamótaárið er þar gert upp. Myndirnar sem hér birtast voru valdar þær bestu í sínum efnisflokki af þriggja manna dómnefnd. Alls er að finna 150 myndir á sýningunni en 35 ljósmyndarar sendu inn rúmlega sex hundruð myndir og var þátttakan með mesta móti hingað til. Morgunblaðið/Þorkell Fréttamynd ársins: Á sorg- arstundu, minningarathöfn um Einar Örn Birgis. Dómnefndin segir myndina í senn nærgöngula og tillitssama og koma ein- staklega vel til skila þeim tilfinn- ingum sem bærast með syrgj- endum. Morgunblaðið/Þorkell Skoplegasta myndin: Or- aníumenn og Ian Paisley. Dómnefnd segir þetta grátbroslega ljósmynd frá Norður-Írlandi sem jafnframt er full af háði sem endurspegli öm- urlegt ástand. Ljósmynd/Ari Magg Tískumynd ársins: Reykjavík collection. Dómnefndin telur myndina óvanalega og um leið úthugsaða, þar sem íslensk nátt- úra er notuð án þess að verða yfirþyrmandi. Með henni þykir sleginn nýr og tær hljómur í íslenskri tískuljósmyndun. Ljósmynd/Ari Magg Portrett ársins: Síungur töffari suður með sjó. „Heiðarleg ljós- mynd full af dulmagnaðri birtu,“ segir dómnefnd sem telur mynd- ina koma vel til skila hinum síunga töffara, Rúnari Júlíussyni, dægurtónlistarmanninum gamalreynda af Suðurnesjum. Ljósmynd/Ari Magg Mynd ársins: Baldur. „Feiknalega grípandi ljósmynd, kraft- mikil og óræð. Myndin vekur fjölda spurninga um tilveru mannsins og vegferð hans. Hún hefur auk þess til að bera einstaklega fallega birtu og ljóðræna myndbyggingu.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.