Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2001, Qupperneq 19

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2001, Qupperneq 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. FEBRÚAR 2001 19 Þ EGAR komið er inn í baksalinn í Galleríi Fold blasa við fagurlega mótaðir vasar af ýmsum gerðum, brenndir í leir. Augljóslega hefur verið unnið að þessum hlutum með mikilli natni og alúð en at- hygli vekur að á þeim er hvergi óþarfa skraut. Þessir munir, sem flestir eru kúlulaga, eru eins og sprottnir úr náttúrunni sjálfri eða utan úr geimnum, áhorf- andinn freistast til að ætla að þarna séu fylgi- hnettir ókunnra stjarna á ferð eða jafnvel stök tungl. Þetta er fimmta einkasýning Magnúsar Þorgrímssonar sem útskrifaðist úr leirlistadeild Myndlista- og handíðaskólans árið 1992. Meðan á náminu stóð dvaldist Magnús við frekara nám í Alþjóðlega keramikstúdíóinu í Kecskemet í Ungverjalandi. Heim kominn stofnaði hann ásamt Hjördísi Guðmundsdóttur leirkerasmið galleríið ,,Hjá þeim“ sem þau starfræktu í tvö ár. Árið 1995 fór Magnús til námsdvalar við Kunsthåndværkerskolen í Kolding í Danmörku og árið 1998 brá hann enn undir sig betri fæt- inum og tók þátt í námskeiði hjá ensku leir- listakonunni Jane Perryman en hann segir sjálfur að þar hafi orðið nokkur þáttaskil á ferli hans sem listamanns. En hvað vill Magnús segja okkur um sýninguna sem hann opnar nú í dag? ,,Þessi sýning er óbeint framhald af síðustu sýningu fyrir tveimur árum,“ svarar Magnús. „Þá vann ég með sömu tækni en núna er ég með færri form. Eins og þú sérð er þetta út frá kúlu- forminu og það ýmist belgt út eða teygt upp. Vasarnir byrja allir eins en enda á ýmsa vegu, sumir sem fjallstoppar sem koma dalir niður úr. Það er landslag í þessu; þegar ég brenni hlutina sé ég fyrir mér land og landslag, og líka nokkurs konar alheim. Ef þú horfir á mynd af mars og tunglinu þá er þetta svolítið skylt, en að öðru leyti er ég bara að leika mér með brennslu- tæknina. Þetta er allt brennt í pappír í tunnum úti við, með afgangspappír úr Morgunblað- sprentsmiðjunni. Þeir eru miklir öðlingar þar.“ Eru þá alheimspælingar í formunum sem þú býrð til eða kemur þetta af sjálfu sér? ,,Þetta eru bara áhrif frá því sem ég sé og upplifi. Ég ólst upp í sveit, foreldrar mínir voru bændur. Ég bjó við þetta frjálsa umhverfi, sveit- ina, sjóinn og fjöllin og allt iðaði af lífi. Auðvitað mótaði umhverfið mann og ég sé það alltaf betur og betur eftir því sem tíminn líður hversu sterk tök barnæskan á í mér. Þar eru náttúrulega ræturnar og umhverfið hefur mótandi áhrif á mann án þess að maður verði þess var meðan á því stendur. Formin þróast líka í höndum manns, á milli sýninga breytast hlutirnir og formin verða önnur en á síðustu sýningu.“ Þetta virðist vera svolítill leikur við form, brennslu og eld. ,,Ég er alltaf að leika mér við eldinn í raun og veru. Hann svarar mér aftur; ef ég geri eitthvað, þá gerir hann eitthvað til baka. Þetta er svipað því að tefla og minnir mann líka stundum á ein- hvern nornadans í kringum tunnuna þegar mað- ur er að stjórna hvernig blæs ofan í hana, hvern- ig vindurinn skilar sér ofan í hana og blæs í kringum hlutinn. Það skiptir máli upp á brennsl- una, og þegar best lætur hreinlega læðist vind- urinn í kringum hlutinn og tunnuna. Þá er gam- an en stundum getur hvesst allhressilega og þá getur allt brunnið við og dagurinn verður fyrir vikið ónýtur hjá mér.“ Þetta er þá samspil elds og vinds og lista- mannsins sjálfs? ,,Þetta spilar allt saman og síðan tunnan líka,“ svarar Magnús og kímir: ,,Ef hluturinn sem ég er að vinna er stór nota ég gjarnan járnkassa en tunnuna nota ég mest, það fer að vísu eftir því hversu stór hluturinn er sem ég er að vinna með í það og það skiptið. Ég fæ aðstoð frá nátt- úrunni, hæfileg gola hjálpar mikið til.“ En stjórnar þú litnum á vösunum að öllu leyti? ,,Já, leirinn er hvítur og þar sem eru hvítir og svartir hlutir þar eru engin litarefni, en hlutir sem eru litaðir eru það vegna þess að þar hef ég bætt litarefnum út í leirhúðina sem ég ber á hvern einstakan hlut nokkrum sinnum. Litun- um sem ég vil fá fram blanda ég sumsé í leirhúð- ina. Tímafrekast af þessari vinnu er að nudda yfirborðið með teskeið þegar þetta er orðið svona leðurhart eða hálfþurrt, þá nudda ég þetta til þess að fá á það glans. Ef hluturinn er skoðaður vel sést farið vel eftir endalausan nún- inginn með teskeiðinni. Sú vinna er að drepa mann á köflum, þetta endalausa juð. Af þessu kemur silkimjúk áferð á hlutinn, hálfgljáandi.“ Nóg komið af gulli ,,Tæknin sem ég nota við vinnu mína við hlut- inn er sú að ég renni þetta í byrjun,“ segir Magnús, ,,og held síðan áfram að móta það sem mér finnst passa við hvern og einn hlut. Þannig að þetta er rennt eins og hver önnur skál eða stykki og svo tekur við þetta ferli að útfæra formið og ná því eins og maður ætlar að hafa það. Að því loknu fer ég með þetta upp í sveit, það er endalaus akstur til og frá, og alltaf er maður að bera eitthvað og flytja eitthvað. Það þýðir auðvitað ekki að bjóða nágrönnunum upp á að hafa þetta við hliðina á sér, það stígur reyk- ur upp kannski hálfan daginn. Ég hef aðstöðu í heimahögunum á Kúludalsá í Hvalfirði.“ Hvað vakir fyrir þér með leirlistinni, eða öllu heldur hvað eiga vasarnir að segja okkur? ,,Ég er bara að fást við formið og svo nátt- úrulega skreytið, sem er reykurinn, og hálfpart- inn að stjórna honum, hvernig hann liggur utan á hlutunum. Þetta er í rauninni alls ekkert frá- brugðið því að mála einhverja litla mynd með vatnslitum. Þú setur eitthvað ákveðið á þarna og athugar hvernig það kemur út, en auðvitað er þetta mest fyrir sjálfan mig. Þetta er tóm eig- ingirni og ekki er maður að fást við þetta fyrir sölumöguleikana, svo mikið er víst!“ Þetta flokkast þá væntanleg undir fagur- fræði, segjum fagurfræðilega list? ,,Já, það held ég hljóti að vera. Þetta rýkur að minnsta kosti ekki út af galleríunum en fer þó hægt og sígandi. Fólk vill endilega troða blóm- um í eitthvað sem líkist vösum og fylla þá af vatni. Þetta eru ekki vatnsheldir hlutir enda eru þetta ekki nytjahlutir! Ég sé vasana alltaf fyrir mér tóma og þannig eiga þeir að standa. Aðal- atriðið í þessu er vinnan sjálf og þolinmæðin sem þú þarft óneitanlega að rækta með þér eða búa yfir. Það er haft eftir mætum leirlistamanni, Finn Lynggaard, að leirlistin sé ekki atvinnu- grein heldur sjúkdómur. Mér verður stundum hugsað til þessara orða hans þegar ég gerist leiður á þessari lítilsmetnu iðju, en svo verður til fallegur hlutur, brennslan gengur eins og í sögu eða dýr vasi selst, þá ákveð ég að vera í þessu aðeins lengur. Hugsa aftur til Finns og greini mig með þráhyggju. Einhvern veginn laumar leirinn sér aftur inn fyrir þröskuldinn og ræður nú einn ríkjum á vinnustofunni. Ferill hvers hlutar er langur og krefst þolinmæði og aga. Skreytingin er fengin með brunanum, eldsneyt- inu, sem er í þessu tilviki pappír. Hér er ekki verið að hlaða neinu gulli utan á hlutina. Gullið hefur tröllriðið öllu nokkuð mörg síðastliðin ár og það er enginn endir á því. Mér finnst að við verðum að fara að draga svolítið í land varðandi það. Láta hlutinn standa fyrir sínu án þess að þekja hann gulli.“ NÁTTÚRAN FÖNGUÐ MEÐ ELDI Í LEIR Magnús Þorgrímsson leir- listamaður opnar sýningu á verkum sínum í Galleríi Fold í dag. ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON skoðaði sýninguna og spurði lista- manninn um vinnuna við leirinn og um listina. Morgunblaðið/Þorkell Magnús Þorgrímsson leirlistamaður í Galleríi Fold. JÓN Adólf Steinólfsson opnar tréskúlptúr- sýninguna Rætur í Galleríi Stöðlakoti, Bók- hlöðustíg 6, í dag kl. 14. Jón Adólf var í tréskurðarnámi í níu ár samfleytt í Skurðlistarskóla Hannesar Flosa- sonar. Að auki á námskeiðum í skóla Geisler Moroder í Austurríki og hjá Ian Norbury myndhöggvara í Cheltenham í Englandi. „Mitt efni til listsköpunar er trjáviður og löngu áður en ég hóf nám í tréskurði lað- aðist ég að þessu efni,“ segir Jón. „Margir hafa gefið mér tré, sem fjarlægð hafa verið úr görðum. Oft hafa fylgt með rætur og þar sé ég oft hina fegurstu skúlptúra, sem ég hreinsa og hagræði og set í mínar myndir.“ Sýningin stendur til 18. febrúar og er opin alla daga frá kl. 14–18. Morgunblaðið/Jim Smart Jón Adólf Steinólfsson með einn af tréskúlpt- úrum sínum á sýningunni í Stöðlakoti. Rætur í Stöðlakoti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.