Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. FEBRÚAR 2001 5
vísi að þeim hugmyndum sem síðar áttu eftir að
blómstra í allsérstæða og verulega umdeilda
þýðingarkenningu. Áherslan sem lögð er á
þekkingu og vitneskju þýðandans og mikilvægi
smáatriða er viðvarandi einkenni á hugmynd-
um Nabokovs og rúmum tuttugu árum síðar
sýndi hann í verki hvernig hann ætlaðist til að
þýðendur bæru sig að við störf sín. Þýðing hans
á Évgení Ónegin var metnaðarfullt verkefni og
það stærsta sem hann nokkru sinni tók sér fyr-
ir hendur. Vinnan við Ónegin hófst árið 1945
þegar Nabokov gaf út þrjá kafla í bundnu máli.
Segja má að hann hafi verið kominn vel áleiðis
þegar þýðingin var gefin út í fjórum bókum og
óbundnu máli árið 1964 og að hann hafi síðan
lokið vinnunni 1975 þegar endurskoðuð þýð-
ingin birtist í enn óbundnara máli.
Breytingarnar sem verða á hugmyndum
Nabokovs frá því að ritgerðin um þýðingar-
listina var skrifuð og þar til hann réðst af fullri
alvöru í Ónegin eru róttækar og í raun gagn-
gerar hvað eitt atriði varðar. Í ritgerðinni gætir
enn þeirrar skoðunar að þýðandanum, eftir að
hafa fullnægt ákveðnum skilyrðum, geti lánast
þýðingaverkefnið. Þetta viðhorf breytist eftir
að Nabokov hefur vinnu sína við Ónegin. „Það
er ómögulegt,“ segir hann á ofanverðum sjötta
áratugnum, „að þýða Ónegin og halda rímskip-
aninni.“ Og ef valið stendur milli „ríms og rök-
vísi“ eins og hann orðar það er mikilvægara að
koma innihaldinu til skila en bragfræðinni.
Lausnin sem Nabokov leggur fram er að lýsa
rími og öðrum bragfræðilegum eiginleikum
textans í aftanmálsgreinum, ásamt vísunum og
félagslegum skírskotunum. Allt annað er les-
væn umorðun, paródering og skrumskæling
þar sem flatneskjulegt orðgjálfur er látið fylla
upp í textann svo að formið haldist. Á þessu gat
Nabokov ekki lýst nægilegri fyrirlitningu.
Évgení Ónegin
Það sem þessi rómaði fagurkeri og stílisti
gerði í þýðingu sinni á Púshkín var að fórna
fegurð ljóðsins fyrir merkingu textans. Bent
hefur verið á að fáir, ef nokkur, hefðu átt að
geta verið betur í stakk búnir til að takast á við
þýðingu á Púshkin í bundnu máli. Af hverju
tekur Nabokov þessa ákvörðun? Á fyrstu blað-
síðu fyrsta bindis þýðingarinnar svarar hann
spurningunni með því að varpa fram annarri:
Hvernig skilgreinir maður orðið „þýðing“?
Þetta er retórísk spurning því í næstu máls-
grein skiptir hann tilraunum til að skila ljóðum
í nýtt tungumál í þrjá flokka: 1) Umorðanir,
frjáls útgáfa frumtextans með viðbótum og úr-
fellingum til að mæta kröfum formsins, vænt-
ingum neytenda og fáfræði þýðandans. Slíkar
umorðanir kunna að hljóma vel en það er bara
glingur og gabb og skiptir ekki máli.
2) Orðfræðilegar þýðingar. Þar sem orð eru
þýdd eftir augljósustu vísun þeirra og í
réttri röð. Þetta getur maskína gert
undir umsjá málfræðings.
3) Bókstafleg þýðing. Hér er merk-
ing frumtextans, eins og hún er skilin í
víðu samhengi, færð yfir í annað
tungumál með eins mikilli nákvæmni
og málfræðilegar og menningarlegar
takmarkanir tungumálsins leyfa.
Þetta er það eina sem hægt er að
kalla þýðingu.
Í texta Nabokovs átti Púshkin að
skína í gegn, en þýðandinn vera
ósýnilegur. Sem er dálítið fyndið
vegna þess að í jafnankannalegri
þýðingu sem þessari er þýðandinn
langt frá því að vera ósýnilegur, les-
endur rekast harkalega á hann um
leið og lestur hefst – svo ólík er þýð-
ingin hefðbundnum ljóðaþýðingum,
orðtakið er á köflum stirt og alltaf
óskáldlegt. En Nabokov stóð á
sama um það og stefndi ekki að
ósýnileika sem gerði það að verkum að lesand-
inn gleymdi að um þýðingu væri að ræða.
Nabokov ákvað að fela sig ekki á bak við les-
vænan texta. Hann birtir Púshkin eins ná-
kvæmlega og hann telur að hægt sé að gera í
öðru tungumáli en rússnesku. Til að svo megi
verða skrúfar hann niður í miðluninni, í staðinn
fyrir að reyna að miðla öllu ljóðinu, formi og
innihaldi, einskorðar hann sig við merkinguna.
Á því leikur síðan enginn vafi að þýðingin trufl-
ar lesandann með framandi orðnotkun og mál-
fari. En hvers vegna ekki, spyr Nabokov?
Ónegin á ensku á sér ekkert sjálfstætt líf, slétt
og felld umgjörð er blekking. Þetta er rúss-
neskt ljóð og ef lesandinn vill raunverulega
kynnast því er næsta skref að læra rússnesku.
Þýðing Nabokovs er bara stoðgrind, segir
hann. Sumir líta á þessi harðneskjulegu orð
sem uppgjöf, aðrir sem raunsæi. Nabokov var
hins vegar vel meðvitaður um að lesvæna rím-
aða þýðingin væri hið ráðandi viðmið hvað
ljóðaþýðingar varðar og að með því að nota að-
ferðafræðina sem hann hafði kosið sér staðsetti
hann verk sitt í hrópandi andstöðu við vænt-
ingar flestra lesenda. Þetta olli honum þó ekki
nema takmörkuðum áhyggjum, hann var
óhræddur við að bjóða hefðinni birginn og svar-
aði gagnrýnendum fullum hálsi eins og greinin
bráðskemmtilega „Reply to My Critics“ er
sýnidæmi um, en hana er að finna í safnritinu
Strong Opinions.
Vel má velta fyrir sér viðmiðinu sem Nabok-
ov mótmælir eins og Ástráður Eysteinsson ger-
ir í bókinni Tvímæli. Ástráður spyr hvort ekki
sé á ferðinni dulbúin herferð fyrir áferðarslétt-
um textum sem í engu stugga við þeirri fag-
urfræði og þeim málheimi sem fyrir er þegar
læsileiki og
„frelsi“ þýð-
andans verður
gagnrýnislaus
forsenda allra
þýðinga. Lipur-
legar þýðingar
sem undir
merkjum hins
þýðgenga máls
eiga á hættu að
sneiða fram hjá
leiðum sem gætu
glætt textann lífi
væri glímt við
þær, bætir hann
við. Hjá Nabokov
er markmiðið
reyndar ekki að
glæða textann lífi.
Heldur vill hann
styðja við lesand-
ann á erfiðri leið inn
í annan málheim, en
það sem Ástráður kallar viðnám þýðingarinnar,
sem leiðir til þess að viss menningarmunur
frumtextans og þýðingarmálsins birtist lesend-
um, má sjá sem lykilhugtak í Ónegin-þýðingu
Nabokovs. Nabokov vill að þýðingin bendi til
frumtextans, innganginn endar hann á að segja
að hann vonist til að textinn, og ekki síst skýr-
ingarnar, verði til þess að lesendur finni hjá sér
löngun til þess að læra tungumál Púshkíns og
lesa Ónegin aftur, án stoðgrindarinnar. Þetta
þýðir að kannski er viðnámið of mikið fyrir al-
menna lesendur. Nabokov myndi hins vegar
segja að það væru ekki til neinir almennir les-
endur og viðnámið væri ekki nægilegt.
Eftirköst Ónegins
Það er einkennilegt að utan við Lólítu hefur
sennilega engin bók Nabokovs vakið jafnhat-
rammar deilur og Ónegin-þýðingin. Allir sem
einhvers voru megnugir í bandarísku bók-
menntalífi tjáðu sig um hana. Margir voru
hrifnir en jafnmargir voru það ekki. Ritdeil-
urnar milli Edmunds Wilsons og Nabokovs
sem spruttu upp í kjölfar þýðingarinnar eru
skráðar á spjöld bókmenntasögunnar enda
einkar blóðugar. Wilson var á þessum tíma ein-
hver virtasti bókmenntafræðingur Bandaríkj-
anna og Nabokov sömuleiðis á hátindi frægð-
arinnar. Þar fyrir utan höfðu þeir verið nánir
vinir um áratuga skeið, sem gerði deilurnar enn
safaríkari því hvorugur hikaði við persónulegar
aðdróttanir. Anthony Burgess, sem lýst hafði
hrifningu sinni á þýðingu Nabokovs, sagði að
þegar þessir risar fóru að takast á hefðu minni
spámenn eins og hann sjálfur flýtt sér í skjól.
Það var náttúrlega enginn sérstakur endi
bundinn á deilurnar umhverfis Ónegin, skoð-
anir eru skiptar enn þann dag í dag, en vinskap
Nabokovs og Wilsons lauk þarna.
En það var ekki bara þýðingin sem lenti á
milli tannanna á fólki. Í rauninni var þýðingin
ekki nema brot af útgáfunni. Skýringarnar
fylltu þrjú bindi, þýðingin aðeins hið fyrsta af
fjórum. Almennt viðhorf Nabokovs eins og það
birtist þarna virðist hafa farið í taugarnar á
mörgum. Enda þótt hann hafi að flestu leyti
haft ströngustu fræðikröfur að leiðarljósi kenn-
ir margra grasa í viðbótarbindunum. Þær eru
ítarlegasta rannsókn sem unnin hefur verið á
söguljóði Púshkín, samstaða er um þessa skoð-
un meðal rússneskufræðinga, en öðrum þræði
er persóna Nabokovs sjálfs nokkuð fyrirferð-
armikil á köflum. Hann hikar ekki við að gera
stólpagrín að virtum rithöfundum sem honum
mislíka af einhverjum sökum, hann tætti í
sundur fyrri þýðingar á ljóðinu, tengdi það eig-
in æskuminningum og dró enga dul á fyrirlitn-
ingu sína á Sovétríkjunum. Svona mætti lengi
telja. Þetta eykur enn við skilgreiningarvand-
ann umhverfis Nabokov því það er ekki vaninn
að fræðimenn hegði sér á þennan hátt, séu
svona frjálslegir í fasi og fórni virðulegri fjar-
lægð fyrir persónulegar samræður við lesend-
ur. Þó tók Nabokov stöðu sína sem fræðimaður
afar alvarlega og stundaði að auki náttúruvís-
indi af kappi og má til dæmis nefna að fiðrild-
ategund sem hann uppgötvaði var skírð eftir
honum. Truflaða ljóðskýrandann Charles
Kinbote, aðalsöguhetju skáldsögunnar Pale
Fire sem Nabokov hafði í smíðum meðan á þýð-
ingarvinnunni stóð, má því að mörgu leyti sjá
sem brenglaða spegilmynd þýðandans Nabok-
ovs. Síðan deila menn bara um hversu brengluð
spegilmyndin sé í raun.
Heimildir:
Ástráður Eysteinsson. Tvímæli. Þýðingar og bók-
menntir. Bókmenntafræðistofnun. Háskólaútgáf-
an. Reykjavík 1996.
Boyd, Brian: Vladimir Nabokov: The American Ye-
ars. Princeton University Press, New Jersey 1991.
Nabokov, Vladimir. „The Art of Translation“. Lect-
ures on Russian Literature. Harcourt Brace. New
York 1981.
Nabokov, Vladimir. Eugene Onegin. A Novel in
Verse by Alexander Pushkin, vol. 1. Routledge &
Keagen Paul. London 1964.
Nabokov, Vladimir. “Problems of Translation:
Onegin in English". Theories of Translation. Ritstj.
Rainer Schulte og John Biguenet. Chicago Uni-
versity Press. Chicago 1992.
Nabokov, Vladimir. Speak, Memory. An Autobio-
graphy Revisited. Vintage International. New
York 1989 (fyrsta útgáfa 1967).
Nabokov, Vladimir. Strong Opinions. Vintage Int-
ernational. New York 1990 (fyrsta útgáfa 1973).
Pitman, Robert. Encounter. Febrúar 1959.
Nabokov á forsíðu Newsweek árið 1962. Tilefnið er útgáfa Pale Fire en augljóst er á
hvaða skáldsögu frægð hans byggist þar sem vísað er til hans sem „skapara Lólítu“.
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Höfundurinn við störf.
Évgení Ónegin eftir Alexander Púshkínvar gefin út í fjórum bindum í þýðinguNabokovs árið 1964. Útgáfan vaktimiklar deilur enda óhefðbundinni að-ferð beitt við þýðinguna.