Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Side 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. FEBRÚAR 2001
Í
GEGNUM aldirnar hefur ábyggilega
margt verið á sveimi í Krýsuvík, þeim
goðmagnaða stað á Reykjanesi sem enn
þann dag í dag er kenndur við kynduga
hluti og þjóðflokk sem hvergi sér stað í
sögu þeirrar þjóðar sem nú byggir land-
ið. Ævintýralegustu sagnirnar sem enn
lifa þrátt fyrir nokkurt ræktarleysi eru
af Krýsum, kristnum gullgerðarmönnum sem
áttu sér þar ból fyrir tíma landnáms norrænna
manna sem segir af í Landnámu Ara fróða og
við tökum sem sjálfsögðum sannindum og lær-
um við móðurhné. Hvort sögurnar af Krýsunum
í Krýsuvíkinni verði einhvern tíman eitthvað
annað en þjóðsögur vitum við ekki að svo
komnu máli, en mikið yrði það gaman ef einhver
áhugasamur tæki sig til og rannsakaði málið of-
an í kjölinn. Sveinn Björnsson listmálari dvaldi
löngum stundum í Krýsuvík og myndheimur
hans gefur ýmislegt til kynna um handanheima
og yfirnáttúrulegar verur á sveimi. Það þarf
ekki annað en að horfa á klettana í Krýsuvík, þá
koma andlitin í ljós og horfa á okkur af mynd-
fletinum með sambland af undrun og eftirvænt-
ingu í augum, kannski ofurlítilli ásökun líka. Í
Hafnarborg í Hafnarfirði gefst fólki kostur á að
kynna sér þennan dulmagnaða myndheim því
þar verður í dag opnuð yfirlitssýning á Krýsu-
víkurmyndum Sveins Björnssonar en það tíma-
bil á ferli málarans spannar svo til allan listferil
hans.
,,Við erum að búa til yfirlit yfir listferil
Sveins, með því að takmarka hann við Krýsu-
víkurmyndir hans,“ segir Erlendur Sveinsson,
sonur listamannsins. Hann og bræður hans,
Sveinn og Þórður, stofnuðu Sveinssafn fyrir
þremur árum, en það stendur að sýningunni í
samvinnu við Hafnarborg.
,,Ef við ætluðum okkur að búa til yfirlitssýn-
ingu yfir allt æviverkið þyrfti meira að koma til.
Þá þyrfti að hafa í huga myndir sem eru í eigu
annarra, reyndar eru einnig myndir í eigu ann-
arra á þessari sýningu, og skoða þetta í heild
sinni til að ná réttu úrvali. Faðir minn hélt aldrei
yfirlitssýningu á eigin verkum, það var ein sýn-
ing í kringum 1990 sem hann kallaði ,,Gamlar og
nýjar myndir“ og var bara svona svipmyndir af
gömlu og nýju. Hann sagði alla tíð við okkur
synina: ,,Yfirlitssýningu haldið þið þegar ég er
dauður.“
Síðasta sýningin hans var á því allra nýjasta
sem hann var að gera, þá sýningu hélt hann í
Gerðarsafni rétt áður en hann lést. Þetta var ár-
ið 1997 og það stóð svo tæpt að í raun og veru
tókum við sýninguna niður daginn sem hann
andaðist. Það má með sanni segja að hann hafi
kvatt með ,,grand finale“.“
Krýsuvíkin varð föður þínum snemma hug-
stæð?
,,Hann byrjaði mjög snemma að mála í
Krýsuvíkinni, hérna höfum við elstu myndina
sem hann málaði þar samkvæmt okkar bestu
vitneskju. Það vill nú svo skemmtilega til að hún
er af Krýsuvíkurkirkju og hún var sýnd á fyrstu
sýningu hans í Listamannaskálanum í Reykja-
vík árið 1954. Ég á mér einhverja æskuminn-
ingu um það að hafa legið þarna í tjaldi með for-
eldrum mínum þetta sumar þegar þessi mynd
varð til. Þá hef ég verið svona þriggja til fjög-
urra ára gamall. Á myndinni er ennþá uppi-
standandi hluti af Krýsuvíkurbænum. Á þess-
um vegg hérna er því í rauninni upphafið og
endirinn samankominn. Þegar hann lést tókum
við ákvörðun um að hann yrði jarðsettur í
Krýsuvíkurkirkjugarði og þannig eiginlega
lokast hringurinn.“
Þetta er þá fyrsta myndin sem hann sýnir op-
inberlega.
,,Þetta er fyrsta Krýsuvíkurmyndin sem
hann sýnir en hún er á sýningu með öllu því sem
hann hafði fram að færa árið 1954. Hins vegar
var hún númer eitt á sýningunni og það er gam-
an af því. Síðan gerist það í tengslum við jarð-
arförina að kirkjunni er gert til góða, hún er
tjörguð og hún er löguð, og heilmikið gert fyrir
hana. Ég er að gera kvikmynd um hann og í
kvikmyndinni málar hann altaristöflu fyrir
kirkjuna og gengur með myndina frá vinnustofu
sinni og yfir í kirkjuna og hengir hana upp þar.
Myndin endar þar og síðan kemur eilítill eft-
irmáli um andlát hans og um jarðarförina og þá
fylgir þessi altaristöflumynd honum og hefur
síðan hangið uppi í Krýsuvíkurkirkju á sumrin.
Hún er tekin niður að hausti og hengd upp að
vori við messu. Á þessari ljósmynd, þar sem
hann er að ganga með altarismyndina í Krýsu-
víkinni sinni, eins og við köllum þessa sýningu,
þá er hann að fara með síðustu mynd sína yfir í
kirkjuna. Þetta er með öðrum orðum eins konar
Alfa og Ómega listferilsins, upphafið og end-
irinn.“
Heilaga konan, leiðsögnin
,,Sýningin er hugsuð þannig að við ætlum að
gefa fólki tilfinningu fyrir þessum þremur höf-
uðstílbrigðum hans, landslagsmálverkinu sem
sjávarmyndirnar falla undir, sem hann varð
þekktur fyrir í byrjun ferilsins, þar sem hann
málar hlutina eins og þeir koma fyrir. Eftir það
fer hann til náms í Danmörku, rífur sig upp með
fjölskyldu og innritast í Listaháskólann í Kaup-
mannahöfn, haustið 1956. Hérna er mynd frá
árinu 1958, eftir að hann er snúinn heim á ný og
Krýsuvíkin grípur hann fastataki. Út úr klett-
unum í Krýsuvík fara síðan að tóna fram andlit,
frumstæð, það er pínulítið ógnvekjandi hvernig
þau horfa svona beint á okkur. Þessi andlit blasa
við í klettunum í Krýsuvík, það er blindur mað-
ur sem kemur ekki auga á þessi andlit. Hérna er
þessi Indjánaklettur sem við kölluðum alltaf
svo, indjánahöfðinginn sjálfur og svo eru hérna
fleiri andlit og kannski er það ekki óeðlilegt að
þetta fari að sækja á hann þegar hann fer að
vera einn innan um þessa kletta þarna niður við
vatnið.“
En litirnir eru aðrir, litameðferðin virðist
hafa gerbreyst?
,,Já, það er rétt, litirnir taka breytingum.
Þessi mynd er í raun dálítið yngri en næsta
mynd en við kjósum að raða þeim svona upp því
þetta er sama vatn og sama tunglsljós, og síðan
eru andlitin komin fram. Þessi heimur, sem er
að birtast hér, á eftir að ráða ríkjum næstu þrjá
áratugina.“
Þetta er sannarlega dulúðugur og óræður
heimur, er þetta liðið fólk sem kemur þarna
fram á myndflötinn? Handanheimar, liðið fólk í
Krýsuvík?
,,Áreiðanlega í bland, í fyrsta lagi blasir þetta
nú við á yfirborðinu, það er nokkuð öruggt. Í
annan stað þá fann hann fyrir hlutum. Hann
orðaði það þannig að hann fann fyrir leiðsögn,
honum fannst einhver standa fyrir aftan sig og
fylgjast með sér. Það er ónákvæmt að segja ein-
hver, honum fannst það vera kona og þessa
konu kallar hann til að byrja með heilaga konu,
hann kallar hana ,,hulduna sína“ og síðar meir
,,madonnuna sína“. Að lokum fær hún titilinn
„Krýsuvíkurmadonnan“. Sem krakki á Skálum
á Langanesi, þar sem hann ólst upp, þakkar
hann kalli huldukonunnar það að hann fór sér
ekki að voða í þoku. Hann var orðinn villtur og
stefndi bara hreinlega að hengifluginu, þá
fannst honum vera kallað í sig og hann sneri við
og gerði sér grein fyrir því síðar að þetta hefði
bjargað lífi hans.“
Það sem ég á við er það að þetta er ákaflega
sterk mynd. Það er eins og það séu handan-
heimar á myndinni og líka gæti þetta hæglega
verið saga íslensku þjóðarinnar, þessar hryggu
verur sem þarna standa, sagan í gegnum ald-
irnar af örbirgðinni sem ríkti meðal almúga-
fólks. Þetta umkomulausa sveitafólk gæti þann-
ig staðið fyrir þjóðina á tímum allsleysisins eða
hvað?
,,Ég tek undir það vegna þess að hann hefur
tilfinningu fyrir því að amma hans ólst upp
þarna á Krýsuvíkurbænum til fimm ára aldurs.
Morgunblaðið/Kristinn
Erlendur Sveinsson við eitt af verkum föður síns, Krýsuvíkurmadonnuna, í Hafnarborg.
HULDUKONA OG HAND-
ANHEIMAR Í KRÝSUVÍK
Yfirlitssýning á Krýsuvíkurmyndum Sveins Björns-
sonar listmálara verður opnuð í Hafnarborg í
Hafnarfirði í dag. Krýsuvíkin mín heitir sýningin og
er haldin í samvinnu Hafnarborgar og Sveinssafns
í tilefni þess að á liðnu ári hefði Sveinn orðið
75 ára gamall. ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON
skoðaði sýninguna í fylgd Erlendar Sveinssonar.