Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. FEBRÚAR 2001 Í APRÍL síðastliðnum þurfti ég að fara ímiklum flýti uppá Landspítala. Brjóta um-ferðarreglur og keyra of hratt. Það var húndóttir mín sem vildi æðibunast í þennan heim á sama hraða og okkur finnst orðið norm- alt. Og farin að kalla „daglegt líf“. Þegar við komum inná stofuna þá var haldinn fyrirlestur á öllu því sem stóð til boða. Glaðloft, pillur, sprautur, mænudeyfing, allt nútímatækni til að lina þjáningarnar og eftir fyrirlesturinn þá sagði þessi elskulega ljósmóðir, sem nóta bene var frábær, að það væri svo mikið að aukast að konur fengju sér deyfingu við sársaukanum. Sársauki er fallegt orð á prenti en orð sem við notum ekki mikið í dag enda næstum óþarft því okkur líður vel og höfum það gott. Kannski hefur öldin sem leið líka skilið eftir svo mikinn sársauka að við viljum ekki horfast í augu við hann lengur. En þetta orð, sársauki, er orð sem vert væri að hafa í huga á fleiri vinnustöðum en á Landsspítalanum. Leikhúsið er vinnustaður sem halda mætti að væri fullur af sársauka. Þar er jú unnið með tilfinningar daginn út og daginn inn. Dramatík uppá hvern einasta dag. Blóð, sviti og tár. Ekki aðeins á æfingum heldur er flest leikhúsfólk þekkt fyrir allt annað en skoðanaleysi. En það undarlega hefur gerst að listamenn leikhúsins hafa sogast inní hringiðu og hraða samfélagsins. Inní munstur þar sem allt skal vera skemmtun. Líf og fjör. Litir og hressleiki. Lífið verður að vera í lit og litaskalinn er skær. Áður var það pastel en núna eru það skærir lit- ir. Skærir litir sem skína. Ekki þessir dökku því þeir eru leiðinlegir og þungir. Það er ekki skemmtun. Það gæti komið róti á hugann. Þó leikhúslistamenn séu jú líka fólk með þarfir og langanir sem vilja eiga hlut í kökunni sem verið er að bjóða, þá hefur á meðan staðið er við kökuborðið gleymst að þefa af samferða- mönnunum. Forvitnast um þessar lífssögur sem við eigum að fjalla um. Við kökuborðið eiga þeir enga möguleika á að vera áhorfendur sem síðan búa til sögur útfrá því sem þeir sjá eða skynja. Þeir geta ekki gagnrýnt það sem þeim finnst miður fara vegna þess að þeir eru á sömu skemmtun og verðandi áhorfendur. Að gagnrýna er einnig sársauka- fullt einsog pólítík sem reyndar er orðið bæði gamaldags og hallærislegt í leikhúsinu. Það er þrælfyndið að hugsa til þess hve stutt það er síðan mörgum þótti það beinlínis „out“ að vinna í hinum svokölluðu stofnanaleikhús- um. Í lok síðustu aldar sýndu stofnanaleikhúsin að sumra mati einungis ófrumleg leikrit og vit- lausa söngleiki. Og ef fólk neyddist til að vinna í þessum ófrumlegu leikritum eða söngleikjum þá var það einungis fyrir lifibrauði svo hægt væri að búa til alvörulist annarstaðar í „alvöru- leikhúsum“. Nú er það keppikefli að komast sem hraðast inní húsin. Slá í gegn, verða frægur og lesa mik- ið inná auglýsingar. Það gefur svo góðan pen- ing. Vera líka í talsetningu og leikstýra. Skrifa svo um helgar. Þetta er alveg hægt. Allir geta allt. Og ef það tekst ekki að komast inní húsin strax þá bara fara í sömu formúluna og leigja sal. Leiklistin er meir og meir að nálgast mat- argerð nútímans. Innfluttur pakkamatur sem fljótlegt er að útbúa og neyta. Þetta má nefni- lega ekki taka of mikinn tíma. Þó þetta sé mjög sýnilegt hjá stóru leikhús- unum þá er það enn sýnilegra hjá grasrótinni því hún hefur alltaf haft viss hlutverk. Mik- ilvægt hlutverk og erfitt. Stór partur af þessu hlutverki hefur verið að ýta við hugmyndum, breyta vinnuaðferðum eða hreyfa við fyrirfram ákveðnum skoðunum. Þannig hefur verið viss spenna milli kynslóða sem hefur verið skapandi og nauðsynleg. Spenna og eftirvænting sem hefur oft haldið mönnum á tánum. En þetta hlutverk hefur týnst eða að minnsta kosti breyst svo mikið að það er varla sýnilegt. Kanski var það sett á pásu meðan hagnast var á afurðinni. Kannski er þetta plott hjá ríku, vondu kapít- alistunum sem eru búnir að metta eldri kyn- slóðir og færa sig þá bara neðar í neysluhóp- anna. Plott sem við föttum ekki og verðum ómeðvitað þáttakendur í. Því allir verða að eiga allt og við viljum hafa fjölbreytileika í lífinu. Ekki það sama og í gær, það erum við búin að sjá. Við verðum að búa til nýjar stjörnur hvert leikár og þær verða að vera yngri og yngri. Börn eru unglingar 10 ára og forstjórar mega ekki vera eldri en 25. Það verða skemmtilegar forsetakosningarnar þegar frambjóðendur verða allir 12 til 14 ára. Eða erum við að bíða. Bíða eftir Godot sem er væntanlegur á hverri stundu. Hann var búin að segja að hann kæmi og það yrði hrikalegt að missa af honum. Sér- staklega ef ég einn mundi missa af honum. Aðr- ir myndu hitta hann en ekki ég. Hvað yrði sagt. Ég yrði svo einn. Að vera einn er sársaukafullt. Að vera einn er ekki skemmtilegt. Það er ein- mannalegt og við erum búin að hafna þeirri hugmynd að listamaðurinn standi einn. Við eig- um að vera öll saman í gleði og nýjum fötum með mettan maga. Dóttir min er sönn nútímakona. Kom í heim- inn á korteri. 3200 grömm og 52 cm og finnst allt vera svo skemmtilegt. Hefur skoðun á öllu, líka litunum á fötunum sínum en ég verð að ná að klára farsann áður en ég fer í Bónus. Það eru víst mörg tilboð um helgina. T ÍÐARANDI Í ALDARBYRJUN ÖLL SAMAN Í GLEÐI OG NÝJUM FÖTUM MEÐ METTAN MAGA Morgunblaðið/Kristinn „Það er þrælfyndið að hugsa til þess hve stutt það er síðan mörgum þótti það beinlínis „out“ að vinna í hinum svokölluðu stofnanaleikhúsum. Í lok síðustu aldar sýndu stofnanaleikhúsin að sumra mati einungis ófrumleg leikrit og vitlausa söngleiki.“ Höfundur er leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur. E F T I R G U Ð J Ó N P E D E R S E N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.