Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Side 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. FEBRÚAR 2001 S AGT er að Katalónar séu með hönnun á heilanum. Glæsileg Barselónaborg er svo sem nægur vitnisburður með hverju stór- virkinu á fætur öðru í sögu bygg- ingarlistar, allt frá Rómarveldis- tíma til þessa dags. Áherslan á útlit hlutanna meðal Katalóna er því ekki nýtilkomin póstmódernísk umbúða- eða yfirborðshyggja, hún virðist frekar vera lang- varandi della (áhugi eða áhugamál væru ekki nægilega sterk orð). Elsti hluti Barselóna, Gotneska hverfið svo- kallaða (Barri Gòtic), ber hönnunardellunni glögg merki. Í frábærri bók Robert Hughes um borgina, sögu hennar og byggingarlist, Barcel- ona (útg. 1992), segir að Pere III, sem var fjórtándu aldar maður og konungur Aragóníu sem sameinast hafði Katalóníu á tólftu öld í gríð- arsterkt miðjaðarhafsveldi sem varði langt fram eftir öldum, hafi lagt mikið kapp á að borgin end- urspeglaði mátt og mikilvægi veldis síns. Í got- neska hverfinu er því mesta safn bygginga frá fjórtándu og fimmtándu öld á Spáni og sennilega það heillegasta í Evrópu allri, að mati Hughes. Hin mikla byggingarstarfsemi braut iðulega í bága við efnahagsástandið í veldinu en Pere var annt um ímyndina. Og frá tíma Pere hefur hönnunardellan ekki tekið nokkurn enda. Segja má að fordæmi hans hafi verið fylgt í hinni umfangsmiklu útvíkkun borgarinnar á síðari hluta nítjándu aldar og í byrjun þeirrar tutugustu (u.þ.b.1860 til 1920) þegar Eixample-hverfið eða „Viðbótin“ var reist af miklum fítonskrafti og myndarskap og einnig í þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í borginni síðustu tvo áratugi eða svo og oftast er tengd Ólympíuleikunum árið 1992. Sumt af því sem framkvæmdagleðin hefur skilað þykir markað af ofuráherslu á sjónrænt eða fagurfræðilegt gildi en minna hafi verið hugsað um notagildið. Tónlistarmenn og óperu- unnendur eru til að mynda ekki sérlega ánægðir með hljómburð í bráðfallegri Liceu-óperunni, hvorki fyrir né eftir endurbyggingu eftir bruna árið 1994. Sömu sögu er að segja um hina glæsi- legu Höll katalónskrar tónlistar (Palau de la Música Catalana) sem telst meistaraverk Lluís Domènech i Montaner, kunnasta arkitekts Kat- alóníu ef Antoni Gaudí er frátalinn, reist árið 1908 – stórkostlegt augnayndi en ekki sérlega trú hlutverki sínu að því er tónlistarmönnum finnst. Það er hið glænýja og stóra tónlistarhús, L’Auditori (vígt í fyrra), hins vegar en það er ekki teiknað af heimamanni heldur madridíska arkitektinum Rafael Moneo. Hönnunaráráttan tekur á sig ýmsar myndir eins og Hughes rekur í bók sinni; enginn hlutur stendur undir nafni í Barselóna nema bera með sér svip einhvers hönnuðar. En kannski er sjón- arspil klæðskiptinganna á Via Liturgica, sem Almodovar vakti verðskuldaða athygli á í mynd sinni Allt um móður mína, sérkennilegasta birt- ingarmynd þessarar þjóðaríþróttar Katalóna. Arkitektúr hátt metin listgrein David Mackay er breskur arkitekt sem starf- að hefur í Barselóna í meira en fjörutíu ár og rek- ið eina af virtustu arkitektastofum borgarinnar (Martorell – Bohigas – Mackay, MBM). Hann segir það rétt að Katalónar séu afar uppteknir af má segja. Þegar ég kom hingað var andrúms- loftið allt annað. Módernisminn var bannaður og engir bæklingar til staðar, hér var ekki hægt að herma eitthvað upp úr bókum, menn urðu að finna hlutina upp sjálfir. Þetta skapaði afar spennandi aðstæður. Vegna þess að menn voru að skálda upp úr sér þurftu þeir líka að vera í nánum tengslum við iðnaðarmennina til þess að ræða hvernig ætti að gera hlutina. Þetta var gríðarlega lærdómsríkt fyrir mig.“ Á þessum tíma voru menn fullir af þjóðern- isanda sem beindist gegn einræðinu og lýsti sér meðal annars í því að arkitektar leituðu í smiðju Gaudís sem eins konar þjóðartákns. En það var líka margt af Gaudí að læra enda hafði hann ver- ið langt á undan samtíð sinni á ýmsan hátt. „Hann var til að mynda örugglega fyrstur til þess að setja bílastæði undir hús og lyftu ann- þriðja og fjórða áratugnum hafi til dæmis verið reistar afar merkilegar byggingar þar sem hafi hins vegar lengst framan af farið fram hjá heim- inum, ef svo má segja. Vegna borgarstríðsins og síðan heimsstyrjaldarinnar síðari hafi Spánn einangrast en jafnframt var saga byggingarlist- ar lengst framan af öldinni fyrst og fremst skrif- uð af engilsaxneskum og germönskum sagn- fræðingum sem ekki veittu jaðarsvæðum á borð við Spán athygli, eða svo sé að minnsta kosti sagt. Þessi sögulega skekkja hafi hins vegar ver- ið leiðrétt nú og katalónsk byggingarlist njóti mikillar virðingar. „Franco bannaði móderníska byggingalist á valdatíma sínum og hafði það vitanlega gríðarleg áhrif. „Þegar ég var ungur arkitekt í Bretlandi á sjötta áratugnum teiknuðu menn eftir bækling- um, það var allt samkvæmt nýjustu tísku ef svo hönnun og það sé raunar ein meginástæða þess að hann hafi flutt þangað og verið svo lengi. „Ég kom hingað fyrst sem námsmaður og ákvað þegar að koma hingað aftur og vera í eitt ár, síðan ílentist ég vegna þess að mér þótti þetta afar þægileg borg og svo er arkitektúr afar hátt metin starfsgrein hérna. Á Bretlandi um og upp úr miðri öldinni þóttu arkitektar og hvers konar hönnuðir ekki merkilegur pappír, segja má að hönnun sem listgrein hafi verið í lægð. Það voru því mikil forréttindi að koma hingað og finnast maður gildur þegn í samfélagi lista.“ Mackay hefur að eigin sögn verið önnum kaf- inn við að stoppa í göt borgarinnar þessi fjörutíu ár en stofa hans hefur einkum fengist við verk- efni innan hennar og Katalóníu. Hann fann þó tíma til þess að rita bók um sögu módernískrar byggingarlistar í borginni sem kom út árið 1989 L’Arquitectura Moderna a Barcelona en í gegn- um starf sitt og ritstörf hefur hann myndað sér ákveðnar skoðanir á byggingarlist í borginni. Gaudí, Domènech i Montaner og Josep Puig i Cadafalch Mackay hefur skýringu á því hvers vegna Barselónabúar og aðrir Katalónar eru svo upp- teknir af hönnun og móttækilegir fyrir framúr- stefnulegum arkitektúr þrátt fyrir fræga íhalds- semi á flestum sviðum. „Sennilega er skýringin sú að iðnbyltingin barst seint hingað eða á síðari hluta nítjándu ald- ar. Síðan hefur borgin lagt sig alla fram við að komast jafnfætis þeim borgum í Evrópu sem höfðu iðnvæðst fyrr. Sökum þessa hafa Katalón- ar verið afskaplega nýjungagjarnir sem aftur hleypti miklum krafti í móderníska byggingar- list hér þegar hún var að ryðja sér til rúms á síð- ari hluta nítjándu aldarinnar. Hér fögnuðu menn tilraunum sem hefðu verið hrópaðar niður ann- ars staðar. Þetta gat raunar leitt til svolítið groddalegra hluta vegna þess að hinir nýríku iðjuhöldar vildu sýnast svolítið, vera heimsmenn og reisa sér hús í samræmi við ímyndina. Þetta smitaði líka út frá sér, út í aðrar iðnir og listgreinar, einkum húsgagnahönnun og -smíði en einnig hleypti þetta nýju lífi í myndlist og bók- menntir og tónlist. Þessi innspýting iðnaðarins fór líka saman við mikla bylgju þjóðernislegra viðhorfa. Katalónar voru að leita að sjálfsmynd sinni eftir að hafa lotið valdi Spánarkonunga frá því árið 1714 í einu og öllu, kúgaðir efnahagslega, stjórnmálalega og menningarlega. Upp úr þessum aðstæðum spretta þrír afar áhrifamiklir og góðir arkitektar: Gaudí, Domèn- ech i Montaner og Josep Puig i Cadafalch. Af þeim er Gaudí tvímælalaust áhrifamestur. Puig i Cadafalch vann mikið með hefðina í verkum sín- um en Domènech i Montaner hafði meiri áhuga á tæknilegum hliðum byggingalistarinnar. Báðir voru þeir afar áhrifamiklir stjórnmálamenn á sínum tíma en Domènech i Montaner var að auki skólastjóri arkitektaskólans. Byggingalist og pólitík hafa alltaf tengst sterkum böndum hér, einmitt vegna þess að byggingarlistin hefur ver- ið mikilvægur þáttur í sjálfsmyndarsköpun og sjálfsleit Katalóna.“ Sagrada Familia tvímælalaust versta bygging Gaudís Mackay segir að mikil gróska hafi verið í kat- alónskri byggingarlist framan af öldinni. Á BARSELÓNA —MEÐ ÁHERSLU Á FAGURFRÆÐILEGA GILDIÐ David M Útlit hlutanna skiptir Katalóna miklu máli. Barselóna- borg ber þess glöggt vitni en allt frá uppbyggingu gotneska hverfisins, elsta hluta borgarinnar, hefur hún notið ríflegrar áherslu ólíkra ráðamanna á fagurfræðilega gildið. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við breskan arkitekt, David Mackay, sem starfað hefur í Barselóna í 40 ár, um útlit borgarinnar. Þak La Pedrera lýsir glaðlyndri fagurfræði Gaudís en kirkjubyggingin Sagrada Familia, sem glyttir í í versta bygging hans, hana skorti gleði Gaudís.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.