Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Side 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. FEBRÚAR 2001 náttúrufyrirbæri og fyrir þær sakir dregið að sér athygli og á 18. öld voru þær rann- sakaðar sem hugsanlega ein af helstu auðs- uppsprettum landsins. Einn kafli í Ferðabókinni fjallar um öl- keldur á Snæfellsnesi en þær bæta héraðinu upp þann missir að hafa ekki heitt vatn að áliti höfundar bókarinnar. En hvað er öl- kelda? Skilgreiningin í Ferðabókinni er sú að ölkeldur eru „uppsprettur sem eru auð- ugar af málmsöltum og með bragðmiklu vatni“. Þessi skilgreining dugar alveg enn í dag en í raun er hún miklu flóknari eins og fram kemur í grein Stefáns Arnórssonar prófessors í bókinni Eldur er í norðri. Í Íslenskri orðabók segir um ölkeldur „lind með köldu vatni sem ólgar af kolsýru líkt og það sjóði“. Ölkelda er vatnsupp- spretta þar sem vatnið er blandað koldíoxíði sem kemur úr kviku í iðrum jarðar. Þær finnast víða um land, heitar og kaldar, en einkum þar sem gosbelti er undir og úti um allan heim eru ölkeldur og sumar mjög þekktar sem heilsulindir. Þessi tengsl eru svo náin að í Íslenskri samheitaorðabók er samheitið fyrir ölkeldu, heilsulind. Rauðamelsölkelda Þekktasta ölkelda landsins er sennilega Rauðamelsölkelda en líklegt er að átt sé við hana í Konungsskuggsjá þar sem fjallað er um Hítardalsölkeldu. Þar er sagt að vatnið úr henni sé jafnkraftmikið og sterkt öl þannig að menn geti orðið drukknir. Öl var Þ AÐ er mikils vert að fá góða læknishjálp þegar sjúkdóm ber að höndum en betra er þó að halda heilsunni og þurfa aldrei að sjá framan í lækn- inn,“ sagði Guðmundur Björnsson landlæknir í al- mennum fyrirlestri sem hann flutti á annan dag jóla fyrir 100 árum. En hvað gerði fólk fyrr á tímum til að halda heilsunni? Á 18. öld jókst áhugi á heilbrigð- ismálum meðal upplýstra manna og eitt af því sem þeir töldu mikilvægt var að njóta óspilltra afurða náttúrunnar eins og til dæmis ávaxta og vatns, en vatn er ekki bara vatn. Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar segir að á Íslandi séu sex teg- undir af drykkjarvatni. Það eru jökulvatn, mýravatn, bergvatn, uppsprettu- og lind- arvatn, kaldavermsl og hveravatn. Jökul- vatn er ekki drukkið nema í neyð enda varla hæft til neyslu. Mýravatn kemur úr brunn- um sem eru grafnir og í botnin sest gulur ryðleir en ofan á bláleit skán. Þetta vatn er barkandi á bragðið og veldur aldrei neinum óþægindum. Bergvatn er samheiti yfir ár- og lækjarvatn og það er ætíð kalt, tært, heilnæmt og algerlega bragðlaust. Upp- sprettu- og lindarvatn er eftirsóttast því það er léttara, kaldara og tærara. Kaldavermsl er ennþá kaldara og tærara en uppsprettu- vatnið. Það er einnig heilnæmara og meira hressandi en allar aðrar bragðlausar vatns- tegundir og það frýs ekki á vetrum. (Heyrt hef ég þá sögu að á stríðsárunum hafi bandarískir hermenn frétt af kaldavermsli og náð sér í vatn á brúsa. Síðan hafi þeir hellt því á bílvélar sem nokkurs konar frost- lög en það virkaði auðvitað ekki og vélarnar sprungu í næsta frosti.) Hveravatn er víða notað til drykkjar þar sem það er lykt- arlaust og auðveldara er að ná því en öðru vatni. Þegar það hefur kólnað er það kæl- andi svalt og bragðgott og þótt það sé lykt af vatninu þá er það oftast bragðlaust. Sagt er að menn kenni aldrei lasleika eða óþæg- inda af hveravatni. Ölkelduvatn var ekki talið meðal þessara vatnstegunda enda hafði það sérstaka eig- inleika. Ölkeldur hafa jafnan þótt merkilegt talið einn mikilvægasti drykkur samfélags- ins til forna en því miður er litlar líkur á að menn hafi getað orðið ölvaðir af vatninu úr keldunni. Þrátt fyrir það segir í Ferðabók- inni að hún sé „vissulega mesta og besta á öllu landinu“. Dæmi voru einnig um að ef menn drukku mikið af ölkelduvatni á fast- andi maga þá gátu þeir orðið ringlaðir og getur það einnig skýrt nafngiftina. Ölkeld- urnar á Snæfellsnesi sem greint er frá í Ferðabók Eggerts og Bjarna voru átta en sex þeirra voru rannsakaðar eftir kúnst- arinnar reglum (sjá töflu 1). Sagt er að vatnið í Rauðamelsölkeldu sé tærara, bragðmeira og léttara en í öðrum ölkeldum auk þess sem það hafi „þægilegan súrkeim“ og þess vegna sé það góður „svala- og hressingardrykkur“. Ölkeldan við bæinn Ölkeldu er einnig vel þekkt en það fékk þá einkunn að það væri „dálítið beiskt og væmið á bragðið… og barkandi í eðli sínu“ eins og ölkelduvatn er- lendis. Á Fróðárheiði var ölkelda sem ferða- menn sóttu gjarnan í enda vatnið svalandi og hressandi án þess að valda nokkrum óþægindum. Það var mun bragðbetra en úr Ölkeldu. Í Ósakotsölkeldu við Búðaós var vatnið mjólkurlitað og bragðmikið án þess að hafa óþægilegan keim enda var töluvert sótt í hana og mönnum varð gott af. Ólafs- víkurdalsölkelda var lítið sótt enda úr leið og vatnslítil en vatnið var bragðgott og hressandi. Af öðrum ölkeldum segir fátt enda var önnur þurr en hin fannst ekki en þó gerðu þeir tilraunir með vatn úr Eið- isölkeldu. Tilraunir sem voru gerðar fólust í Mynd/Freydís Kristjánsdóttir Ölkeldan við bæinn Ölkeldu er vel þekkt en það fékk þá einkunn að það væri „dálítið beiskt og væmið á bragðið… og barkandi í eðli sínu“, eins og ölkelduvatn erlendis. „Í bók Olaus Magnus segir að á Íslandi séu uppsprettur með fersku vatni sem líkist þunnu öli og skapi það íbúum ánægju og heilbrigðan smekk. Ölkelduvatn á auðvitað ekkert skylt við öl og hvernig nafnið er tilkomið er óvíst en hugsanlegt er að það tengist því hvernig það freyðir.“ DYGGÐIR VATNANNA ÖLKELDUR OG HEILSULINDIR E F T I R Ó L A F Í S B E R G Tilraunir Eggerts og Bjarna Nöfn efna sem sett voru út í ölkelduvatn ásamt nöfnum til að staðsetja ölkeldurnar. Greint er frá hvaða litabreytingum vatnið tók við blöndun. 0 merkir að það hafi ekki komið nein svörun. Tilraunir Aaskovs og Webers Nöfn efna sem sett voru út í ölkelduvatn ásamt nöfnum til að staðsetja ölkeldurnar. Greint er frá hvaða litabreytingum vatnið tók við blöndun en stundum gerðist það strax en í öðrum tilfellum daginn eftir. Ferlið var greint nákvæmlega sem og litabreytingar en hér er ekki gerður munur á held- ur einungis nefndur sá litur sem kom á vatnið að hluta eða öllu leyti á meðan á rannsókninni stóð. 0 merkir að það hafi ekki komið nein svörun eða að prófun hafi ekki verið gerð. Efni pottaska fjólu- salmíak- saltpéturs- blekberja- járn- Nafn seyði spíritus sýra duft vitríól Ölkelda hvítt grænt hvítt ólga rauðbrúnt gult Fróðárheiði 0 0 0 0 rauðbrúnt gult Ósakot 0 rauðleitt 0 0 0 dökkt Ólafsvík 0 rósrautt 0 0 brúnleitt gult Eiði 0 grænleitt 0 0 svart 0 Rauðamelur 0 0 0 0 brúnleitt 0 Bjarnarnes 0 0 0 0 rauðleitt 0 Efni Silfur Kvika- Vínsteins- Fjólu- Blekberja- Blóð- Salmíak- Blý- Salt- Brenni- Nafn silfur olía seyði duft lútur spíritus sykur pétur steinn Ölkelda hvítt gult hvítt grænt grænt hvítt hvítt hvítt hvítt grátt Fróðárheiði hvítt rauðgult hvítt grænt/blátt grænt hvítt hvítt hvítt hvítt grátt Ósakot 0 0 0 blátt/grænt 0 0 0 hvítt 0 grátt Rauðamelur hvítt 0 blátt kampavín* hvítt 0 grátt Skógarnes hvítt gult 0 grænt blátt blátt ólífa* hvítt 0 grátt * Litur á kampavíni og ólífuolíu var ekki skilgreindur á hefðbundinn litaskala.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.