Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2001, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. FEBRÚAR 2001 13
því að ýmsum efnum var bætt út í vatnið til
að athuga hvað gerðist. Meðal efna sem
blandað var í vatnið voru pottaska, fjólu-
seyði, salmíakspíritus, saltpéturssýra, blek-
berjaduft og járnvitríól en svörunin var
mjög mismunandi eftir keldum. Tvær öl-
keldur á Austurlandi eru nefndar í Ferða-
bókinni, í Skrúð og við Bjarnarnes, og höfðu
þeir félagar drukkið úr þeirri síðarnefndu.
„Vatnið er súrt á bragðið en ekki eins
bragðmikið né hressandi eins og vatnið í öl-
keldunum á Snæfellsnesi.“
Ísland heilsuparadís
Ólafur Olavius ferðaðist um landið til
rannsókna tveimur áratugum síðar en Egg-
ert og Bjarni og hann gaf vatninu einnig
sérstakan gaum. „Öllum er kunnugt hversu
frábærlega vatnið er nytsamlegt og hve
mikil áhrif það hefur á heilsu og líf manna
og dýra,“ segir hann. Ólafur bendir réttilega
á að víða um Evrópu séu heilsulindir sem
séu mikið sóttar af fólki til lækninga og Ís-
land gæti hugsanlega orðið nokkurs konar
heilsuparadís enda hafi það „ómetanleg auð-
æfi heilnæms lauga- og ölkelduvatns“. Hann
taldi að það yrði landinu til mests gagns ef
hægt væri að útrýma sjúkdómum en margir
þeirra orsökuðust einmitt af óheilnæmu
vatni og slæmu fæði. Lækning við mörgum
sjúkdómum og kvillum væri hins vegar böð
og vatnsneysla ef hvort tveggja væri í
hæsta gæðaflokki eins og hérlendis. Í þessu
sambandi má benda á að Snæfellsnes og þó
einkum verstöðvarnar undir Jökli var talið
hið versta pestarbæli þar sem „alvarleg
heilsubilun, skammlífi og dauðsföll“ réðu
ríkjum. Þetta var talið stafa af óþrifnaði,
óhollu mataræði og slæmu vatni sem var
svo einkennandi fyrir íslenskar sjávar-
byggðir að mati menntaðra og sigldra
bændasona. Ölkeldurnar ættu því að geta
leist þetta heilbrigðisvandamál að einhverju
leyti ef fólk fengist til að nota sér þær. Þótt
margar verstöðvar hefðu slæm vatnsból þá
má ekki gleyma að víða voru uppsprettur
með góðu vatni. Til dæmis er í Keflavík-
urbjargi við Hellissand lind sem nefnist
Balalind en hún var vígð af Guðmundi bisk-
upi góða árið 1227 og var talin mikil heilsu-
lind. Hún er ennþá notuð af nokkrum sem
hafa trú á henni til lækninga og önnur lind
er á Hellnum sem ekki er síðri. Líklega hafa
verið til slíkar lindir í flestum sjávarbyggð-
um sem menn trúðu á og þar hefur vatnið
verið ómengað og betra en það sem flestir
höfðu aðgang að í þurrabúðunum (sbr. grein
Sæbjörns Valdimarssonar, Hellnar í hálfa
öld, Lesbók Mbl. 11/7 1998).
„...ómetanlegur fjársjóður, ónotaður að
kalla.“
Rannsóknir Eggerts og Bjarna og síðan
rannsóknarleiðangur Ólafs vöktu athygli í
Danmörku og Jón Eiríksson konferesráð,
hinn óþreytandi baráttumaður fyrir bættum
hag Íslands, fékk því til leiðar komið að öl-
kelduvatn var sent til Danmerkur til frekari
rannsókna.
Þorlákur Ísfjörð sýslumaður og Hallgrím-
ur Bachmann fjórðungslæknir sendu á ann-
að hundrað flöskur af ölkelduvatni til Kaup-
mannahafnar haustið 1778. Vatnið var
rannsakað af Aaskov líflækni og Weber
lyfjafræðingi og síðar einnig af Abildgaard
prófessor en þessar rannsóknir voru mun
víðtækari og nákvæmari en Eggert og
Bjarni höfðu gert á sínum tíma (sjá töflu 2).
Aaskov líflæknir tók saman skýrslu um
málið og sendi Jóni Eiríkssyni en niðurstað-
an um gagnsemi ölkeldna var sú sama og
hjá öðrum. Íslenska ölkelduvatnið var sam-
bærilegt við það besta erlendis eins og til
dæmis Seltzer, Pyrmont og Spa. Hvers
vegna væri þá ekki hægt að byggja upp
heilsuhæli á Íslandi og selja vatn þaðan í
stórum stíl? Ekkert varð úr þeim ráðagerð-
um en ásókn í ölkelduvatn mun eitthvað
hafa aukist á 19. öld.
Konrad Maurer ferðaðist um Ísland árið
1858 lét ekki hjá líða að koma við hjá
Rauðamelsölkeldu og fá sér sopa. Hann seg-
ir að stundum komi fólk þangað að ráði Jóns
Hjaltalíns landlæknis að sækja sér vatn til
lækninga og bætir við „annars er þessi
brunnur, sem gæti verið eiganda sínum
ómetanlegur fjársjóður, ónotaður að kalla“.
Konrad Maurer fannst vatnið minna dálítið
á Seltzersvatnið í Þýskalandi, bragðmikið og
súrt, en sá væri reginmunur að íslenska
vatnið væri gjöf frá náttúrunni en ekki
manninum.
Læknað með
eintómu vatni
Jón Hjaltalín, sem var landlæknir á ár-
unum 1855–1881, hafði mikla trú á lækn-
ingamætti vatnsins. Árið 1840 kom út í
Kaupmannahöfn Lækningakver eftir hann
en þá hafði hann nýlokið doktorsprófi í
læknisfræði við háskólann í Kiel í Þýska-
landi. Jón hafði verið í Þýskalandi í nokkur
ár og kynnt sér geðveikrahæli og vatns-
lækningar en helstu sérfræðingar á því sviði
voru þýskir. Hann var læknir í danska hern-
um um tíma en stóð síðan fyrir því að reist
væri vatnslækningastofa í Klampenborg á
Sjálandi og þar starfaði hann á árunum
1845–1851. Jón var einn helsti hugmynda-
smiður og baráttumaður fyrir úrbótum í
heilbrigðismálum allt frá því að hann lauk
námi þar til hann hætti störfum. Hann var
alla tíð umdeildur og lenti upp á kannt við
marga samferðamenn sína enda lagði hann
sig allan fram um að ná þeim markmiðum
sem hann taldi nauðsynleg og var þá ekki
ætíð með hugann við pólitískan leikaraskap.
Hér mætti minnast á Tómas Stokkmann
lækni í leikriti Henriks Ibsens, Þjóðníðing-
urinn, en hann stóð fyrir því að koma upp
heilsuböðum í heimabæ sínum en lenti síðan
í útistöðum við ýmsa fyrirmenn bæjarins
vegna þess að vatnið var mengað. Jón
Hjaltalín var líklega stundum á svipuðum
nótum og Tómas Stokkmann. Af skrifum
hans sem eru mikil að vöxtum má sjá hvaða
aðferðum hann beitti við sjúklinga og hug-
myndir hans um sjúkdóma. Lækningakver
hans ber keim af því sem þá var vinsælast í
Evrópu og hann hafði kynnt sér sérstaklega
en það voru vatnslækningar. Jón taldi að
hægt væri að lækna flesta sjúkdóma með
„eintómu vatni“ og þar á meðal þá sem hann
þekkti hvað best en það voru geðveiki og
holdsveiki. Hann segir til dæmis um þá sem
eru óðir að „eitthvert hið besta meðal við
æði er að baða sjúkling jafnaðarlega í köldu
vatni og hætta eigi fyrr en honum er orðið
mjög kalt í hvert sinn. Líka er einkar gott
að leggja kalda bakstra á höfuð honum og
láta hann við og við fara í volg fótaböð“.
(Þessar aðferðir voru raunar enn viðhafðar
áratugum síðar á Kleppi.) Vitleysu (Dem-
entria) var líka hægt að lækna með vatni
vegna þess að „sjúkdómur þessi er oftast
nær komin af meini í heilanum og mænu-
kerfinu og þess vegna eru köld böð og eink-
anlega steypiböð og fossböð þeim einkar
holl“.
Jón notaði einnig ölkelduvatn til lækninga
eins og Konrad Maurer segir frá og í ævi-
sögu Matthíasar Jochumssonar, Sögukaflar
af sjálfum mér, er eftirfarandi frásögn.
„Eitt sumar meðan ég bjó í Reykjavík hafði
hún (þ.e. Ástríður dóttir hans) legið í barns-
fararsótt. Tók ég hana þá suður til mín og
kom vinur minn dr. Hjaltalín henni í það
sinn til heilsu meðal annars með því að láta
hana daglega, vikum saman, drekka öl-
kelduvatn blandað víni.“ Fjölmörg önnur
dæmi eru um að fólk þakki heilsu sína öl-
kelduvatni og lagði á sig langt ferðalag til
að fá slíkt vatn. Í bók Helgu Halldórsdóttur
Öll erum við menn segir frá því að hún og
systkini hennar hafi aldrei fengið kvef eins
og aðrir krakkar í sveitinni vegna þess að
þau drukku ölkelduvatn en þau bjuggu um
tíma í æsku í Bjarnarfosskoti. Síðar þegar
þau fluttu burt og hættu að drekka ölkeldu-
vatn þá fengu þau pestir eins og aðrir.
„Gjöf frá náttúrunni“
Í Konungsskuggsjá er sagt að ekki sé
hægt að reisa hús yfir ölkelduna og vatnið
missi bragð og kraft ef það er flutt burtu.
Það eru því ákveðin álög á staðnum og vatn-
inu sem mönnum ber að virða svo hægt sé
að nýta sér kraftinn. Það sama kemur fram
í síðari frásögnum enda eru öll heilsuhæli
reist við uppspretturnar og hvers vegna
ekki gera það sama hérlendis. Það er ekki
einungis hveravatnið, hvort heldur það er í
Bláa lóninu eða í Hveragerði, og blávatnið
úr Gvendarbrunnum sem er heilnæmt held-
ur einnig ölkelduvatnið. Milljónir manna um
allan heim sækja í heilsulindir ölkelduvatns-
ins vegna þess að það telur sig fá bót meina
sinna þar. Hinn frægi Hoffmann sem skrif-
aði lærða doðranta um ölkelduvatn á 18. öld
sagði meðal annars: „Vissulega játa ég það
sjálfur með óbrigðulli sannfæringu að ég
vildi ekki vera læknir ef ég þekkti ekki
dyggðir vatnanna og þá sérstaklega ölkeldu-
vatnsins.“ Þótt það kunni að reynast erfitt
að sanna hollustu ölkelduvatns með nútíma-
vísindum þá er næsta víst að vatnið skaðar
engan. Bólu-Hjálmar taldi sig hafa fengið
bót meina sinna um tíma af ölkelduvatni en
hann lagði það á sig að ganga úr Skagafirð-
inum út á Snæfellsnes til að drekka af
heilsulindunum. Þegar hann gekk frá
Rauðamelsölkeldu í síðasta sinn kvað hann:
Þig nú kveð ég lífsins lind
landsbarna sem nýtur hylli.
Mín er ósk að ágirnd blind
aldrei þínu vatni spilli.
Íslenska ölkelduvatnið er auðlind sem við
eigum að nýta eins og við nýtum annað
vatn. Það vatn sem við getum nú keypt í
flöskum úti í búð er ágætt til síns brúks en
ekkert kemur í staðinn fyrir „gjöf frá nátt-
úrunni“ eins og Konrad Maurer benti á.
Höfundur er sagnfræðingur.
ÞAÐ ER varla hægt að hugsa sérneitt öllu þjóðlegra en saltfisk meðsoðnum kartöflum og hrísgrjóna-graut með rúsínum og kanelsykri í
eftirmat? Samt er kartaflan amerísk jurt
og saltið innflutt og varla hægt að ímynda
sér margt sem er öllu fráleitara að fram-
leiða hér á landi heldur en hrísgrjón, kan-
el og rúsínur. Fiskurinn er þó íslenskur að
svo miklu leyti sem sjávardýr geta til-
heyrt nokkru landi.
Hvað fleira er annars þjóðlegt en salt-
fiskur og grjónagrautur? Kvæði Jónasar
sem voru ort í Kaupmannahöfn undir
ítölskum bragarháttum og áhrifum frá
þýskri rómatík? Heiðlóan sem hann orti
um er þó íslensk og huldukonan sem kall-
aði og bað hann að kveða. Og þó. Lóan er
víst farfugl og huldukonan að hálfu í ætt
við gyðjuna sem kvað fyrir Hómer.
Kannski er Hallgrímur Pétursson enn
þjóðlegri en Jónas. Sú guðfræði sem hann
færði í ódauðleg ljóð er þó jafnfjarri því að
vera íslensk eins og rómantíkin og kan-
elsykurinn. Innsýn Hallgríms í mannlegar
þjáningar byggist kannski að nokkru á
kynnum hans af kaghýddum og langsoltn-
um fátæklingum á þeim hrjóstrugu Suð-
urnesjum. En hún er ekki síður mótuð af
helgisögnum austan úr Asíu.
Hvað þá um Íslendingasögurnar, bækur
Snorra Sturlusonar, eddukvæðin og önnur
fornrit? Er þetta ekki eins þjóðlegt og
vera má? Jú, rétt eins Hallgrímur, Jónas,
Bach í Skálholti, Englar alheimsins og allt
annað sem er dýrmætt og sérstakt í ís-
lenskri menningu eru fornritin þjóðleg
með því að vera annað og meira en bara
þjóðleg. Sköpunargleðin og gróskan í
þjóðmenningunni verða mest þar sem
ólíkar hefðir mætast, heimamenn sjá
sjálfa sig speglast í augum gestsins, nýr
mælikvarði er lagður á kunnuglegan veru-
leika og gamalgróin hugtök takast á við
nýjar aðstæður.
Þessi skilningur á þjóðlegri menningu
er ekki nýr. Hann birtist til dæmis milli
línanna í ljóðabók sem heitir Fagra veröld
og kom út árið 1933. Þar sýnir skáldið
Tómas okkur ekki kyrrstæðar myndir af
lífi í sveit – og því síður segir hann þjóð
sinni að leika „ein á hörpu íss og báls“ –
heldur yrkir um höfnina í Reykjavík:
Hér streymir örast í æðum þér blóðið,
ó, unga, rísandi borg!
Héðan flæðir sá fagnandi hraði,
sem fyllir þín stræti og torg.
Það býr mikil lífsgleði í þessu ljóði. En
það flutti líka hollan boðskap og alvarleg
umhugsunarefni á tímum þegar þjóðern-
ishyggja og kommúnismi sóttu í sig veðrið
og þeir sem töldu sig standa nær miðju í
íslenskum stjórnmálum héldu fram öfga-
fullu andófi gegn borgarmenningu, þétt-
býlismyndun og alþjóðlegum áhrifum.
Í huganum fjarlægar hafnir syngja.
Það hvíslar með lokkandi óm.
Rússland, Asía, England og Kína,
Afríka, Spánn og Róm. –
Enn eiga kvæði Tómasar erindi við okk-
ur, nú þegar sumir þeir sem telja sig mál-
svara menningarinnar andæfa alþjóða-
hyggju, innflutningi fólks og áhrifum frá
siðum framandi landa. Sumt af þessu fólki
er hægt að afgreiða sem frústreraða
minnipokamenn, litla karla sem ná sér
hvergi á strik. Það er kannski von að þeim
finnist betra að kenna öðrum um en horf-
ast í augu við eigin vesöld. Einu sinni böl-
sótuðust svona menn út í kapítalismann,
heimsvaldastefnuna, þjóðfélagið. Nú er
það alþjóðavæðing, útlendingar, stórfyr-
irtæki – allt sem er nógu framandi og allt
sem þeir vita nógu lítið um til að geta not-
að það í trölla- og grýlusögur.
En sumir málsvarar einangrunarstefnu
og afdalamennsku virðast, að minnsta
kosti við fyrstu kynni, vera af öðru sauða-
húsi en dæmigerðir minnipokamenn. Í
þessum hópi eru gáfumenn og spekingar
sem passa sig að segja ekkert ljótt um
innflytjendur frá þriðja heiminum en hafa
þess stærri orð um Hollywoodmyndir, al-
þjóðleg stórfyrirtæki og skemmtanaiðnað.
Fyrr á þessari öld var skammast út í am-
erískan djass. Því svartagallsrausi var
svarað með eftirminnilegum hætti af konu
sem ólst upp hér á Akranesi og hét Hall-
björg Bjarnadóttir.
Upp á síðkastið hefir í blöðum og tíma-
ritum einkum verið ráðist á djasstónlist
og sýnir það að minnsta kosti að hún er
orðin svo vinsæl hér á landi að hún er tal-
in hættulegur keppinautur sígildrar tón-
listar.
En komast ekki báðar þessar tegundir
tónlistar fyrir hér á landi? Skilja andstæð-
ingar djassins ekki að hann er hingað
kominn til dvalar og þroska, ekki sem
andstæðingur heldur sem félagi og bróð-
ir? …
Er það nokkuð óeðlilegt að djassinn og
flugvélin fylgist að eins og valsinn og
rókókóstíllinn fyrr meir? (Tilv. í grein í
Alþýðubl. frá sept. 1943 tekin úr bókinni
Hallbjörg – eftir sínu hjartans lagi eftir
Stefán Jökulsson, Rvk. 1989. Bls. 126–7.)
Söngur Hallbjargar varð frægur víða
um lönd og telst nú með perlum íslenskrar
tónlistar. Það þarf ekki að hlusta á hana
nema einu sinni til að skilja að djass er
ekkert síður þjóðlegur en rúsínugrautur-
inn og kvæði Jónasar. Þegar hún syngur
„Björt mey og hrein“ rennur gamalt ís-
lenskt lag saman við ameríska dægurtón-
list og trumbuslátt sem hefur borist okkur
eftir krókaleiðum sunnan frá Afríku. Og
landinn hefur engu tapað. Það hefur bara
aukist við þá auðlegð sem við getum kall-
að okkar og verið stolt af.
Norðmennirnir sem fluttu hingað fyrir
meira en þúsund árum glötuðu heldur
ekki menningu sinni þótt þeir blönduðust
Keltum, örðu nær, þessi blanda varð til
þess að sögur og ljóð Norðurlandabúa
urðu efniviður í heimsbókmenntir sem eru
lesnar enn þann dag í dag. Við vitum ekki
hvaða áhrif innflutningur fólks frá öðrum
heimshlutum mun hafa hér á landi næstu
áratugi en mér þykir miklu trúlegra að
innflytjendur stuðli að varðveislu og efl-
ingu „þjóðlegrar“ menningar heldur en að
þeir eyði henni og spilli.
Það er jafnmikilvægt fyrir menninguna
eins og fyrir atvinnulífið að hingað komi
fólk frá öðrum löndum hvort sem þau lönd
heita Rússland, Asía, England og Kína
eða Afríka, Spánn og Róm. Við vitum ekki
hvað innflytjendur munu taka með sér af
hugsun og háttalagi en trúlegt er að innan
tíðar verði eitthvað af því orðið álíka þjóð-
legt og rúsínugrauturinn, jafnvel komið á
bekk með kvæðum Jónasar.
EIN HUGLEIÐING
UM HRÍS-
GRJÓNAGRAUT
MEÐ RÚSÍNUM
OG KANELSYKRI
Höfundur er heimspekingur.
E F T I R AT L A H A R Ð A R S O N